Enn algjör óvissa um hvort Hera stígi á svið í Malmö Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 7. mars 2024 09:56 Hera Björk fór af sigur með hólmi í Söngvakeppninni í ár. Öll önnur ár hefði hún sjálfkrafa farið í Eurovision en árið í ár er öðruvísi. Vísir/Hulda Margrét Ríkisútvarpið hefur það enn til skoðunar hvort Ísland taki þátt í Eurovision söngvakeppninni í ár. Frestur til þess að skila inn gögnum og þar með skráningu í keppnina rennur út eftir fjóra daga, þann 11. mars. Þetta kemur fram í svari Rúnars Freys Gíslasonar, framkvæmdastjóra Söngvakeppninnar við skriflegri fyrirspurn Vísis. Forsvarsmenn Ríkisútvarpsins ákváðu í janúar að ekki yrði tekin ákvörðun um þátttöku Íslands í Eurovision í Svíþjóð fyrr en að lokinni Söngvakeppninni. Þá yrði haft samráð við sigurvegarann og svo tekin ákvörðun um þátttöku Íslands. Mikill þrýstingur var á forsvarsmenn þess að ákveða að landið úr keppni yrði Ísrael með vegna átaka á Gasa. Þar á meðal var Ríkisútvarpinu afhentur undirskriftarlisti 550 íslenskra tónlistarmanna þar sem farið var fram á að Ísland drægi sig úr keppni ef Ísrael yrði með. Engin svör um einhug í hópnum Söngkonan Hera Björk fór með sigur af hólmi í Söngvakeppninni eftir nauman sigur í einvíginu síðustu helgi gegn Bashar Murad. Hún hefur ítrekað lýst því yfir að hún vilji keppa í Eurovision sem fram fer í Malmö í Svíþjóð í maí. „Út vil ek & tek sko Úllu frænku með mér,“ sagði Hera í viðtölum fyrir keppni. Vísir sendi Rúnari Frey fyrirspurn um það hvort tekin hafi verið ákvörðun um það hvort íslenski hópurinn fari út til Malmö og þá hvort einhugur væri um það í hópnum sem kemur að atriðinu hjá Heru. „Skilafrestur til að skila inn gögnum til EBU er til 11. mars. Við erum ennþá að skoða málið,“ segir Rúnar í svari sínu til Vísis og á þar við skráningu Íslands í Eurovision. Ríkisútvarpið var harðlega gagnrýnt í janúar eftir að tilkynnt var að ekki yrði tekin ákvörðun um þátttöku í Eurovision fyrr en að höfðu samráði við sigurvegara Söngvakeppninnar. Stjórnarformaður í Ríkisútvarpinu sagði stjórnendur hafa varpað allri ábyrgð yfir á listafólkið. Þá létu álitsgjafar Ríkisútvarpið heyra það og sögðu einhverjir þeirra „galið“ að leggja ákvörðunina á sigurvegarann. Eurovision Tengdar fréttir RÚV í úlfakreppu vegna þátttöku í Eurovision Bragi Valdimar Skúlason, formaður Félags tónskálda og textahöfunda, spyr hvað verði þegar tónlistarmenn fari að týnast úr Eurovison-verkefninu einn af öðrum? 14. desember 2023 11:40 Stjórnarmaður segir ábyrgðinni varpað yfir á listafólkið án aðkomu stjórnar Stjórnarmaður í Ríkisútvarpinu segir að stjórnendur stofnunarinnar hafi varpað allri ábyrgð á þátttöku Íslendinga í Eurovision yfir á listafólkið sem tekur þátt í Söngvakeppninni. Það hafi verið gert alfarið á aðkomu stjórnar hlutafélagsins opinbera. 23. janúar 2024 22:00 Mest lesið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Lífið Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Menning Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Lífið Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Lífið 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Falleg sérhæð í Hlíðunum Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Lífið Fleiri fréttir 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Laufey tróð upp á Coachella Sjóðheit stemning og fróunarklefinn frumsýndur Bein útsending: Páskabingó Blökastsins Sjá meira
Þetta kemur fram í svari Rúnars Freys Gíslasonar, framkvæmdastjóra Söngvakeppninnar við skriflegri fyrirspurn Vísis. Forsvarsmenn Ríkisútvarpsins ákváðu í janúar að ekki yrði tekin ákvörðun um þátttöku Íslands í Eurovision í Svíþjóð fyrr en að lokinni Söngvakeppninni. Þá yrði haft samráð við sigurvegarann og svo tekin ákvörðun um þátttöku Íslands. Mikill þrýstingur var á forsvarsmenn þess að ákveða að landið úr keppni yrði Ísrael með vegna átaka á Gasa. Þar á meðal var Ríkisútvarpinu afhentur undirskriftarlisti 550 íslenskra tónlistarmanna þar sem farið var fram á að Ísland drægi sig úr keppni ef Ísrael yrði með. Engin svör um einhug í hópnum Söngkonan Hera Björk fór með sigur af hólmi í Söngvakeppninni eftir nauman sigur í einvíginu síðustu helgi gegn Bashar Murad. Hún hefur ítrekað lýst því yfir að hún vilji keppa í Eurovision sem fram fer í Malmö í Svíþjóð í maí. „Út vil ek & tek sko Úllu frænku með mér,“ sagði Hera í viðtölum fyrir keppni. Vísir sendi Rúnari Frey fyrirspurn um það hvort tekin hafi verið ákvörðun um það hvort íslenski hópurinn fari út til Malmö og þá hvort einhugur væri um það í hópnum sem kemur að atriðinu hjá Heru. „Skilafrestur til að skila inn gögnum til EBU er til 11. mars. Við erum ennþá að skoða málið,“ segir Rúnar í svari sínu til Vísis og á þar við skráningu Íslands í Eurovision. Ríkisútvarpið var harðlega gagnrýnt í janúar eftir að tilkynnt var að ekki yrði tekin ákvörðun um þátttöku í Eurovision fyrr en að höfðu samráði við sigurvegara Söngvakeppninnar. Stjórnarformaður í Ríkisútvarpinu sagði stjórnendur hafa varpað allri ábyrgð yfir á listafólkið. Þá létu álitsgjafar Ríkisútvarpið heyra það og sögðu einhverjir þeirra „galið“ að leggja ákvörðunina á sigurvegarann.
Eurovision Tengdar fréttir RÚV í úlfakreppu vegna þátttöku í Eurovision Bragi Valdimar Skúlason, formaður Félags tónskálda og textahöfunda, spyr hvað verði þegar tónlistarmenn fari að týnast úr Eurovison-verkefninu einn af öðrum? 14. desember 2023 11:40 Stjórnarmaður segir ábyrgðinni varpað yfir á listafólkið án aðkomu stjórnar Stjórnarmaður í Ríkisútvarpinu segir að stjórnendur stofnunarinnar hafi varpað allri ábyrgð á þátttöku Íslendinga í Eurovision yfir á listafólkið sem tekur þátt í Söngvakeppninni. Það hafi verið gert alfarið á aðkomu stjórnar hlutafélagsins opinbera. 23. janúar 2024 22:00 Mest lesið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Lífið Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Menning Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Lífið Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Lífið 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Falleg sérhæð í Hlíðunum Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Lífið Fleiri fréttir 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Laufey tróð upp á Coachella Sjóðheit stemning og fróunarklefinn frumsýndur Bein útsending: Páskabingó Blökastsins Sjá meira
RÚV í úlfakreppu vegna þátttöku í Eurovision Bragi Valdimar Skúlason, formaður Félags tónskálda og textahöfunda, spyr hvað verði þegar tónlistarmenn fari að týnast úr Eurovison-verkefninu einn af öðrum? 14. desember 2023 11:40
Stjórnarmaður segir ábyrgðinni varpað yfir á listafólkið án aðkomu stjórnar Stjórnarmaður í Ríkisútvarpinu segir að stjórnendur stofnunarinnar hafi varpað allri ábyrgð á þátttöku Íslendinga í Eurovision yfir á listafólkið sem tekur þátt í Söngvakeppninni. Það hafi verið gert alfarið á aðkomu stjórnar hlutafélagsins opinbera. 23. janúar 2024 22:00