Spænskir líffræðingar komu lunda í Reynisfjöru til bjargar Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 8. mars 2024 15:09 Heiðrún segir lundann augljóslega hafa verið vængbrotinn. Heiðrún Hauksdóttir Tveir spænskir líffræðingar, sem vinna á veitingastaðnum Svarta fjaran í Reynisfjöru, komu lunda, sem fannst slasaður í fjörunni, til bjargar í morgun. Nokkuð óvenjulegt telst að lundi sé kominn til landsins í byrjun marsmánaðar. Heiðrún Hauksdóttir, leiðsögumaður hjá Tröll. Heiðrún Hauksdóttir Leiðsögumaðurinn Heiðrún Hauksdóttir var í Reynisfjöru snemma í morgun þegar hún gekk fram á lunda, sem lá í Reynisfjöru augljóslega meiddur. „Hann hefur augljóslega hrakist til landsins greyið. Hann var ekki sprækur,“ segir Heiðrún í samtali við fréttastofu. Hún geti ekki getið sér til um hvers vegna þessi eini lundi er kominn til landsins: Hvort hlýindin að undanförnu hafi ruglað hann í rýminu eða hann hafi orðið eftir á landinu í haust og lifað veturinn af í kuldanum. Hér má sjá hve vel lundinn féll í umhverfi sitt í fjörunni.Heiðrún Hauksdóttir „Hann hafði hjúfrað sig niður í sandinn. Ég vildi ekki að einhver traðkaði yfir hann, hann var greinilega vængbrotinn. Það er spurning hvort fálki hafi slegið hann. Ég vildi ekki skilja hann alveg eftir í reiðuleysi,“ segir Heiðrún. Búið er að búa um lundann í pappakassa.Aðsend „Það vill svo vel til að það er spænskt par að vinna á veitingastaðnum þarna, Svörtu fjörunni, og þau eru bæði líffræðingar. Hún, sem heitir Áróra, er fuglafræðingur og er vön að merkja fugla heima á Spáni. Þau komu og hún vissi alveg hvernig hlúa ætti að honum. Ekki vildi maður að líf hans endaði þannig að einhver sparkaði í hann eða traðkaði á honum,“ segir Heiðrún. Nokkuð óvenjulegt má teljast að lundi finnist við landið á þessum árstíma en dvalartími hans hér við Íslandsstrendur er frá apríl fram í september. Fuglinn er því nokkrum vikum of snemma á ferðinni. „Þeir eiga ekki að vera komnir núna en það er erfitt að vita hvort hann villtist núna eða hefur verið að hrekjast hérna í vetur.“ Spænsku sjávarlíffræðingur sem vinnur á veitingastað í Reynisfjöru sótti lundann.Aðsend Dýr Mýrdalshreppur Fuglar Reynisfjara Mest lesið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Umferð beint um Þrengslin í dag Innlent Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Erlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Innlent Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira
Heiðrún Hauksdóttir, leiðsögumaður hjá Tröll. Heiðrún Hauksdóttir Leiðsögumaðurinn Heiðrún Hauksdóttir var í Reynisfjöru snemma í morgun þegar hún gekk fram á lunda, sem lá í Reynisfjöru augljóslega meiddur. „Hann hefur augljóslega hrakist til landsins greyið. Hann var ekki sprækur,“ segir Heiðrún í samtali við fréttastofu. Hún geti ekki getið sér til um hvers vegna þessi eini lundi er kominn til landsins: Hvort hlýindin að undanförnu hafi ruglað hann í rýminu eða hann hafi orðið eftir á landinu í haust og lifað veturinn af í kuldanum. Hér má sjá hve vel lundinn féll í umhverfi sitt í fjörunni.Heiðrún Hauksdóttir „Hann hafði hjúfrað sig niður í sandinn. Ég vildi ekki að einhver traðkaði yfir hann, hann var greinilega vængbrotinn. Það er spurning hvort fálki hafi slegið hann. Ég vildi ekki skilja hann alveg eftir í reiðuleysi,“ segir Heiðrún. Búið er að búa um lundann í pappakassa.Aðsend „Það vill svo vel til að það er spænskt par að vinna á veitingastaðnum þarna, Svörtu fjörunni, og þau eru bæði líffræðingar. Hún, sem heitir Áróra, er fuglafræðingur og er vön að merkja fugla heima á Spáni. Þau komu og hún vissi alveg hvernig hlúa ætti að honum. Ekki vildi maður að líf hans endaði þannig að einhver sparkaði í hann eða traðkaði á honum,“ segir Heiðrún. Nokkuð óvenjulegt má teljast að lundi finnist við landið á þessum árstíma en dvalartími hans hér við Íslandsstrendur er frá apríl fram í september. Fuglinn er því nokkrum vikum of snemma á ferðinni. „Þeir eiga ekki að vera komnir núna en það er erfitt að vita hvort hann villtist núna eða hefur verið að hrekjast hérna í vetur.“ Spænsku sjávarlíffræðingur sem vinnur á veitingastað í Reynisfjöru sótti lundann.Aðsend
Dýr Mýrdalshreppur Fuglar Reynisfjara Mest lesið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Umferð beint um Þrengslin í dag Innlent Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Erlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Innlent Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira