Hugmyndaríka eða hugmyndasnauða Ísland? Birna Dröfn Birgisdóttir skrifar 8. mars 2024 11:00 Ég sat skemmtilegt iðnþing Samtaka iðnaðarins sem bar yfirskriftina Hugmyndalandið – Dýrmætasta auðlind framtíðar. Á því var mikið rætt að það eru hugmyndirnar sem breyta heiminum og fleyta okkur inn í framtíðina, góðar hugmyndir eru forsenda allra góðra verka og þetta snýst ekki um hvar við erum heldur hvert við getum farið. Guðmundur, stofnandi Kerecis, kom svo og bætti við að þetta snýst ekki eingöngu um hugmyndir heldur það að vera með djúpstæða þekkingu til þess að geta leyst vandamál. Það sem mér fannst vanta var að tala um hvernig við getum ýtt undir að mannauður Íslands sé hugmyndaríkur og kunni að finna raunveruleg vandamál sem fólk er að leita að lausnum fyrir. Áslaug Arna, ráðherra, talaði um að hraðinn er sífellt að aukast og tók dæmi um að þekking mannkynsins er núna að tvöfaldast á hverjum degi þegar þekking heimsins tvöfaldaðist á hverri öld fyrir árið 1900. Rannsóknir hafa bent á að þessi aukni hraði geti dregið úr hugmyndaauki fólks og margir kannast við að fá flestar hugmyndir sínar í sturtu, úti að hlaupa eða í fjallgöngum því það er einungis þá sem við erum nógu lengi frá skjánum til þess að hafa rýmið til þess að hugsa. Það er talað um að við séum að upplifa krísu skapandi hugsunar. Í yfir 50 ár hefur gögnum um skapandi hugsun fólks í Bandaríkjunum verið safnað með Torrence prófi. Skapandi hugsun fólks óx með hverju árinu sem hún var mæld, en árið 1990 varð breyting á og einkunn fólks á prófinu byrjaði að hríðfalla. Vísindafólk telur ástæðuna vera þennan aukna hraða. Það er miður, því að skapandi hugsun er talin vera sú hæfni á vinnumarkaði sem er ein sú mikilvægasta í dag og mun nauðsyn hennar aukast hvað hraðast á næstu árum samkvæmt Alþjóða Efnahagsráði. Rannsóknir benda einnig á að fyrirtæki sem leggja áherslu á skapandi hugsun eru með ánægðari viðskiptavini, ánægðara og heilbrigðara starfsfólk og vaxa hraðar. Það er því nokkuð ljóst að virðið í því að leggja áherslu á skapandi hugsun er mikið og leysa þarf það vandamál að skapa umhverfi sem styður við og eflir skapandi hugsun. Við getum ekki notað lausnir gærdagsins til þess að leysa vandamál dagsins í dag, því eins og Áslaug Arna talaði um þá er kominn veldisvöxtur í breytingar. Sem betur fer er hægt að þjálfa skapandi og lausnamiðaða hugsun og skapa umhverfi á vinnustöðum sem styður við hugmyndir í stað þess að draga úr þeim eins og því miður rannsóknir benda á að gerist frekar. Leggja ætti meiri áherslu á að kenna skapandi og lausnamiðaða hugsun í háskólum landsins í öllum deildum, ásamt því skapa lausnir til þess að auka rýmið fyrir skapandi hugsun í grunnskólum landsins. Það er núna sem við þurfum að leggja enn meiri áherslu á að þjálfa og efla skapandi hugsun fólks því það getur verið okkar helsta samkeppnisforskot á heimsvísu og þannig getum við raunverulega orðið hugmyndalandið Ísland. Líkt og Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI, sagði í lokin á iðnþinginu að þá blómstrar íslenskur jarðvegur ekki af sjálfum sér, við þurfum að skapa rétta jarðveginn. Höfundur er sérfræðingur í skapandi hugsun, ráðgjafi, fyrirlesari og stofnandi Bulby sem er hugbúnaður sem auðveldar skapandi hugsun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Nýsköpun Mest lesið Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson Skoðun Nú þurfa foreldrar að vera hugrakkir Jón Pétur Zimsen Skoðun Landsvirkjun semur lög um bráðabirgðavirkjanir Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun Útúrsnúningur um „gigg-hagkerfið“ Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir Skoðun Við erum ennþá minni fiskur nú! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Brýn þörf á auknum fjárveitingum vegna sjávarflóða Anton Guðmundsson Skoðun Sjálfbærni í stað sóunar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Árangur Eden stefnunnar - fimmtán ára saga á Íslandi Sigrún Huld Þorgrímsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ný sýn á almenningssjónvarp í almannaþágu, eða hvað? Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir skrifar Skoðun Nú þurfa foreldrar að vera hugrakkir Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Að vera manneskja Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Útúrsnúningur um „gigg-hagkerfið“ Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Árangur Eden stefnunnar - fimmtán ára saga á Íslandi Sigrún Huld Þorgrímsdóttir skrifar Skoðun Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Brýn þörf á auknum fjárveitingum vegna sjávarflóða Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni í stað sóunar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Landsvirkjun semur lög um bráðabirgðavirkjanir Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Við erum ennþá minni fiskur nú! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Sjá meira
Ég sat skemmtilegt iðnþing Samtaka iðnaðarins sem bar yfirskriftina Hugmyndalandið – Dýrmætasta auðlind framtíðar. Á því var mikið rætt að það eru hugmyndirnar sem breyta heiminum og fleyta okkur inn í framtíðina, góðar hugmyndir eru forsenda allra góðra verka og þetta snýst ekki um hvar við erum heldur hvert við getum farið. Guðmundur, stofnandi Kerecis, kom svo og bætti við að þetta snýst ekki eingöngu um hugmyndir heldur það að vera með djúpstæða þekkingu til þess að geta leyst vandamál. Það sem mér fannst vanta var að tala um hvernig við getum ýtt undir að mannauður Íslands sé hugmyndaríkur og kunni að finna raunveruleg vandamál sem fólk er að leita að lausnum fyrir. Áslaug Arna, ráðherra, talaði um að hraðinn er sífellt að aukast og tók dæmi um að þekking mannkynsins er núna að tvöfaldast á hverjum degi þegar þekking heimsins tvöfaldaðist á hverri öld fyrir árið 1900. Rannsóknir hafa bent á að þessi aukni hraði geti dregið úr hugmyndaauki fólks og margir kannast við að fá flestar hugmyndir sínar í sturtu, úti að hlaupa eða í fjallgöngum því það er einungis þá sem við erum nógu lengi frá skjánum til þess að hafa rýmið til þess að hugsa. Það er talað um að við séum að upplifa krísu skapandi hugsunar. Í yfir 50 ár hefur gögnum um skapandi hugsun fólks í Bandaríkjunum verið safnað með Torrence prófi. Skapandi hugsun fólks óx með hverju árinu sem hún var mæld, en árið 1990 varð breyting á og einkunn fólks á prófinu byrjaði að hríðfalla. Vísindafólk telur ástæðuna vera þennan aukna hraða. Það er miður, því að skapandi hugsun er talin vera sú hæfni á vinnumarkaði sem er ein sú mikilvægasta í dag og mun nauðsyn hennar aukast hvað hraðast á næstu árum samkvæmt Alþjóða Efnahagsráði. Rannsóknir benda einnig á að fyrirtæki sem leggja áherslu á skapandi hugsun eru með ánægðari viðskiptavini, ánægðara og heilbrigðara starfsfólk og vaxa hraðar. Það er því nokkuð ljóst að virðið í því að leggja áherslu á skapandi hugsun er mikið og leysa þarf það vandamál að skapa umhverfi sem styður við og eflir skapandi hugsun. Við getum ekki notað lausnir gærdagsins til þess að leysa vandamál dagsins í dag, því eins og Áslaug Arna talaði um þá er kominn veldisvöxtur í breytingar. Sem betur fer er hægt að þjálfa skapandi og lausnamiðaða hugsun og skapa umhverfi á vinnustöðum sem styður við hugmyndir í stað þess að draga úr þeim eins og því miður rannsóknir benda á að gerist frekar. Leggja ætti meiri áherslu á að kenna skapandi og lausnamiðaða hugsun í háskólum landsins í öllum deildum, ásamt því skapa lausnir til þess að auka rýmið fyrir skapandi hugsun í grunnskólum landsins. Það er núna sem við þurfum að leggja enn meiri áherslu á að þjálfa og efla skapandi hugsun fólks því það getur verið okkar helsta samkeppnisforskot á heimsvísu og þannig getum við raunverulega orðið hugmyndalandið Ísland. Líkt og Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI, sagði í lokin á iðnþinginu að þá blómstrar íslenskur jarðvegur ekki af sjálfum sér, við þurfum að skapa rétta jarðveginn. Höfundur er sérfræðingur í skapandi hugsun, ráðgjafi, fyrirlesari og stofnandi Bulby sem er hugbúnaður sem auðveldar skapandi hugsun.
Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun
Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir Skoðun
Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir skrifar
Skoðun Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson skrifar
Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar
Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun
Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir Skoðun