Fimm dóu þegar hjálpargögn lentu á þeim Samúel Karl Ólason skrifar 8. mars 2024 15:22 Hjálpargögnum var varpað á Gasaströndina í fallhlífum. AP/Leo Correa Að minnsta kosti fimm manns eru sagðir hafa látið lífið þegar hjálpargögn sem Bandaríkjamenn vörpuðu á Gasaströndina úr lofti í gær lentu á þeim. Fallhlíf allavega eins vörubrettis opnaðist ekki og það féll til jarðar á miklum hraða. Á jörðu niðri hafði fjöldi fólks komið saman til að taka á móti hjálpargögnunum, samkvæmt fregnum sem sagt er frá á vef Times of Israel og annarra miðla. Fréttamaður Al Jazeera á Gaza segist einnig hafa heyrt fregnir af andlátunum. Þær herma að tveir hafi dáið samstundis þegar birgðirnar féllu á þá og þrír til viðbótar hafi dáið á sjúkrahúsi. Myndband sem á að sýna eitt vörubrettanna falla til jarðar hefur verið í dreifingu á samfélagsmiðlum í morgun. Óljóst er hvort fólkið dó eftir að þetta bretti lenti á þeim eða önnur. At least 5 citizens from Gaza were killed when aid packages were dropped by US planes: reports pic.twitter.com/LG7lkqBzQr— Yosef Yisrael (@yosefyisrael25) March 8, 2024 Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, tilkynnti í stefnuræðu sinni í gærkvöldi að Bandaríkjamenn ætluðu sér að setja upp bráðabirgðahöfn við Gasaströndina og flytja þannig hjálpargögn á svæðið. Forsvarsmenn Evrópusambandsins hafa opinberað sambærilegar ætlanir og stendur til að senda skip með hjálpargögn á næstunni. Sjá einnig: Bandaríkjamenn hyggjast reisa bráðabirgðahöfn á Gasa Gasaströndin er í rúst eftir rúmlega fimm mánaða hernað og hefur alþjóðlegur þrýstingur á yfirvöld í Ísrael aukist verulega. Íbúar á svæðinu standa frammi fyrir hungursneyð en AP fréttaveitan segir börn byrjuð að deyja úr hungri. Uppfært: Fólkið lét lífið í gær, ekki í dag eins og stóð fyrst í fréttinni. Þá segja embættismenn í varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna að umrætt vörubretti hafi ekki verið frá þeim. Fjölmiðlar ytra segja Sameinuðu arabísku furstadæmin einnig hafa varpað hjálpargögnum á Gasaströndina úr lofti í gær. Airdrops that reported killed civilians in Gaza were not from U.S. aircraft, per DOD official. Our pallets landed successfully and we will have more to share soon. — Lara Seligman (@laraseligman) March 8, 2024 Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Bandaríkin Tengdar fréttir Stefnuræða Bidens: Fór hörðum orðum um Trump en nefndi hann aldrei á nafn Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, flutti í gær sína árlega stefnuræðu á bandaríska þinginu þar sem hann fór hörðum orðum um Donald Trump, fyrrverandi forseta og væntanlegan mótframbjóðanda hans, án þess þó að nefna hann á nafn. Þar að auki færði hann rök fyrir öðru kjörtímabili sínu og gagnrýndi Repúblikana harðlega. 8. mars 2024 11:39 Hamas bæta við kröfur sínar og viðræðurnar í sjálfheldu Viðræður milli Ísraelsmanna og Hamas um vopnahlé á Gasa virðast í sjálfheldu og heldur hefur dregið úr vonum að hlé verði gert á átökum fyrir Ramada, föstuhátíð múslima, sem hefst á sunnudag. 7. mars 2024 07:53 Ísraelsmenn sniðgengu samningaviðræðurnar í gær Ísraelsmenn eru sagðir hafa sniðgengið samningaviðræður um vopnahlé sem fram fóru í Kaíró í gær sökum þess að Hamas-samtökin neita að afhenda lista yfir þá gísla sem enn eru á lífi og í haldi samtakanna. 4. mars 2024 06:37 Skip sökk eftir loftárás Húta Flutningaskipið Rubymar sökk í Rauðahafinu í gærkvöldi eftir loftárás Húta í Jemen. Skipið er það fyrsta til þess að sökkva vegna aðgerða Húta í tengslum við stríðið á Gasa. 2. mars 2024 13:44 Bandaríkin henda hjálpargögnum úr lofti yfir Gasa Bandaríkin hyggjast henda hjálpargögnum úr lofti yfir Gasa svæðið á næstu dögum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Joe Biden Bandaríkjaforseta. Erfiðlega hefur gengið að koma hjálpargögnum til Gasa undanfarna daga, vikur og mánuði en gagnrýnendur segja aðferðina lélega og ónákvæma. 2. mars 2024 09:59 Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Titringur á Alþingi Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Sjá meira
Á jörðu niðri hafði fjöldi fólks komið saman til að taka á móti hjálpargögnunum, samkvæmt fregnum sem sagt er frá á vef Times of Israel og annarra miðla. Fréttamaður Al Jazeera á Gaza segist einnig hafa heyrt fregnir af andlátunum. Þær herma að tveir hafi dáið samstundis þegar birgðirnar féllu á þá og þrír til viðbótar hafi dáið á sjúkrahúsi. Myndband sem á að sýna eitt vörubrettanna falla til jarðar hefur verið í dreifingu á samfélagsmiðlum í morgun. Óljóst er hvort fólkið dó eftir að þetta bretti lenti á þeim eða önnur. At least 5 citizens from Gaza were killed when aid packages were dropped by US planes: reports pic.twitter.com/LG7lkqBzQr— Yosef Yisrael (@yosefyisrael25) March 8, 2024 Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, tilkynnti í stefnuræðu sinni í gærkvöldi að Bandaríkjamenn ætluðu sér að setja upp bráðabirgðahöfn við Gasaströndina og flytja þannig hjálpargögn á svæðið. Forsvarsmenn Evrópusambandsins hafa opinberað sambærilegar ætlanir og stendur til að senda skip með hjálpargögn á næstunni. Sjá einnig: Bandaríkjamenn hyggjast reisa bráðabirgðahöfn á Gasa Gasaströndin er í rúst eftir rúmlega fimm mánaða hernað og hefur alþjóðlegur þrýstingur á yfirvöld í Ísrael aukist verulega. Íbúar á svæðinu standa frammi fyrir hungursneyð en AP fréttaveitan segir börn byrjuð að deyja úr hungri. Uppfært: Fólkið lét lífið í gær, ekki í dag eins og stóð fyrst í fréttinni. Þá segja embættismenn í varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna að umrætt vörubretti hafi ekki verið frá þeim. Fjölmiðlar ytra segja Sameinuðu arabísku furstadæmin einnig hafa varpað hjálpargögnum á Gasaströndina úr lofti í gær. Airdrops that reported killed civilians in Gaza were not from U.S. aircraft, per DOD official. Our pallets landed successfully and we will have more to share soon. — Lara Seligman (@laraseligman) March 8, 2024
Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Bandaríkin Tengdar fréttir Stefnuræða Bidens: Fór hörðum orðum um Trump en nefndi hann aldrei á nafn Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, flutti í gær sína árlega stefnuræðu á bandaríska þinginu þar sem hann fór hörðum orðum um Donald Trump, fyrrverandi forseta og væntanlegan mótframbjóðanda hans, án þess þó að nefna hann á nafn. Þar að auki færði hann rök fyrir öðru kjörtímabili sínu og gagnrýndi Repúblikana harðlega. 8. mars 2024 11:39 Hamas bæta við kröfur sínar og viðræðurnar í sjálfheldu Viðræður milli Ísraelsmanna og Hamas um vopnahlé á Gasa virðast í sjálfheldu og heldur hefur dregið úr vonum að hlé verði gert á átökum fyrir Ramada, föstuhátíð múslima, sem hefst á sunnudag. 7. mars 2024 07:53 Ísraelsmenn sniðgengu samningaviðræðurnar í gær Ísraelsmenn eru sagðir hafa sniðgengið samningaviðræður um vopnahlé sem fram fóru í Kaíró í gær sökum þess að Hamas-samtökin neita að afhenda lista yfir þá gísla sem enn eru á lífi og í haldi samtakanna. 4. mars 2024 06:37 Skip sökk eftir loftárás Húta Flutningaskipið Rubymar sökk í Rauðahafinu í gærkvöldi eftir loftárás Húta í Jemen. Skipið er það fyrsta til þess að sökkva vegna aðgerða Húta í tengslum við stríðið á Gasa. 2. mars 2024 13:44 Bandaríkin henda hjálpargögnum úr lofti yfir Gasa Bandaríkin hyggjast henda hjálpargögnum úr lofti yfir Gasa svæðið á næstu dögum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Joe Biden Bandaríkjaforseta. Erfiðlega hefur gengið að koma hjálpargögnum til Gasa undanfarna daga, vikur og mánuði en gagnrýnendur segja aðferðina lélega og ónákvæma. 2. mars 2024 09:59 Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Titringur á Alþingi Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Sjá meira
Stefnuræða Bidens: Fór hörðum orðum um Trump en nefndi hann aldrei á nafn Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, flutti í gær sína árlega stefnuræðu á bandaríska þinginu þar sem hann fór hörðum orðum um Donald Trump, fyrrverandi forseta og væntanlegan mótframbjóðanda hans, án þess þó að nefna hann á nafn. Þar að auki færði hann rök fyrir öðru kjörtímabili sínu og gagnrýndi Repúblikana harðlega. 8. mars 2024 11:39
Hamas bæta við kröfur sínar og viðræðurnar í sjálfheldu Viðræður milli Ísraelsmanna og Hamas um vopnahlé á Gasa virðast í sjálfheldu og heldur hefur dregið úr vonum að hlé verði gert á átökum fyrir Ramada, föstuhátíð múslima, sem hefst á sunnudag. 7. mars 2024 07:53
Ísraelsmenn sniðgengu samningaviðræðurnar í gær Ísraelsmenn eru sagðir hafa sniðgengið samningaviðræður um vopnahlé sem fram fóru í Kaíró í gær sökum þess að Hamas-samtökin neita að afhenda lista yfir þá gísla sem enn eru á lífi og í haldi samtakanna. 4. mars 2024 06:37
Skip sökk eftir loftárás Húta Flutningaskipið Rubymar sökk í Rauðahafinu í gærkvöldi eftir loftárás Húta í Jemen. Skipið er það fyrsta til þess að sökkva vegna aðgerða Húta í tengslum við stríðið á Gasa. 2. mars 2024 13:44
Bandaríkin henda hjálpargögnum úr lofti yfir Gasa Bandaríkin hyggjast henda hjálpargögnum úr lofti yfir Gasa svæðið á næstu dögum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Joe Biden Bandaríkjaforseta. Erfiðlega hefur gengið að koma hjálpargögnum til Gasa undanfarna daga, vikur og mánuði en gagnrýnendur segja aðferðina lélega og ónákvæma. 2. mars 2024 09:59