„Það sem vantar í þessa samninga eru varnir fyrir launafólk“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 8. mars 2024 09:50 Ragnar segir það áhyggjuefni að fólk sé læst inni í fjögurra ára samningum og hafi engar varnir ef forsendur bresta. Stöð 2/Einar „Það er auðvitað margt mjög jákvætt sem kom í aðgerðapakka stjórnvalda og ég vil nú byrja á því að óska félögum mínum í Starfsgreinasambandinu, Eflingu og Samiðn innilega til hamingju með nýja kjarasamninginn.“ Þetta sagði Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, í Bítinu í morgun um nýgerðan kjarasamning Breiðfylkingarinnar svokölluðu en VR gekk út úr samstarfinu fyrir nokkru. Hann segir aðgerðapakka stjórnvalda jákvætt innlegg inn í kjaraviðræður VR en svo væru aðrir þættir sem félagið hefði viljað leggja aukna áherslu á. Spurður að því hvaða þættir það væru nefndi Ragnar húsnæðismálin, þá ekki síst málefni leigjenda. „Ja við getum til dæmis tekið leigjendur, leiguþak, og auðvitað aðgerðir í húsnæðismálum á miklu stærri skala en voru kynntar í gær,“ sagði Ragnar. Samið hefði verið um aðgerðir í kjarasamningum 2019; um uppbyggingu á Keldum og aðgerðir fyrir leigjendur, svo eitthvað væri nefnt. „Það hefur nákvæmlega ekkert gerst í þeim málum síðan þá,“ sagði hann. Hann hefði verulegar áhyggjur af þessum hóp, ekki síst að það yrði ekki komið á leiguþaki á samningstímanum. Staða leigjenda væri gríðarlega erfið. „Ef við tökum bara til dæmis hækkun á húsaleigu bara síðasta árið eða bara frá því í fyrra; samkvæmt Húsnæðis- og mannvirkjastofnun þá hefur hún hækkað um 16,8 eða 9 prósent... eða um 17 prósent. Það þýðir að leigusamningur upp á 240, sem er mjög hófleg leiga í dag, hefur hækkað um 41 þúsund. Þetta er... Hvorki launahækkunin sem við erum að semja um né hækkunin á húsaleigubótum mun ná upp í bara þá hækkun. Og þá erum við að tala um mjög hóflegan leigusamning,“ segir Ragnar. Annað segir hann vera eftirspurnina eftir húsnæði en hjá Bjargi íbúðafélagi sé biðlistinn til að mynda að nálgast 4.000 kennitölur. Staðan sé bara að versna og versna og hann hefði viljað sjá ráðist í trúverðugt átaksverkefni; „nýtt Breiðholt“. Spurður að því hvort það sé þá hans mat að auknar húsaleigubætur eigi bara eftir að skila sér í hærra leiguverði er Ragnar ekki lengi að svara: „Að sjálfsögðu. Það er nákvæmlega það sem hefur gerst. Ef þú ferð inn á síðurnar þá er meðalleigan í dag, ef þú leitar að 90 eða 100 fermetra íbúð, þá er meðalleigan 340 til 350 þúsund. Bara á síðunum. Og það er ekkert í frumvarpinu sem getur varið fólk á leigumarkaði, sem heitið getur, fyrir hækkunum.“ Samfélag í „heljargreipum og gíslingu“ Seðlabankans Ragnar sagði hinsvegar margt gott hafa náðst við gerð kjarasamningsins og það myndi skila sér inn í viðræður VR. Þar mætti nefna skólamáltíðirnar, auknar greiðslur í ábyrgðasjóð launa, fæðingarorlofið og fleira og fleira. „Barnabótakerfið mun eflast mjög, það er mjög mikið gert fyrir barnafjölskyldur.“ Um launahækkanirnar sagði hann: „Auðvitað vill maður alltaf meira.“ Hann hefði hins vegar getað gengið að þeim útfrá ákveðnum forsendum. „Það er kannski svolítið grundvöllurinn í þessu, að markmiðið með kjarasamningnum átti að vera að ná niður verðbólgu og vöxtum hratt og vel. Og vinnan sem við vorum þátttakendur í, það er bara fyrir þrettán dögum síðan þá stigum við út úr samstarfi við Breiðfylkinguna, að þá var marmiðið auðvitað að efla tilfærslukerfin, vera með gríðarlega sterk forsenduákvæði og hóflegar launahækkanir ættu síðan að tala inn í lægri verðbólgu og lægra vaxtastig, að forskrift Seðlabankans.“ Ragnar segir ekki rétt að tala um launahækkanir sem drifkraft verðbólgu; verðbólgan síðust fjögur ár hafi verið drifin áfram af heimsfaraldri, stríðsátökum, kreppu á húsnæðismarkaði og fleiru. Launahækkanir hefðu ekkert með hana að gera og ekkert orsakasamhengi fundist milli launahækkana og verðbólgu. „Hinsvegar vorum við tilbúin til að fara þessa leið, fara svona hóflegri leið launahækkana, til að tala inn í skipun Seðlabankans, þóknast honum, sem hefur haldið hér samfélaginu í heljargreipum eða gíslingu hárra vaxta,“ segir Ragnar. Hér væri nánast allt til staðar til að ráðast í uppbyggingu; fjármagn, land og þekking til að ráðast á vandann. Það væri hins vegar ekkert að fara að gerast næstu fimm árin, þar sem menn væru ekki einu sinni komnir af stað í skipulagsferlinu. „Þetta er hægt en það er ekkert að fara að gerast.“ Spurður að því hvað væri framundan fyrir hans fólk sagði Ragnar að VR hefði lagt áherslu á forsenduákvæðin til að hægt væri að komast út úr kjarasamningnum ef markmið næðust ekki. „Og líka eru forsenduákvæðin hvati fyrir fyrirtæki að halda sjó, taka þátt í þessu með okkur. Ef þau gera það ekki og verðbólga fer hér af stað þá eigum við von á því að geta fengið lausan samning eða ágjöf. Það sem vantar í þessa samninga eru varnir fyrir launafólk; forsenduákvæði sem eru sterk og bíta virkilega ef fyrirtækin haga sér ekki eins og þau segjast ætla að gera.“ Ragnar segir verið að taka gríðarlega áhættu með því að semja ekki um varnir í fjögurra ára samningi. „Það er það sem ég hef áhyggjur af; áhætta launafólks.“ Vinnumarkaður Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Bítið Stéttarfélög Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Truflun á sjónvarpsútsendingu Sýnar Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Sjá meira
Þetta sagði Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, í Bítinu í morgun um nýgerðan kjarasamning Breiðfylkingarinnar svokölluðu en VR gekk út úr samstarfinu fyrir nokkru. Hann segir aðgerðapakka stjórnvalda jákvætt innlegg inn í kjaraviðræður VR en svo væru aðrir þættir sem félagið hefði viljað leggja aukna áherslu á. Spurður að því hvaða þættir það væru nefndi Ragnar húsnæðismálin, þá ekki síst málefni leigjenda. „Ja við getum til dæmis tekið leigjendur, leiguþak, og auðvitað aðgerðir í húsnæðismálum á miklu stærri skala en voru kynntar í gær,“ sagði Ragnar. Samið hefði verið um aðgerðir í kjarasamningum 2019; um uppbyggingu á Keldum og aðgerðir fyrir leigjendur, svo eitthvað væri nefnt. „Það hefur nákvæmlega ekkert gerst í þeim málum síðan þá,“ sagði hann. Hann hefði verulegar áhyggjur af þessum hóp, ekki síst að það yrði ekki komið á leiguþaki á samningstímanum. Staða leigjenda væri gríðarlega erfið. „Ef við tökum bara til dæmis hækkun á húsaleigu bara síðasta árið eða bara frá því í fyrra; samkvæmt Húsnæðis- og mannvirkjastofnun þá hefur hún hækkað um 16,8 eða 9 prósent... eða um 17 prósent. Það þýðir að leigusamningur upp á 240, sem er mjög hófleg leiga í dag, hefur hækkað um 41 þúsund. Þetta er... Hvorki launahækkunin sem við erum að semja um né hækkunin á húsaleigubótum mun ná upp í bara þá hækkun. Og þá erum við að tala um mjög hóflegan leigusamning,“ segir Ragnar. Annað segir hann vera eftirspurnina eftir húsnæði en hjá Bjargi íbúðafélagi sé biðlistinn til að mynda að nálgast 4.000 kennitölur. Staðan sé bara að versna og versna og hann hefði viljað sjá ráðist í trúverðugt átaksverkefni; „nýtt Breiðholt“. Spurður að því hvort það sé þá hans mat að auknar húsaleigubætur eigi bara eftir að skila sér í hærra leiguverði er Ragnar ekki lengi að svara: „Að sjálfsögðu. Það er nákvæmlega það sem hefur gerst. Ef þú ferð inn á síðurnar þá er meðalleigan í dag, ef þú leitar að 90 eða 100 fermetra íbúð, þá er meðalleigan 340 til 350 þúsund. Bara á síðunum. Og það er ekkert í frumvarpinu sem getur varið fólk á leigumarkaði, sem heitið getur, fyrir hækkunum.“ Samfélag í „heljargreipum og gíslingu“ Seðlabankans Ragnar sagði hinsvegar margt gott hafa náðst við gerð kjarasamningsins og það myndi skila sér inn í viðræður VR. Þar mætti nefna skólamáltíðirnar, auknar greiðslur í ábyrgðasjóð launa, fæðingarorlofið og fleira og fleira. „Barnabótakerfið mun eflast mjög, það er mjög mikið gert fyrir barnafjölskyldur.“ Um launahækkanirnar sagði hann: „Auðvitað vill maður alltaf meira.“ Hann hefði hins vegar getað gengið að þeim útfrá ákveðnum forsendum. „Það er kannski svolítið grundvöllurinn í þessu, að markmiðið með kjarasamningnum átti að vera að ná niður verðbólgu og vöxtum hratt og vel. Og vinnan sem við vorum þátttakendur í, það er bara fyrir þrettán dögum síðan þá stigum við út úr samstarfi við Breiðfylkinguna, að þá var marmiðið auðvitað að efla tilfærslukerfin, vera með gríðarlega sterk forsenduákvæði og hóflegar launahækkanir ættu síðan að tala inn í lægri verðbólgu og lægra vaxtastig, að forskrift Seðlabankans.“ Ragnar segir ekki rétt að tala um launahækkanir sem drifkraft verðbólgu; verðbólgan síðust fjögur ár hafi verið drifin áfram af heimsfaraldri, stríðsátökum, kreppu á húsnæðismarkaði og fleiru. Launahækkanir hefðu ekkert með hana að gera og ekkert orsakasamhengi fundist milli launahækkana og verðbólgu. „Hinsvegar vorum við tilbúin til að fara þessa leið, fara svona hóflegri leið launahækkana, til að tala inn í skipun Seðlabankans, þóknast honum, sem hefur haldið hér samfélaginu í heljargreipum eða gíslingu hárra vaxta,“ segir Ragnar. Hér væri nánast allt til staðar til að ráðast í uppbyggingu; fjármagn, land og þekking til að ráðast á vandann. Það væri hins vegar ekkert að fara að gerast næstu fimm árin, þar sem menn væru ekki einu sinni komnir af stað í skipulagsferlinu. „Þetta er hægt en það er ekkert að fara að gerast.“ Spurður að því hvað væri framundan fyrir hans fólk sagði Ragnar að VR hefði lagt áherslu á forsenduákvæðin til að hægt væri að komast út úr kjarasamningnum ef markmið næðust ekki. „Og líka eru forsenduákvæðin hvati fyrir fyrirtæki að halda sjó, taka þátt í þessu með okkur. Ef þau gera það ekki og verðbólga fer hér af stað þá eigum við von á því að geta fengið lausan samning eða ágjöf. Það sem vantar í þessa samninga eru varnir fyrir launafólk; forsenduákvæði sem eru sterk og bíta virkilega ef fyrirtækin haga sér ekki eins og þau segjast ætla að gera.“ Ragnar segir verið að taka gríðarlega áhættu með því að semja ekki um varnir í fjögurra ára samningi. „Það er það sem ég hef áhyggjur af; áhætta launafólks.“
Vinnumarkaður Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Bítið Stéttarfélög Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Truflun á sjónvarpsútsendingu Sýnar Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Sjá meira