Telur fullt umferðaröryggi í hægri beygju á rauðu ljósi Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 6. mars 2024 19:29 Vilhjálmur Árnason er annar varaformaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis og þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Vísir/Vilhelm Áralöng umræða um hvort taka ætti upp þá reglu að beygja megi til hægri á rauðu ljósi hefur tekið sig upp aftur. Annar varaformaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis segir fullt umferðaröryggi fólgið í reglunni. „Það var þá nafni minn og frændi sem þá var á þingi, Vilhjálmur Elísson, sem lagði þetta ítrekað til á sínum þingmannsferli að það mætti taka hægri beygju [á rauðu ljósi],“ segir Vilhjálmur Árnason, annar varaformaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis. Vilhjálmur ræddi möguleikann að leyfa hægri beygjur á rauðu umferðarljósi í Reykjavík síðdegis í dag. Þar segist hann oft hafa íhugað að endurflytja frumvarp frænda síns. Meiri áhersla á umferð reiðhjóla Vilhjálmur segir að ástæða þess að reglan hafi ekki verið tekið upp hér á landi sé aukin áhersla á hjólreiðar. Reglan hafi verið talin skapa mikla hættu fyrir hjólreiðafólk, sem hefði lagst gegn henni. „Ég hefði nú viljað sjá það að hægt væri að láta bæði þessi atriði ganga upp. Með auknum hjólastígum og auknum hjólreiðum er alveg hægt að taka hægri beygju ef við gerum viðeigandi ráðstafanir til þess og forvarnir,“ segir Vilhjálmur. Hann segir borgaryfirvöld hafa lagt miklu meiri áherslu á umferð reiðhjóla en að greiða fyrir umferð bíla. „Því miður þá er það bara þannig.“ Þá segir hann að kostir þess að taka upp regluna yrðu tímasparnaður og greiðari umferð. Að auki myndi hún reynast umhverfisvæn vegna þess að bílar næmu ekki jafn oft staðar og tækju af stað að óþörfu. Ökumenn hægi á sér í níutíu gráðu beygju Til þess að hægt yrði að setja regluna í framkvæmd þyrfti málið að fara í gegn um skipulagsyfirvöld og vilja hjá veghöldurum til staðar. Ef að þessu yrði, hvernig gengi þetta fyrir sig? „Á tímabili var þetta gert þannig að þar sem þetta var talið augljóst fór Vegagerðin í það að setja beygjuvasa, þannig að þú gast beygt til hægri fram hjá ljósunum,“ segir Vilhjálmur. Síðar hafi slíkum vösum fækkað. „Ef þetta væri almennt leyft í umferðarlögunum, að það mætti taka hægri beygju á [rauðu] umferðarljósi, þá þarf ekki þennan beygjuvasa og þá geturðu bara tekið þessa níutíu gráðu beygju. Og ég tel alveg fullt umferðaröryggi í því af því að ef þú ert að taka níutíu gráðu beygju, það hægir það mikið á þér að þú lítur til beggja hliða áður en þú ferð á götuna,“ segir Vilhjálmur. Íslendingar eftir á Hann segir að best færi á því að taka upp blandaða leið að því að innleiða regluna í umferðarlög. „Að ef það er ekki þessi beygjurein til hliðar við ljósin þá megirðu taka níutíu gráðu beygju til hægri á rauðu ljósi þar sem þú ert á T-gatnamótum eða á gatnamótum.“ Vilhjálmur segir margar lausnir mögulegar til þess að greiða úr umferð sem Íslendingar séu ekki að nýta sér. Hann vekur athygli á leiðum sem Danir hafa farið í þeim málum, þeir hafi góða umferðaljósastýringu og að gangbrautir séu stækkaðar í takt við fjölgun á gangandi vegfarendum. „Það er margt sem við getum gert betur í umferðinni til þess að láta alla samgöngumáta ganga betur svo fólk hafi augljóst val um samgöngumáta,“ segir Vilhjálmur. Snjallljósavæðing meira áríðandi Þú nefndir að þetta myndi greiða fyrir umferð, myndi þetta hafa teljandi áhrif? „Þetta myndi kannski ekki hafa mikil áhrif á að greiða mesta umferðarálaginu, heldur er það þannig að þú ert á gatnamótum þar sem er ekki mikil umferð en það eru kannski þrír fjórir bílar stopp sem að þyrftu ekki að vera það. Þannig að þetta greiðir fyrir umferðinni í venjulegri umferð en í mestu traffíkinni þá er fátt sem greiðir fyrr umferðinni heldur en mislæg gatnamót og annað slíkt. Eða göng. Þannig að það er meira að segja erfitt fyrir ljósastýringu þegar allar götur eru fullar.“ Vilhjálmur hyggst halda því opnu að endurflytja áður flutt frumvarp um upptöku reglunnar en segir snjallljósavæðingu á höfuðborgarsvæðinu meira áríðandi. „Ég held að það skipti gríðarlega miklu máli og að hafa þetta þá í huga varðandi byggingu hjóla- og göngustíga, sem er lögð gríðarlega mikil áhersla á í samgöngusáttmálanum. Að það sé hægt að láta þetta spila saman,“ Hér er aðeins stikað á stóru en hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér að neðan. Sjálfstæðisflokkurinn Samgöngur Umhverfismál Umferð Umferðaröryggi Mest lesið „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Innlent Fleiri fréttir Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Sjá meira
„Það var þá nafni minn og frændi sem þá var á þingi, Vilhjálmur Elísson, sem lagði þetta ítrekað til á sínum þingmannsferli að það mætti taka hægri beygju [á rauðu ljósi],“ segir Vilhjálmur Árnason, annar varaformaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis. Vilhjálmur ræddi möguleikann að leyfa hægri beygjur á rauðu umferðarljósi í Reykjavík síðdegis í dag. Þar segist hann oft hafa íhugað að endurflytja frumvarp frænda síns. Meiri áhersla á umferð reiðhjóla Vilhjálmur segir að ástæða þess að reglan hafi ekki verið tekið upp hér á landi sé aukin áhersla á hjólreiðar. Reglan hafi verið talin skapa mikla hættu fyrir hjólreiðafólk, sem hefði lagst gegn henni. „Ég hefði nú viljað sjá það að hægt væri að láta bæði þessi atriði ganga upp. Með auknum hjólastígum og auknum hjólreiðum er alveg hægt að taka hægri beygju ef við gerum viðeigandi ráðstafanir til þess og forvarnir,“ segir Vilhjálmur. Hann segir borgaryfirvöld hafa lagt miklu meiri áherslu á umferð reiðhjóla en að greiða fyrir umferð bíla. „Því miður þá er það bara þannig.“ Þá segir hann að kostir þess að taka upp regluna yrðu tímasparnaður og greiðari umferð. Að auki myndi hún reynast umhverfisvæn vegna þess að bílar næmu ekki jafn oft staðar og tækju af stað að óþörfu. Ökumenn hægi á sér í níutíu gráðu beygju Til þess að hægt yrði að setja regluna í framkvæmd þyrfti málið að fara í gegn um skipulagsyfirvöld og vilja hjá veghöldurum til staðar. Ef að þessu yrði, hvernig gengi þetta fyrir sig? „Á tímabili var þetta gert þannig að þar sem þetta var talið augljóst fór Vegagerðin í það að setja beygjuvasa, þannig að þú gast beygt til hægri fram hjá ljósunum,“ segir Vilhjálmur. Síðar hafi slíkum vösum fækkað. „Ef þetta væri almennt leyft í umferðarlögunum, að það mætti taka hægri beygju á [rauðu] umferðarljósi, þá þarf ekki þennan beygjuvasa og þá geturðu bara tekið þessa níutíu gráðu beygju. Og ég tel alveg fullt umferðaröryggi í því af því að ef þú ert að taka níutíu gráðu beygju, það hægir það mikið á þér að þú lítur til beggja hliða áður en þú ferð á götuna,“ segir Vilhjálmur. Íslendingar eftir á Hann segir að best færi á því að taka upp blandaða leið að því að innleiða regluna í umferðarlög. „Að ef það er ekki þessi beygjurein til hliðar við ljósin þá megirðu taka níutíu gráðu beygju til hægri á rauðu ljósi þar sem þú ert á T-gatnamótum eða á gatnamótum.“ Vilhjálmur segir margar lausnir mögulegar til þess að greiða úr umferð sem Íslendingar séu ekki að nýta sér. Hann vekur athygli á leiðum sem Danir hafa farið í þeim málum, þeir hafi góða umferðaljósastýringu og að gangbrautir séu stækkaðar í takt við fjölgun á gangandi vegfarendum. „Það er margt sem við getum gert betur í umferðinni til þess að láta alla samgöngumáta ganga betur svo fólk hafi augljóst val um samgöngumáta,“ segir Vilhjálmur. Snjallljósavæðing meira áríðandi Þú nefndir að þetta myndi greiða fyrir umferð, myndi þetta hafa teljandi áhrif? „Þetta myndi kannski ekki hafa mikil áhrif á að greiða mesta umferðarálaginu, heldur er það þannig að þú ert á gatnamótum þar sem er ekki mikil umferð en það eru kannski þrír fjórir bílar stopp sem að þyrftu ekki að vera það. Þannig að þetta greiðir fyrir umferðinni í venjulegri umferð en í mestu traffíkinni þá er fátt sem greiðir fyrr umferðinni heldur en mislæg gatnamót og annað slíkt. Eða göng. Þannig að það er meira að segja erfitt fyrir ljósastýringu þegar allar götur eru fullar.“ Vilhjálmur hyggst halda því opnu að endurflytja áður flutt frumvarp um upptöku reglunnar en segir snjallljósavæðingu á höfuðborgarsvæðinu meira áríðandi. „Ég held að það skipti gríðarlega miklu máli og að hafa þetta þá í huga varðandi byggingu hjóla- og göngustíga, sem er lögð gríðarlega mikil áhersla á í samgöngusáttmálanum. Að það sé hægt að láta þetta spila saman,“ Hér er aðeins stikað á stóru en hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér að neðan.
Sjálfstæðisflokkurinn Samgöngur Umhverfismál Umferð Umferðaröryggi Mest lesið „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Innlent Fleiri fréttir Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Sjá meira