Sterkari sýn og stefnumótun Ástþór Ólafsson skrifar 8. mars 2024 14:00 Við erum árangursmiðuð spendýr sem hefur einkennt okkur síðan að við byrjuðum að nota önnur spendýr o.fl. til að ná okkar árangri eins og með breyta þeim í fæðu og annað. Spólum fljótt yfir, síðan þróast þetta í að við viljum ná árangri í að mennta okkur, klifra metorðastigann í starfi, ná árangri íþróttum og tónlist svo eitthvað sé nefnt. Ofan á er síðan hvernig þetta speglast svo í kjölfarið í veraldlegum hlutum. Hvernig bíl er verið að keyra, í hvernig húsi er búið í, hvaða föt er verið að klæðast, hvernig eru skartgripirnir o.s.frv. o.s.frv. Þarna má eiginlega segja að ef menntun, klifra metorðastigann o.s.frv. er í góðu samræmi við eitthvað af veraldlegu hlutunum þá sé hægt að undirstrika árangur í lífinu. En þetta tvennt er einvörðungu á yfirborðinu enda hægt að sýna fólki og fólk sér. En það sem er undir yfirborðinu virðist ekki vera eins mikið viðurkennt kannski vegna þess að allt undir er forsenda fyrir því sem blasir við á yfirborðinu. Hversu mikið þú leggur þig fram í námi, vinnu, íþróttum, tónlist o.s.frv. o.s.frv. Hversu mörgum klukkutímum þú fórnar til þess að ná árangri eins og hvernig þú skiptir niður þínu tíma til að gera þetta með skipulögðum og markvissum hætti. Þetta tengist árangri ef það snýr að menntun og starfi. En fyrir mér þá tengist þetta hálfgerðum árangri vegna þess að það vantar hina hliðina af árangrinum. Það er að vinna í sjálfum sér, takast á við áföll og erfiðleika í lífinu. En sem betur fer þá á það ekki við alla. Áþreifanlegur og óáþreifanlegur árangur Áþreifanlegur árangur er eitthvað sem við getum snert á eins og prófskírteini, launahækkun, bíll, hús o.s.frv. En óáþreifanlegur árangur er eitthvað sem við getum ekki snert á eins og vinnan á bak við árangurinn, fórnirnar og tíminn sem hefur verið festur. En það sem hefur gleymst í þessu öllu saman er það hvernig við tökumst á við erfiðleika í lífinu er líka árangur sem fer minna fyrir. Vegna þess að við sjáum lítið eða heyrum að - ef þú tekst á við áföll í lífinu þá nærð þú árangri heldur mun frekar ef þú klára BA-próf í háskólagrein þá nærðu árangri. Hvernig við tökumst á við lífið eins og áföll, erfiðleika, mótlæti og sársauka er líka árangur. Af hverju hafa áföll ekki verið árangursmiðuð? Í bókinni „The Body Keeps The Score (2014)“ eftir Bessel Van Der Kolk. Þar kemur fram að þetta hefur verið viðkvæmt mál síðan að áföll báru á góma eða í kringum seinni heimsstyrjöldina þegar hermenn gátu ekki athafna sig almennilega eftir að hafa verið í átökum. En þetta þýðir ekki að þarna uppgötvast áföll heldur höfðu þau orðið áberandi orðræða í upphaf 20. aldarinnar þegar kom í ljós að konur urðu fyrir áhrifum andlega og líkamlega séð eftir kynferðislegt ofbeldi. Þetta tvennt verður til þess að áfallastreituröskun verður að greiningarviðmiðun og í kjölfarið er farið að vinna með fólk og þeirra áföll. En þetta tvennt nær ekki þeirri viðurkenningu sem það ætti að ná enda fær þetta þá viðleitni að fólkið sé byggt upp með veikum hætti sem verður fyrir áföllum og viðurkennir. Að hermenn sem finna fyrir áfallastreitu geta ekki tekið þátt í venjulegu líf á ný enda séu þeir búnir að útskrifast úr samfélaginu með að sýna af sér þessi veikluleg viðbrögð. Það sama átti sér stað með konur sem opinberuðu sína sögu er tengdist kynferðislegu ofbeldi. Ástæðan af hverju er vegna þess að þetta býr til orsök og afleiðingu út frá samfélagslega tengdum þáttum sem hafa ríka hagsmuni. Stríð ber með sér mikið stolt þannig að gerast frávik í hernum er ekki samþykkt og viðurkennt sem styrkleiki. Sömuleiðis getur gerandi í kynferðislegu ofbeldi verið háttsettur aðili í samfélaginu þannig trúverðugleiki þolandans verður í algjöru lágmarki. Þar af leiðandi einkennist mikil skömm og niðurlæging af því að opinbera sín áföll. Gabor Maté kemur inn á þetta í sinni bók „In the Realm of Hungry Ghosts (2020)“ í þessu samhengi að áföll séu ekki eingöngu hermenn í stríði og konur eftir kynferðislegt ofbeldi. Heldur séu áföll að eiga sér stað í æsku út frá heimilisofbeldi, vímuefnanotkun foreldra, einelti í grunnskóla, vanrækslu foreldra sem geta búið til braut viðbragða sem verður til þess að vímuefni, ofbeldi og afbrot verður hluti af útrás barnsins. Þetta getur búið líka tilhneigingu fyrir fíkn með allskonar hætti eins og út frá mat, kynlífi, peningum og völdum. Samfélagið viðurkennir þetta allt sem hluti af því að vera til og hafa gaman. Þetta hefur sömuleiðis verið markaðsvætt að fólk vinni ekki úr sínum áföllum vegna þess að ef þau leita af leiðum til að bæla niður áfallið verður ánægjusæknin gífurleg. Þannig að stundar tilfinningin verður áberandi og fólk kaffæra sér í að ná árangri með þeim hætti sem tengist veraldlegum hlutum. Hann talar um að það sé ekkert að því að ná árangri í lífinu en árangurinn verður líka að eiga sér stað í vinnslu á áföllunum. Sigmund Freud bendi á að fólk er einum of upptekið við að uppfylla lægstu hvatir lífsins enda sé það auðveldara en skapi aftur á móti grunnhyggju sem verður forsenda alls. Maté bætir við að fólk kennir sjálfum sér um enda búið að afneita og bæla niður réttmætar og áreiðanlegar tilfinningar er snúa að áfallinu. Fólk á erfitt með að koma fram ef það hefur verið að þróa með sér fíknihegðun sem snýr að mat, kynlífi, peningum og völdum. Af því að þetta á að vera auðvelt til að vinna á, að hætta þessu þannig að það slokknar á skömm og niðurlæging sem myndast út frá þessu á einhverjum tímapunkti. En þegar þetta er farið að vera árátta og þráhyggja með tilliti til kynlífs, peninga og valda þá er oft undirstaðan óunnin áföll. Það verið að leita af einhverju sem á að fylla inn í tómarúmið sem fólk er ekkert endilega meðvitað um að sé að eiga sér stað. Að fyrirbyggja eyðileggjandi hvatir er vísir á árangur Erich Fromm hefur talað um í þessu samhengi að eyðileggjandi hvatir verði fyrirferðameiri heldur en það sem snýr að uppbyggingu vegna þess að reiði, hatur og beiskur andi hefur mótast út frá þeirri hugmynd að árangur í lífinu er ekki nóg eins og hann kemur fyrir eða eins og fólki hefur verið kennt. Þannig í staðinn fyrir að spyrja af hverju ekki? þá er aukið á eyðilegginguna (Fromm, 1973). Þarna verður óttinn til enda tengist hann núna í dag að vera eitthvað ákveðið, óttinn við að tilheyra, óttinn við að vera ekki nægilega merkilegur, óttinn við að ná ekki árangri sem er viðurkenndur af samfélaginu. En þessum ótta þarf að mæta enda eru áföllin oftast búin að breytast í staðgengla sem á að réttlæta áfallið. Hann tekur dæmi hvernig áföll þróuðust hjá Hitler og hans fylgdarliði. Fromm skoðar hvernig æska þeirra var og af hverju þeir eru síðan byrjaðir að eyðileggja heiminn. Hann kemst að því að mikið af þeim tókust á við áföll í æsku eða á lífsleiðinni og horfðu á að eina leiðin til að vinna á þessum áföllum væri að komast til valda. Fíknin í völd og peninga verður þeirra markmið og næsta sem þeir vita eru að þeir kunna ekki að stoppa og enda með að rústa Evrópu og sjálfum sér í leiðinni. Hann fjallar um að þetta sé gott fordæmi af hverju við eigum að vinna úr okkar áföllum til að búa ekki til farveg fyrir þessar eyðileggjandi hvatir. Annað dæmi er fullorðin manneskju sem brýtur á barni til að svala sínum lægstu hvötum. Þarna er verið að gera það sama reyna að bæla niður áfallið með að yfirfæra það yfir á barnið í þeim tilgangi að þetta eigið að laga áfallið eða borga fyrir það með einhverjum hætti. En síðan kemur í ljós að barnið verður fyrir miklu áfalli og fer að brjótast út úr þessu með að sýna af sér óviðeigandi skólahegðun, byrjar að nota vímuefni, stunda ofbeldi og fremja afbrot. Þarna hafa eyðileggjandi hvatir margfaldast enda er verið að finna leiðir fyrir þessa útrás sem áfallið er búið að skapa. Þetta sjáum við út í samfélaginu hjá börnum og líka börnum sem eru orðin af fullorðnu fólki. Ef ekki er unnið úr áfallinu þá verður þetta keðjuverkandi um kynslóðir og getur eyðilagt heilu samfélögin. Viðhorfsbreyting Samkvæmt samfélaginu þá hefur árangur miðast við menntun, klifra upp metorðastigann í starfi, afreka í íþróttum og tónlist svo eitthvað sé nefnt. Síðan hefur þetta skapað tilhneigingu til að eignast veraldlega hluti sem speglast síðan enn meira hvað sé árangur. En hvernig við vinnum úr áföllum hefur setið á hakanum enda hefur það eitt haft neikvæð hlaðna ímynd yfir sér. Eins og átti sér stað með hermenn eftir stríð og konur sem urðu fyrir kynferðislegu ofbeldi. Þetta bar með sér skömm og niðurlægingu hjá sjálfum sér þannig að vinna úr þessu er talið vera veikbyggða. Líka að fólk sem frestar áfallavinnunni er líklegri til að ánetjast vímuefna, stunda ofbeldi og fremja afbrot. Það getur þróað með sér hvatir fyrir eyðileggingu. Síðan hefur komið í ljós að fólk sem vinnur úr sínum áföllum hefur minni tilhneigingu til að nota vímuefni, stunda ofbeldi og fremja afbrot sem á sama tíma dregur úr eyðileggjandi hvötum. Þar af leiðandi hlýtur það að vera árangursmiðað að vinna í sínum áföllum enda getur það dregið svakalega úr þess að manneskjan eyðileggi ekki sjálfan sig, aðra og innviði samfélagsins. Það er árangur fyrir samfélagið enda verður mikill þroski og þróun þegar vinnan á sér stað út frá áföllum. Það sem þarf að gerast er að óáþreifanlegur árangur þarf að vera jafn við áþreifanlegan árangur vegna þess að ef við leggjum áherslur á að fólk á að vinna í sjálfum sér og sínum áföllum þá förum við að sjá ávinning í hverju horni sem dregur úr þessari fíkn hvort sem það er matur, vald, peningar, kynlíf vegna þess að þörfin verður minni en á sama tíma eykst þörfin fyrir sterku siðferði. Það er ávinningur að vinna úr sínum áföllum Van Der Kolk kemur inn á að ef fólk tekst á við sín áföll þá nær það hægt og rólega skilja betur hvaða þýðingu áfallið hefur haft. Að áfallið verður ekki eingöngu neikvætt hlaðið heldur fer að birtast fyrir með jákvæðri sýn inn í þessu öllu. Fólk fer að skapa sér allt aðra möguleika í lífinu, það segir upp starfinu sem er leiðinlegt, fer að mennta sig, kanna að elska maka og börn upp á nýtt og fer að sjá lífið með sterkum tilgang. Gabor Maté kemur inn á þetta í sinni bók og talar um að fólk sem nær að vinna úr sínum áföllum í æsku eða á lífsleiðinni hafa minni hvata fyrir þessar fíkn þar sem fíknin sjálf verður ekki staðgengill áfallsins. Þarna fer fólk að ná árangri í lífinu vegna þess að það hefur náð að losa sig við áhyggjur út frá áfallinu. Það nær að komast í betri jafnvægi þannig að reiði, hatur og beiskleiki fjarar út með tímanum. Í staðinn fyrir finnur manneskjan fyrir tilhneigingu til að skapa meiri af gleði, elska meira og verða skapandi. Hún fer að horfa á að úrvinnsla á áföllum er árangur í lífinu eins og að mennta sig o.s.frv. og eignast veraldlega hluti. Það skiptir miklu máli að læra að hlúa að hæstu hvötum lífsins sem sé ákveðin jafnvægisslá sem snýr að siðferði okkar. Ef við vinnum úr áföllum þá drögum við úr þessum þörfum lægstu hvata enda verður ekki eins nauðsynlegt að uppfylla þær statt og stöðugt. Þetta dregur líka úr eyðileggjandi hvötum. Horft til samfélagsins Við erum meiri uppteknari við að ná áþreifanlegum árangri en gleymum að óáþreifanlegur árangur er líka árangur. Enda kemur fram í þessari grein að án óáþreifanlega árangursins er enginn árangur. Vegna þess að vera búinn að ná árangri með menntun, starf, íþróttum eða tónlist en vera síðan að nota vímuefni, beita ofbeldi og fremja afbrot getur ekki talist vera árangursrík manneskja. En þá er það oft þannig að manneskjan hefur ekki unnið úr sínum áföllum en heldur að áþreifanlegur árangur muni koma henni yfir áföllin en það virkar ekki alveg svoleiðis. Ef allir myndu vinna úr sínum áföllum þá værum við ekki að tala um vímuefnanotkun, ofbeldi eða afbrot vegna þess að sjálfsvinnan af áföllunum er oft staðgenglar þess. Að lokum það hefur verið talað um að fimmtugsaldurinn er meðalaldurinn sem sé miðaður við sem sjálfsvinnu aldurinn. Ég væri meira til að sjá þrítugt sem sjálfsvinnu aldurinn. Vegna þess að lífið á ekki að snúast um að ná árangri sem er áþreifanlegur frá 20 – 50 ára og síðan á að fara huga að árangri sem er óáþreifanlegur eins og að vinna í sjálfum sér. Við hljótum að vilja sjá samfélagið þróast og þroskast fyrr enda ef við byrjum ávallt seint að vinna í sjálfum okkur þá erum við mögulega búin að eyðileggja líf annara á kostnað óunninna áfalla. Við þekkjum hvernig tíðarandinn er í dag, vímuefnanotkun er að aukast, ofbeldi og afbrot sömuleiðis. Þarna verður siðleysið margrómaður taktur enda þegar margir eru komnir saman sem ætla að fresta sjálfsvinnunni þá er það samþykkt og viðurkennt. Hvernig er hægt að vinna úr sínum áföllum? Þetta er spurningin sem liggur hvað mest á fólki enda getur þetta verið flókið ferli. Fyrir það fyrsta, þá er hægt að tala við vin eða einhvern sem er traustsins verður og dæmir þig ekki út frá frásögninni. Í öðru lagi, er hægt að sækja sér sálfræðilega meðferð sem kostar miklar upphæðir en getur reynst dýrmæt. Sú þriðja er að gerast rannsakandi á eigin áföllum og hvaða þýðingu þetta hefur t.a.m. skrifa um lífið og vangaveltur þess. Lang flestir velja fyrstu og þriðju enda getur sú seinni verið kostnaðarsöm og er ekki á færi allra handa. Það að eiga samtal við vin sem þú treystir getur verið gullsins ígildi enda getum við fara fyrr ofan í saumana heldur en hjá sálfræðingi sem getur tekið tíma til að kynnast. En síðan er hægt að lesa bækur sem fjalla um áföll eins og Bessel Van Der Kolk, Gabor Maté, Sigmund Freud, Melanie Klein, Erich Fromm, Karen Horney, Viktor Frankl, Carl Jung. Síðan eru íslenskar bækur eins og Tómið eftir Sjálfsvíg (2022) eftir Önnu Margréti Bjarnadóttur og Taumhald á tilfinningunum (2013) eftir Hildur Þórðardóttur. En það sem skiptir gríðarlegu máli er að mæta óttanum en eins og hefur komið fram þá er þetta umvafin flækja sem hefur skapast út frá hegðun manneskjunnar í samfélaginu þannig óttinn er víðtækur og djúpur og hefur skilið eftir sig sársauka um marga áratugi. Við erum rétt að byrja þannig við þurfum að halda áfram enda verður samfélagið aldrei sterkari en hvernig er horft til áfalla, erfiðleika, mótlætis og sársauka enda ábyrgðin mikil en þar líka fæðist hugrekkið. Óáþreifanlegur árangur er jafn mikilvægur og áþreifanlegur árangur. Þar náum við en betri sýn og stefnumótun. Höfundur er grunnskólakennari og seigluráðgjafi með langa áfallasögu sem hann hefur unnið úr. Heimildir Fromm, E.(2013). Anatomy of Human Destructiveness. Open Road Media. Maté, G. (2020). In the Realm of Hungry Ghosts. North Atlantic Books. Van Der Kolk, B. (2014). The Body Keeps The Score. Penguine Books. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ástþór Ólafsson Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Er húmanismi komin úr tísku? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Sjá meira
Við erum árangursmiðuð spendýr sem hefur einkennt okkur síðan að við byrjuðum að nota önnur spendýr o.fl. til að ná okkar árangri eins og með breyta þeim í fæðu og annað. Spólum fljótt yfir, síðan þróast þetta í að við viljum ná árangri í að mennta okkur, klifra metorðastigann í starfi, ná árangri íþróttum og tónlist svo eitthvað sé nefnt. Ofan á er síðan hvernig þetta speglast svo í kjölfarið í veraldlegum hlutum. Hvernig bíl er verið að keyra, í hvernig húsi er búið í, hvaða föt er verið að klæðast, hvernig eru skartgripirnir o.s.frv. o.s.frv. Þarna má eiginlega segja að ef menntun, klifra metorðastigann o.s.frv. er í góðu samræmi við eitthvað af veraldlegu hlutunum þá sé hægt að undirstrika árangur í lífinu. En þetta tvennt er einvörðungu á yfirborðinu enda hægt að sýna fólki og fólk sér. En það sem er undir yfirborðinu virðist ekki vera eins mikið viðurkennt kannski vegna þess að allt undir er forsenda fyrir því sem blasir við á yfirborðinu. Hversu mikið þú leggur þig fram í námi, vinnu, íþróttum, tónlist o.s.frv. o.s.frv. Hversu mörgum klukkutímum þú fórnar til þess að ná árangri eins og hvernig þú skiptir niður þínu tíma til að gera þetta með skipulögðum og markvissum hætti. Þetta tengist árangri ef það snýr að menntun og starfi. En fyrir mér þá tengist þetta hálfgerðum árangri vegna þess að það vantar hina hliðina af árangrinum. Það er að vinna í sjálfum sér, takast á við áföll og erfiðleika í lífinu. En sem betur fer þá á það ekki við alla. Áþreifanlegur og óáþreifanlegur árangur Áþreifanlegur árangur er eitthvað sem við getum snert á eins og prófskírteini, launahækkun, bíll, hús o.s.frv. En óáþreifanlegur árangur er eitthvað sem við getum ekki snert á eins og vinnan á bak við árangurinn, fórnirnar og tíminn sem hefur verið festur. En það sem hefur gleymst í þessu öllu saman er það hvernig við tökumst á við erfiðleika í lífinu er líka árangur sem fer minna fyrir. Vegna þess að við sjáum lítið eða heyrum að - ef þú tekst á við áföll í lífinu þá nærð þú árangri heldur mun frekar ef þú klára BA-próf í háskólagrein þá nærðu árangri. Hvernig við tökumst á við lífið eins og áföll, erfiðleika, mótlæti og sársauka er líka árangur. Af hverju hafa áföll ekki verið árangursmiðuð? Í bókinni „The Body Keeps The Score (2014)“ eftir Bessel Van Der Kolk. Þar kemur fram að þetta hefur verið viðkvæmt mál síðan að áföll báru á góma eða í kringum seinni heimsstyrjöldina þegar hermenn gátu ekki athafna sig almennilega eftir að hafa verið í átökum. En þetta þýðir ekki að þarna uppgötvast áföll heldur höfðu þau orðið áberandi orðræða í upphaf 20. aldarinnar þegar kom í ljós að konur urðu fyrir áhrifum andlega og líkamlega séð eftir kynferðislegt ofbeldi. Þetta tvennt verður til þess að áfallastreituröskun verður að greiningarviðmiðun og í kjölfarið er farið að vinna með fólk og þeirra áföll. En þetta tvennt nær ekki þeirri viðurkenningu sem það ætti að ná enda fær þetta þá viðleitni að fólkið sé byggt upp með veikum hætti sem verður fyrir áföllum og viðurkennir. Að hermenn sem finna fyrir áfallastreitu geta ekki tekið þátt í venjulegu líf á ný enda séu þeir búnir að útskrifast úr samfélaginu með að sýna af sér þessi veikluleg viðbrögð. Það sama átti sér stað með konur sem opinberuðu sína sögu er tengdist kynferðislegu ofbeldi. Ástæðan af hverju er vegna þess að þetta býr til orsök og afleiðingu út frá samfélagslega tengdum þáttum sem hafa ríka hagsmuni. Stríð ber með sér mikið stolt þannig að gerast frávik í hernum er ekki samþykkt og viðurkennt sem styrkleiki. Sömuleiðis getur gerandi í kynferðislegu ofbeldi verið háttsettur aðili í samfélaginu þannig trúverðugleiki þolandans verður í algjöru lágmarki. Þar af leiðandi einkennist mikil skömm og niðurlæging af því að opinbera sín áföll. Gabor Maté kemur inn á þetta í sinni bók „In the Realm of Hungry Ghosts (2020)“ í þessu samhengi að áföll séu ekki eingöngu hermenn í stríði og konur eftir kynferðislegt ofbeldi. Heldur séu áföll að eiga sér stað í æsku út frá heimilisofbeldi, vímuefnanotkun foreldra, einelti í grunnskóla, vanrækslu foreldra sem geta búið til braut viðbragða sem verður til þess að vímuefni, ofbeldi og afbrot verður hluti af útrás barnsins. Þetta getur búið líka tilhneigingu fyrir fíkn með allskonar hætti eins og út frá mat, kynlífi, peningum og völdum. Samfélagið viðurkennir þetta allt sem hluti af því að vera til og hafa gaman. Þetta hefur sömuleiðis verið markaðsvætt að fólk vinni ekki úr sínum áföllum vegna þess að ef þau leita af leiðum til að bæla niður áfallið verður ánægjusæknin gífurleg. Þannig að stundar tilfinningin verður áberandi og fólk kaffæra sér í að ná árangri með þeim hætti sem tengist veraldlegum hlutum. Hann talar um að það sé ekkert að því að ná árangri í lífinu en árangurinn verður líka að eiga sér stað í vinnslu á áföllunum. Sigmund Freud bendi á að fólk er einum of upptekið við að uppfylla lægstu hvatir lífsins enda sé það auðveldara en skapi aftur á móti grunnhyggju sem verður forsenda alls. Maté bætir við að fólk kennir sjálfum sér um enda búið að afneita og bæla niður réttmætar og áreiðanlegar tilfinningar er snúa að áfallinu. Fólk á erfitt með að koma fram ef það hefur verið að þróa með sér fíknihegðun sem snýr að mat, kynlífi, peningum og völdum. Af því að þetta á að vera auðvelt til að vinna á, að hætta þessu þannig að það slokknar á skömm og niðurlæging sem myndast út frá þessu á einhverjum tímapunkti. En þegar þetta er farið að vera árátta og þráhyggja með tilliti til kynlífs, peninga og valda þá er oft undirstaðan óunnin áföll. Það verið að leita af einhverju sem á að fylla inn í tómarúmið sem fólk er ekkert endilega meðvitað um að sé að eiga sér stað. Að fyrirbyggja eyðileggjandi hvatir er vísir á árangur Erich Fromm hefur talað um í þessu samhengi að eyðileggjandi hvatir verði fyrirferðameiri heldur en það sem snýr að uppbyggingu vegna þess að reiði, hatur og beiskur andi hefur mótast út frá þeirri hugmynd að árangur í lífinu er ekki nóg eins og hann kemur fyrir eða eins og fólki hefur verið kennt. Þannig í staðinn fyrir að spyrja af hverju ekki? þá er aukið á eyðilegginguna (Fromm, 1973). Þarna verður óttinn til enda tengist hann núna í dag að vera eitthvað ákveðið, óttinn við að tilheyra, óttinn við að vera ekki nægilega merkilegur, óttinn við að ná ekki árangri sem er viðurkenndur af samfélaginu. En þessum ótta þarf að mæta enda eru áföllin oftast búin að breytast í staðgengla sem á að réttlæta áfallið. Hann tekur dæmi hvernig áföll þróuðust hjá Hitler og hans fylgdarliði. Fromm skoðar hvernig æska þeirra var og af hverju þeir eru síðan byrjaðir að eyðileggja heiminn. Hann kemst að því að mikið af þeim tókust á við áföll í æsku eða á lífsleiðinni og horfðu á að eina leiðin til að vinna á þessum áföllum væri að komast til valda. Fíknin í völd og peninga verður þeirra markmið og næsta sem þeir vita eru að þeir kunna ekki að stoppa og enda með að rústa Evrópu og sjálfum sér í leiðinni. Hann fjallar um að þetta sé gott fordæmi af hverju við eigum að vinna úr okkar áföllum til að búa ekki til farveg fyrir þessar eyðileggjandi hvatir. Annað dæmi er fullorðin manneskju sem brýtur á barni til að svala sínum lægstu hvötum. Þarna er verið að gera það sama reyna