Rak hausinn í hringinn þegar hann varði skot á ögurstundu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 8. mars 2024 11:31 Anthony Edwards átti stórleik þegar Minnesota Timberwolves sigraði Indiana Pacers í nótt. getty/Dylan Buell Anthony Edwards, leikmaður Minnesota Timberwolves, er mikill háloftafugl. Það kom bersýnilega í ljós í leik gegn Indiana Pacers í nótt. Þegar sex sekúndur voru eftir af leiknum fór Indiana í sókn, tveimur stigum undir, 111-113. Bennedict Mathurin fékk boltann alveg við körfu Minnesota og ætlaði að leggja hann ofan í og jafna metin. Kom þá ekki Edwards eins og skrattinn úr sauðaleggnum, stökk hæð sína í loft upp, varði skotið og tryggði Úlfunum sigurinn. Edwards var að vonum hinn sáttasti eftir vörsluna en hann fann líka til enda rak hann höfuðið nokkuð harkalega í körfuna er hann varði skot Mathurins. Varnartilþrifin glæsilegu má sjá hér fyrir neðan. I encourage everyone to watch THE ANTHONY EDWARDS game from tonight! pic.twitter.com/Eok3YraPt5— Russillo (@ryenarussillo) March 8, 2024 „Já, ég held ég hafi rekið hausinn í og mér er mjög illt. Ég lenti líka á úlnliðnum. Ég hef aldrei hoppað svona hátt á ævinni,“ sagði Edwards eftir leikinn. „Ég er með háan sársaukaþröskuld og datt nokkuð harkalega þegar ég varði skotið. Ég held ég sé nokkuð harður gaur.“ Edwards var einnig frábær í sókninni í leiknum í nótt og skoraði 44 stig. Hann er með 26,1 stig, 5,2 fráköst og 5,1 stoðsendingu að meðaltali í leik í vetur. Minnesota er á toppi Vesturdeildarinnar með 44 sigra og nítján töp. Liðið hefur unnið tvo leiki í röð. NBA Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Fótbolti Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sport Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Fótbolti Fleiri fréttir Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Sjá meira
Þegar sex sekúndur voru eftir af leiknum fór Indiana í sókn, tveimur stigum undir, 111-113. Bennedict Mathurin fékk boltann alveg við körfu Minnesota og ætlaði að leggja hann ofan í og jafna metin. Kom þá ekki Edwards eins og skrattinn úr sauðaleggnum, stökk hæð sína í loft upp, varði skotið og tryggði Úlfunum sigurinn. Edwards var að vonum hinn sáttasti eftir vörsluna en hann fann líka til enda rak hann höfuðið nokkuð harkalega í körfuna er hann varði skot Mathurins. Varnartilþrifin glæsilegu má sjá hér fyrir neðan. I encourage everyone to watch THE ANTHONY EDWARDS game from tonight! pic.twitter.com/Eok3YraPt5— Russillo (@ryenarussillo) March 8, 2024 „Já, ég held ég hafi rekið hausinn í og mér er mjög illt. Ég lenti líka á úlnliðnum. Ég hef aldrei hoppað svona hátt á ævinni,“ sagði Edwards eftir leikinn. „Ég er með háan sársaukaþröskuld og datt nokkuð harkalega þegar ég varði skotið. Ég held ég sé nokkuð harður gaur.“ Edwards var einnig frábær í sókninni í leiknum í nótt og skoraði 44 stig. Hann er með 26,1 stig, 5,2 fráköst og 5,1 stoðsendingu að meðaltali í leik í vetur. Minnesota er á toppi Vesturdeildarinnar með 44 sigra og nítján töp. Liðið hefur unnið tvo leiki í röð.
NBA Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Fótbolti Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sport Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Fótbolti Fleiri fréttir Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Sjá meira