Segir undirskrift handan við hornið Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 4. mars 2024 09:01 Vilhjálmur Birgisson segir fátt standa í vegi fyrir að skrifað verði undir langtímakjarasamninga á allra næstu dögum. Vísir/Vilhelm Formaður Starfsgreinasambandsins á von á því að skrifað verði undir kjarasamninga á næstu einum til tveimur sólarhringum. Viðsnúningur varð í viðræðum um helgina og nú er aðkoma sveitarfélaganna það eina sem stendur út af borðinu. „Staðan er nokkuð góð. Við erum komin langleiðina en það er alltaf þannig að það eru einhver atriði eftir sem þarf að klára og ganga frá. Helgin var virkilega athyglisverð og gekk vel. Við erum eins og áður sagði, langt komin, en það eru líka atriði sem eru eftir.“ Þetta sagði Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann greindi frá því að samningsaðilar hefðu fengið munnlega kynningu á ríkispakkanum í gær, en nú sé boltinn hjá sveitafélögunum því það liggi fyrir að aðkoma þeirra sé nauðsynleg til að hægt sé að ganga frá samningum. Aðspurður hvort það séu gjaldskrárhækkanir sem verið sé að ræða segir Vilhjálmur að svo sé, en einnig annað atriði sem hann geti ekki rætt sem ekki sé búið að ganga frá. Varðandi kynninguna á aðkomu stjórnvalda segist Vilhjálmur bundinn trúnaði og geti því ekki rætt ríkispakkann, en honum sýnist þó í fljótu bragði að verið sé að stíga kröftug skref í þá átt sem kröfur Breiðfylkingarinnar snérust um. Það er alltaf þannig að þegar maður fer með langan óskalista til stjórnvalda í kjölfar kjarasamninga þá er það þannig að sumt fær maður og sumt fær maður ekki, það er eðli kjarsamningsgerðar. Viðsnúningur um helgina Það var nokkuð þungt hljóð í Vilhjálmi fyrir helgi. Hann segir gremjuna stafað að því að krafa var gerð á að hluti af þeirra fólki innan Starfsgreinasambandsins og Eflingar myndi hreinlega lækka í launum. „ Við náðum nú að vinda vel ofan af því. Svo vorum við náttúruleg dálítið sár og svekkt yfir því að verið væri að bæta inn í launaliðinn án þess að við værum með á sama tíma og þessi krafa var því við höfum lagt upp með það að ganga hér frá hófstilltum kjarasamningum. Með þeim markmiðum að ná niður vöxtum og verðbólgu og gera hér langtímasamninga.“ Viðsnúningur virðist hafa orðið um helgina og mun meiri bjartsýni ríkir nú. Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjari segir í samtali við Morgunblaðið í dag að það grilli i endamarkið. „Við höfum bara talað okkur í gegnum þetta,“ segir Vilhjálmur. „Það er eðli allra kjarasamninga að þegar fólk getur talað saman, sest niður og rætt nákvæmlega hvað það er sem fólk er óánægt með með þá að endingu nær fólk saman. Þetta eru grundvallarfræðin í kjarasamningsgerð.“ Hvað er það helsta sem gæti klikkað? „Eins og staðan er núna eru það sveitafélögin, ég ætla að vera alveg hreinskilinn með það. Ég hef óskað eftir því Samtök íslenskra sveitafélaga að fulltrúar mæti í hús til okkar í dag því við þurfum að klára þar mál sem við þurfum að fá svör við.“ Vöffluilms í Karphúsinu að vænta á næstu dögum? Ef allt gengur að óskum segist Vilhjálmur búast við að hægt verði að skrifa undir kjarasamninga á næstu einum eða tveimur sólarhringum. „Við erum komin svo ofboðslega langt að það er fátt sem ætti að geta komið í veg fyrir að þetta verkefni fari af stað og við náum þessum tímamóta og langtímasamningum.“ Þó sé mikilvægt að muna að það standi ekki aðeins samningsaðila að axla ábyrgð á að ná niður vöxtum og verðbólgu heldur þurfi samfélagið allt að taka höndum saman. „Ég sendi skýr skilaboð út til allra, verslunareigenda og þjónustuaðila um að axla sína ábyrgð til að þetta verkefni takist. Þurfum öll að róa í sömu átt,“ segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins. Kjaraviðræður 2023-24 Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Ögurstund runnin upp og Vilhjálmur býr sig undir það versta Ögurstund er runnin upp í kjaraviðræðum Eflingar, Starfsgreinasambandsins og Samiðnar við Samtök atvinnulífsins. Formaður SGS segist búa sig undir það versta en samninganefndir funda nú hjá ríkissáttasemjara í skugga verkfallsboðunar. 1. mars 2024 11:35 Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Fleiri fréttir Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Sjá meira
„Staðan er nokkuð góð. Við erum komin langleiðina en það er alltaf þannig að það eru einhver atriði eftir sem þarf að klára og ganga frá. Helgin var virkilega athyglisverð og gekk vel. Við erum eins og áður sagði, langt komin, en það eru líka atriði sem eru eftir.“ Þetta sagði Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann greindi frá því að samningsaðilar hefðu fengið munnlega kynningu á ríkispakkanum í gær, en nú sé boltinn hjá sveitafélögunum því það liggi fyrir að aðkoma þeirra sé nauðsynleg til að hægt sé að ganga frá samningum. Aðspurður hvort það séu gjaldskrárhækkanir sem verið sé að ræða segir Vilhjálmur að svo sé, en einnig annað atriði sem hann geti ekki rætt sem ekki sé búið að ganga frá. Varðandi kynninguna á aðkomu stjórnvalda segist Vilhjálmur bundinn trúnaði og geti því ekki rætt ríkispakkann, en honum sýnist þó í fljótu bragði að verið sé að stíga kröftug skref í þá átt sem kröfur Breiðfylkingarinnar snérust um. Það er alltaf þannig að þegar maður fer með langan óskalista til stjórnvalda í kjölfar kjarasamninga þá er það þannig að sumt fær maður og sumt fær maður ekki, það er eðli kjarsamningsgerðar. Viðsnúningur um helgina Það var nokkuð þungt hljóð í Vilhjálmi fyrir helgi. Hann segir gremjuna stafað að því að krafa var gerð á að hluti af þeirra fólki innan Starfsgreinasambandsins og Eflingar myndi hreinlega lækka í launum. „ Við náðum nú að vinda vel ofan af því. Svo vorum við náttúruleg dálítið sár og svekkt yfir því að verið væri að bæta inn í launaliðinn án þess að við værum með á sama tíma og þessi krafa var því við höfum lagt upp með það að ganga hér frá hófstilltum kjarasamningum. Með þeim markmiðum að ná niður vöxtum og verðbólgu og gera hér langtímasamninga.“ Viðsnúningur virðist hafa orðið um helgina og mun meiri bjartsýni ríkir nú. Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjari segir í samtali við Morgunblaðið í dag að það grilli i endamarkið. „Við höfum bara talað okkur í gegnum þetta,“ segir Vilhjálmur. „Það er eðli allra kjarasamninga að þegar fólk getur talað saman, sest niður og rætt nákvæmlega hvað það er sem fólk er óánægt með með þá að endingu nær fólk saman. Þetta eru grundvallarfræðin í kjarasamningsgerð.“ Hvað er það helsta sem gæti klikkað? „Eins og staðan er núna eru það sveitafélögin, ég ætla að vera alveg hreinskilinn með það. Ég hef óskað eftir því Samtök íslenskra sveitafélaga að fulltrúar mæti í hús til okkar í dag því við þurfum að klára þar mál sem við þurfum að fá svör við.“ Vöffluilms í Karphúsinu að vænta á næstu dögum? Ef allt gengur að óskum segist Vilhjálmur búast við að hægt verði að skrifa undir kjarasamninga á næstu einum eða tveimur sólarhringum. „Við erum komin svo ofboðslega langt að það er fátt sem ætti að geta komið í veg fyrir að þetta verkefni fari af stað og við náum þessum tímamóta og langtímasamningum.“ Þó sé mikilvægt að muna að það standi ekki aðeins samningsaðila að axla ábyrgð á að ná niður vöxtum og verðbólgu heldur þurfi samfélagið allt að taka höndum saman. „Ég sendi skýr skilaboð út til allra, verslunareigenda og þjónustuaðila um að axla sína ábyrgð til að þetta verkefni takist. Þurfum öll að róa í sömu átt,“ segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins.
Kjaraviðræður 2023-24 Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Ögurstund runnin upp og Vilhjálmur býr sig undir það versta Ögurstund er runnin upp í kjaraviðræðum Eflingar, Starfsgreinasambandsins og Samiðnar við Samtök atvinnulífsins. Formaður SGS segist búa sig undir það versta en samninganefndir funda nú hjá ríkissáttasemjara í skugga verkfallsboðunar. 1. mars 2024 11:35 Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Fleiri fréttir Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Sjá meira
Ögurstund runnin upp og Vilhjálmur býr sig undir það versta Ögurstund er runnin upp í kjaraviðræðum Eflingar, Starfsgreinasambandsins og Samiðnar við Samtök atvinnulífsins. Formaður SGS segist búa sig undir það versta en samninganefndir funda nú hjá ríkissáttasemjara í skugga verkfallsboðunar. 1. mars 2024 11:35