Hróp og köll gerð að Bjarna Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 7. mars 2024 15:46 Vitni að atvikinu segir það ekki hafa haft nein áhrif á fundinn né fundarstörf. Vísir/Vilhelm Hróp og köll voru gerð að utanríkisráðherra þegar hann hélt erindi í Veröld- Húsi Vigdísar í hádeginu. Mótmælendur eltu Bjarna út úr byggingunni og háreysti heyrðist inn í sal. Vitni segir þó ekkert uppnám hafa skapast. Bjarni Benediktsson, utanríkisráðherra, hélt opnunarerindi á opnum fundi í Veröld - Húsi Vigdísar í hádeginu í dag. Fundurinn var á vegum Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands og sendiráðs Litháens á Íslandi. Rúv greindi frá því að þrjár konur með palestínska fána hafi reynt að veitast að Bjarna eftir ávarp hans, en öryggisgæsla hafi komið í veg fyrir að það tækist. Segir ekkert uppnám hafa skapast Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, var á meðal þátttakenda í pallborði. Í samtali við fréttastofu segir Baldur að þegar Bjarni hafi verið að ljúka máli sínu hafi verið gerð hróp að honum aftast úr salnum. Bjarni gekk út úr byggingunni og háreysti heyrðust inn í sal, þar sem fólkið sem kallaði á hann hafði farið út á eftir honum. „Ég veit ekki hvað gerðist fyrir utan en þær hrópuðu eitthvað um Gaza, fjölskyldur og börn,“ segir Baldur. Þetta stóð mjög stutt yfir og það var ekkert uppnám, ekki nokkur skapaður hlutur. Þá segir Baldur að atvikið hafi ekki haft nein áhrif á fundinn né fundarstörf. Aðspurður sagðist honum ekki hafa virtst neinum í salnum hafa brugðið, en tók fram að hann hafi ekki orðið vitni af því sem gerðist fyrir utan. Öryggisgæsla ráðamanna hefur verið aukin í kjölfar atviks þar sem mótmælendur köstuðu glimmeri yfir Bjarna í desember í fyrra, á fundi í tilefni 75 ára afmælis Mannréttindayfirlýsingarinnar. Sá fundur fór einnig fram í Veröld, húsi Vigdísar og var aflýst í kjölfar atviksins. Færst hefur í vöxt að aðsúgur sé gerður að þingmönnum og ráðherrum og þá aðallega Sjálfstæðisflokksins. Þannig hefur fólk gengið örna sinna í garði Bjarna og þá greindi Diljá Mist Einarsdóttir þingmaður flokksins frá því að snjóbolta hefði verið kastað í áttina að henni við Alþingi á dögunum. Þá voru hælisleitendur með læti á þingpöllum Alþingis í vikunni þegar Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra mælti fyrir frumvarpi sínu um útlendinga. Ekki hefur náðst í skipuleggjendur viðburðarins við gerð fréttarinnar né aðstoðarmann Bjarna Benediktssonar eða hann sjálfan. Háskólar Palestína Sjálfstæðisflokkurinn Mannréttindi Átök í Ísrael og Palestínu Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Reykjavík Tengdar fréttir Öskraði af þingpöllunum á dómsmálaráðherra Fjarlægja þurfti karlmann af þingpöllum Alþingis seint á fjórða tímanum sem var með læti og steig yfir handriðið. Þingmenn risu úr sætum og virkaði brugðið. 4. mars 2024 16:00 Fólk hefur gengið örna sinna í garði Bjarna Jón Gunnarsson fyrrverandi dómsmálaráðherra og Brynjar Níelsson aðstoðarmaður hans voru gestir í hlaðvarpinu Chess after dark og þar upplýsti Jón um að Bjarni Benediktsson mætti sæta ótrúlegasta aðkasti í starfi. 14. febrúar 2024 11:12 Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Fleiri fréttir Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Sjá meira
