Samstaða hefði myndast gegn konu í umtöluðu nauðgunarmáli Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. mars 2024 17:13 Atburðurinn átti sér stað í heimahúsi á Húsavík sumarið 2021. Vísir/vilhelm 23 ára gömul kona sem sýknuð var af ásökunum um rangar sakargiftir í nauðgunarmáli var greind með áfallastreituröskun eftir endurtekin viðtöl hjá sálfræðingi. Skilaboð til vinkonu þess efnis að kynlíf með stráknum hefði verið gott voru ekki nægjanleg til að sanna að hún væri sek um rangar sakargiftir. Samstaða virtist hafa myndast meðal hóps gegn konunni. Málið hefur vakið mikla athygli en konan var kærð fyrir að hafa með rangri kæru og röngum framburði hjá lögreglunni á Norðurlandi eystra, sunnudaginn 11. júlí og fimmtudaginn 15. júlí árið 2021, leitast við að koma því til leiðar að Dziugas Petrauskas, litháískur knattspyrnumaður og íbúi á Húsavík, yrði sakaður um eða dæmdur fyrir kynferðisbrot gegn konunni, í heimahúsi á Húsavík, aðfaranótt sunnudagsins 11. júlí sama ár. Kæra konunnar leiddi til þess að lögregla hóf rannsókn málsins og tók skýrslu af Dziugasi með réttarstöðu sakbornings. Þá var hann fluttur í fangelsið á Hólmsheiði þar sem hann sætti gæsluvarðhaldi í þrjá daga. Tæpum mánuði eftir að maðurinn var handtekinn fyrirfór hann sér. Greindu ekki fliss á upptökunni Héraðsdómur Norðurlands eystra hefur birt nafnhreinsaðan dóm á vefsíðu dómstólsins. Konan og Dziugas hittust í partíi á Húsavík kvöldið 10. júlí 2021. Fóru þau saman inn á baðherbergi og kysstust þar. Þeim bar saman um að þar hefðu þau haft samræði og hún við hann munnmök. Hann kannaðist ekki við að hafa haft endaþarmsmök en eftir að honum var tjáð að konan hafði áverka á endaþarmi kvað hann geta verið að hann hefði stungið fingri sínum þangað. Dziugas sagði kynlíf þeirra hafa verið með beggja samþykki en hún gegn hennar vilja. Hún sagðist ekki hafa haft reynslu af kynmökum fyrri nóttina og orðið hrædd þegar hann varð ekki við beiðni hennar að stoppa. Hún hefði reynt að kalla á hjálp, fundist hún hafa kallað hátt, frosið og ekki veitt mikla mótspyrnu. Hún hefði látið það yfir sig ganga og vonast til að þessu lyki sem fyrst. Meðal sönnunargagna sem héraðssaksóknari lagði fyrir dóminn var 26 sekúndna myndband sem gestur í partíinu umrætt kvöld sagðist hafa tekið upp fyrir framan baðherbergið. Á upptökunni heyrðist þungur andardráttur og smá stunur. Dómur taldi að ekkert yrði lesið út úr þeim stunum um líðan þess sem þær komu frá. Þá gæti dómurinn ekki greint að konan hefði flissað eins og einhver vitni héldu fram. Samstaða myndast gegn konunni Þá virðist myndbandið hafa ráðið miklu um afstöðu sumra vitna. Tvö þeirra töldu sig strax vita að ekki hefði verið um kynferðisbrot að ræða og þrjár konur meðal vitna höfðu rætt þetta strax í kjölfar atvika. Fyrir dómi kom einnig að tvö vitni, meðal annars konan sem tók myndbandið, hafði meiri tengsl við Dziugas en ráðið varð af lögregluskýrslu þeirra. Af framburði vitnanna væri ráðið að nær strax hafi myndast einhvers konar samstaða þess hóps með Dziugas en gegn konunni. Var greinilegt að fyrir skýrslutöku lögreglu af þeim tveimur dögum eftir atburði hefði vitnin þegar heyrt frásögn konunnar sem tók myndbandið, hennar skoðun á málinu og ýmist séð eða heyrt af myndbandinu. Fyrir dómi kom fram að umræða innan hópsins hefði verið í þeim mæli að eitt vitni gat vart greint á milli þess sem hann hafði sjálfur orðið vitni að umrætt kvöld og þess sem honum hafði verið sagt. Skilaboð um morguninn Eitt vitni sagðist fyrir dómi hafa fengið skilaboð frá konunni umrædda nótt á Snapchat. Þar hefði verið andlitsmynd af konunni með texta þess efnis að hún hefði verið að sofa hjá strák og það hefði verið mjög næs. Á sunnudeginum hefði hún fengið önnur skilaboð með mynd af auga konunnar, sjáanlega rauðu, með textanum: „Þegar hann ákveður að fá það yfir andlitið.