Segir undirskrift handan við hornið Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 4. mars 2024 09:01 Vilhjálmur Birgisson segir fátt standa í vegi fyrir að skrifað verði undir langtímakjarasamninga á allra næstu dögum. Vísir/Vilhelm Formaður Starfsgreinasambandsins á von á því að skrifað verði undir kjarasamninga á næstu einum til tveimur sólarhringum. Viðsnúningur varð í viðræðum um helgina og nú er aðkoma sveitarfélaganna það eina sem stendur út af borðinu. „Staðan er nokkuð góð. Við erum komin langleiðina en það er alltaf þannig að það eru einhver atriði eftir sem þarf að klára og ganga frá. Helgin var virkilega athyglisverð og gekk vel. Við erum eins og áður sagði, langt komin, en það eru líka atriði sem eru eftir.“ Þetta sagði Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann greindi frá því að samningsaðilar hefðu fengið munnlega kynningu á ríkispakkanum í gær, en nú sé boltinn hjá sveitafélögunum því það liggi fyrir að aðkoma þeirra sé nauðsynleg til að hægt sé að ganga frá samningum. Aðspurður hvort það séu gjaldskrárhækkanir sem verið sé að ræða segir Vilhjálmur að svo sé, en einnig annað atriði sem hann geti ekki rætt sem ekki sé búið að ganga frá. Varðandi kynninguna á aðkomu stjórnvalda segist Vilhjálmur bundinn trúnaði og geti því ekki rætt ríkispakkann, en honum sýnist þó í fljótu bragði að verið sé að stíga kröftug skref í þá átt sem kröfur Breiðfylkingarinnar snérust um. Það er alltaf þannig að þegar maður fer með langan óskalista til stjórnvalda í kjölfar kjarasamninga þá er það þannig að sumt fær maður og sumt fær maður ekki, það er eðli kjarsamningsgerðar. Viðsnúningur um helgina Það var nokkuð þungt hljóð í Vilhjálmi fyrir helgi. Hann segir gremjuna stafað að því að krafa var gerð á að hluti af þeirra fólki innan Starfsgreinasambandsins og Eflingar myndi hreinlega lækka í launum. „ Við náðum nú að vinda vel ofan af því. Svo vorum við náttúruleg dálítið sár og svekkt yfir því að verið væri að bæta inn í launaliðinn án þess að við værum með á sama tíma og þessi krafa var því við höfum lagt upp með það að ganga hér frá hófstilltum kjarasamningum. Með þeim markmiðum að ná niður vöxtum og verðbólgu og gera hér langtímasamninga.“ Viðsnúningur virðist hafa orðið um helgina og mun meiri bjartsýni ríkir nú. Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjari segir í samtali við Morgunblaðið í dag að það grilli i endamarkið. „Við höfum bara talað okkur í gegnum þetta,“ segir Vilhjálmur. „Það er eðli allra kjarasamninga að þegar fólk getur talað saman, sest niður og rætt nákvæmlega hvað það er sem fólk er óánægt með með þá að endingu nær fólk saman. Þetta eru grundvallarfræðin í kjarasamningsgerð.“ Hvað er það helsta sem gæti klikkað? „Eins og staðan er núna eru það sveitafélögin, ég ætla að vera alveg hreinskilinn með það. Ég hef óskað eftir því Samtök íslenskra sveitafélaga að fulltrúar mæti í hús til okkar í dag því við þurfum að klára þar mál sem við þurfum að fá svör við.“ Vöffluilms í Karphúsinu að vænta á næstu dögum? Ef allt gengur að óskum segist Vilhjálmur búast við að hægt verði að skrifa undir kjarasamninga á næstu einum eða tveimur sólarhringum. „Við erum komin svo ofboðslega langt að það er fátt sem ætti að geta komið í veg fyrir að þetta verkefni fari af stað og við náum þessum tímamóta og langtímasamningum.“ Þó sé mikilvægt að muna að það standi ekki aðeins samningsaðila að axla ábyrgð á að ná niður vöxtum og verðbólgu heldur þurfi samfélagið allt að taka höndum saman. „Ég sendi skýr skilaboð út til allra, verslunareigenda og þjónustuaðila um að axla sína ábyrgð til að þetta verkefni takist. Þurfum öll að róa í sömu átt,“ segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins. Kjaraviðræður 2023-24 Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Ögurstund runnin upp og Vilhjálmur býr sig undir það versta Ögurstund er runnin upp í kjaraviðræðum Eflingar, Starfsgreinasambandsins og Samiðnar við Samtök atvinnulífsins. Formaður SGS segist búa sig undir það versta en samninganefndir funda nú hjá ríkissáttasemjara í skugga verkfallsboðunar. 1. mars 2024 11:35 Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Titringur á Alþingi Innlent Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Erlent Fleiri fréttir Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálsíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt Sjá meira
„Staðan er nokkuð góð. Við erum komin langleiðina en það er alltaf þannig að það eru einhver atriði eftir sem þarf að klára og ganga frá. Helgin var virkilega athyglisverð og gekk vel. Við erum eins og áður sagði, langt komin, en það eru líka atriði sem eru eftir.“ Þetta sagði Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann greindi frá því að samningsaðilar hefðu fengið munnlega kynningu á ríkispakkanum í gær, en nú sé boltinn hjá sveitafélögunum því það liggi fyrir að aðkoma þeirra sé nauðsynleg til að hægt sé að ganga frá samningum. Aðspurður hvort það séu gjaldskrárhækkanir sem verið sé að ræða segir Vilhjálmur að svo sé, en einnig annað atriði sem hann geti ekki rætt sem ekki sé búið að ganga frá. Varðandi kynninguna á aðkomu stjórnvalda segist Vilhjálmur bundinn trúnaði og geti því ekki rætt ríkispakkann, en honum sýnist þó í fljótu bragði að verið sé að stíga kröftug skref í þá átt sem kröfur Breiðfylkingarinnar snérust um. Það er alltaf þannig að þegar maður fer með langan óskalista til stjórnvalda í kjölfar kjarasamninga þá er það þannig að sumt fær maður og sumt fær maður ekki, það er eðli kjarsamningsgerðar. Viðsnúningur um helgina Það var nokkuð þungt hljóð í Vilhjálmi fyrir helgi. Hann segir gremjuna stafað að því að krafa var gerð á að hluti af þeirra fólki innan Starfsgreinasambandsins og Eflingar myndi hreinlega lækka í launum. „ Við náðum nú að vinda vel ofan af því. Svo vorum við náttúruleg dálítið sár og svekkt yfir því að verið væri að bæta inn í launaliðinn án þess að við værum með á sama tíma og þessi krafa var því við höfum lagt upp með það að ganga hér frá hófstilltum kjarasamningum. Með þeim markmiðum að ná niður vöxtum og verðbólgu og gera hér langtímasamninga.“ Viðsnúningur virðist hafa orðið um helgina og mun meiri bjartsýni ríkir nú. Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjari segir í samtali við Morgunblaðið í dag að það grilli i endamarkið. „Við höfum bara talað okkur í gegnum þetta,“ segir Vilhjálmur. „Það er eðli allra kjarasamninga að þegar fólk getur talað saman, sest niður og rætt nákvæmlega hvað það er sem fólk er óánægt með með þá að endingu nær fólk saman. Þetta eru grundvallarfræðin í kjarasamningsgerð.“ Hvað er það helsta sem gæti klikkað? „Eins og staðan er núna eru það sveitafélögin, ég ætla að vera alveg hreinskilinn með það. Ég hef óskað eftir því Samtök íslenskra sveitafélaga að fulltrúar mæti í hús til okkar í dag því við þurfum að klára þar mál sem við þurfum að fá svör við.“ Vöffluilms í Karphúsinu að vænta á næstu dögum? Ef allt gengur að óskum segist Vilhjálmur búast við að hægt verði að skrifa undir kjarasamninga á næstu einum eða tveimur sólarhringum. „Við erum komin svo ofboðslega langt að það er fátt sem ætti að geta komið í veg fyrir að þetta verkefni fari af stað og við náum þessum tímamóta og langtímasamningum.“ Þó sé mikilvægt að muna að það standi ekki aðeins samningsaðila að axla ábyrgð á að ná niður vöxtum og verðbólgu heldur þurfi samfélagið allt að taka höndum saman. „Ég sendi skýr skilaboð út til allra, verslunareigenda og þjónustuaðila um að axla sína ábyrgð til að þetta verkefni takist. Þurfum öll að róa í sömu átt,“ segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins.
Kjaraviðræður 2023-24 Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Ögurstund runnin upp og Vilhjálmur býr sig undir það versta Ögurstund er runnin upp í kjaraviðræðum Eflingar, Starfsgreinasambandsins og Samiðnar við Samtök atvinnulífsins. Formaður SGS segist búa sig undir það versta en samninganefndir funda nú hjá ríkissáttasemjara í skugga verkfallsboðunar. 1. mars 2024 11:35 Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Titringur á Alþingi Innlent Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Erlent Fleiri fréttir Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálsíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt Sjá meira
Ögurstund runnin upp og Vilhjálmur býr sig undir það versta Ögurstund er runnin upp í kjaraviðræðum Eflingar, Starfsgreinasambandsins og Samiðnar við Samtök atvinnulífsins. Formaður SGS segist búa sig undir það versta en samninganefndir funda nú hjá ríkissáttasemjara í skugga verkfallsboðunar. 1. mars 2024 11:35