Rannsökuðu mann sem lét bólusetja sig 217 sinnum gegn Covid-19 Hólmfríður Gísladóttir skrifar 6. mars 2024 08:08 Maðurinn sagðist hafa látið bólusetja sig aftur og aftur af „persónulegum ástæðum“. Getty/Europa Press/Rober Solsona Vísindamenn segja 62 ára mann frá Þýskalandi sem lét bólusetja sig 217 sinnum á 29 mánuðum gegn Covid-19 aldrei hafa smitast af SARS-CoV-2 né hafa upplifaðn neinar aukaverkanir af bóluefninu. Fjallað er um málið í tímaritinu Lancet Infectious Diseases. Vísindamennirnir við Univesity of Erlangen-Nuremberg segja „persónulegar ástæður“ hafa ráðið því að maðurinn lét bólusetja sig ítrekað. Málið barst þeim til eyrna eftir að fjallað var um uppátæki mannsins í fjölmiðlum. Þegar þeir höfðu samband við manninn og lýstu yfir áhuga á að fá að rannsaka möguleg áhrif ítrekaðra bólusetninga á líkama hans og heilsu reyndist hann mjög áfram um það. Vísindamennirnir segjast hafa fengið staðfestingar á 134 bólusetningum, með átta mismunandi bóluefnum. Þeir skoðuðu niðurstöður blóðprufa sem maðurinn hafði gengist undir áður en hann hóf bóluefnavegferð sína og blóðprufur sem voru gerðar á meðan henni stóð. Dr. Kilian Schober, einn af þeim sem komu að rannsókninni, segir niðurstöðurnar benda til þess að bólusetningarnar hafi ekki haft nein mælanleg skaðleg áhrif á manninn, sem sé vísbending um að mannslíkaminn þoli þær almennt vel. Ónæmiskerfi hans virtist virka óaðfinnanlega og mótefnasvar gegn SARS-CoV-2 kröftugra en hjá þeim sem „aðeins“ hafa þegið þrjár bólusetningar. Þýskaland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Heilbrigðismál Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Sjá meira
Fjallað er um málið í tímaritinu Lancet Infectious Diseases. Vísindamennirnir við Univesity of Erlangen-Nuremberg segja „persónulegar ástæður“ hafa ráðið því að maðurinn lét bólusetja sig ítrekað. Málið barst þeim til eyrna eftir að fjallað var um uppátæki mannsins í fjölmiðlum. Þegar þeir höfðu samband við manninn og lýstu yfir áhuga á að fá að rannsaka möguleg áhrif ítrekaðra bólusetninga á líkama hans og heilsu reyndist hann mjög áfram um það. Vísindamennirnir segjast hafa fengið staðfestingar á 134 bólusetningum, með átta mismunandi bóluefnum. Þeir skoðuðu niðurstöður blóðprufa sem maðurinn hafði gengist undir áður en hann hóf bóluefnavegferð sína og blóðprufur sem voru gerðar á meðan henni stóð. Dr. Kilian Schober, einn af þeim sem komu að rannsókninni, segir niðurstöðurnar benda til þess að bólusetningarnar hafi ekki haft nein mælanleg skaðleg áhrif á manninn, sem sé vísbending um að mannslíkaminn þoli þær almennt vel. Ónæmiskerfi hans virtist virka óaðfinnanlega og mótefnasvar gegn SARS-CoV-2 kröftugra en hjá þeim sem „aðeins“ hafa þegið þrjár bólusetningar.
Þýskaland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Heilbrigðismál Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Sjá meira