Samningar breiðfylkingar nánast í höfn en verkfallsboðun hjá Icelandair Heimir Már Pétursson skrifar 6. mars 2024 17:28 Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjari segir vel hafa gengið í viðræðum breiðfylkingarinnar og SA í dag og líkur á að skrifað verði undir samninga á morgun. Stöð 2/Sigurjón Allt bendir til að skrifað verði undir nýja kjarasamninga breiðfylkingarinnar og Samtaka atvinnulífsins á morgun en vel hefur gengið í viðræðum þeirra í dag. Ef af verður mun ríkisstjórin einnig kynna aðgerðarpakka sinn í tengslum við samningana. Samingar breiðfylkingar stéttarfélaga innan ASÍ við Samtök atvinnulífsins fela í sér hóflegar launahækkanir næstu fjögur árin og er ætlað að stuðla að því að verðbólga minnki hratt og vextir lækki. Laun hækka að lágmarki um 23.250 krónur á ári en hjá þeim sem eru með um 750 þúsund krónur á mánuði og meira hækki laun um 3,25 prósent á þessu ári og 3,5 prósent á ári næstu þrjú ár. Það er hins vegar ókyrrð í samskiptum VR og Icelandair. VR hefur boðað atkvæðagreiðslu um boðun verkfalls starfsmanna hjá flugfélaginu á Keflavíkurflugvelli sem myndi hefjast hinn 22. mars vegna deilna um vaktafyrirkomulag. Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að reynt hafi verið árangurslaust á undanförnum árum að ná eyrum Samtaka atvinnulífsins og Icelandair um breytingar á því fyrirkomulagi að dagvaktir starfafólks í innritun og hleðslu væru slitnar í sundur. Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair segir með ólíkindum að boða atkvæðagreiðslu um verkfall þegar Icelandair hafi ekki gefist kostur á að kynna sér og bregðast við kröfurgerð VR.Stöð 2/Steingrímur Dúi Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair segir félagið og ferðaþjónustuna ekki mega við áföllum eftir krefjandi aðstæður á undanförnum árum. Þá hafi einungis verið haldinn einn fundur í deilunni og ekki boðað til annars fundar. „Þá er það með algerum ólíkindum að það sé búið að boða verkfall án þess að félaginu hafi verið gefið ráðrúm til að fara yfir málin og ræða við mótaðilann. Sem er alltaf gert í samningaviðræðum. Þannig að þessi staða sem upp er komin er með miklum ólíkindum,“ segir Bogi Nils. Þarf ekki að spyrja, þú vonar auðvitað að þetta verkfall skelli ekki á? „Að sjálfsögðu. En fyrst þarf auðvitað að ræða málin. Það er algerlega ótrúlegt að búið sé að boða til atkvæðagreiðslu um verkfall án þess að búið sé að halda einn fund um kröfugerðina,“ segir Bogi Nils Bogason. Kjaraviðræður 2023-24 ASÍ Atvinnurekendur Icelandair Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Fréttir af flugi Tengdar fréttir Ekki hlustað á starfsmenn í mörg ár Formaður VR segir ekki boðlegt að slíta sundur dagvinnuvaktir starfsmanna félagsins hjá Icelandair á Keflavíkurflugvelli. Ekki hafi verið hlustað á kröfur um breytingar undanfarin ár og þess vegna hafi verið ákveðið að boða til verkfalls þessara starfsmanna hjá Icelandair. 6. mars 2024 11:46 Verslunarmenn boða atkvæðagreiðslu um verkfall á Keflavíkurflugvelli Samninganefnd VR hefur ákveðið að boða til atkvæðagreiðslu um verkfall félagsmanna í farþega- og hleðsluþjónustu hjá Icelandair á Keflavíkurflugvelli. Með aðgerðunum á að þrýsta á breytingar á vaktafyrirkomulagi starfsfólksins á flugvellinum. 6. mars 2024 10:05 Framsókn hvetur sveitarfélög til að styðja gjaldfrjálsar skólamáltíðir Sveitarstjórnarráð Framsóknarflokksins hvetur sveitarstjórnarfólk um land allt til að greiða fyrir gerð kjarasamninga á vinnumarkaði, sem hafi það að markmiði að ná niður verðbólgu og vöxtum í landinu. Í ályktun ráðsins sem samþykkt var á fundi í gærkvöldi segir að lækkun vaxta auki kaupmátt allra heimila. 6. mars 2024 08:11 Sveitarfélögin tali skýrt um gjaldskrárlækkanir og fríar skólamáltíðir Ekki verður skrifað undir nýja kjarasamninga nema sveitarfélögin leggi skýrt fram til hvaða aðgerða þau eru reiðubúin að grípa til að tryggja frið á vinnumarkaði næstu fjögur árin, að sögn formanns Starfsgreinasambandsins. Hann er hins vegar bjartsýnn á að leyst verði úr þeim ágreiningsefnum sem eftir eru í viðræðum við Samtök atvinnulífsins. 5. mars 2024 11:45 Mest lesið Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Erlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bugun þar til farið var í fasta fáliðun á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sjá meira
Samingar breiðfylkingar stéttarfélaga innan ASÍ við Samtök atvinnulífsins fela í sér hóflegar launahækkanir næstu fjögur árin og er ætlað að stuðla að því að verðbólga minnki hratt og vextir lækki. Laun hækka að lágmarki um 23.250 krónur á ári en hjá þeim sem eru með um 750 þúsund krónur á mánuði og meira hækki laun um 3,25 prósent á þessu ári og 3,5 prósent á ári næstu þrjú ár. Það er hins vegar ókyrrð í samskiptum VR og Icelandair. VR hefur boðað atkvæðagreiðslu um boðun verkfalls starfsmanna hjá flugfélaginu á Keflavíkurflugvelli sem myndi hefjast hinn 22. mars vegna deilna um vaktafyrirkomulag. Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að reynt hafi verið árangurslaust á undanförnum árum að ná eyrum Samtaka atvinnulífsins og Icelandair um breytingar á því fyrirkomulagi að dagvaktir starfafólks í innritun og hleðslu væru slitnar í sundur. Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair segir með ólíkindum að boða atkvæðagreiðslu um verkfall þegar Icelandair hafi ekki gefist kostur á að kynna sér og bregðast við kröfurgerð VR.Stöð 2/Steingrímur Dúi Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair segir félagið og ferðaþjónustuna ekki mega við áföllum eftir krefjandi aðstæður á undanförnum árum. Þá hafi einungis verið haldinn einn fundur í deilunni og ekki boðað til annars fundar. „Þá er það með algerum ólíkindum að það sé búið að boða verkfall án þess að félaginu hafi verið gefið ráðrúm til að fara yfir málin og ræða við mótaðilann. Sem er alltaf gert í samningaviðræðum. Þannig að þessi staða sem upp er komin er með miklum ólíkindum,“ segir Bogi Nils. Þarf ekki að spyrja, þú vonar auðvitað að þetta verkfall skelli ekki á? „Að sjálfsögðu. En fyrst þarf auðvitað að ræða málin. Það er algerlega ótrúlegt að búið sé að boða til atkvæðagreiðslu um verkfall án þess að búið sé að halda einn fund um kröfugerðina,“ segir Bogi Nils Bogason.
Kjaraviðræður 2023-24 ASÍ Atvinnurekendur Icelandair Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Fréttir af flugi Tengdar fréttir Ekki hlustað á starfsmenn í mörg ár Formaður VR segir ekki boðlegt að slíta sundur dagvinnuvaktir starfsmanna félagsins hjá Icelandair á Keflavíkurflugvelli. Ekki hafi verið hlustað á kröfur um breytingar undanfarin ár og þess vegna hafi verið ákveðið að boða til verkfalls þessara starfsmanna hjá Icelandair. 6. mars 2024 11:46 Verslunarmenn boða atkvæðagreiðslu um verkfall á Keflavíkurflugvelli Samninganefnd VR hefur ákveðið að boða til atkvæðagreiðslu um verkfall félagsmanna í farþega- og hleðsluþjónustu hjá Icelandair á Keflavíkurflugvelli. Með aðgerðunum á að þrýsta á breytingar á vaktafyrirkomulagi starfsfólksins á flugvellinum. 6. mars 2024 10:05 Framsókn hvetur sveitarfélög til að styðja gjaldfrjálsar skólamáltíðir Sveitarstjórnarráð Framsóknarflokksins hvetur sveitarstjórnarfólk um land allt til að greiða fyrir gerð kjarasamninga á vinnumarkaði, sem hafi það að markmiði að ná niður verðbólgu og vöxtum í landinu. Í ályktun ráðsins sem samþykkt var á fundi í gærkvöldi segir að lækkun vaxta auki kaupmátt allra heimila. 6. mars 2024 08:11 Sveitarfélögin tali skýrt um gjaldskrárlækkanir og fríar skólamáltíðir Ekki verður skrifað undir nýja kjarasamninga nema sveitarfélögin leggi skýrt fram til hvaða aðgerða þau eru reiðubúin að grípa til að tryggja frið á vinnumarkaði næstu fjögur árin, að sögn formanns Starfsgreinasambandsins. Hann er hins vegar bjartsýnn á að leyst verði úr þeim ágreiningsefnum sem eftir eru í viðræðum við Samtök atvinnulífsins. 5. mars 2024 11:45 Mest lesið Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Erlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bugun þar til farið var í fasta fáliðun á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sjá meira
Ekki hlustað á starfsmenn í mörg ár Formaður VR segir ekki boðlegt að slíta sundur dagvinnuvaktir starfsmanna félagsins hjá Icelandair á Keflavíkurflugvelli. Ekki hafi verið hlustað á kröfur um breytingar undanfarin ár og þess vegna hafi verið ákveðið að boða til verkfalls þessara starfsmanna hjá Icelandair. 6. mars 2024 11:46
Verslunarmenn boða atkvæðagreiðslu um verkfall á Keflavíkurflugvelli Samninganefnd VR hefur ákveðið að boða til atkvæðagreiðslu um verkfall félagsmanna í farþega- og hleðsluþjónustu hjá Icelandair á Keflavíkurflugvelli. Með aðgerðunum á að þrýsta á breytingar á vaktafyrirkomulagi starfsfólksins á flugvellinum. 6. mars 2024 10:05
Framsókn hvetur sveitarfélög til að styðja gjaldfrjálsar skólamáltíðir Sveitarstjórnarráð Framsóknarflokksins hvetur sveitarstjórnarfólk um land allt til að greiða fyrir gerð kjarasamninga á vinnumarkaði, sem hafi það að markmiði að ná niður verðbólgu og vöxtum í landinu. Í ályktun ráðsins sem samþykkt var á fundi í gærkvöldi segir að lækkun vaxta auki kaupmátt allra heimila. 6. mars 2024 08:11
Sveitarfélögin tali skýrt um gjaldskrárlækkanir og fríar skólamáltíðir Ekki verður skrifað undir nýja kjarasamninga nema sveitarfélögin leggi skýrt fram til hvaða aðgerða þau eru reiðubúin að grípa til að tryggja frið á vinnumarkaði næstu fjögur árin, að sögn formanns Starfsgreinasambandsins. Hann er hins vegar bjartsýnn á að leyst verði úr þeim ágreiningsefnum sem eftir eru í viðræðum við Samtök atvinnulífsins. 5. mars 2024 11:45
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu