Er stríðið á Gaza, stríð gegn konum? Stella Samúelsdóttir skrifar 5. mars 2024 13:00 Átökin á Gaza hafa nú staðið yfir í nærri fimm mánuði. Frá upphafi átakanna hafa meira en 30.500 einstaklingar verið drepnir og 71.900 særst – meirihluti þeirra eru konur og börn. Þá hefur fjöldi barna látist vegna vannæringar. Stofnanir Sameinuðu þjóðanna hafa ítrekað kallað eftir tafarlausu vopnahléi og varað við yfirvofandi hungursneyð. UN Women, stofnun Sameinuðu þjóðanna sem vinnur í þágu jafnréttis og valdeflingar kvenna og stúlkna, hefur lýst stríðinu á Gaza sem stríði gegn konum. Hér eru sjö staðreyndir um hvers vegna stríðið á Gaza er einnig stríð gegn konum: [1] Talið er að um 9.000 palestínskar konur hafi verið drepnar af ísraelska hernum frá upphafi átakanna. Þessi tala er líklega vanmat þar sem greint er frá því að mun fleiri konur séu látnar undir rústum bygginga [2]. Ef fram fer sem horfir, munu að meðaltali 63 konur halda áfram að vera drepnar daglega. Áætlað er að 37 mæður séu drepnar á hverjum degi, sem skilur fjölskyldur þeirra eftir í algjörri upplausn og börnin eftir án umhyggju og verndar þeirra. Meira en 4 af hverjum 5 konum (84 prósent) segja að fjölskyldur þeirra borði helming, eða minna, af því magni af mat sem þau voru vön að borða áður en stríðið hófst. Mæður og fullorðnar konur eru þær sem hafa það hlutverk að útvega mat en borða samt síðast, minna og síður en öll önnur [3]. 4 af hverjum 5 konum (84 prósent) á Gaza benda á að minnst einn af fjölskyldumeðlimum þeirra hafi þurft að sleppa máltíðum undanfarna viku. Í 95 prósentum tilfella eru það mæður sem eru án matar og sleppa að minnsta kosti einni máltíð til að fæða börnin sín [4]. Allir íbúar Gaza, sem eru 2,3 milljónir fólks, munu standa frammi fyrir alvarlegu mataróöryggi innan nokkurra vikna – því alvarlegasta sem mælst hefur [5] þar sem Gaza er á barmi hungursneyðar. Næstum 9 af hverjum 10 konum (87 prósent) segjast eiga erfiðara með að fá aðgengi að mat en karlar [6]. Sumar konur grípa nú til örþrifaráða, eins og að leita að mat undir rústum eða í ruslatunnum. 10 af 12 kvennasamtökum á Gaza greindu UN Women frá því að þau væru að hluta til starfhæf og veittu nauðsynlega neyðarþjónustu [7]. Þrátt fyrir ótrúlega viðleitni þeirra hefur innan við 1 prósent af því fjármagni sem safnað var í gegnum neyðarsöfnun Sameinuðu þjóðanna runnið til kvenréttindasamtaka á svæðinu. Að beina fjármagni til þessara samtaka er afar mikilvægt til að mæta aðkallandi þörfum kvenna, fjölskyldna þeirra og samfélaga og til að tryggja að raddir kvenna á Gaza heyrist. Ef ekki verður af tafarlausu vopnahléi af mannúðarástæðum munu enn fleiri deyja á næstu dögum og vikum. Drápunum, sprengingunum og eyðileggingunni á nauðsynlegum innviðum á Gaza verður að linna. Mannúðaraðstoð verður að komast inn á Gaza og um svæðið strax. Höfundur er framkvæmdastýra UN Women á Íslandi. [1] Source: UN Women's primary data collection, done as a rapid assessment, covering 120 women from 8-11 February in Gaza. [2] Source: UN Women’s calculation estimates are based on OCHA reported numbers. [3] Source: UN Women's primary data collection, done as a rapid assessment with 120 women during 8-11 February in Gaza. [4] Source: UN Women's primary data collection, done as a rapid assessment with 120 women during 8-11 February in Gaza. [5] Source: Security Council hears Gaza famine 'almost inevitable' unless aid is massively scaled up [6] Source: UN Women's primary data collection, done as a rapid assessment, covering 120 women from 8-11 February in Gaza. [7] Source: UN Women Gender Alert: The Gendered Impact of the Crisis in Gaza. January 2024. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stella Samúelsdóttir Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Mest lesið Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Átökin á Gaza hafa nú staðið yfir í nærri fimm mánuði. Frá upphafi átakanna hafa meira en 30.500 einstaklingar verið drepnir og 71.900 særst – meirihluti þeirra eru konur og börn. Þá hefur fjöldi barna látist vegna vannæringar. Stofnanir Sameinuðu þjóðanna hafa ítrekað kallað eftir tafarlausu vopnahléi og varað við yfirvofandi hungursneyð. UN Women, stofnun Sameinuðu þjóðanna sem vinnur í þágu jafnréttis og valdeflingar kvenna og stúlkna, hefur lýst stríðinu á Gaza sem stríði gegn konum. Hér eru sjö staðreyndir um hvers vegna stríðið á Gaza er einnig stríð gegn konum: [1] Talið er að um 9.000 palestínskar konur hafi verið drepnar af ísraelska hernum frá upphafi átakanna. Þessi tala er líklega vanmat þar sem greint er frá því að mun fleiri konur séu látnar undir rústum bygginga [2]. Ef fram fer sem horfir, munu að meðaltali 63 konur halda áfram að vera drepnar daglega. Áætlað er að 37 mæður séu drepnar á hverjum degi, sem skilur fjölskyldur þeirra eftir í algjörri upplausn og börnin eftir án umhyggju og verndar þeirra. Meira en 4 af hverjum 5 konum (84 prósent) segja að fjölskyldur þeirra borði helming, eða minna, af því magni af mat sem þau voru vön að borða áður en stríðið hófst. Mæður og fullorðnar konur eru þær sem hafa það hlutverk að útvega mat en borða samt síðast, minna og síður en öll önnur [3]. 4 af hverjum 5 konum (84 prósent) á Gaza benda á að minnst einn af fjölskyldumeðlimum þeirra hafi þurft að sleppa máltíðum undanfarna viku. Í 95 prósentum tilfella eru það mæður sem eru án matar og sleppa að minnsta kosti einni máltíð til að fæða börnin sín [4]. Allir íbúar Gaza, sem eru 2,3 milljónir fólks, munu standa frammi fyrir alvarlegu mataróöryggi innan nokkurra vikna – því alvarlegasta sem mælst hefur [5] þar sem Gaza er á barmi hungursneyðar. Næstum 9 af hverjum 10 konum (87 prósent) segjast eiga erfiðara með að fá aðgengi að mat en karlar [6]. Sumar konur grípa nú til örþrifaráða, eins og að leita að mat undir rústum eða í ruslatunnum. 10 af 12 kvennasamtökum á Gaza greindu UN Women frá því að þau væru að hluta til starfhæf og veittu nauðsynlega neyðarþjónustu [7]. Þrátt fyrir ótrúlega viðleitni þeirra hefur innan við 1 prósent af því fjármagni sem safnað var í gegnum neyðarsöfnun Sameinuðu þjóðanna runnið til kvenréttindasamtaka á svæðinu. Að beina fjármagni til þessara samtaka er afar mikilvægt til að mæta aðkallandi þörfum kvenna, fjölskyldna þeirra og samfélaga og til að tryggja að raddir kvenna á Gaza heyrist. Ef ekki verður af tafarlausu vopnahléi af mannúðarástæðum munu enn fleiri deyja á næstu dögum og vikum. Drápunum, sprengingunum og eyðileggingunni á nauðsynlegum innviðum á Gaza verður að linna. Mannúðaraðstoð verður að komast inn á Gaza og um svæðið strax. Höfundur er framkvæmdastýra UN Women á Íslandi. [1] Source: UN Women's primary data collection, done as a rapid assessment, covering 120 women from 8-11 February in Gaza. [2] Source: UN Women’s calculation estimates are based on OCHA reported numbers. [3] Source: UN Women's primary data collection, done as a rapid assessment with 120 women during 8-11 February in Gaza. [4] Source: UN Women's primary data collection, done as a rapid assessment with 120 women during 8-11 February in Gaza. [5] Source: Security Council hears Gaza famine 'almost inevitable' unless aid is massively scaled up [6] Source: UN Women's primary data collection, done as a rapid assessment, covering 120 women from 8-11 February in Gaza. [7] Source: UN Women Gender Alert: The Gendered Impact of the Crisis in Gaza. January 2024.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun