Hópnauðgun á ferðamanni á Indlandi vekur athygli og reiði Hólmfríður Gísladóttir skrifar 4. mars 2024 09:12 Nauðganir og kynferðisofbeldi á Indlandi komast nú oftar í fréttirnar en áður en tugþúsundir árása eru tilkynntar á ári hverju. Hópnauðgun sem átti sér stað í Dumki í Jharkhand-ríki á Indlandi hefur vakið mikla athygli og reiði en fjórir hafa verið handteknir í tengslum við árásina og þriggja er leitað. Fórnarlamb árásarinnar var 28 ára kona með ríkisfang í Brasilíu og á Spáni, sem var á mótorhjólaferðalagi með eiginmanni sínum. Þau höfðu þegar farið um nokkur ríki í Asíu þegar þau komu til Indlands fyrir nokkrum mánuðum. Svo virðist sem þau hafi greint frá ferðalögum sínum á Instagram, þar sem þau eru með um 234 þúsund fylgjendur. Í myndskeiðum sem þau birtu um helgina, en hafa nú verið fjarlægð, greindu þau frá árásinni. Konan sagði sjö menn hafa ráðist á sig og nauðgað sér; svo virðist sem nauðgunin hafi verið markmið árásarinnar þar sem þeir tóku ekki mikið af verðmætum á brott með sér. Þá beittu þeir konuna og mann hennar ofbeldi og hótuðu að drepa þau. „Munnurinn minn er ónýtur,“ sagði maðurinn í öðru myndskeiði. „En konan mín er verri. Þeir börðu mig nokkrum sinnum með hjálminum, með grjóti í höfuðið. Guði sé lof að hún var í jakkanum; það dró aðeins úr höggunum.“ Að sögn lögregluyfirvalda tókst parinu að vekja athygli lögreglumanna á vakt, sem flutti þau á heilbrigðisstofnun. Samkvæmt sendiráði Brasilíu á Indlandi varð parið fyrir alvarlegri árás. Búið var að hafa samband við sendiráð Spánar, þar sem parið framvísaði spænskum vegabréfum til að komast inn í landið. Spænska sendiráðið tísti í gær að fólk þyrfti að standa saman í því að binda enda á kynbundið ofbeldi. Samkvæmt umfjöllun Reuters hafa konur stigið fram um helgina og lýst kynferðisáreitni og -ofbeldi á ferðalögum um Indland. Umræða um kynbundið ofbeldi jókst til muna í landinu í kjölfar atviks árið 2012, þegar hópur manna nauðgaði konu að nafni Jyoti Singh um borð í strætisvagni. Singh lést af sárum sínum. Indland Kynferðisofbeldi Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Fleiri fréttir Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Sjá meira
Fórnarlamb árásarinnar var 28 ára kona með ríkisfang í Brasilíu og á Spáni, sem var á mótorhjólaferðalagi með eiginmanni sínum. Þau höfðu þegar farið um nokkur ríki í Asíu þegar þau komu til Indlands fyrir nokkrum mánuðum. Svo virðist sem þau hafi greint frá ferðalögum sínum á Instagram, þar sem þau eru með um 234 þúsund fylgjendur. Í myndskeiðum sem þau birtu um helgina, en hafa nú verið fjarlægð, greindu þau frá árásinni. Konan sagði sjö menn hafa ráðist á sig og nauðgað sér; svo virðist sem nauðgunin hafi verið markmið árásarinnar þar sem þeir tóku ekki mikið af verðmætum á brott með sér. Þá beittu þeir konuna og mann hennar ofbeldi og hótuðu að drepa þau. „Munnurinn minn er ónýtur,“ sagði maðurinn í öðru myndskeiði. „En konan mín er verri. Þeir börðu mig nokkrum sinnum með hjálminum, með grjóti í höfuðið. Guði sé lof að hún var í jakkanum; það dró aðeins úr höggunum.“ Að sögn lögregluyfirvalda tókst parinu að vekja athygli lögreglumanna á vakt, sem flutti þau á heilbrigðisstofnun. Samkvæmt sendiráði Brasilíu á Indlandi varð parið fyrir alvarlegri árás. Búið var að hafa samband við sendiráð Spánar, þar sem parið framvísaði spænskum vegabréfum til að komast inn í landið. Spænska sendiráðið tísti í gær að fólk þyrfti að standa saman í því að binda enda á kynbundið ofbeldi. Samkvæmt umfjöllun Reuters hafa konur stigið fram um helgina og lýst kynferðisáreitni og -ofbeldi á ferðalögum um Indland. Umræða um kynbundið ofbeldi jókst til muna í landinu í kjölfar atviks árið 2012, þegar hópur manna nauðgaði konu að nafni Jyoti Singh um borð í strætisvagni. Singh lést af sárum sínum.
Indland Kynferðisofbeldi Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Fleiri fréttir Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Sjá meira