Kom til landsins á þriðja eftirnafninu og í tvöföldu endurkomubanni Árni Sæberg skrifar 7. mars 2024 12:15 Maðurinn var stöðvaður við komuna til Keflavíkurflugvallar. Myndin er úr safni og tengist fréttinni ekki beint. Vísir/Vilhelm Karlmaður hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 14. þessa mánaðar á meðan hugsanleg brottvísun hans af landinu er til meðferðar hjá Útlendingastofnun. Hann hefur ítrekað komið hingað til lands á þremur mismunandi eftirnöfnum. Maðurinn sætir tvöföldu endurkomubanni inn á Schengen-svæðið. Í úrskurði Héraðsdóms Reykjaness, sem staðfestur var af Landsrétti á mánudag, segir að í greinargerð Lögreglustjórans á Suðurnesjum hafi atvikum verið lýst svo að maðurinn hafi komið til landsins þann 28. febrúar síðastliðinn. Við komuna til landsins hafi Tollgæslan í flugstöð Leifs Eiríkssonar haft afskipti af manninum þar sem grunur léki á að hann uppfyllti ekki skilyrði til að koma inn í landið. Við afskipti lögreglu og Tollgæslu hafi hann kveðist heita [afmáð] og framvísað gildu vegabréfi ánöfnuðu honum. Í vegabréfinu hafi mátt sjá innstimplun á Schengensvæðið, í Ungverjalandi þann 18. febrúar 2024. Hann hafi kveðist vera kominn til landsins sem ferðamaður ásamt eiginkonu sinni. Sagðist hafa tekið upp nafn glænýrrar eiginkonu sinnar Maðurinn hafi ítrekað komið til landsins og notast við tvö eftirnöfn og nú það þriðja. Við skoðun á málum hans í lögreglukerfinu hafi komið í ljós ítrekuð afskipti af honum hér á landi og að hann væri í endurkomubanni á Schengen svæðið frá 12.6.2019 til 22.5.2025. Við uppflettingu í eftirlitskerfum Schengen hafi einnig komið í ljós að hann væri raunar í tvöföldu endurkomubanni, hið síðara til 17.7.2026. Við komuna til landsins hafi hann framvísað nýju vegabréfi með nýtilkomnu eftirnafni sem hann sagst hafa tekið upp eftir að hafa kvænst eiginkonu sinni í febrúar. Hann hafi verið skyldaður til að halda sig á ákveðnum stað innan flugstöðvarinnar við komuna til landsins þar sem grunur léki á að hann uppfyllti ekki skilyrði komu til landsins. Eftir að framangreint kom við ljós og fyrri saga hjá lögreglu, hafi manninum verið birt hugsanleg brottvísun frá landinu og mál hans verði sent Útlendingastofnun til ákvörðunar, lögum samkvæmt. Þá segir að Lögreglustjórinn á Suðurnesjum telji að sú hegðun sem maðurinn hefur sýnt fyrr og nú gefi til kynna að hann ógni allsherjarreglu, öryggi ríkisins og almannahagsmunum. Vísað brott vegna ógnar við almannahagsmuni Í niðurstöðukafla héraðsdóms segir að fyrirliggjandi upplýsingar lögreglu bendi eindregið til þess að tilvitnað ákvæði laga um útlendinga eigi við um manninn en uppfletting í lögreglukerfum sýni ítrekuð afskipti af honum auk þess sem rannsóknargögn beri með sér að honum hafi verið vísað frá landinu þar sem hann taldist vera ógn við almannahagsmuni. Með vísan til þess, meðal annars, féllst héraðsdómur á að manninum yrði gert að sæta gæsluvarðhaldi til fimmtudagsins 14. mars næstkomandi. Landsréttur hefur sem áður segir staðfest úrskurðinn. Keflavíkurflugvöllur Suðurnesjabær Lögreglumál Dómsmál Mest lesið Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Loftgæði mælast óholl á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Sjá meira
Í úrskurði Héraðsdóms Reykjaness, sem staðfestur var af Landsrétti á mánudag, segir að í greinargerð Lögreglustjórans á Suðurnesjum hafi atvikum verið lýst svo að maðurinn hafi komið til landsins þann 28. febrúar síðastliðinn. Við komuna til landsins hafi Tollgæslan í flugstöð Leifs Eiríkssonar haft afskipti af manninum þar sem grunur léki á að hann uppfyllti ekki skilyrði til að koma inn í landið. Við afskipti lögreglu og Tollgæslu hafi hann kveðist heita [afmáð] og framvísað gildu vegabréfi ánöfnuðu honum. Í vegabréfinu hafi mátt sjá innstimplun á Schengensvæðið, í Ungverjalandi þann 18. febrúar 2024. Hann hafi kveðist vera kominn til landsins sem ferðamaður ásamt eiginkonu sinni. Sagðist hafa tekið upp nafn glænýrrar eiginkonu sinnar Maðurinn hafi ítrekað komið til landsins og notast við tvö eftirnöfn og nú það þriðja. Við skoðun á málum hans í lögreglukerfinu hafi komið í ljós ítrekuð afskipti af honum hér á landi og að hann væri í endurkomubanni á Schengen svæðið frá 12.6.2019 til 22.5.2025. Við uppflettingu í eftirlitskerfum Schengen hafi einnig komið í ljós að hann væri raunar í tvöföldu endurkomubanni, hið síðara til 17.7.2026. Við komuna til landsins hafi hann framvísað nýju vegabréfi með nýtilkomnu eftirnafni sem hann sagst hafa tekið upp eftir að hafa kvænst eiginkonu sinni í febrúar. Hann hafi verið skyldaður til að halda sig á ákveðnum stað innan flugstöðvarinnar við komuna til landsins þar sem grunur léki á að hann uppfyllti ekki skilyrði komu til landsins. Eftir að framangreint kom við ljós og fyrri saga hjá lögreglu, hafi manninum verið birt hugsanleg brottvísun frá landinu og mál hans verði sent Útlendingastofnun til ákvörðunar, lögum samkvæmt. Þá segir að Lögreglustjórinn á Suðurnesjum telji að sú hegðun sem maðurinn hefur sýnt fyrr og nú gefi til kynna að hann ógni allsherjarreglu, öryggi ríkisins og almannahagsmunum. Vísað brott vegna ógnar við almannahagsmuni Í niðurstöðukafla héraðsdóms segir að fyrirliggjandi upplýsingar lögreglu bendi eindregið til þess að tilvitnað ákvæði laga um útlendinga eigi við um manninn en uppfletting í lögreglukerfum sýni ítrekuð afskipti af honum auk þess sem rannsóknargögn beri með sér að honum hafi verið vísað frá landinu þar sem hann taldist vera ógn við almannahagsmuni. Með vísan til þess, meðal annars, féllst héraðsdómur á að manninum yrði gert að sæta gæsluvarðhaldi til fimmtudagsins 14. mars næstkomandi. Landsréttur hefur sem áður segir staðfest úrskurðinn.
Keflavíkurflugvöllur Suðurnesjabær Lögreglumál Dómsmál Mest lesið Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Loftgæði mælast óholl á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Sjá meira