Henda meira en ellefu milljörðum út um gluggann Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. mars 2024 16:30 Russell Wilson hitar upp fyrir leik með Denver Broncos. Getty/Perry Knotts NFL-félagið Denver Broncos hefur tekið þá risastóru ákvörðun að losa sig við leikstjórnandann Russell Wilson þrátt fyrir að hann eigi tvö ár eftir af samningi sínum við félagið. Broncos fékk Wilson í stórum leikmannaskiptum við Seattle Seahawks fyrir tveimur árum og létu mikið frá sér á móti. Í staðinn fékk Seahawks fimm valrétti þar af tvo í fyrstu umferð og tvo í annarri umferð. Einnig komu þrír leikmenn til Seattle. Russell Wilson will get $39M in cash from the #Broncos in 2024. This means he could potentially sign with a new team for the NFL minimum, as any new contract he signs would be coming off that $39M.That alone makes him one of the most fascinating QB free agents in a long time. https://t.co/s0cnSdJFom pic.twitter.com/aAFQyePrmi— Ari Meirov (@MySportsUpdate) March 4, 2024 Eftir skiptin þá gerði Denver síðan nýjan fimm ára samning við Wilson sem skilaði honum 242,6 milljónum dollara eða 33 milljörðum króna. ESPN segir frá. Undir lok síðasta tímabils gafst Denver upp á Wilson og hann spilaði ekki í síðustu tveimur leikjunum. Hann á enn eftir tvö ár af umræddum samningi en svo mikið vildi Denver losna við hann að félagið er tilbúið að henda 85 milljónum dollurum, meira en ellefu milljörðum íslenskra króna, út um gluggann. Denver þarf ekki aðeins að borga þennan pening heldur þrengir þetta einnig að launaþaki félagsins á næstu tveimur leiktíðum. Þetta er það langmesta sem félag hefur fórnað til að losna við leikmann í sögu NFL-deildarinnar. Hinn 35 ára gamli Wilson leiddi Denver til sigurs í 11 af 30 leikjum en koma hans til Denver var ekki sú vítamínssprauta sem eigendurnir bjuggust við. Wilson hafði gert góða hluti í Seattle og unnið einn meistaratitil með Seahawks. Wilson er því laus allra mála og orðrómur um að bæði Minnesota Vikings og Pittsburgh Steelers hafi áhuga á því að fá hann til síns. Hann verður því eflaust ekki atvinnulaus lengi. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=frQ7facoIMc">watch on YouTube</a> NFL Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Skagamenn senda Kanann heim Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Dagskráin í dag: Sú elsta og virtasta, enska úrvalsdeildin og Extra Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Spánarmeistararnir halda í við toppliðið Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Sjá meira
Broncos fékk Wilson í stórum leikmannaskiptum við Seattle Seahawks fyrir tveimur árum og létu mikið frá sér á móti. Í staðinn fékk Seahawks fimm valrétti þar af tvo í fyrstu umferð og tvo í annarri umferð. Einnig komu þrír leikmenn til Seattle. Russell Wilson will get $39M in cash from the #Broncos in 2024. This means he could potentially sign with a new team for the NFL minimum, as any new contract he signs would be coming off that $39M.That alone makes him one of the most fascinating QB free agents in a long time. https://t.co/s0cnSdJFom pic.twitter.com/aAFQyePrmi— Ari Meirov (@MySportsUpdate) March 4, 2024 Eftir skiptin þá gerði Denver síðan nýjan fimm ára samning við Wilson sem skilaði honum 242,6 milljónum dollara eða 33 milljörðum króna. ESPN segir frá. Undir lok síðasta tímabils gafst Denver upp á Wilson og hann spilaði ekki í síðustu tveimur leikjunum. Hann á enn eftir tvö ár af umræddum samningi en svo mikið vildi Denver losna við hann að félagið er tilbúið að henda 85 milljónum dollurum, meira en ellefu milljörðum íslenskra króna, út um gluggann. Denver þarf ekki aðeins að borga þennan pening heldur þrengir þetta einnig að launaþaki félagsins á næstu tveimur leiktíðum. Þetta er það langmesta sem félag hefur fórnað til að losna við leikmann í sögu NFL-deildarinnar. Hinn 35 ára gamli Wilson leiddi Denver til sigurs í 11 af 30 leikjum en koma hans til Denver var ekki sú vítamínssprauta sem eigendurnir bjuggust við. Wilson hafði gert góða hluti í Seattle og unnið einn meistaratitil með Seahawks. Wilson er því laus allra mála og orðrómur um að bæði Minnesota Vikings og Pittsburgh Steelers hafi áhuga á því að fá hann til síns. Hann verður því eflaust ekki atvinnulaus lengi. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=frQ7facoIMc">watch on YouTube</a>
NFL Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Skagamenn senda Kanann heim Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Dagskráin í dag: Sú elsta og virtasta, enska úrvalsdeildin og Extra Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Spánarmeistararnir halda í við toppliðið Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Sjá meira