„Ég held að þetta sé ógeðslega óþægilegt“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. mars 2024 12:30 DeAndre Kane tekur hér utan um eyrað sitt í leiknum í Keflavík í gær. S2 Sport Grindvíkingar unnu frábæran sigur í Sláturhúsinu í Keflavík í Subway deild karla í körfubolta í gær og það þótt að lykilmaðurinn DeAndre Kane gengi ekki alveg heill til skógar. Kane harkaði af sér og leiddi Grindavíkurliðið til níunda sigursins í röð. Subway Körfuboltakvöld ræddi veikindi Kane og hlutverk hans í Grindavíkurliðinu. „Það bárust fréttir af því í vikunni að DeAndre Kane hefði fengið heljarinanar eyrnabólgu og sýkingu í kjölfarið. Hann heyrir víst illa með öðru eyranu,“ sagði Stefán Árni Pálsson, umsjónarmaður Subway Körfuboltakvölds. „Ég hélt það væru bara börn sem fengu eyrnasýkingu og rör í eyrun,“ skaut Teitur Örlygsson inn í. „Ég held að þetta sé ógeðslega óþægilegt. Það sést ekkert á manni,“ sagði Helgi Már Magnússon. Það voru síðan sýndar myndir af DeAndre Kane taka utan um eyrað á sér. Þurfti samþykki læknis „Þarna er hann að taka utan um eyrað. Það var alveg tvísýnt hvort hann myndi spila þennan leik. Það var bara samþykkt af lækni í dag (í gær). Gaurinn skorar 19 stig og tekur 9 fráköst,“ sagði Stefán Árni. „Hann virkaði bara vel stilltur í leiknum. Ég hafði áhyggjur af því að hann kæmi inn með þetta á herðunum. Hann kom inn, spilaði hörku vörn á Remy Martin fannst mér þegar hann var á honum. Hann var mjög vel stilltur,“ sagði Helgi. Dansar á línunni Helgi vildi ekki taka undir það að Kane væri svokallaður „Hot head“ leikmaður. „Hefur hann einhvern tímann misst sig? Hann er að dansa á ákveðinni línu og maður sér það í fasi hans að þetta er tilfinningavera. Mér finnst hann bara vera að dansa mjög vel á þessari línu hingað til. Hann hefur ekki tekið sig út úr leik með einhverri vitleysu,“ sagði Helgi. „Síðan er þetta bara þannig að það eru engar tvær persónur eins. Hann er bara svona og það voðalega auðvelt að láta þetta fara í taugarnar á sér. Grindavík lærir bara að lifa með þessu og þjálfarinn á örugglega stóran part í því. Ég trúi ekki öðru en að þetta hafi farið í taugarnar á Óla Óla einhvern tímann,“ sagði Teitur. Þú tókst bara utan um þá „Þeir eru allir nógu þroskaðir til að segja: Hann er svona og við höldum áfram. Maður hefur margoft verið með skrýtnum gæjum í liði en þú tókst bara utan um þá,“ sagði Teitur. Það má horfa á umfjöllunina um Kane hér fyrir neðan. Klippa: Körfuboltakvöld: Eyrað á DeAndre Kane Subway-deild karla Körfuboltakvöld Grindavík Mest lesið „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Breska frjálsíþróttasambandið ákært fyrir manndráp Sport Æfur yfir sniðgöngunni: „Að mínu mati er þetta skandall“ Sport Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Fótbolti Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Handbolti Í beinni: Tottenham - Liverpool | Hart barist í London Enski boltinn Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Fótbolti Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Golf Fleiri fréttir Í beinni: Þór Ak. - Keflavík | Einu liðin með fullkominn heimavöll Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Hrafn frá KR í Stjörnuna Unnu fimmtánda leikinn í röð þegar meistararnir komu í heimsókn Njarðvík á að stefna á þann stóra Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Martin glímir við meiðsli í hásin Allt er fertugum LeBron fært „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Tindastóll upp fyrir Njarðvík Haukar og Hamar/Þór með góða sigra Sjá meira
Subway Körfuboltakvöld ræddi veikindi Kane og hlutverk hans í Grindavíkurliðinu. „Það bárust fréttir af því í vikunni að DeAndre Kane hefði fengið heljarinanar eyrnabólgu og sýkingu í kjölfarið. Hann heyrir víst illa með öðru eyranu,“ sagði Stefán Árni Pálsson, umsjónarmaður Subway Körfuboltakvölds. „Ég hélt það væru bara börn sem fengu eyrnasýkingu og rör í eyrun,“ skaut Teitur Örlygsson inn í. „Ég held að þetta sé ógeðslega óþægilegt. Það sést ekkert á manni,“ sagði Helgi Már Magnússon. Það voru síðan sýndar myndir af DeAndre Kane taka utan um eyrað á sér. Þurfti samþykki læknis „Þarna er hann að taka utan um eyrað. Það var alveg tvísýnt hvort hann myndi spila þennan leik. Það var bara samþykkt af lækni í dag (í gær). Gaurinn skorar 19 stig og tekur 9 fráköst,“ sagði Stefán Árni. „Hann virkaði bara vel stilltur í leiknum. Ég hafði áhyggjur af því að hann kæmi inn með þetta á herðunum. Hann kom inn, spilaði hörku vörn á Remy Martin fannst mér þegar hann var á honum. Hann var mjög vel stilltur,“ sagði Helgi. Dansar á línunni Helgi vildi ekki taka undir það að Kane væri svokallaður „Hot head“ leikmaður. „Hefur hann einhvern tímann misst sig? Hann er að dansa á ákveðinni línu og maður sér það í fasi hans að þetta er tilfinningavera. Mér finnst hann bara vera að dansa mjög vel á þessari línu hingað til. Hann hefur ekki tekið sig út úr leik með einhverri vitleysu,“ sagði Helgi. „Síðan er þetta bara þannig að það eru engar tvær persónur eins. Hann er bara svona og það voðalega auðvelt að láta þetta fara í taugarnar á sér. Grindavík lærir bara að lifa með þessu og þjálfarinn á örugglega stóran part í því. Ég trúi ekki öðru en að þetta hafi farið í taugarnar á Óla Óla einhvern tímann,“ sagði Teitur. Þú tókst bara utan um þá „Þeir eru allir nógu þroskaðir til að segja: Hann er svona og við höldum áfram. Maður hefur margoft verið með skrýtnum gæjum í liði en þú tókst bara utan um þá,“ sagði Teitur. Það má horfa á umfjöllunina um Kane hér fyrir neðan. Klippa: Körfuboltakvöld: Eyrað á DeAndre Kane
Subway-deild karla Körfuboltakvöld Grindavík Mest lesið „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Breska frjálsíþróttasambandið ákært fyrir manndráp Sport Æfur yfir sniðgöngunni: „Að mínu mati er þetta skandall“ Sport Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Fótbolti Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Handbolti Í beinni: Tottenham - Liverpool | Hart barist í London Enski boltinn Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Fótbolti Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Golf Fleiri fréttir Í beinni: Þór Ak. - Keflavík | Einu liðin með fullkominn heimavöll Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Hrafn frá KR í Stjörnuna Unnu fimmtánda leikinn í röð þegar meistararnir komu í heimsókn Njarðvík á að stefna á þann stóra Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Martin glímir við meiðsli í hásin Allt er fertugum LeBron fært „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Tindastóll upp fyrir Njarðvík Haukar og Hamar/Þór með góða sigra Sjá meira