Með alls konar í bakpokanum eftir að hún varð móðir Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 6. mars 2024 13:50 Sara Linneth kynntist unnusta sínum og tónlistarmanninum Árna Páli Árnasyni, eða Herra Hnetusmjör, þegar þau voru saman í meðferð á Vogi árið 2016. Sara Sara Linneth, förðunarfræðingur og meistaranemi, segir að það hafi haft ýmsar áskoranir í för með sér að vera móðir, meðal annars á edrúlífið. Sara ræðir málin á einlægan hátt í hlaðvarpsþættinum Mömmulífið með þeim Ástrósu Trausta og Guðrúnu Sørtveit. „Þegar þessar hugsanir koma hugsa ég af hverju er ég að hugsa þetta? Þetta er ekki einu sinni í myndinni. Ég er búin að vera rúmlega sjö ár edrú,“ segir Sara. Hún á tvo drengi, þá Björgvin Úlf og Krumma Stein með unnusta sínum tónlistarmanninum Árna Páli Árnasyni sem betur er þekktur sem Herra Hnetusmjör. Þau hafa bæði verið opinská með edrúlífið en þau kynntust á afeitrunarstöðinni Vogi árið 2016. Þau fögnuðu sjö edrú afmæli í nóvember síðastliðnum og er óhætt að segja að hamingjuóskum hafi rignt yfir parið á samfélagsmiðlum á þeim tíma. Sjálfsvinnan mikilvæg Sara segist eiga erfitt með að viðurkenna það að lífið án hugbreytandi efna hafi reynt á eftir að hún varð fyrst móðir. „Ef það eru einhver skipti sem það hafa verið erfitt að vera edrú er að það hefur verið ógeðslega erfitt að vera mamma. Það er ógeðslega erfitt að viðurkenna það. Manni líður alls konar og áfengi deyfir og ég vildi stundum að maður gæti stundum aðeins slökkt,“ segir Sara í þættinum. „Ég væri bara alls ekki á þeim stað sem ég er á í dag ef ég hefði ekki orðið edrú. Ég held að það hefði orðið skelfilegt. Ég veit ekki einu sinni hvort ég væri lifandi af því að þetta var á mjög hraðri niðurleið.“ Sara á tvo drengi þá Björgvin og Krumma. Hún segist geta talið á annarri hendi hversu oft slík hugsun hafi komið upp. „Þetta er bara lífsstíll. Ég reyni að hugsa sem best um andlegu heilsuna mína og það er á minni ábyrgð að bera ábyrgð á sjálfri mér. Ég er með ADHD og kvíða og ég hef þurft að vinna með sálfræðing með alls konar. Ég er með alls konar í bakpokanum, sérstaklega eftir að ég varð mamma,“ segir Sara. Þáttinn í heild sinni má heyra í spilaranum hér að neðan: Börn og uppeldi Ástin og lífið Tónlist Tengdar fréttir Herra Hnetusmjör og Sara Linneth trúlofuð Tónlistarmaðurinn Árni Páll Árnason, þekktur sem Herra Hnetusmjör, fór á skeljarnar og bað um hönd Söru Linneth Lovísudóttur Castañeda, tómstunda- og félagsmálafræðings. Sara greindi frá trúlofuninni á Instagram í gærkvöldi. 15. desember 2023 10:33 Herra Hnetusmjör og frú edrú í sjö ár Tónlistarmaðurinn Árni Páll Árnason, þekktur sem Herra Hnetusmjör, fagnar sjö árum án hugbreytandi efna í dag. Árni greinir frá þessu á Instagram-síðu sinni og hamingjuóskum rignir yfir hann. 21. nóvember 2023 13:26 Mest lesið Viðskila í London eftir að hafa hent vegabréfinu í ruslið Ferðalög Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Lífið „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Lífið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Lífið Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman Lífið Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Lífið Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Lífið Helvítis jólapizzan slær í gegn á Eldofninum Lífið samstarf Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Lífið Þingmaður selur húsið Lífið Fleiri fréttir Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Sjá meira
„Þegar þessar hugsanir koma hugsa ég af hverju er ég að hugsa þetta? Þetta er ekki einu sinni í myndinni. Ég er búin að vera rúmlega sjö ár edrú,“ segir Sara. Hún á tvo drengi, þá Björgvin Úlf og Krumma Stein með unnusta sínum tónlistarmanninum Árna Páli Árnasyni sem betur er þekktur sem Herra Hnetusmjör. Þau hafa bæði verið opinská með edrúlífið en þau kynntust á afeitrunarstöðinni Vogi árið 2016. Þau fögnuðu sjö edrú afmæli í nóvember síðastliðnum og er óhætt að segja að hamingjuóskum hafi rignt yfir parið á samfélagsmiðlum á þeim tíma. Sjálfsvinnan mikilvæg Sara segist eiga erfitt með að viðurkenna það að lífið án hugbreytandi efna hafi reynt á eftir að hún varð fyrst móðir. „Ef það eru einhver skipti sem það hafa verið erfitt að vera edrú er að það hefur verið ógeðslega erfitt að vera mamma. Það er ógeðslega erfitt að viðurkenna það. Manni líður alls konar og áfengi deyfir og ég vildi stundum að maður gæti stundum aðeins slökkt,“ segir Sara í þættinum. „Ég væri bara alls ekki á þeim stað sem ég er á í dag ef ég hefði ekki orðið edrú. Ég held að það hefði orðið skelfilegt. Ég veit ekki einu sinni hvort ég væri lifandi af því að þetta var á mjög hraðri niðurleið.“ Sara á tvo drengi þá Björgvin og Krumma. Hún segist geta talið á annarri hendi hversu oft slík hugsun hafi komið upp. „Þetta er bara lífsstíll. Ég reyni að hugsa sem best um andlegu heilsuna mína og það er á minni ábyrgð að bera ábyrgð á sjálfri mér. Ég er með ADHD og kvíða og ég hef þurft að vinna með sálfræðing með alls konar. Ég er með alls konar í bakpokanum, sérstaklega eftir að ég varð mamma,“ segir Sara. Þáttinn í heild sinni má heyra í spilaranum hér að neðan:
Börn og uppeldi Ástin og lífið Tónlist Tengdar fréttir Herra Hnetusmjör og Sara Linneth trúlofuð Tónlistarmaðurinn Árni Páll Árnason, þekktur sem Herra Hnetusmjör, fór á skeljarnar og bað um hönd Söru Linneth Lovísudóttur Castañeda, tómstunda- og félagsmálafræðings. Sara greindi frá trúlofuninni á Instagram í gærkvöldi. 15. desember 2023 10:33 Herra Hnetusmjör og frú edrú í sjö ár Tónlistarmaðurinn Árni Páll Árnason, þekktur sem Herra Hnetusmjör, fagnar sjö árum án hugbreytandi efna í dag. Árni greinir frá þessu á Instagram-síðu sinni og hamingjuóskum rignir yfir hann. 21. nóvember 2023 13:26 Mest lesið Viðskila í London eftir að hafa hent vegabréfinu í ruslið Ferðalög Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Lífið „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Lífið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Lífið Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman Lífið Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Lífið Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Lífið Helvítis jólapizzan slær í gegn á Eldofninum Lífið samstarf Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Lífið Þingmaður selur húsið Lífið Fleiri fréttir Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Sjá meira
Herra Hnetusmjör og Sara Linneth trúlofuð Tónlistarmaðurinn Árni Páll Árnason, þekktur sem Herra Hnetusmjör, fór á skeljarnar og bað um hönd Söru Linneth Lovísudóttur Castañeda, tómstunda- og félagsmálafræðings. Sara greindi frá trúlofuninni á Instagram í gærkvöldi. 15. desember 2023 10:33
Herra Hnetusmjör og frú edrú í sjö ár Tónlistarmaðurinn Árni Páll Árnason, þekktur sem Herra Hnetusmjör, fagnar sjö árum án hugbreytandi efna í dag. Árni greinir frá þessu á Instagram-síðu sinni og hamingjuóskum rignir yfir hann. 21. nóvember 2023 13:26