Bjarni Benediktsson, utanríkisráðherra, hélt opnunarerindi á opnum fundi í Veröld - Húsi Vigdísar í hádeginu í dag. Fundurinn var á vegum Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands og sendiráðs Litháens á Íslandi. Rúv greindi frá því að þrjár konur með palestínska fána hafi reynt að veitast að Bjarna eftir ávarp hans, en öryggisgæsla hafi komið í veg fyrir að það tækist. Segir ekkert uppnám hafa skapast Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, var á meðal þátttakenda í pallborði. Í samtali við fréttastofu segir Baldur að þegar Bjarni hafi verið að ljúka máli sínu hafi verið gerð hróp að honum aftast úr salnum. Bjarni gekk út úr byggingunni og háreysti heyrðust inn í sal, þar sem fólkið sem kallaði á hann hafði farið út á eftir honum. „Ég veit ekki hvað gerðist fyrir utan en þær hrópuðu eitthvað um Gaza, fjölskyldur og börn,“ segir Baldur. Þetta stóð mjög stutt yfir og það var ekkert uppnám, ekki nokkur skapaður hlutur. Þá segir Baldur að atvikið hafi ekki haft nein áhrif á fundinn né fundarstörf. Aðspurður sagðist honum ekki hafa virtst neinum í salnum hafa brugðið, en tók fram að hann hafi ekki orðið vitni af því sem gerðist fyrir utan. Öryggisgæsla ráðamanna hefur verið aukin í kjölfar atviks þar sem mótmælendur köstuðu glimmeri yfir Bjarna í desember í fyrra, á fundi í tilefni 75 ára afmælis Mannréttindayfirlýsingarinnar. Sá fundur fór einnig fram í Veröld, húsi Vigdísar og var aflýst í kjölfar atviksins. Færst hefur í vöxt að aðsúgur sé gerður að þingmönnum og ráðherrum og þá aðallega Sjálfstæðisflokksins. Þannig hefur fólk gengið örna sinna í garði Bjarna og þá greindi Diljá Mist Einarsdóttir þingmaður flokksins frá því að snjóbolta hefði verið kastað í áttina að henni við Alþingi á dögunum. Þá voru hælisleitendur með læti á þingpöllum Alþingis í vikunni þegar Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra mælti fyrir frumvarpi sínu um útlendinga. Ekki hefur náðst í skipuleggjendur viðburðarins við gerð fréttarinnar né aðstoðarmann Bjarna Benediktssonar eða hann sjálfan.
Háskólar Palestína Sjálfstæðisflokkurinn Mannréttindi Átök í Ísrael og Palestínu Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Reykjavík Tengdar fréttir Öskraði af þingpöllunum á dómsmálaráðherra Fjarlægja þurfti karlmann af þingpöllum Alþingis seint á fjórða tímanum sem var með læti og steig yfir handriðið. Þingmenn risu úr sætum og virkaði brugðið. 4. mars 2024 16:00 Fólk hefur gengið örna sinna í garði Bjarna Jón Gunnarsson fyrrverandi dómsmálaráðherra og Brynjar Níelsson aðstoðarmaður hans voru gestir í hlaðvarpinu Chess after dark og þar upplýsti Jón um að Bjarni Benediktsson mætti sæta ótrúlegasta aðkasti í starfi. 14. febrúar 2024 11:12 Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Fleiri fréttir Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Sjá meira
Öskraði af þingpöllunum á dómsmálaráðherra Fjarlægja þurfti karlmann af þingpöllum Alþingis seint á fjórða tímanum sem var með læti og steig yfir handriðið. Þingmenn risu úr sætum og virkaði brugðið. 4. mars 2024 16:00
Fólk hefur gengið örna sinna í garði Bjarna Jón Gunnarsson fyrrverandi dómsmálaráðherra og Brynjar Níelsson aðstoðarmaður hans voru gestir í hlaðvarpinu Chess after dark og þar upplýsti Jón um að Bjarni Benediktsson mætti sæta ótrúlegasta aðkasti í starfi. 14. febrúar 2024 11:12