Stal gögnum frá Google og varð forstjóri í Kína Samúel Karl Ólason skrifar 7. mars 2024 10:40 Google hefur lengi unnið að þróun gervigreindar. AP/Eric Risberg Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna tilkynnti í gær að fyrrverandi starfsmaður Google hefði verið ákærður fyrir að stela iðnaðarleyndarmálum um þróun gervigreindar frá fyrirtækinu. Það er hann sagður hafa gert fyrir hönd tveggja fyrirtækja í Kína. Maðurinn, sem heitir Linwei Ding, er 38 ára gamall og kínverskur ríkisborgari, var handtekinn í Kaliforníu á dögunum á kærður í fjórum liðum. Hann stendur frammi fyrir allt að fjörutíu ára fangelsisvist, verði hann sakfelldur. Hann er sagður hafa stolið fleiri en fimm hundruð leynilegum skjölum úr tölvukerfi Google. Þau sneru að miklu leyti að þróun ofurtölva Google, sem starfsmenn fyrirtækisins nota til að hýsa og þjálfa gervigreind og mállíkan hennar. Skjölin sneru bæði að hugbúnaði og tæknibúnaði sem þarf til að gera slíkar ofurtölvur. Ráðamenn í Bandaríkjunum hafa á undanförnum árum ítrekað varað við njósnastarfsemi Kína í Bandaríkjunum og því að hún beinist að miklu leyti gegn Bandarískum fyrirtækjum, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Sjá einnig: Sjóliðar seldu leynilegar upplýsingar til Kína Nýlega láku gögn frá kínversku fyrirtæki á netið, sem varpa ljósi á það hvernig yfirvöld í Kína nota einkafyrirtæki til tölvuárása og þjófnaðar á ýmsum leyndarmálum. Í yfirlýsingu sem birt var á vef ráðuneytisins er haft eftir Christopher Wray, yfirmanni Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) að ákærurnar endurspegli það hve langt kínverskir aðilar séu tilbúnir til að ganga til að stela iðnaðarleyndarmálum í Bandaríkjunum. Hann segir þjófnað af þessu tagi geta kostað störf og haft gífurlega slæmar afleiðingar fyrir bæði bandaríska hagkerfi og fyrir þjóðaröryggi Bandaríkjanna. Vann hjá Google og tveimur fyrirtækjum í Kína Ding var ráðinn af Google árið 2019 og hafði hann aðgang að áðurnefndum skjölum. Hann er sagður hafa byrjað að stela skjölum fyrir um tveimur árum síðan en einungis nokkrum vikum eftir að hann stal skjölunum var honum boðið starf sem yfirmaður hjá nýju gervigreindarfyrirtæki í Kína. Þá kom hann einnig að stofnun annars fyrirtækis sem vinnur að þróun „umfangsmikilla mállíkanna fyrir gervigreind sem keyrð eru með ofurtölvum“. Sjá einnig: Segja Kínverja hafa hreiðrað um sig innan mikilvægra innviða Hann sagði yfirmönnum Google ekki frá nýju störfunum en hann hætti ekki hjá Google fyrr en í lok desember. Þremur dögum eftir það komust yfirmenn hans að því að hann hefði verið í Kína á fjárfestaráðstefnu og þar hefði hann verið kynntur sem forstjóri gervigreindarfyrirtækis. Þá kom í ljós að annar starfsmaður Google hefði skráð Ding til vinnu í Bandaríkjunum, þegar hann var í rauninni í Kína. Við rannsókn kom stuldur Ding á skjölunum í ljós. Bandaríkin Kína Tækni Gervigreind Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Sökk í mýri við Stokkseyri Innlent Fleiri fréttir Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Sjá meira
Maðurinn, sem heitir Linwei Ding, er 38 ára gamall og kínverskur ríkisborgari, var handtekinn í Kaliforníu á dögunum á kærður í fjórum liðum. Hann stendur frammi fyrir allt að fjörutíu ára fangelsisvist, verði hann sakfelldur. Hann er sagður hafa stolið fleiri en fimm hundruð leynilegum skjölum úr tölvukerfi Google. Þau sneru að miklu leyti að þróun ofurtölva Google, sem starfsmenn fyrirtækisins nota til að hýsa og þjálfa gervigreind og mállíkan hennar. Skjölin sneru bæði að hugbúnaði og tæknibúnaði sem þarf til að gera slíkar ofurtölvur. Ráðamenn í Bandaríkjunum hafa á undanförnum árum ítrekað varað við njósnastarfsemi Kína í Bandaríkjunum og því að hún beinist að miklu leyti gegn Bandarískum fyrirtækjum, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Sjá einnig: Sjóliðar seldu leynilegar upplýsingar til Kína Nýlega láku gögn frá kínversku fyrirtæki á netið, sem varpa ljósi á það hvernig yfirvöld í Kína nota einkafyrirtæki til tölvuárása og þjófnaðar á ýmsum leyndarmálum. Í yfirlýsingu sem birt var á vef ráðuneytisins er haft eftir Christopher Wray, yfirmanni Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) að ákærurnar endurspegli það hve langt kínverskir aðilar séu tilbúnir til að ganga til að stela iðnaðarleyndarmálum í Bandaríkjunum. Hann segir þjófnað af þessu tagi geta kostað störf og haft gífurlega slæmar afleiðingar fyrir bæði bandaríska hagkerfi og fyrir þjóðaröryggi Bandaríkjanna. Vann hjá Google og tveimur fyrirtækjum í Kína Ding var ráðinn af Google árið 2019 og hafði hann aðgang að áðurnefndum skjölum. Hann er sagður hafa byrjað að stela skjölum fyrir um tveimur árum síðan en einungis nokkrum vikum eftir að hann stal skjölunum var honum boðið starf sem yfirmaður hjá nýju gervigreindarfyrirtæki í Kína. Þá kom hann einnig að stofnun annars fyrirtækis sem vinnur að þróun „umfangsmikilla mállíkanna fyrir gervigreind sem keyrð eru með ofurtölvum“. Sjá einnig: Segja Kínverja hafa hreiðrað um sig innan mikilvægra innviða Hann sagði yfirmönnum Google ekki frá nýju störfunum en hann hætti ekki hjá Google fyrr en í lok desember. Þremur dögum eftir það komust yfirmenn hans að því að hann hefði verið í Kína á fjárfestaráðstefnu og þar hefði hann verið kynntur sem forstjóri gervigreindarfyrirtækis. Þá kom í ljós að annar starfsmaður Google hefði skráð Ding til vinnu í Bandaríkjunum, þegar hann var í rauninni í Kína. Við rannsókn kom stuldur Ding á skjölunum í ljós.
Bandaríkin Kína Tækni Gervigreind Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Sökk í mýri við Stokkseyri Innlent Fleiri fréttir Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Sjá meira