Í hugleiðingum veðurfræðings segir að það verði súld eða rigning suðaustanlands en annars úrkomulítið. Gert er ráð fyrir hita á bilinu þrjú til tíu stig.
„Það er djúp lægð suðvestur í hafi og í kvöld koma skil frá henni inn á sunnanvert landið með samfelldri rigningu.
Suðaustan gola eða kaldi á morgun og lítilsháttar væta hér og þar. Annað kvöld hvessir heldur og bætir í úrkomu þegar ný skil koma inn á landið,“ segir á vef Veðurstofunnar.

Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á fimmtudag: Suðaustan 5-13 og rigning öðru hverju, einkum um landið suðaustanvert. Hiti 2 til 7 stig.
Á föstudag: Suðaustan 5-13 og dálítil rigning, en bjart veður norðan heiða. Að mestu þurrt suðvestan- og vestanlands seinnipartinn, hiti 2 til 9 stig.
Á laugardag og sunnudag: Austlæg átt og bjart með köflum, en dálitlar skúrir eða slydduél austantil og við suðurströndina. Hiti 0 til 5 stig, en kringum frostmark norðan heiða.
Á mánudag: Suðaustanátt, skýjað og rigning eða slydda um landið austanvert. Hiti breytist lítið.
Á þriðjudag: Austlæg átt og sums staðar dálítil slydda eða rigning.