Enski boltinn

Ekkert lið ná­lægt Liver­pool í sigur­mörkum á síðustu stundu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Darwin Nunez fagnar sigurmarki sínu fyrir Liverpool á móti Nottingham Forest um síðustu helgi.
Darwin Nunez fagnar sigurmarki sínu fyrir Liverpool á móti Nottingham Forest um síðustu helgi. Getty/Shaun Botterill

Darwin Núnez skoraði gríðarlega mikilvægt sigurmark fyrir Liverpool í ensku úrvalsdeildinni um helgina og bættist þar með í hóp fjölmargra leikmanna liðsins sem hafa skorað dramatísk sigurmörk á lokamínútunni eða í uppbótartíma.

Það stefndi allt í jafntefli og tvö töpuð stig hjá Liverpool í toppbaráttunni þegar varamaðurinn Núnez skallaði boltann í markið á níundu mínútu í uppbótartíma.

Þetta var þriðja sigurmark Liverpool í viðbættum leiktíma á leiktíðinni þar af annað markið hjá Núnez. Hann tryggði liðinu einnig sigur á Newcastle United í ágúst og þá skoraði Harvey Elliot einnig sigurmark í blálokin á móti Crystal Palace í desember.

Aðeins þrjú lið í deildinni hafa unnið leik á sigurmarki í uppbótartíma en hin eru Tottenham og Manchester United.

Opta hefur nú tekið saman hvaða lið hefur skorað flest sigurmörk á 90. mínútu eða síðar.

Liverpool er þar í algjörum sérflokki. Alls hefur Liverpool skorað 44 sigurmörk svo seint í leikjum sem er tólf mörkum meira en næsta lið sem eru lið Arsenal og Tottenham.

Það lið sem hefur fengið flest slík sigurmörk á sig er Tottenham með 27 eða þremur fleiri en Aston Villa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×