Spænskir líffræðingar komu lunda í Reynisfjöru til bjargar Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 8. mars 2024 15:09 Heiðrún segir lundann augljóslega hafa verið vængbrotinn. Heiðrún Hauksdóttir Tveir spænskir líffræðingar, sem vinna á veitingastaðnum Svarta fjaran í Reynisfjöru, komu lunda, sem fannst slasaður í fjörunni, til bjargar í morgun. Nokkuð óvenjulegt telst að lundi sé kominn til landsins í byrjun marsmánaðar. Heiðrún Hauksdóttir, leiðsögumaður hjá Tröll. Heiðrún Hauksdóttir Leiðsögumaðurinn Heiðrún Hauksdóttir var í Reynisfjöru snemma í morgun þegar hún gekk fram á lunda, sem lá í Reynisfjöru augljóslega meiddur. „Hann hefur augljóslega hrakist til landsins greyið. Hann var ekki sprækur,“ segir Heiðrún í samtali við fréttastofu. Hún geti ekki getið sér til um hvers vegna þessi eini lundi er kominn til landsins: Hvort hlýindin að undanförnu hafi ruglað hann í rýminu eða hann hafi orðið eftir á landinu í haust og lifað veturinn af í kuldanum. Hér má sjá hve vel lundinn féll í umhverfi sitt í fjörunni.Heiðrún Hauksdóttir „Hann hafði hjúfrað sig niður í sandinn. Ég vildi ekki að einhver traðkaði yfir hann, hann var greinilega vængbrotinn. Það er spurning hvort fálki hafi slegið hann. Ég vildi ekki skilja hann alveg eftir í reiðuleysi,“ segir Heiðrún. Búið er að búa um lundann í pappakassa.Aðsend „Það vill svo vel til að það er spænskt par að vinna á veitingastaðnum þarna, Svörtu fjörunni, og þau eru bæði líffræðingar. Hún, sem heitir Áróra, er fuglafræðingur og er vön að merkja fugla heima á Spáni. Þau komu og hún vissi alveg hvernig hlúa ætti að honum. Ekki vildi maður að líf hans endaði þannig að einhver sparkaði í hann eða traðkaði á honum,“ segir Heiðrún. Nokkuð óvenjulegt má teljast að lundi finnist við landið á þessum árstíma en dvalartími hans hér við Íslandsstrendur er frá apríl fram í september. Fuglinn er því nokkrum vikum of snemma á ferðinni. „Þeir eiga ekki að vera komnir núna en það er erfitt að vita hvort hann villtist núna eða hefur verið að hrekjast hérna í vetur.“ Spænsku sjávarlíffræðingur sem vinnur á veitingastað í Reynisfjöru sótti lundann.Aðsend Dýr Mýrdalshreppur Fuglar Reynisfjara Mest lesið „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Innlent Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Innlent Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni Innlent „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss við Þrastarlund Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Segir verkföll ekki mismuna börnum Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Sjá meira
Heiðrún Hauksdóttir, leiðsögumaður hjá Tröll. Heiðrún Hauksdóttir Leiðsögumaðurinn Heiðrún Hauksdóttir var í Reynisfjöru snemma í morgun þegar hún gekk fram á lunda, sem lá í Reynisfjöru augljóslega meiddur. „Hann hefur augljóslega hrakist til landsins greyið. Hann var ekki sprækur,“ segir Heiðrún í samtali við fréttastofu. Hún geti ekki getið sér til um hvers vegna þessi eini lundi er kominn til landsins: Hvort hlýindin að undanförnu hafi ruglað hann í rýminu eða hann hafi orðið eftir á landinu í haust og lifað veturinn af í kuldanum. Hér má sjá hve vel lundinn féll í umhverfi sitt í fjörunni.Heiðrún Hauksdóttir „Hann hafði hjúfrað sig niður í sandinn. Ég vildi ekki að einhver traðkaði yfir hann, hann var greinilega vængbrotinn. Það er spurning hvort fálki hafi slegið hann. Ég vildi ekki skilja hann alveg eftir í reiðuleysi,“ segir Heiðrún. Búið er að búa um lundann í pappakassa.Aðsend „Það vill svo vel til að það er spænskt par að vinna á veitingastaðnum þarna, Svörtu fjörunni, og þau eru bæði líffræðingar. Hún, sem heitir Áróra, er fuglafræðingur og er vön að merkja fugla heima á Spáni. Þau komu og hún vissi alveg hvernig hlúa ætti að honum. Ekki vildi maður að líf hans endaði þannig að einhver sparkaði í hann eða traðkaði á honum,“ segir Heiðrún. Nokkuð óvenjulegt má teljast að lundi finnist við landið á þessum árstíma en dvalartími hans hér við Íslandsstrendur er frá apríl fram í september. Fuglinn er því nokkrum vikum of snemma á ferðinni. „Þeir eiga ekki að vera komnir núna en það er erfitt að vita hvort hann villtist núna eða hefur verið að hrekjast hérna í vetur.“ Spænsku sjávarlíffræðingur sem vinnur á veitingastað í Reynisfjöru sótti lundann.Aðsend
Dýr Mýrdalshreppur Fuglar Reynisfjara Mest lesið „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Innlent Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Innlent Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni Innlent „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss við Þrastarlund Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Segir verkföll ekki mismuna börnum Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Sjá meira