„Ég held að þetta sé ógeðslega óþægilegt“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. mars 2024 12:30 DeAndre Kane tekur hér utan um eyrað sitt í leiknum í Keflavík í gær. S2 Sport Grindvíkingar unnu frábæran sigur í Sláturhúsinu í Keflavík í Subway deild karla í körfubolta í gær og það þótt að lykilmaðurinn DeAndre Kane gengi ekki alveg heill til skógar. Kane harkaði af sér og leiddi Grindavíkurliðið til níunda sigursins í röð. Subway Körfuboltakvöld ræddi veikindi Kane og hlutverk hans í Grindavíkurliðinu. „Það bárust fréttir af því í vikunni að DeAndre Kane hefði fengið heljarinanar eyrnabólgu og sýkingu í kjölfarið. Hann heyrir víst illa með öðru eyranu,“ sagði Stefán Árni Pálsson, umsjónarmaður Subway Körfuboltakvölds. „Ég hélt það væru bara börn sem fengu eyrnasýkingu og rör í eyrun,“ skaut Teitur Örlygsson inn í. „Ég held að þetta sé ógeðslega óþægilegt. Það sést ekkert á manni,“ sagði Helgi Már Magnússon. Það voru síðan sýndar myndir af DeAndre Kane taka utan um eyrað á sér. Þurfti samþykki læknis „Þarna er hann að taka utan um eyrað. Það var alveg tvísýnt hvort hann myndi spila þennan leik. Það var bara samþykkt af lækni í dag (í gær). Gaurinn skorar 19 stig og tekur 9 fráköst,“ sagði Stefán Árni. „Hann virkaði bara vel stilltur í leiknum. Ég hafði áhyggjur af því að hann kæmi inn með þetta á herðunum. Hann kom inn, spilaði hörku vörn á Remy Martin fannst mér þegar hann var á honum. Hann var mjög vel stilltur,“ sagði Helgi. Dansar á línunni Helgi vildi ekki taka undir það að Kane væri svokallaður „Hot head“ leikmaður. „Hefur hann einhvern tímann misst sig? Hann er að dansa á ákveðinni línu og maður sér það í fasi hans að þetta er tilfinningavera. Mér finnst hann bara vera að dansa mjög vel á þessari línu hingað til. Hann hefur ekki tekið sig út úr leik með einhverri vitleysu,“ sagði Helgi. „Síðan er þetta bara þannig að það eru engar tvær persónur eins. Hann er bara svona og það voðalega auðvelt að láta þetta fara í taugarnar á sér. Grindavík lærir bara að lifa með þessu og þjálfarinn á örugglega stóran part í því. Ég trúi ekki öðru en að þetta hafi farið í taugarnar á Óla Óla einhvern tímann,“ sagði Teitur. Þú tókst bara utan um þá „Þeir eru allir nógu þroskaðir til að segja: Hann er svona og við höldum áfram. Maður hefur margoft verið með skrýtnum gæjum í liði en þú tókst bara utan um þá,“ sagði Teitur. Það má horfa á umfjöllunina um Kane hér fyrir neðan. Klippa: Körfuboltakvöld: Eyrað á DeAndre Kane Subway-deild karla Körfuboltakvöld Grindavík Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum Fótbolti Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Fótbolti Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Handbolti Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Fótbolti Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki Fótbolti Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Körfubolti NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Fótbolti Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals Handbolti Ísland - Lúxemborg 2-1 | Jóhannes áberandi í fyrsta sigrinum Fótbolti Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Enski boltinn Fleiri fréttir Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Sjá meira
Subway Körfuboltakvöld ræddi veikindi Kane og hlutverk hans í Grindavíkurliðinu. „Það bárust fréttir af því í vikunni að DeAndre Kane hefði fengið heljarinanar eyrnabólgu og sýkingu í kjölfarið. Hann heyrir víst illa með öðru eyranu,“ sagði Stefán Árni Pálsson, umsjónarmaður Subway Körfuboltakvölds. „Ég hélt það væru bara börn sem fengu eyrnasýkingu og rör í eyrun,“ skaut Teitur Örlygsson inn í. „Ég held að þetta sé ógeðslega óþægilegt. Það sést ekkert á manni,“ sagði Helgi Már Magnússon. Það voru síðan sýndar myndir af DeAndre Kane taka utan um eyrað á sér. Þurfti samþykki læknis „Þarna er hann að taka utan um eyrað. Það var alveg tvísýnt hvort hann myndi spila þennan leik. Það var bara samþykkt af lækni í dag (í gær). Gaurinn skorar 19 stig og tekur 9 fráköst,“ sagði Stefán Árni. „Hann virkaði bara vel stilltur í leiknum. Ég hafði áhyggjur af því að hann kæmi inn með þetta á herðunum. Hann kom inn, spilaði hörku vörn á Remy Martin fannst mér þegar hann var á honum. Hann var mjög vel stilltur,“ sagði Helgi. Dansar á línunni Helgi vildi ekki taka undir það að Kane væri svokallaður „Hot head“ leikmaður. „Hefur hann einhvern tímann misst sig? Hann er að dansa á ákveðinni línu og maður sér það í fasi hans að þetta er tilfinningavera. Mér finnst hann bara vera að dansa mjög vel á þessari línu hingað til. Hann hefur ekki tekið sig út úr leik með einhverri vitleysu,“ sagði Helgi. „Síðan er þetta bara þannig að það eru engar tvær persónur eins. Hann er bara svona og það voðalega auðvelt að láta þetta fara í taugarnar á sér. Grindavík lærir bara að lifa með þessu og þjálfarinn á örugglega stóran part í því. Ég trúi ekki öðru en að þetta hafi farið í taugarnar á Óla Óla einhvern tímann,“ sagði Teitur. Þú tókst bara utan um þá „Þeir eru allir nógu þroskaðir til að segja: Hann er svona og við höldum áfram. Maður hefur margoft verið með skrýtnum gæjum í liði en þú tókst bara utan um þá,“ sagði Teitur. Það má horfa á umfjöllunina um Kane hér fyrir neðan. Klippa: Körfuboltakvöld: Eyrað á DeAndre Kane
Subway-deild karla Körfuboltakvöld Grindavík Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum Fótbolti Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Fótbolti Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Handbolti Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Fótbolti Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki Fótbolti Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Körfubolti NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Fótbolti Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals Handbolti Ísland - Lúxemborg 2-1 | Jóhannes áberandi í fyrsta sigrinum Fótbolti Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Enski boltinn Fleiri fréttir Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Sjá meira