Enn algjör óvissa um hvort Hera stígi á svið í Malmö Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 7. mars 2024 09:56 Hera Björk fór af sigur með hólmi í Söngvakeppninni í ár. Öll önnur ár hefði hún sjálfkrafa farið í Eurovision en árið í ár er öðruvísi. Vísir/Hulda Margrét Ríkisútvarpið hefur það enn til skoðunar hvort Ísland taki þátt í Eurovision söngvakeppninni í ár. Frestur til þess að skila inn gögnum og þar með skráningu í keppnina rennur út eftir fjóra daga, þann 11. mars. Þetta kemur fram í svari Rúnars Freys Gíslasonar, framkvæmdastjóra Söngvakeppninnar við skriflegri fyrirspurn Vísis. Forsvarsmenn Ríkisútvarpsins ákváðu í janúar að ekki yrði tekin ákvörðun um þátttöku Íslands í Eurovision í Svíþjóð fyrr en að lokinni Söngvakeppninni. Þá yrði haft samráð við sigurvegarann og svo tekin ákvörðun um þátttöku Íslands. Mikill þrýstingur var á forsvarsmenn þess að ákveða að landið úr keppni yrði Ísrael með vegna átaka á Gasa. Þar á meðal var Ríkisútvarpinu afhentur undirskriftarlisti 550 íslenskra tónlistarmanna þar sem farið var fram á að Ísland drægi sig úr keppni ef Ísrael yrði með. Engin svör um einhug í hópnum Söngkonan Hera Björk fór með sigur af hólmi í Söngvakeppninni eftir nauman sigur í einvíginu síðustu helgi gegn Bashar Murad. Hún hefur ítrekað lýst því yfir að hún vilji keppa í Eurovision sem fram fer í Malmö í Svíþjóð í maí. „Út vil ek & tek sko Úllu frænku með mér,“ sagði Hera í viðtölum fyrir keppni. Vísir sendi Rúnari Frey fyrirspurn um það hvort tekin hafi verið ákvörðun um það hvort íslenski hópurinn fari út til Malmö og þá hvort einhugur væri um það í hópnum sem kemur að atriðinu hjá Heru. „Skilafrestur til að skila inn gögnum til EBU er til 11. mars. Við erum ennþá að skoða málið,“ segir Rúnar í svari sínu til Vísis og á þar við skráningu Íslands í Eurovision. Ríkisútvarpið var harðlega gagnrýnt í janúar eftir að tilkynnt var að ekki yrði tekin ákvörðun um þátttöku í Eurovision fyrr en að höfðu samráði við sigurvegara Söngvakeppninnar. Stjórnarformaður í Ríkisútvarpinu sagði stjórnendur hafa varpað allri ábyrgð yfir á listafólkið. Þá létu álitsgjafar Ríkisútvarpið heyra það og sögðu einhverjir þeirra „galið“ að leggja ákvörðunina á sigurvegarann. Eurovision Tengdar fréttir RÚV í úlfakreppu vegna þátttöku í Eurovision Bragi Valdimar Skúlason, formaður Félags tónskálda og textahöfunda, spyr hvað verði þegar tónlistarmenn fari að týnast úr Eurovison-verkefninu einn af öðrum? 14. desember 2023 11:40 Stjórnarmaður segir ábyrgðinni varpað yfir á listafólkið án aðkomu stjórnar Stjórnarmaður í Ríkisútvarpinu segir að stjórnendur stofnunarinnar hafi varpað allri ábyrgð á þátttöku Íslendinga í Eurovision yfir á listafólkið sem tekur þátt í Söngvakeppninni. Það hafi verið gert alfarið á aðkomu stjórnar hlutafélagsins opinbera. 23. janúar 2024 22:00 Mest lesið „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Lífið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Bakaríið í beinni útsendingu Lífið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Lífið Emilíana Torrini fann ástina Lífið Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Gagnrýni Hlaupaæfing með Rakel Maríu á Heilsudögum í Hagkaup tókst afar vel Lífið samstarf Fleiri fréttir Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Sjá meira
Þetta kemur fram í svari Rúnars Freys Gíslasonar, framkvæmdastjóra Söngvakeppninnar við skriflegri fyrirspurn Vísis. Forsvarsmenn Ríkisútvarpsins ákváðu í janúar að ekki yrði tekin ákvörðun um þátttöku Íslands í Eurovision í Svíþjóð fyrr en að lokinni Söngvakeppninni. Þá yrði haft samráð við sigurvegarann og svo tekin ákvörðun um þátttöku Íslands. Mikill þrýstingur var á forsvarsmenn þess að ákveða að landið úr keppni yrði Ísrael með vegna átaka á Gasa. Þar á meðal var Ríkisútvarpinu afhentur undirskriftarlisti 550 íslenskra tónlistarmanna þar sem farið var fram á að Ísland drægi sig úr keppni ef Ísrael yrði með. Engin svör um einhug í hópnum Söngkonan Hera Björk fór með sigur af hólmi í Söngvakeppninni eftir nauman sigur í einvíginu síðustu helgi gegn Bashar Murad. Hún hefur ítrekað lýst því yfir að hún vilji keppa í Eurovision sem fram fer í Malmö í Svíþjóð í maí. „Út vil ek & tek sko Úllu frænku með mér,“ sagði Hera í viðtölum fyrir keppni. Vísir sendi Rúnari Frey fyrirspurn um það hvort tekin hafi verið ákvörðun um það hvort íslenski hópurinn fari út til Malmö og þá hvort einhugur væri um það í hópnum sem kemur að atriðinu hjá Heru. „Skilafrestur til að skila inn gögnum til EBU er til 11. mars. Við erum ennþá að skoða málið,“ segir Rúnar í svari sínu til Vísis og á þar við skráningu Íslands í Eurovision. Ríkisútvarpið var harðlega gagnrýnt í janúar eftir að tilkynnt var að ekki yrði tekin ákvörðun um þátttöku í Eurovision fyrr en að höfðu samráði við sigurvegara Söngvakeppninnar. Stjórnarformaður í Ríkisútvarpinu sagði stjórnendur hafa varpað allri ábyrgð yfir á listafólkið. Þá létu álitsgjafar Ríkisútvarpið heyra það og sögðu einhverjir þeirra „galið“ að leggja ákvörðunina á sigurvegarann.
Eurovision Tengdar fréttir RÚV í úlfakreppu vegna þátttöku í Eurovision Bragi Valdimar Skúlason, formaður Félags tónskálda og textahöfunda, spyr hvað verði þegar tónlistarmenn fari að týnast úr Eurovison-verkefninu einn af öðrum? 14. desember 2023 11:40 Stjórnarmaður segir ábyrgðinni varpað yfir á listafólkið án aðkomu stjórnar Stjórnarmaður í Ríkisútvarpinu segir að stjórnendur stofnunarinnar hafi varpað allri ábyrgð á þátttöku Íslendinga í Eurovision yfir á listafólkið sem tekur þátt í Söngvakeppninni. Það hafi verið gert alfarið á aðkomu stjórnar hlutafélagsins opinbera. 23. janúar 2024 22:00 Mest lesið „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Lífið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Bakaríið í beinni útsendingu Lífið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Lífið Emilíana Torrini fann ástina Lífið Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Gagnrýni Hlaupaæfing með Rakel Maríu á Heilsudögum í Hagkaup tókst afar vel Lífið samstarf Fleiri fréttir Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Sjá meira
RÚV í úlfakreppu vegna þátttöku í Eurovision Bragi Valdimar Skúlason, formaður Félags tónskálda og textahöfunda, spyr hvað verði þegar tónlistarmenn fari að týnast úr Eurovison-verkefninu einn af öðrum? 14. desember 2023 11:40
Stjórnarmaður segir ábyrgðinni varpað yfir á listafólkið án aðkomu stjórnar Stjórnarmaður í Ríkisútvarpinu segir að stjórnendur stofnunarinnar hafi varpað allri ábyrgð á þátttöku Íslendinga í Eurovision yfir á listafólkið sem tekur þátt í Söngvakeppninni. Það hafi verið gert alfarið á aðkomu stjórnar hlutafélagsins opinbera. 23. janúar 2024 22:00
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning