Segir undirskrift handan við hornið Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 4. mars 2024 09:01 Vilhjálmur Birgisson segir fátt standa í vegi fyrir að skrifað verði undir langtímakjarasamninga á allra næstu dögum. Vísir/Vilhelm Formaður Starfsgreinasambandsins á von á því að skrifað verði undir kjarasamninga á næstu einum til tveimur sólarhringum. Viðsnúningur varð í viðræðum um helgina og nú er aðkoma sveitarfélaganna það eina sem stendur út af borðinu. „Staðan er nokkuð góð. Við erum komin langleiðina en það er alltaf þannig að það eru einhver atriði eftir sem þarf að klára og ganga frá. Helgin var virkilega athyglisverð og gekk vel. Við erum eins og áður sagði, langt komin, en það eru líka atriði sem eru eftir.“ Þetta sagði Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann greindi frá því að samningsaðilar hefðu fengið munnlega kynningu á ríkispakkanum í gær, en nú sé boltinn hjá sveitafélögunum því það liggi fyrir að aðkoma þeirra sé nauðsynleg til að hægt sé að ganga frá samningum. Aðspurður hvort það séu gjaldskrárhækkanir sem verið sé að ræða segir Vilhjálmur að svo sé, en einnig annað atriði sem hann geti ekki rætt sem ekki sé búið að ganga frá. Varðandi kynninguna á aðkomu stjórnvalda segist Vilhjálmur bundinn trúnaði og geti því ekki rætt ríkispakkann, en honum sýnist þó í fljótu bragði að verið sé að stíga kröftug skref í þá átt sem kröfur Breiðfylkingarinnar snérust um. Það er alltaf þannig að þegar maður fer með langan óskalista til stjórnvalda í kjölfar kjarasamninga þá er það þannig að sumt fær maður og sumt fær maður ekki, það er eðli kjarsamningsgerðar. Viðsnúningur um helgina Það var nokkuð þungt hljóð í Vilhjálmi fyrir helgi. Hann segir gremjuna stafað að því að krafa var gerð á að hluti af þeirra fólki innan Starfsgreinasambandsins og Eflingar myndi hreinlega lækka í launum. „ Við náðum nú að vinda vel ofan af því. Svo vorum við náttúruleg dálítið sár og svekkt yfir því að verið væri að bæta inn í launaliðinn án þess að við værum með á sama tíma og þessi krafa var því við höfum lagt upp með það að ganga hér frá hófstilltum kjarasamningum. Með þeim markmiðum að ná niður vöxtum og verðbólgu og gera hér langtímasamninga.“ Viðsnúningur virðist hafa orðið um helgina og mun meiri bjartsýni ríkir nú. Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjari segir í samtali við Morgunblaðið í dag að það grilli i endamarkið. „Við höfum bara talað okkur í gegnum þetta,“ segir Vilhjálmur. „Það er eðli allra kjarasamninga að þegar fólk getur talað saman, sest niður og rætt nákvæmlega hvað það er sem fólk er óánægt með með þá að endingu nær fólk saman. Þetta eru grundvallarfræðin í kjarasamningsgerð.“ Hvað er það helsta sem gæti klikkað? „Eins og staðan er núna eru það sveitafélögin, ég ætla að vera alveg hreinskilinn með það. Ég hef óskað eftir því Samtök íslenskra sveitafélaga að fulltrúar mæti í hús til okkar í dag því við þurfum að klára þar mál sem við þurfum að fá svör við.“ Vöffluilms í Karphúsinu að vænta á næstu dögum? Ef allt gengur að óskum segist Vilhjálmur búast við að hægt verði að skrifa undir kjarasamninga á næstu einum eða tveimur sólarhringum. „Við erum komin svo ofboðslega langt að það er fátt sem ætti að geta komið í veg fyrir að þetta verkefni fari af stað og við náum þessum tímamóta og langtímasamningum.“ Þó sé mikilvægt að muna að það standi ekki aðeins samningsaðila að axla ábyrgð á að ná niður vöxtum og verðbólgu heldur þurfi samfélagið allt að taka höndum saman. „Ég sendi skýr skilaboð út til allra, verslunareigenda og þjónustuaðila um að axla sína ábyrgð til að þetta verkefni takist. Þurfum öll að róa í sömu átt,“ segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins. Kjaraviðræður 2023-24 Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Ögurstund runnin upp og Vilhjálmur býr sig undir það versta Ögurstund er runnin upp í kjaraviðræðum Eflingar, Starfsgreinasambandsins og Samiðnar við Samtök atvinnulífsins. Formaður SGS segist búa sig undir það versta en samninganefndir funda nú hjá ríkissáttasemjara í skugga verkfallsboðunar. 1. mars 2024 11:35 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Sjá meira
„Staðan er nokkuð góð. Við erum komin langleiðina en það er alltaf þannig að það eru einhver atriði eftir sem þarf að klára og ganga frá. Helgin var virkilega athyglisverð og gekk vel. Við erum eins og áður sagði, langt komin, en það eru líka atriði sem eru eftir.“ Þetta sagði Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann greindi frá því að samningsaðilar hefðu fengið munnlega kynningu á ríkispakkanum í gær, en nú sé boltinn hjá sveitafélögunum því það liggi fyrir að aðkoma þeirra sé nauðsynleg til að hægt sé að ganga frá samningum. Aðspurður hvort það séu gjaldskrárhækkanir sem verið sé að ræða segir Vilhjálmur að svo sé, en einnig annað atriði sem hann geti ekki rætt sem ekki sé búið að ganga frá. Varðandi kynninguna á aðkomu stjórnvalda segist Vilhjálmur bundinn trúnaði og geti því ekki rætt ríkispakkann, en honum sýnist þó í fljótu bragði að verið sé að stíga kröftug skref í þá átt sem kröfur Breiðfylkingarinnar snérust um. Það er alltaf þannig að þegar maður fer með langan óskalista til stjórnvalda í kjölfar kjarasamninga þá er það þannig að sumt fær maður og sumt fær maður ekki, það er eðli kjarsamningsgerðar. Viðsnúningur um helgina Það var nokkuð þungt hljóð í Vilhjálmi fyrir helgi. Hann segir gremjuna stafað að því að krafa var gerð á að hluti af þeirra fólki innan Starfsgreinasambandsins og Eflingar myndi hreinlega lækka í launum. „ Við náðum nú að vinda vel ofan af því. Svo vorum við náttúruleg dálítið sár og svekkt yfir því að verið væri að bæta inn í launaliðinn án þess að við værum með á sama tíma og þessi krafa var því við höfum lagt upp með það að ganga hér frá hófstilltum kjarasamningum. Með þeim markmiðum að ná niður vöxtum og verðbólgu og gera hér langtímasamninga.“ Viðsnúningur virðist hafa orðið um helgina og mun meiri bjartsýni ríkir nú. Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjari segir í samtali við Morgunblaðið í dag að það grilli i endamarkið. „Við höfum bara talað okkur í gegnum þetta,“ segir Vilhjálmur. „Það er eðli allra kjarasamninga að þegar fólk getur talað saman, sest niður og rætt nákvæmlega hvað það er sem fólk er óánægt með með þá að endingu nær fólk saman. Þetta eru grundvallarfræðin í kjarasamningsgerð.“ Hvað er það helsta sem gæti klikkað? „Eins og staðan er núna eru það sveitafélögin, ég ætla að vera alveg hreinskilinn með það. Ég hef óskað eftir því Samtök íslenskra sveitafélaga að fulltrúar mæti í hús til okkar í dag því við þurfum að klára þar mál sem við þurfum að fá svör við.“ Vöffluilms í Karphúsinu að vænta á næstu dögum? Ef allt gengur að óskum segist Vilhjálmur búast við að hægt verði að skrifa undir kjarasamninga á næstu einum eða tveimur sólarhringum. „Við erum komin svo ofboðslega langt að það er fátt sem ætti að geta komið í veg fyrir að þetta verkefni fari af stað og við náum þessum tímamóta og langtímasamningum.“ Þó sé mikilvægt að muna að það standi ekki aðeins samningsaðila að axla ábyrgð á að ná niður vöxtum og verðbólgu heldur þurfi samfélagið allt að taka höndum saman. „Ég sendi skýr skilaboð út til allra, verslunareigenda og þjónustuaðila um að axla sína ábyrgð til að þetta verkefni takist. Þurfum öll að róa í sömu átt,“ segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins.
Kjaraviðræður 2023-24 Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Ögurstund runnin upp og Vilhjálmur býr sig undir það versta Ögurstund er runnin upp í kjaraviðræðum Eflingar, Starfsgreinasambandsins og Samiðnar við Samtök atvinnulífsins. Formaður SGS segist búa sig undir það versta en samninganefndir funda nú hjá ríkissáttasemjara í skugga verkfallsboðunar. 1. mars 2024 11:35 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Sjá meira
Ögurstund runnin upp og Vilhjálmur býr sig undir það versta Ögurstund er runnin upp í kjaraviðræðum Eflingar, Starfsgreinasambandsins og Samiðnar við Samtök atvinnulífsins. Formaður SGS segist búa sig undir það versta en samninganefndir funda nú hjá ríkissáttasemjara í skugga verkfallsboðunar. 1. mars 2024 11:35