“ Hvorug skilaboðanna lágu fyrir sem sönnunargagn í málinu. Vitnið kvaðst hafa vaknað um klukkan 7:30 morguninn eftir og séð fyrri skilaboðin. Hún mundi fyrir dómi ekki eftir seinni skilaboðunum fyrr en lögregluskýrslan var borin undir hana. Konan kannaðist í skýrslutöku hjá lögreglu fjórum dögum eftir atburðinn að hafa sent þau en átti erfitt með að skýra hvers vegna hún hefði sent þau. Þá kannaðist hún ekki við seinni skilaboðin er sneru að sáðfallinu. Í skýrslutöku einu og hálfu ári síðar sagðist hún muna eftir hvorugum skilaboðunum. Fyrir dómi kannaðist hún við fyrri skilaboðin en ekki hvenær hún hefði sent þau eða hvers vegna. Hún kannaðist áfram ekki við síðari skilaboðin. Ýmislegt óljóst Saksóknari byggði einnig ákæru sína á því að vitni hefði heyrt Dziugas spyrja konuna: „Is this okay?“ og hún svarað játandi. Dómurinn taldi ekki ljóst að hann hefði spurt hana ítrekað að því og þá hefði konan ekki andmælt að hann hefði sagt þetta heldur aðeins að hún hefði ekki heyrt hann segja það. Þá byggði saksóknari á því að hún hefði sagst hafa kallað á hjálp en það stæðist ekki því ekkert vitni hefði heyrt í henni. Dómurinn benti á að konan hefði ekki fullyrt að hafa kallað oft eða lengi eftir hjálp heldur aðeins rétt í byrjun. Þá hefði hún ekki fullyrt að hafa kallað hátt heldur hefði henni liðið eins og hún væri að kalla hátt. Þá væri óljóst hve hátt tónlist hefði verið spiluð. Þá kom til skoðunar hvort þau hefðu farið í sturtu eftir kynmök eins og Dziugas sagði þau hafa gert en konan neitað. Eitt vitni sagðist hjá lögreglu hafa séð blautt baðherbergisgólf daginn eftir en fyrir dómi sagðist hún hafa heyrt það hjá öðru vitni í málinu. Annað vitni nefndi einnig blautt baðherbergisgólf hjá lögreglu en sagðist fyrir dómi hafa heyrt það hjá öðrum vitnum. Móðir konunnar sagði að dóttir hennar hefði sofið uppi í hjá henni um nóttina og ekki verið með blautt hár. Konan sagðist við komuna á neyðarmóttöku ekki hafa skolað sig eða baðast. Ummerki um hörku Skýrslur lækna á neyðarmóttöku báru að ummerki bringu á konunni gætu samræmst því að henni hefði verið ýtt niður í gólfið. Þá taldi læknirinn líklegt að einhverju hefði verið þröngvað í endaþarm hennar sem hafi valdið bólgu og þrota. Mjög hæpið geti verið að hjá svo ungri og barnlausri konu að slíkt gæti stafað af gyllinæð. Þá bentu eymsl á grindarholslíffærum til þess að einhverju hefði verið þröngvað í leggöng. Eftir fyrstu kynörk gætu verið eymsl við leggangaop þótt ekki sé um þvingun að ræða. Þau næðu þó ekki eins djúpt og í þessu tilviki. Vottorð sálfræðings sem ræddi tíu sinnum við konuna eftir kvöldið komst að þeirri niðurstöðu að einkenni konunnar samsvöruðu einkennum sem þekkt væru hjá fólki sem hefði upplifað alvarleg áföll eins og líkamsárás, nauðgun, stórslys eða hamfarir. Hún virtist trúverðug og samkvæm sjálfri sér. Þá lá fyrir vottorð annars sálfræðings þess efnis að viðbrögð konunnar uppfylltu viðmið til greiningar á áfallastreituröskun. Ellefu viðtöl hjá Stígamótum bentu að mati ráðgjafa þar að konan glímdi við kvíða, einangrun og svefnörðugleika. Rannsökuðu ekki Facebook-vináttu Níu vitni lýsti því fyrir dómi að hafa hitt konuna daginn eftir. Henni hefði liðið mjög illa, bæði líkamlega og andlega og ekki verið sjálfri sér lík. Vitnin voru öll skyldmenni konunnar og yrði því að skoða framburðinn í því ljósi. Þá bar framburður sumra þeirra þess merki að málið hefði verið rætt töluvert á milli þeirra. Hann samrýmdist þó framangreindum vottorðum. Þá kom fram fyrir dómi að konan og Dziugas hefðu stofnað til Facebook-vináttu á einhverjum tímapunkti. Konan sagði að það hefði gerst þegar þau voru enn frammi í partíinu en var ekki spurð um það fyrir dómi. Dziugas sagði í skýrslu hjá lögreglu ekki muna hvort það hefði verið þá eða síðar um nóttina. Héraðsdómur Norðurlands eystra hnaut um að þetta atriði hefði ekki verið rannsakað af lögreglu. Það var álit dómsins að konan hefði verið samkvæm sjálfri sér í aðalatriðum frá upphafi. Hún sagði við fyrstu yfirheyrslu lögreglu, á neyðarmóttöku Sjúkrahússins á Akureyri, að hún hefði ekki haft reynslu af kynmökum fyrir þetta. Hún hafi frosið og litla mótspyrnu veitt en vonað að þessu lyki sem fyrst og reynt að hugsa um eitthvað annað á meðan. Dómurinn taldi það geta skýrt óvissu hennar um sum atriði og það að hún sé ekki viss um að hún hafi kallað hátt eftir hjálp heldur aðeins sagst hafa upplifað það þannig. Ásetningur ósannaður Dómurinn taldi einstök atriði veikja framburð hennar, þá aðallega skilaboð hennar til eins vitnis þess að hún hefði sofið hjá strák og það verið næs. Það væri þó álit dómsins þegar málið væri skoðað heildstætt að konan væri ekki ótrúverðug um að hún hefði frosið og upplifað háttsemi Dziugas sem kynferðisbrot. Taldi dómurinn ákæruvaldið ekki hafa tekist að sanna að konan hefði af ásetningi borið hann röngum sökum. Var hún því sýknuð. Kynferðisofbeldi Dómsmál Tengdar fréttir Sýknuð af ákæru fyrir að ljúga nauðgun upp á mann sem fyrirfór sér Tuttugu og þriggja ára gömul kona hefur verið sýknuð af ákæru fyrir að hafa borið mann röngum sökum um að hann hafi nauðgað henni. Tæpum mánuði eftir að maðurinn var handtekinn eftir kæru konunnar fyrirfór hann sér. 7. mars 2024 16:48 Ákærð fyrir að ljúga nauðgun upp á mann sem svipti sig lífi Tuttugu og þriggja ára gömul kona hefur verið ákærð fyrir að hafa borið mann röngum sökum um að hann hafi nauðgað henni. Tæpum mánuði eftir að maðurinn var handtekinn eftir kæru konunnar fyrirfór hann sér. 15. nóvember 2023 13:17 Minnast litháísks knattspyrnumanns sem lést á Húsavík Minningarstund var haldin í Húsavíkurkirkju í síðustu viku um litháíska knattspyrnumanninn Dziugas Petrauskas. Knattspyrnumaðurinn fannst látinn í grennd við Húsavík aðfaranótt mánudagsins 9. ágúst. 18. ágúst 2021 11:26 Mest lesið Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Vindstrengir ná mögulega stormstyrk í kvöld Veður Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Innlent Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Innlent Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Fleiri fréttir Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Sjá meira