að bæla niður áfallið með að yfirfæra það yfir á barnið í þeim tilgangi að þetta eigið að laga áfallið eða borga fyrir það með einhverjum hætti. En síðan kemur í ljós að barnið verður fyrir miklu áfalli og fer að brjótast út úr þessu með að sýna af sér óviðeigandi skólahegðun, byrjar að nota vímuefni, stunda ofbeldi og fremja afbrot. Þarna hafa eyðileggjandi hvatir margfaldast enda er verið að finna leiðir fyrir þessa útrás sem áfallið er búið að skapa. Þetta sjáum við út í samfélaginu hjá börnum og líka börnum sem eru orðin af fullorðnu fólki. Ef ekki er unnið úr áfallinu þá verður þetta keðjuverkandi um kynslóðir og getur eyðilagt heilu samfélögin. Viðhorfsbreyting Samkvæmt samfélaginu þá hefur árangur miðast við menntun, klifra upp metorðastigann í starfi, afreka í íþróttum og tónlist svo eitthvað sé nefnt. Síðan hefur þetta skapað tilhneigingu til að eignast veraldlega hluti sem speglast síðan enn meira hvað sé árangur. En hvernig við vinnum úr áföllum hefur setið á hakanum enda hefur það eitt haft neikvæð hlaðna ímynd yfir sér. Eins og átti sér stað með hermenn eftir stríð og konur sem urðu fyrir kynferðislegu ofbeldi. Þetta bar með sér skömm og niðurlægingu hjá sjálfum sér þannig að vinna úr þessu er talið vera veikbyggða. Líka að fólk sem frestar áfallavinnunni er líklegri til að ánetjast vímuefna, stunda ofbeldi og fremja afbrot. Það getur þróað með sér hvatir fyrir eyðileggingu. Síðan hefur komið í ljós að fólk sem vinnur úr sínum áföllum hefur minni tilhneigingu til að nota vímuefni, stunda ofbeldi og fremja afbrot sem á sama tíma dregur úr eyðileggjandi hvötum. Þar af leiðandi hlýtur það að vera árangursmiðað að vinna í sínum áföllum enda getur það dregið svakalega úr þess að manneskjan eyðileggi ekki sjálfan sig, aðra og innviði samfélagsins. Það er árangur fyrir samfélagið enda verður mikill þroski og þróun þegar vinnan á sér stað út frá áföllum. Það sem þarf að gerast er að óáþreifanlegur árangur þarf að vera jafn við áþreifanlegan árangur vegna þess að ef við leggjum áherslur á að fólk á að vinna í sjálfum sér og sínum áföllum þá förum við að sjá ávinning í hverju horni sem dregur úr þessari fíkn hvort sem það er matur, vald, peningar, kynlíf vegna þess að þörfin verður minni en á sama tíma eykst þörfin fyrir sterku siðferði. Það er ávinningur að vinna úr sínum áföllum Van Der Kolk kemur inn á að ef fólk tekst á við sín áföll þá nær það hægt og rólega skilja betur hvaða þýðingu áfallið hefur haft. Að áfallið verður ekki eingöngu neikvætt hlaðið heldur fer að birtast fyrir með jákvæðri sýn inn í þessu öllu. Fólk fer að skapa sér allt aðra möguleika í lífinu, það segir upp starfinu sem er leiðinlegt, fer að mennta sig, kanna að elska maka og börn upp á nýtt og fer að sjá lífið með sterkum tilgang. Gabor Maté kemur inn á þetta í sinni bók og talar um að fólk sem nær að vinna úr sínum áföllum í æsku eða á lífsleiðinni hafa minni hvata fyrir þessar fíkn þar sem fíknin sjálf verður ekki staðgengill áfallsins. Þarna fer fólk að ná árangri í lífinu vegna þess að það hefur náð að losa sig við áhyggjur út frá áfallinu. Það nær að komast í betri jafnvægi þannig að reiði, hatur og beiskleiki fjarar út með tímanum. Í staðinn fyrir finnur manneskjan fyrir tilhneigingu til að skapa meiri af gleði, elska meira og verða skapandi. Hún fer að horfa á að úrvinnsla á áföllum er árangur í lífinu eins og að mennta sig o.s.frv. og eignast veraldlega hluti. Það skiptir miklu máli að læra að hlúa að hæstu hvötum lífsins sem sé ákveðin jafnvægisslá sem snýr að siðferði okkar. Ef við vinnum úr áföllum þá drögum við úr þessum þörfum lægstu hvata enda verður ekki eins nauðsynlegt að uppfylla