Róbert og Guðný keyptu húsbílinn fyrir legókubba Stefán Árni Pálsson skrifar 4. mars 2024 20:00 Róbert og Guðný búa í húsbílnum með börnunum sínum tveimur. „Við vildum bara prófa eitthvað nýtt. Komast í meiri hita,“ segir Róbert Halbergsson og kona hans Guðný Matthíasdóttir bætir við: „og komast að því hvar er best að búa.“ Þau tvö lögðu af stað í ævintýri lífsins ásamt börnum sínum tveimur í október 2022. Róbert er grafískur hönnuður og rekur lítið hönnunarfyrirtæki, puhadesign.com, og upphaflega planið var að fara með vinnutækin á sendiferðabíl til Danmerkur, sækja búslóðina þeirra sem var í geymslu þar, keyra um Evrópu og enda á Spáni þar sem þau hugðust setjast að. En þegar þau fóru að nálgast áfangastað fóru þau að efast. Í ljós kom að þeim leið öllum svo vel í húsbílnum og höfðu svo gaman af flakkinu að þau hættu við að finna sér húsnæði og ákváðu að halda áfram ferðalaginu. Lóa Pind Aldísardóttir heimsótti fjölskylduna í haust fyrir þættina Hvar er best að búa?, þar sem þau voru stödd á grísku eyjunni Korfú. Ísabella dóttir þeirra var 16 ára og Kristófer sonur þeirra 10 ára þegar þau lögðu af stað í þetta ævintýri. Þau hafa nú verið á flakki í rúmlega ár - og eru alls ekki hætt. Tókst að safna fyrir húsbíl En það er auðvitað lengri saga á bak við ástæðu þess að þau lögðu af stað í flakkið - eins og heyra má í þættinum. Ein af ástæðunum var sú að þau höfðu ekki tök á að kaupa sér húsnæði á Íslandi en með útsjónarsemi þá tókst þeim að safna fyrir húsbíl - aðallega með því að kaupa gamalt legó, hreinsa það og setja saman og selja á loppumörkuðum. Eins og þau útskýra í myndbrotinu sem hér fylgir. Í fjórða þætti af fimmtu seríu af Hvar er best að búa? heimsækir Lóa þau Guðnýju, Róbert, Ísabellu og Kristófer í húsbílinn á Korfú. Þátturinn var á dagskrá Stöðvar 2 í gærkvöldi. Í þáttaröðinni heimsækir Lóa fólk og fjölskyldur sem framfleytir sér á flugi, hönnun, örorkulaunum, fyrirlestrum um Spotify, almannatengslum og leikskólakennslu, verksmiðjuvinnu, skólavinnu og háskólakennslu, ferðaþjónustu á exótískum stöðumi, leiklist, heimspeki, þróunaraðstoð og býr í stórborgum, litlum borgum, sveit, húsbíl og strandbæ á Srí Lanka, Korfú og í Dubai, Finnlandi, Síerra Leóne, Frakklandi og Tókýó. Framleiðandi og leikstjóri þáttanna er Lóa Pind Aldísardóttir, myndatökumaður 4. Þáttar var Ívar Kristján Ívarsson, klippingu annaðist Sigurður Kristinn Ómarsson hjá Obbosí. Framleitt af Lóu Production fyrir Stöð 2. Klippa: Róbert og Guðný keyptu húsbílinn fyrir legókubba Hvar er best að búa? Íslendingar erlendis Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Lífið Fleiri fréttir Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Sjá meira
Þau tvö lögðu af stað í ævintýri lífsins ásamt börnum sínum tveimur í október 2022. Róbert er grafískur hönnuður og rekur lítið hönnunarfyrirtæki, puhadesign.com, og upphaflega planið var að fara með vinnutækin á sendiferðabíl til Danmerkur, sækja búslóðina þeirra sem var í geymslu þar, keyra um Evrópu og enda á Spáni þar sem þau hugðust setjast að. En þegar þau fóru að nálgast áfangastað fóru þau að efast. Í ljós kom að þeim leið öllum svo vel í húsbílnum og höfðu svo gaman af flakkinu að þau hættu við að finna sér húsnæði og ákváðu að halda áfram ferðalaginu. Lóa Pind Aldísardóttir heimsótti fjölskylduna í haust fyrir þættina Hvar er best að búa?, þar sem þau voru stödd á grísku eyjunni Korfú. Ísabella dóttir þeirra var 16 ára og Kristófer sonur þeirra 10 ára þegar þau lögðu af stað í þetta ævintýri. Þau hafa nú verið á flakki í rúmlega ár - og eru alls ekki hætt. Tókst að safna fyrir húsbíl En það er auðvitað lengri saga á bak við ástæðu þess að þau lögðu af stað í flakkið - eins og heyra má í þættinum. Ein af ástæðunum var sú að þau höfðu ekki tök á að kaupa sér húsnæði á Íslandi en með útsjónarsemi þá tókst þeim að safna fyrir húsbíl - aðallega með því að kaupa gamalt legó, hreinsa það og setja saman og selja á loppumörkuðum. Eins og þau útskýra í myndbrotinu sem hér fylgir. Í fjórða þætti af fimmtu seríu af Hvar er best að búa? heimsækir Lóa þau Guðnýju, Róbert, Ísabellu og Kristófer í húsbílinn á Korfú. Þátturinn var á dagskrá Stöðvar 2 í gærkvöldi. Í þáttaröðinni heimsækir Lóa fólk og fjölskyldur sem framfleytir sér á flugi, hönnun, örorkulaunum, fyrirlestrum um Spotify, almannatengslum og leikskólakennslu, verksmiðjuvinnu, skólavinnu og háskólakennslu, ferðaþjónustu á exótískum stöðumi, leiklist, heimspeki, þróunaraðstoð og býr í stórborgum, litlum borgum, sveit, húsbíl og strandbæ á Srí Lanka, Korfú og í Dubai, Finnlandi, Síerra Leóne, Frakklandi og Tókýó. Framleiðandi og leikstjóri þáttanna er Lóa Pind Aldísardóttir, myndatökumaður 4. Þáttar var Ívar Kristján Ívarsson, klippingu annaðist Sigurður Kristinn Ómarsson hjá Obbosí. Framleitt af Lóu Production fyrir Stöð 2. Klippa: Róbert og Guðný keyptu húsbílinn fyrir legókubba
Hvar er best að búa? Íslendingar erlendis Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Lífið Fleiri fréttir Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Sjá meira