Málið hefur vakið mikla athygli en konan var kærð fyrir að hafa með rangri kæru og röngum framburði hjá lögreglunni á Norðurlandi eystra, sunnudaginn 11. júlí og fimmtudaginn 15. júlí árið 2021, leitast við að koma því til leiðar að Dziugas Petrauskas, litháískur knattspyrnumaður og íbúi á Húsavík, yrði sakaður um eða dæmdur fyrir kynferðisbrot gegn konunni, í heimahúsi á Húsavík, aðfaranótt sunnudagsins 11. júlí sama ár. Kæra konunnar leiddi til þess að lögregla hóf rannsókn málsins og tók skýrslu af Dziugasi með réttarstöðu sakbornings. Þá var hann fluttur í fangelsið á Hólmsheiði þar sem hann sætti gæsluvarðhaldi í þrjá daga. Tæpum mánuði eftir að maðurinn var handtekinn fyrirfór hann sér. Greindu ekki fliss á upptökunni Héraðsdómur Norðurlands eystra hefur birt nafnhreinsaðan dóm á vefsíðu dómstólsins. Konan og Dziugas hittust í partíi á Húsavík kvöldið 10. júlí 2021. Fóru þau saman inn á baðherbergi og kysstust þar. Þeim bar saman um að þar hefðu þau haft samræði og hún við hann munnmök. Hann kannaðist ekki við að hafa haft endaþarmsmök en eftir að honum var tjáð að konan hafði áverka á endaþarmi kvað hann geta verið að hann hefði stungið fingri sínum þangað. Dziugas sagði kynlíf þeirra hafa verið með beggja samþykki en hún gegn hennar vilja. Hún sagðist ekki hafa haft reynslu af kynmökum fyrri nóttina og orðið hrædd þegar hann varð ekki við beiðni hennar að stoppa. Hún hefði reynt að kalla á hjálp, fundist hún hafa kallað hátt, frosið og ekki veitt mikla mótspyrnu. Hún hefði látið það yfir sig ganga og vonast til að þessu lyki sem fyrst. Meðal sönnunargagna sem héraðssaksóknari lagði fyrir dóminn var 26 sekúndna myndband sem gestur í partíinu umrætt kvöld sagðist hafa tekið upp fyrir framan baðherbergið. Á upptökunni heyrðist þungur andardráttur og smá stunur. Dómur taldi að ekkert yrði lesið út úr þeim stunum um líðan þess sem þær komu frá. Þá gæti dómurinn ekki greint að konan hefði flissað eins og einhver vitni héldu fram. Samstaða myndast gegn konunni Þá virðist myndbandið hafa ráðið miklu um afstöðu sumra vitna. Tvö þeirra töldu sig strax vita að ekki hefði verið um kynferðisbrot að ræða og þrjár konur meðal vitna höfðu rætt þetta strax í kjölfar atvika. Fyrir dómi kom einnig að tvö vitni, meðal annars konan sem tók myndbandið, hafði meiri tengsl við Dziugas en ráðið varð af lögregluskýrslu þeirra. Af framburði vitnanna væri ráðið að nær strax hafi myndast einhvers konar samstaða þess hóps með Dziugas en gegn konunni. Var greinilegt að fyrir skýrslutöku lögreglu af þeim tveimur dögum eftir atburði hefði vitnin þegar heyrt frásögn konunnar sem tók myndbandið, hennar skoðun á málinu og ýmist séð eða heyrt af myndbandinu. Fyrir dómi kom fram að umræða innan hópsins hefði verið í þeim mæli að eitt vitni gat vart greint á milli þess sem hann hafði sjálfur orðið vitni að umrætt kvöld og þess sem honum hafði verið sagt. Skilaboð um morguninn Eitt vitni sagðist fyrir dómi hafa fengið skilaboð frá konunni umrædda nótt á Snapchat. Þar hefði verið andlitsmynd af konunni með texta þess efnis að hún hefði verið að sofa hjá strák og það hefði verið mjög næs. Á sunnudeginum hefði hún fengið önnur skilaboð með mynd af auga konunnar, sjáanlega rauðu, með textanum: „Þegar hann ákveður að fá það yfir andlitið.“ Hvorug skilaboðanna lágu fyrir sem sönnunargagn í málinu. Vitnið kvaðst hafa vaknað um klukkan 7:30 morguninn eftir og séð fyrri skilaboðin. Hún mundi fyrir dómi ekki eftir seinni skilaboðunum fyrr en lögregluskýrslan var borin undir hana. Konan kannaðist í skýrslutöku hjá lögreglu fjórum dögum eftir atburðinn að hafa sent þau en átti erfitt með að skýra hvers vegna hún hefði sent þau. Þá kannaðist hún ekki við seinni skilaboðin er sneru að sáðfallinu. Í skýrslutöku einu og hálfu ári síðar sagðist hún muna eftir hvorugum skilaboðunum. Fyrir dómi kannaðist hún við fyrri skilaboðin en ekki hvenær hún hefði sent þau eða hvers vegna. Hún kannaðist áfram ekki við síðari skilaboðin. Ýmislegt óljóst Saksóknari byggði einnig ákæru sína á því að vitni hefði heyrt Dziugas spyrja konuna: „Is this okay?“ og hún svarað játandi. Dómurinn taldi ekki ljóst að hann hefði spurt hana ítrekað að því og þá hefði konan ekki andmælt að hann hefði sagt þetta heldur aðeins að hún hefði ekki heyrt hann segja það. Þá byggði saksóknari á því að hún hefði sagst hafa kallað á hjálp en það stæðist ekki því ekkert vitni hefði heyrt í henni. Dómurinn benti á að konan hefði ekki fullyrt að hafa kallað oft eða lengi eftir hjálp heldur aðeins rétt í byrjun. Þá hefði hún ekki fullyrt að hafa kallað hátt heldur hefði henni liðið eins og hún væri að kalla hátt. Þá væri óljóst hve hátt tónlist hefði verið spiluð. Þá kom til skoðunar hvort þau hefðu farið í sturtu eftir kynmök eins og Dziugas sagði þau hafa gert en konan neitað. Eitt vitni sagðist hjá lögreglu hafa séð blautt baðherbergisgólf daginn eftir en fyrir dómi sagðist hún hafa heyrt það hjá öðru vitni í málinu. Annað vitni nefndi einnig blautt baðherbergisgólf hjá lögreglu en sagðist fyrir dómi hafa heyrt það hjá öðrum vitnum. Móðir konunnar sagði að dóttir hennar hefði sofið uppi í hjá henni um nóttina og ekki verið með blautt hár. Konan sagðist við komuna á neyðarmóttöku ekki hafa skolað sig eða baðast. Ummerki um hörku Skýrslur lækna á neyðarmóttöku báru að ummerki bringu á konunni gætu samræmst því að henni hefði verið ýtt niður í gólfið. Þá taldi læknirinn líklegt að einhverju hefði verið þröngvað í endaþarm hennar sem hafi valdið bólgu og þrota. Mjög hæpið geti verið að hjá svo ungri og barnlausri konu að slíkt gæti stafað af gyllinæð. Þá bentu eymsl á grindarholslíffærum til þess að einhverju hefði verið þröngvað í leggöng. Eftir fyrstu kynörk gætu verið eymsl við leggangaop þótt ekki sé um þvingun að ræða. Þau næðu þó ekki eins djúpt og í þessu tilviki. Vottorð sálfræðings sem ræddi tíu sinnum við konuna eftir kvöldið komst að þeirri niðurstöðu að einkenni konunnar samsvöruðu einkennum sem þekkt væru hjá fólki sem hefði upplifað alvarleg áföll eins og líkamsárás, nauðgun, stórslys eða hamfarir. Hún virtist trúverðug og samkvæm sjálfri sér. Þá lá fyrir vottorð annars sálfræðings þess efnis að viðbrögð konunnar uppfylltu viðmið til greiningar á áfallastreituröskun. Ellefu viðtöl hjá Stígamótum bentu að mati ráðgjafa þar að konan glímdi við kvíða, einangrun og svefnörðugleika. Rannsökuðu ekki Facebook-vináttu Níu vitni lýsti því fyrir dómi að hafa hitt konuna daginn eftir. Henni hefði liðið mjög illa, bæði líkamlega og andlega og ekki verið sjálfri sér lík. Vitnin voru öll skyldmenni konunnar og yrði því að skoða framburðinn í því ljósi. Þá bar framburður sumra þeirra þess merki að málið hefði verið rætt töluvert á milli þeirra. Hann samrýmdist þó framangreindum vottorðum. Þá kom fram fyrir dómi að konan og Dziugas hefðu stofnað til Facebook-vináttu á einhverjum tímapunkti. Konan sagði að það hefði gerst þegar þau voru enn frammi í partíinu en var ekki spurð um það fyrir dómi. Dziugas sagði í skýrslu hjá lögreglu ekki muna hvort það hefði verið þá eða síðar um nóttina. Héraðsdómur Norðurlands eystra hnaut um að þetta atriði hefði ekki verið rannsakað af lögreglu. Það var álit dómsins að konan hefði verið samkvæm sjálfri sér í aðalatriðum frá upphafi. Hún sagði við fyrstu yfirheyrslu lögreglu, á neyðarmóttöku Sjúkrahússins á Akureyri, að hún hefði ekki haft reynslu af kynmökum fyrir þetta. Hún hafi frosið og litla mótspyrnu veitt en vonað að þessu lyki sem fyrst og reynt að hugsa um eitthvað annað á meðan. Dómurinn taldi það geta skýrt óvissu hennar um sum atriði og það að hún sé ekki viss um að hún hafi kallað hátt eftir hjálp heldur aðeins sagst hafa upplifað það þannig. Ásetningur ósannaður Dómurinn taldi einstök atriði veikja framburð hennar, þá aðallega skilaboð hennar til eins vitnis þess að hún hefði sofið hjá strák og það verið næs. Það væri þó álit dómsins þegar málið væri skoðað heildstætt að konan væri ekki ótrúverðug um að hún hefði frosið og upplifað háttsemi Dziugas sem kynferðisbrot. Taldi dómurinn ákæruvaldið ekki hafa tekist að sanna að konan hefði af ásetningi borið hann röngum sökum. Var hún því sýknuð.
Kynferðisofbeldi Dómsmál Tengdar fréttir Sýknuð af ákæru fyrir að ljúga nauðgun upp á mann sem fyrirfór sér Tuttugu og þriggja ára gömul kona hefur verið sýknuð af ákæru fyrir að hafa borið mann röngum sökum um að hann hafi nauðgað henni. Tæpum mánuði eftir að maðurinn var handtekinn eftir kæru konunnar fyrirfór hann sér. 7. mars 2024 16:48 Ákærð fyrir að ljúga nauðgun upp á mann sem svipti sig lífi Tuttugu og þriggja ára gömul kona hefur verið ákærð fyrir að hafa borið mann röngum sökum um að hann hafi nauðgað henni. Tæpum mánuði eftir að maðurinn var handtekinn eftir kæru konunnar fyrirfór hann sér. 15. nóvember 2023 13:17 Minnast litháísks knattspyrnumanns sem lést á Húsavík Minningarstund var haldin í Húsavíkurkirkju í síðustu viku um litháíska knattspyrnumanninn Dziugas Petrauskas. Knattspyrnumaðurinn fannst látinn í grennd við Húsavík aðfaranótt mánudagsins 9. ágúst. 18. ágúst 2021 11:26 Mest lesið Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Vindstrengir ná mögulega stormstyrk í kvöld Veður Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Innlent Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Innlent Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Fleiri fréttir Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Sjá meira
Sýknuð af ákæru fyrir að ljúga nauðgun upp á mann sem fyrirfór sér Tuttugu og þriggja ára gömul kona hefur verið sýknuð af ákæru fyrir að hafa borið mann röngum sökum um að hann hafi nauðgað henni. Tæpum mánuði eftir að maðurinn var handtekinn eftir kæru konunnar fyrirfór hann sér. 7. mars 2024 16:48
Ákærð fyrir að ljúga nauðgun upp á mann sem svipti sig lífi Tuttugu og þriggja ára gömul kona hefur verið ákærð fyrir að hafa borið mann röngum sökum um að hann hafi nauðgað henni. Tæpum mánuði eftir að maðurinn var handtekinn eftir kæru konunnar fyrirfór hann sér. 15. nóvember 2023 13:17
Minnast litháísks knattspyrnumanns sem lést á Húsavík Minningarstund var haldin í Húsavíkurkirkju í síðustu viku um litháíska knattspyrnumanninn Dziugas Petrauskas. Knattspyrnumaðurinn fannst látinn í grennd við Húsavík aðfaranótt mánudagsins 9. ágúst. 18. ágúst 2021 11:26