þær statt og stöðugt. Þetta dregur líka úr eyðileggjandi hvötum. Horft til samfélagsins Við erum meiri uppteknari við að ná áþreifanlegum árangri en gleymum að óáþreifanlegur árangur er líka árangur. Enda kemur fram í þessari grein að án óáþreifanlega árangursins er enginn árangur. Vegna þess að vera búinn að ná árangri með menntun, starf, íþróttum eða tónlist en vera síðan að nota vímuefni, beita ofbeldi og fremja afbrot getur ekki talist vera árangursrík manneskja. En þá er það oft þannig að manneskjan hefur ekki unnið úr sínum áföllum en heldur að áþreifanlegur árangur muni koma henni yfir áföllin en það virkar ekki alveg svoleiðis. Ef allir myndu vinna úr sínum áföllum þá værum við ekki að tala um vímuefnanotkun, ofbeldi eða afbrot vegna þess að sjálfsvinnan af áföllunum er oft staðgenglar þess. Að lokum það hefur verið talað um að fimmtugsaldurinn er meðalaldurinn sem sé miðaður við sem sjálfsvinnu aldurinn. Ég væri meira til að sjá þrítugt sem sjálfsvinnu aldurinn. Vegna þess að lífið á ekki að snúast um að ná árangri sem er áþreifanlegur frá 20 – 50 ára og síðan á að fara huga að árangri sem er óáþreifanlegur eins og að vinna í sjálfum sér. Við hljótum að vilja sjá samfélagið þróast og þroskast fyrr enda ef við byrjum ávallt seint að vinna í sjálfum okkur þá erum við mögulega búin að eyðileggja líf annara á kostnað óunninna áfalla. Við þekkjum hvernig tíðarandinn er í dag, vímuefnanotkun er að aukast, ofbeldi og afbrot sömuleiðis. Þarna verður siðleysið margrómaður taktur enda þegar margir eru komnir saman sem ætla að fresta sjálfsvinnunni þá er það samþykkt og viðurkennt. Hvernig er hægt að vinna úr sínum áföllum? Þetta er spurningin sem liggur hvað mest á fólki enda getur þetta verið flókið ferli. Fyrir það fyrsta, þá er hægt að tala við vin eða einhvern sem er traustsins verður og dæmir þig ekki út frá frásögninni. Í öðru lagi, er hægt að sækja sér sálfræðilega meðferð sem kostar miklar upphæðir en getur reynst dýrmæt. Sú þriðja er að gerast rannsakandi á eigin áföllum og hvaða þýðingu þetta hefur t.a.m. skrifa um lífið og vangaveltur þess. Lang flestir velja fyrstu og þriðju enda getur sú seinni verið kostnaðarsöm og er ekki á færi allra handa. Það að eiga samtal við vin sem þú treystir getur verið gullsins ígildi enda getum við fara fyrr ofan í saumana heldur en hjá sálfræðingi sem getur tekið tíma til að kynnast. En síðan er hægt að lesa bækur sem fjalla um áföll eins og Bessel Van Der Kolk, Gabor Maté, Sigmund Freud, Melanie Klein, Erich Fromm, Karen Horney, Viktor Frankl, Carl Jung. Síðan eru íslenskar bækur eins og Tómið eftir Sjálfsvíg (2022) eftir Önnu Margréti Bjarnadóttur og Taumhald á tilfinningunum (2013) eftir Hildur Þórðardóttur. En það sem skiptir gríðarlegu máli er að mæta óttanum en eins og hefur komið fram þá er þetta umvafin flækja sem hefur skapast út frá hegðun manneskjunnar í samfélaginu þannig óttinn er víðtækur og djúpur og hefur skilið eftir sig sársauka um marga áratugi. Við erum rétt að byrja þannig við þurfum að halda áfram enda verður samfélagið aldrei sterkari en hvernig er horft til áfalla, erfiðleika, mótlætis og sársauka enda ábyrgðin mikil en þar líka fæðist hugrekkið. Óáþreifanlegur árangur er jafn mikilvægur og áþreifanlegur árangur. Þar náum við en betri sýn og stefnumótun. Höfundur er grunnskólakennari og seigluráðgjafi með langa áfallasögu sem hann hefur unnið úr. Heimildir Fromm, E.(2013). Anatomy of Human Destructiveness. Open Road Media. Maté, G. (2020). In the Realm of Hungry Ghosts. North Atlantic Books. Van Der Kolk, B. (2014). The Body Keeps The Score. Penguine Books.
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun