Er stríðið á Gaza, stríð gegn konum? Stella Samúelsdóttir skrifar 5. mars 2024 13:00 Átökin á Gaza hafa nú staðið yfir í nærri fimm mánuði. Frá upphafi átakanna hafa meira en 30.500 einstaklingar verið drepnir og 71.900 særst – meirihluti þeirra eru konur og börn. Þá hefur fjöldi barna látist vegna vannæringar. Stofnanir Sameinuðu þjóðanna hafa ítrekað kallað eftir tafarlausu vopnahléi og varað við yfirvofandi hungursneyð. UN Women, stofnun Sameinuðu þjóðanna sem vinnur í þágu jafnréttis og valdeflingar kvenna og stúlkna, hefur lýst stríðinu á Gaza sem stríði gegn konum. Hér eru sjö staðreyndir um hvers vegna stríðið á Gaza er einnig stríð gegn konum: [1] Talið er að um 9.000 palestínskar konur hafi verið drepnar af ísraelska hernum frá upphafi átakanna. Þessi tala er líklega vanmat þar sem greint er frá því að mun fleiri konur séu látnar undir rústum bygginga [2]. Ef fram fer sem horfir, munu að meðaltali 63 konur halda áfram að vera drepnar daglega. Áætlað er að 37 mæður séu drepnar á hverjum degi, sem skilur fjölskyldur þeirra eftir í algjörri upplausn og börnin eftir án umhyggju og verndar þeirra. Meira en 4 af hverjum 5 konum (84 prósent) segja að fjölskyldur þeirra borði helming, eða minna, af því magni af mat sem þau voru vön að borða áður en stríðið hófst. Mæður og fullorðnar konur eru þær sem hafa það hlutverk að útvega mat en borða samt síðast, minna og síður en öll önnur [3]. 4 af hverjum 5 konum (84 prósent) á Gaza benda á að minnst einn af fjölskyldumeðlimum þeirra hafi þurft að sleppa máltíðum undanfarna viku. Í 95 prósentum tilfella eru það mæður sem eru án matar og sleppa að minnsta kosti einni máltíð til að fæða börnin sín [4]. Allir íbúar Gaza, sem eru 2,3 milljónir fólks, munu standa frammi fyrir alvarlegu mataróöryggi innan nokkurra vikna – því alvarlegasta sem mælst hefur [5] þar sem Gaza er á barmi hungursneyðar. Næstum 9 af hverjum 10 konum (87 prósent) segjast eiga erfiðara með að fá aðgengi að mat en karlar [6]. Sumar konur grípa nú til örþrifaráða, eins og að leita að mat undir rústum eða í ruslatunnum. 10 af 12 kvennasamtökum á Gaza greindu UN Women frá því að þau væru að hluta til starfhæf og veittu nauðsynlega neyðarþjónustu [7]. Þrátt fyrir ótrúlega viðleitni þeirra hefur innan við 1 prósent af því fjármagni sem safnað var í gegnum neyðarsöfnun Sameinuðu þjóðanna runnið til kvenréttindasamtaka á svæðinu. Að beina fjármagni til þessara samtaka er afar mikilvægt til að mæta aðkallandi þörfum kvenna, fjölskyldna þeirra og samfélaga og til að tryggja að raddir kvenna á Gaza heyrist. Ef ekki verður af tafarlausu vopnahléi af mannúðarástæðum munu enn fleiri deyja á næstu dögum og vikum. Drápunum, sprengingunum og eyðileggingunni á nauðsynlegum innviðum á Gaza verður að linna. Mannúðaraðstoð verður að komast inn á Gaza og um svæðið strax. Höfundur er framkvæmdastýra UN Women á Íslandi. [1] Source: UN Women's primary data collection, done as a rapid assessment, covering 120 women from 8-11 February in Gaza. [2] Source: UN Women’s calculation estimates are based on OCHA reported numbers. [3] Source: UN Women's primary data collection, done as a rapid assessment with 120 women during 8-11 February in Gaza. [4] Source: UN Women's primary data collection, done as a rapid assessment with 120 women during 8-11 February in Gaza. [5] Source: Security Council hears Gaza famine 'almost inevitable' unless aid is massively scaled up [6] Source: UN Women's primary data collection, done as a rapid assessment, covering 120 women from 8-11 February in Gaza. [7] Source: UN Women Gender Alert: The Gendered Impact of the Crisis in Gaza. January 2024. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stella Samúelsdóttir Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson Skoðun Sátt um laun kennara Guðríður Arnardóttir Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson Skoðun Skoðun Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Sjá meira
Átökin á Gaza hafa nú staðið yfir í nærri fimm mánuði. Frá upphafi átakanna hafa meira en 30.500 einstaklingar verið drepnir og 71.900 særst – meirihluti þeirra eru konur og börn. Þá hefur fjöldi barna látist vegna vannæringar. Stofnanir Sameinuðu þjóðanna hafa ítrekað kallað eftir tafarlausu vopnahléi og varað við yfirvofandi hungursneyð. UN Women, stofnun Sameinuðu þjóðanna sem vinnur í þágu jafnréttis og valdeflingar kvenna og stúlkna, hefur lýst stríðinu á Gaza sem stríði gegn konum. Hér eru sjö staðreyndir um hvers vegna stríðið á Gaza er einnig stríð gegn konum: [1] Talið er að um 9.000 palestínskar konur hafi verið drepnar af ísraelska hernum frá upphafi átakanna. Þessi tala er líklega vanmat þar sem greint er frá því að mun fleiri konur séu látnar undir rústum bygginga [2]. Ef fram fer sem horfir, munu að meðaltali 63 konur halda áfram að vera drepnar daglega. Áætlað er að 37 mæður séu drepnar á hverjum degi, sem skilur fjölskyldur þeirra eftir í algjörri upplausn og börnin eftir án umhyggju og verndar þeirra. Meira en 4 af hverjum 5 konum (84 prósent) segja að fjölskyldur þeirra borði helming, eða minna, af því magni af mat sem þau voru vön að borða áður en stríðið hófst. Mæður og fullorðnar konur eru þær sem hafa það hlutverk að útvega mat en borða samt síðast, minna og síður en öll önnur [3]. 4 af hverjum 5 konum (84 prósent) á Gaza benda á að minnst einn af fjölskyldumeðlimum þeirra hafi þurft að sleppa máltíðum undanfarna viku. Í 95 prósentum tilfella eru það mæður sem eru án matar og sleppa að minnsta kosti einni máltíð til að fæða börnin sín [4]. Allir íbúar Gaza, sem eru 2,3 milljónir fólks, munu standa frammi fyrir alvarlegu mataróöryggi innan nokkurra vikna – því alvarlegasta sem mælst hefur [5] þar sem Gaza er á barmi hungursneyðar. Næstum 9 af hverjum 10 konum (87 prósent) segjast eiga erfiðara með að fá aðgengi að mat en karlar [6]. Sumar konur grípa nú til örþrifaráða, eins og að leita að mat undir rústum eða í ruslatunnum. 10 af 12 kvennasamtökum á Gaza greindu UN Women frá því að þau væru að hluta til starfhæf og veittu nauðsynlega neyðarþjónustu [7]. Þrátt fyrir ótrúlega viðleitni þeirra hefur innan við 1 prósent af því fjármagni sem safnað var í gegnum neyðarsöfnun Sameinuðu þjóðanna runnið til kvenréttindasamtaka á svæðinu. Að beina fjármagni til þessara samtaka er afar mikilvægt til að mæta aðkallandi þörfum kvenna, fjölskyldna þeirra og samfélaga og til að tryggja að raddir kvenna á Gaza heyrist. Ef ekki verður af tafarlausu vopnahléi af mannúðarástæðum munu enn fleiri deyja á næstu dögum og vikum. Drápunum, sprengingunum og eyðileggingunni á nauðsynlegum innviðum á Gaza verður að linna. Mannúðaraðstoð verður að komast inn á Gaza og um svæðið strax. Höfundur er framkvæmdastýra UN Women á Íslandi. [1] Source: UN Women's primary data collection, done as a rapid assessment, covering 120 women from 8-11 February in Gaza. [2] Source: UN Women’s calculation estimates are based on OCHA reported numbers. [3] Source: UN Women's primary data collection, done as a rapid assessment with 120 women during 8-11 February in Gaza. [4] Source: UN Women's primary data collection, done as a rapid assessment with 120 women during 8-11 February in Gaza. [5] Source: Security Council hears Gaza famine 'almost inevitable' unless aid is massively scaled up [6] Source: UN Women's primary data collection, done as a rapid assessment, covering 120 women from 8-11 February in Gaza. [7] Source: UN Women Gender Alert: The Gendered Impact of the Crisis in Gaza. January 2024.
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar