Lögskipaður gamlingjaaldur kylfinga er 73 ára Jakob Bjarnar skrifar 6. mars 2024 07:00 Gamlingjarnir hafa sótt í golfvelli landsins í auknari mæli en áður hefur þekkst og nú er tekist á um hvað er sanngjarnt að þeir borgi fyrir sína golfiðkun. visir/Sigurjón Talsverð umræða hefur farið fram um það í þjóðfélaginu hvort færa eigi ellilífeyrisaldurinn upp í 70 ára, úr 67. Nú er spurt er hvort golfklúbbar landsins hafi tekið fram úr hinu opinbera með að hækka rána. Því þar teljast þeir gömlu vera 73 ára og eldri. Sitt sýnist hverjum í þeim efnum en golfklúbbar sumir hverjir ganga út frá því að aldurssamsetning þjóðarinnar hafi breyst. Í Golfklúbbi Reykjavíkur, sem er stærsti klúbburinn, er miðað við að þeir sem eru orðnir 73 ára gamlir borgi fullt gjald. Guðmundi finnst þetta galið Guðmundur G. Sveinsson er að verða 69 ára gamall, ötull kylfingur og honum þykir þetta skjóta skökku við. „Mér finnst þetta eiginlega alveg galið,“ segir hann í samtali við Vísi. Félagsgjöld ársins í GR fyrir árið 2024 eru eftirfarandi: Félagsmenn 19–26 ára kr. 76.300 Félagsmenn 27–72 ára kr. 152.600 Félagsmenn 73 ára og eldri, kr. 130.800 Félagsmenn 75 og eldri* verður kr. 98.100 *Enda hafi félagi verið í GR í a.m.k. 10 ár samfellt **27 ára og eldri, greiða kr. 40.000 í nýliðagjald þegar gengið er í klúbbinn Guðmundur telur hér ýmislegt fara á milli mála. Opinber gamlingjaaldur er 67 ára, hvað sem líður því að færst hefur í aukana að þeir sem njóta starfsorku vinni til sjötugs og jafnvel lengur. Davíð Oddsson er orðinn 76 ára gamall og ekkert fararsnið á honum úr ritstjórastóli Morgunblaðsins. Svo dæmi sé nefnt. Önnur spurningin er hvort hann myndi endast að rölta golfhring sem er allt annað mál. 67 eða 73, þar er efinn „GR ákveður að lögskipaður gamlingjaaldur sé 73 ára,“ segir Guðmundur og bendir á að hin opinbera tala gamlingja miðist við 67 ára aldur; þá fá ellibelgir frítt í sund, fá fimmtíu prósenta afslátt í strætó og fleira mætti til taka. Guðmundur er þrautreyndur kylfingur og honum þykir súrt í broti, verandi orðinn 69 ára gamall, að þurfa að borga fullt gjald þegar til þess er litið að opinber tala fyrir eldri borgara er 67 ára.vísir/jakob „Þessi klúbbur er innan ÍSÍ. Það væri gott að geta fengið einhver svör við því hvernig klúbburinn getur leyft sér þetta? Það er verið að verðlauna menn fyrir að hafa greitt í klúbbinn í fimmtíu ár með því að láta þá borga fullt gjald aðeins lengur! Þeir hafa talið best að hækka aldurinn í 73 ára.“ Ljóst er að Guðmundi þykir þetta súrt í broti og segir þetta leiða til þess að misræmi verði á einu og öðru svo sem að ef hann mætir til leiks með vin sinn sem er 67 ára, og sá er ekki í klúbbnum fái hann fimmtíu prósenta gamlingjaafslátt. „Getur einhver útskýrt fyrir mér hvers vegna viðmiðið er 73 ára hjá GR.“ Frískir kylfingar Vísir forvitnaðist um málið, heyrði í mönnum innan GR og komst að því að fyrir tveimur árum eða svo hafi stjórn félagsins farið í að reikna út meðalaldur kylfinga í klúbbnum. Og ef þar væri haldið áfram að vinna út frá 67 ára aldri yrði reksturinn afar erfiður. GR hefur hækkað aldursviðmiðið, það var í 70 2021, 71 í fyrra og er nú 73. Meðal kylfinga eru konur á tíræðisaldri sem Elísabet Inga ræddi við í fyrra. Ástæða þessa er einfaldlega sú að aldurskúrva þjóðarinnar hefur breyst og hressastir gamlingja eru kylfingar. Og þeir eru iðnir við kolann og mæta reglulega til leiks. Sem er vitaskuld jákvætt í sjálfu sér en veldur ákveðnum vandkvæðum um leið. Meira og minna allir golfklúbbar á höfuðborgarsvæðinu hafa gripið til þess að hækka aldursrána. Ákvörðun um aldurstengd gjöld er tekin á aðalfundi. Gísli Guðni Hall er formaður Golfklúbbs Reykjavíkur og hann segir það vissulega hið besta mál en staðreyndin sé að fjöldi eldri kylfinga er nú miklu meiri en hann var. Þetta eru megin rökin í málinu. 568 milli 67 og 73 ára Samkvæmt upplýsingum frá GR er aldurssamsetning félaga svona: 19 til 26: 197 27 til 72: 2.626 73 til 74: 179 75 og eldri: 336 Þeir sem eru á aldrinum 67 til 73 eru 568 talsins. „Ég hef heyrt í mörgum sem eru ánægðir með að borga sama og hinir þannig að það er allt til í þessu,“ segir Gísli. Þannig verður aldurskúrvan, sem þó hefur breyst verulega á undanförnum árum meðal þjóðarinnar, enn ýktari meðal kylfinga. Sem sé vitaskuld afar jákvætt mál. Fáséð var að sjá menn spila golf eldri en sjötíu ára fyrir fjörutíu árum eða svo. Gísli segist reyndar ekki hafa heyrt neinn urg vegna þessa. Þessir kappar eru allir komnir til ára sinna og þeir voru mættir á Korpu þegar ljósmyndari Vísis átti þar leið hjá.vísir/vilhelm „Ég hef ekki alveg sett þetta í samhengi en ég held að það sé munur á klúbbi þar sem allir meðlimir hafa sömu aðstöðu og fá það sama, að það sé mismunandi gjald milli manna.“ Eilífðarspurning með jafnræðið Gísli segir öðrum máli kunni að gegna um stofnanir samfélagsins sem eiga að gæta jafnræðis og að menn hafi í sig og á. „Ég veit ekki að hve miklu leyti golfklúbbar eiga að fylgja einhverju öðru. Þegar fólk fer út að borða borgar það sama óháð aldri. Þetta er spurning hvað sé réttlætanlegt og þá hversu langt eigi að ganga í því, þetta er eilífðar spurning.“ Gísli nefnir sem dæmi að öryrkjar njóti ekki sérkjara hjá GR og eitt sinn var það svo að mismunandi gjald var fyrir konur og karla. Það var afnumið, þannig að þetta er ekki eins einfalt og virðist í fyrstu. Þeir innan GR hafa jafnvel meiri áhyggjur af því hvernig ungu fjölskyldufólki með börn gangi að borga. Þeir sem eru komnir á lífeyrisaldur eiga í mörgum tilfellum auðveldara að borga og hafi meiri tími. Að menn borgi fyrir að spila Svo er það hreinlega, talandi um að ekki sé vert að einn niðurgreiði fyrir annan, spurning hvort ekki hafi komið til tals að láta menn greiða fyrir spilun til að jafna þann leik. Einhvers konar málamyndagjald fyrir hvert skipti auk félagsgjalda? Því dæmi eru um menn sem spila kannski bara fimm hringi á sumri og þeir eru þá að niðurgreiða fyrir aðra. Gísli Guðni Hall er formaður Golfklúbbs Reykjavíkur og hann segist hafa heyrt menn fagna því að fá að borga það sama og aðrir.vísir/vilhelm „Nei, þetta hefur komið til tals og er í skoðun. Um þetta eru skiptar skoðanir. Auðvelt er að rökstyðja að menn borgi í samræmi við notkun. En á móti kemur að það að vera í golfklúbbi hefur hingað til þýtt að þú getir farið þegar þú vilt og þurfir ekki að hafa áhyggjur af því að borga í hvert skipti. Að taka upp slíkt er stórt mál,“ segir formaðurinn. Varðandi spurningu Guðmundar þá athugaði Gísli það sérstaklega og það er rétt, komi menn fyrir klukkan 14 á virkum dögum er fimmtíu prósenta afsláttur fyrir 67 ára og eldri. „Þetta er eitthvað sem hefur slæðst með,“ segi Gísli. „Það er almennt afsláttargjald fyrir klukkan 14 þannig þetta nær þá 25 prósentum hjá þeim sem eru eldri en 67 ára.“ Golf Eldri borgarar Félagasamtök Tengdar fréttir Kylfingar límdir við tölvuskjáinn og slást um rástíma Golfæði á Íslandi. Allt leggst á eitt. Forseti GSÍ hefur aldrei séð annað eins. 27. maí 2020 09:15 Golf er gott fyrir (lýð)heilsuna Samkvæmt stefnu Golfsambands Íslands 2020-2027 er markmiðið að golfhreyfingin verði virkur þátttakandi í lýðheilsumálum í samræmi við stefnu ÍSÍ og leggi þar með sérstaka áherslu á þátttöku fjölskyldunnar, ungmenna og eldri borgara. 28. mars 2023 08:30 Dramatík, kærur og klögumál hjá heldri kylfingum Margeir Vilhjálmsson kylfingur hefur við þriðja mann verið kærður til aganefndar Golfsambands Íslands en kæran er frá mótstjórn Íslandsmóts eldri kylfinga, sem haldið var dagana 14. – 16. júlí. 10. ágúst 2022 09:33 Mest lesið Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Sport Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Handbolti Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Fótbolti Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti Skúbbaði í miðju kynlífi Sport UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Fótbolti Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Formúla 1 Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Körfubolti Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ Körfubolti Fleiri fréttir Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Dagskráin: Litla körfuboltaliðið í Vesturbænum í beinni UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Skúbbaði í miðju kynlífi Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Systur sömdu á sama tíma Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Messi kominn í frí fram í febrúar Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Katrín áfram í Kópavogi Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Sjá meira
Sitt sýnist hverjum í þeim efnum en golfklúbbar sumir hverjir ganga út frá því að aldurssamsetning þjóðarinnar hafi breyst. Í Golfklúbbi Reykjavíkur, sem er stærsti klúbburinn, er miðað við að þeir sem eru orðnir 73 ára gamlir borgi fullt gjald. Guðmundi finnst þetta galið Guðmundur G. Sveinsson er að verða 69 ára gamall, ötull kylfingur og honum þykir þetta skjóta skökku við. „Mér finnst þetta eiginlega alveg galið,“ segir hann í samtali við Vísi. Félagsgjöld ársins í GR fyrir árið 2024 eru eftirfarandi: Félagsmenn 19–26 ára kr. 76.300 Félagsmenn 27–72 ára kr. 152.600 Félagsmenn 73 ára og eldri, kr. 130.800 Félagsmenn 75 og eldri* verður kr. 98.100 *Enda hafi félagi verið í GR í a.m.k. 10 ár samfellt **27 ára og eldri, greiða kr. 40.000 í nýliðagjald þegar gengið er í klúbbinn Guðmundur telur hér ýmislegt fara á milli mála. Opinber gamlingjaaldur er 67 ára, hvað sem líður því að færst hefur í aukana að þeir sem njóta starfsorku vinni til sjötugs og jafnvel lengur. Davíð Oddsson er orðinn 76 ára gamall og ekkert fararsnið á honum úr ritstjórastóli Morgunblaðsins. Svo dæmi sé nefnt. Önnur spurningin er hvort hann myndi endast að rölta golfhring sem er allt annað mál. 67 eða 73, þar er efinn „GR ákveður að lögskipaður gamlingjaaldur sé 73 ára,“ segir Guðmundur og bendir á að hin opinbera tala gamlingja miðist við 67 ára aldur; þá fá ellibelgir frítt í sund, fá fimmtíu prósenta afslátt í strætó og fleira mætti til taka. Guðmundur er þrautreyndur kylfingur og honum þykir súrt í broti, verandi orðinn 69 ára gamall, að þurfa að borga fullt gjald þegar til þess er litið að opinber tala fyrir eldri borgara er 67 ára.vísir/jakob „Þessi klúbbur er innan ÍSÍ. Það væri gott að geta fengið einhver svör við því hvernig klúbburinn getur leyft sér þetta? Það er verið að verðlauna menn fyrir að hafa greitt í klúbbinn í fimmtíu ár með því að láta þá borga fullt gjald aðeins lengur! Þeir hafa talið best að hækka aldurinn í 73 ára.“ Ljóst er að Guðmundi þykir þetta súrt í broti og segir þetta leiða til þess að misræmi verði á einu og öðru svo sem að ef hann mætir til leiks með vin sinn sem er 67 ára, og sá er ekki í klúbbnum fái hann fimmtíu prósenta gamlingjaafslátt. „Getur einhver útskýrt fyrir mér hvers vegna viðmiðið er 73 ára hjá GR.“ Frískir kylfingar Vísir forvitnaðist um málið, heyrði í mönnum innan GR og komst að því að fyrir tveimur árum eða svo hafi stjórn félagsins farið í að reikna út meðalaldur kylfinga í klúbbnum. Og ef þar væri haldið áfram að vinna út frá 67 ára aldri yrði reksturinn afar erfiður. GR hefur hækkað aldursviðmiðið, það var í 70 2021, 71 í fyrra og er nú 73. Meðal kylfinga eru konur á tíræðisaldri sem Elísabet Inga ræddi við í fyrra. Ástæða þessa er einfaldlega sú að aldurskúrva þjóðarinnar hefur breyst og hressastir gamlingja eru kylfingar. Og þeir eru iðnir við kolann og mæta reglulega til leiks. Sem er vitaskuld jákvætt í sjálfu sér en veldur ákveðnum vandkvæðum um leið. Meira og minna allir golfklúbbar á höfuðborgarsvæðinu hafa gripið til þess að hækka aldursrána. Ákvörðun um aldurstengd gjöld er tekin á aðalfundi. Gísli Guðni Hall er formaður Golfklúbbs Reykjavíkur og hann segir það vissulega hið besta mál en staðreyndin sé að fjöldi eldri kylfinga er nú miklu meiri en hann var. Þetta eru megin rökin í málinu. 568 milli 67 og 73 ára Samkvæmt upplýsingum frá GR er aldurssamsetning félaga svona: 19 til 26: 197 27 til 72: 2.626 73 til 74: 179 75 og eldri: 336 Þeir sem eru á aldrinum 67 til 73 eru 568 talsins. „Ég hef heyrt í mörgum sem eru ánægðir með að borga sama og hinir þannig að það er allt til í þessu,“ segir Gísli. Þannig verður aldurskúrvan, sem þó hefur breyst verulega á undanförnum árum meðal þjóðarinnar, enn ýktari meðal kylfinga. Sem sé vitaskuld afar jákvætt mál. Fáséð var að sjá menn spila golf eldri en sjötíu ára fyrir fjörutíu árum eða svo. Gísli segist reyndar ekki hafa heyrt neinn urg vegna þessa. Þessir kappar eru allir komnir til ára sinna og þeir voru mættir á Korpu þegar ljósmyndari Vísis átti þar leið hjá.vísir/vilhelm „Ég hef ekki alveg sett þetta í samhengi en ég held að það sé munur á klúbbi þar sem allir meðlimir hafa sömu aðstöðu og fá það sama, að það sé mismunandi gjald milli manna.“ Eilífðarspurning með jafnræðið Gísli segir öðrum máli kunni að gegna um stofnanir samfélagsins sem eiga að gæta jafnræðis og að menn hafi í sig og á. „Ég veit ekki að hve miklu leyti golfklúbbar eiga að fylgja einhverju öðru. Þegar fólk fer út að borða borgar það sama óháð aldri. Þetta er spurning hvað sé réttlætanlegt og þá hversu langt eigi að ganga í því, þetta er eilífðar spurning.“ Gísli nefnir sem dæmi að öryrkjar njóti ekki sérkjara hjá GR og eitt sinn var það svo að mismunandi gjald var fyrir konur og karla. Það var afnumið, þannig að þetta er ekki eins einfalt og virðist í fyrstu. Þeir innan GR hafa jafnvel meiri áhyggjur af því hvernig ungu fjölskyldufólki með börn gangi að borga. Þeir sem eru komnir á lífeyrisaldur eiga í mörgum tilfellum auðveldara að borga og hafi meiri tími. Að menn borgi fyrir að spila Svo er það hreinlega, talandi um að ekki sé vert að einn niðurgreiði fyrir annan, spurning hvort ekki hafi komið til tals að láta menn greiða fyrir spilun til að jafna þann leik. Einhvers konar málamyndagjald fyrir hvert skipti auk félagsgjalda? Því dæmi eru um menn sem spila kannski bara fimm hringi á sumri og þeir eru þá að niðurgreiða fyrir aðra. Gísli Guðni Hall er formaður Golfklúbbs Reykjavíkur og hann segist hafa heyrt menn fagna því að fá að borga það sama og aðrir.vísir/vilhelm „Nei, þetta hefur komið til tals og er í skoðun. Um þetta eru skiptar skoðanir. Auðvelt er að rökstyðja að menn borgi í samræmi við notkun. En á móti kemur að það að vera í golfklúbbi hefur hingað til þýtt að þú getir farið þegar þú vilt og þurfir ekki að hafa áhyggjur af því að borga í hvert skipti. Að taka upp slíkt er stórt mál,“ segir formaðurinn. Varðandi spurningu Guðmundar þá athugaði Gísli það sérstaklega og það er rétt, komi menn fyrir klukkan 14 á virkum dögum er fimmtíu prósenta afsláttur fyrir 67 ára og eldri. „Þetta er eitthvað sem hefur slæðst með,“ segi Gísli. „Það er almennt afsláttargjald fyrir klukkan 14 þannig þetta nær þá 25 prósentum hjá þeim sem eru eldri en 67 ára.“
Golf Eldri borgarar Félagasamtök Tengdar fréttir Kylfingar límdir við tölvuskjáinn og slást um rástíma Golfæði á Íslandi. Allt leggst á eitt. Forseti GSÍ hefur aldrei séð annað eins. 27. maí 2020 09:15 Golf er gott fyrir (lýð)heilsuna Samkvæmt stefnu Golfsambands Íslands 2020-2027 er markmiðið að golfhreyfingin verði virkur þátttakandi í lýðheilsumálum í samræmi við stefnu ÍSÍ og leggi þar með sérstaka áherslu á þátttöku fjölskyldunnar, ungmenna og eldri borgara. 28. mars 2023 08:30 Dramatík, kærur og klögumál hjá heldri kylfingum Margeir Vilhjálmsson kylfingur hefur við þriðja mann verið kærður til aganefndar Golfsambands Íslands en kæran er frá mótstjórn Íslandsmóts eldri kylfinga, sem haldið var dagana 14. – 16. júlí. 10. ágúst 2022 09:33 Mest lesið Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Sport Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Handbolti Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Fótbolti Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti Skúbbaði í miðju kynlífi Sport UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Fótbolti Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Formúla 1 Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Körfubolti Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ Körfubolti Fleiri fréttir Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Dagskráin: Litla körfuboltaliðið í Vesturbænum í beinni UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Skúbbaði í miðju kynlífi Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Systur sömdu á sama tíma Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Messi kominn í frí fram í febrúar Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Katrín áfram í Kópavogi Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Sjá meira
Kylfingar límdir við tölvuskjáinn og slást um rástíma Golfæði á Íslandi. Allt leggst á eitt. Forseti GSÍ hefur aldrei séð annað eins. 27. maí 2020 09:15
Golf er gott fyrir (lýð)heilsuna Samkvæmt stefnu Golfsambands Íslands 2020-2027 er markmiðið að golfhreyfingin verði virkur þátttakandi í lýðheilsumálum í samræmi við stefnu ÍSÍ og leggi þar með sérstaka áherslu á þátttöku fjölskyldunnar, ungmenna og eldri borgara. 28. mars 2023 08:30
Dramatík, kærur og klögumál hjá heldri kylfingum Margeir Vilhjálmsson kylfingur hefur við þriðja mann verið kærður til aganefndar Golfsambands Íslands en kæran er frá mótstjórn Íslandsmóts eldri kylfinga, sem haldið var dagana 14. – 16. júlí. 10. ágúst 2022 09:33