Íslendingar sleppa við greiðslu með vildarkorti Magnús Jochum Pálsson skrifar 3. mars 2024 22:31 Gestir Perlunnar þurfa nú að kaupa sér aðgangsmiða að Perlunni vilji þeir fara á kaffihúsið eða veitingastaðinn á efstu hæðunum tveimur. Vísir/Vilhelm Allir gestir Perlunnar þurfa nú að kaupa aðgangsmiða að byggingunni og á það líka við þá sem ætla sér bara á kaffihúsið, veitingastaðinn eða útsýnispallinn á efstu hæðunum. Íslendingar geti sótt um vildarvinakort og þannig sleppt við að borga sig inn. Þetta kemur fram í frétt mbl um málið en þar er haft eftir starfsmanni Perlunnar. Á síðu Perlunnar má sjá verð aðgangsmiðanna að svokölluðum „Undrum Íslands“ (e. Wonders of Iceland) sem veita manni aðgang að allri Perlunni, það er að segja byggingunni, útsýnispallinum, norðurljósasýningunni Áróru og öllum öðrum sýningum. Dýrara að kaupa á staðnum en netinu Miði fyrir fullorðna kostar 5.390 en fyrir börn á aldrinum sex til sautján ára kostar hann 3.390. Það er því frítt fyrir fimm ára og yngri. Einnig er hægt að kaupa sérstakan fjölskyldumiða, sem inniheldur tvo fullorðinsmiða og tvo barnamiða, á 14.990 sem sparar slíkri fjölskyldu 2.570 krónur. Verðið sem er gefið upp er hins vegar svokallað netverð og eru bæði fullorðins- og barnamiðarnir 300 krónum dýrari ef maður kaupir þá á staðnum. Fjölskyldumiðinn er jafnframt tvö þúsund krónum dýrari keyptur á staðnum og kostar 16.990 krónur. Íslendingar fái frítt inn með vildarkorti Íslendingar geta hins vegar sleppt við að borga sig inn ef þeir sækja um vildarvinakort að sögn starfsmannsins sem mbl ræddi við. Vildarvinakortið sé ókeypis og veiti korthöfum aðgang að fjórðu og fimmtu hæð Perlunnar þar sem útsýnispallurinn og veitingaþjónustan eru staðsett. Með því sé hægt að ganga beint inn. Á heimasíðu Perlunnar má lesa um skilmála Vildarvinakortsins sem er eingöngu gefið út til einstaklinga sem hafa náð átján ára aldri. „Gegn framvísun vildarvinakortsins á korthafi rétt á ákveðnum fríðindum í viðskiptum sínum við Perluna og eftir atvikum samstarfsfyrirtæki sem staðsett eru í Perlunni,“ segir á síðunni en þau fríðindi geti breyst frá einum tíma til annars. Korthafar eru hvattir til að fylgjast með fríðindum kortsins á heimasíðu Perlunnar þar sem þeir „geta ekki treyst því að Perlan muni senda þeim sérstakar tilkynningar um breytingar á fríðindum.“ „Réttur korthafa til að njóta þeirra fríðinda sem vildarvinakort Perlunnar býður upp á er bundinn við korthafa einan og gildir rétturinn því ekki um vini eða fjölskyldumeðlimi sem eftir atvikum heimsækja,“ segir á síðunni og er starfsmönnum Perlunnar heimilt að taka vildarkort úr umferð ef það er misnotað. Neytendur Ferðamennska á Íslandi Reykjavík Mest lesið Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Fleiri fréttir Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sjá meira
Þetta kemur fram í frétt mbl um málið en þar er haft eftir starfsmanni Perlunnar. Á síðu Perlunnar má sjá verð aðgangsmiðanna að svokölluðum „Undrum Íslands“ (e. Wonders of Iceland) sem veita manni aðgang að allri Perlunni, það er að segja byggingunni, útsýnispallinum, norðurljósasýningunni Áróru og öllum öðrum sýningum. Dýrara að kaupa á staðnum en netinu Miði fyrir fullorðna kostar 5.390 en fyrir börn á aldrinum sex til sautján ára kostar hann 3.390. Það er því frítt fyrir fimm ára og yngri. Einnig er hægt að kaupa sérstakan fjölskyldumiða, sem inniheldur tvo fullorðinsmiða og tvo barnamiða, á 14.990 sem sparar slíkri fjölskyldu 2.570 krónur. Verðið sem er gefið upp er hins vegar svokallað netverð og eru bæði fullorðins- og barnamiðarnir 300 krónum dýrari ef maður kaupir þá á staðnum. Fjölskyldumiðinn er jafnframt tvö þúsund krónum dýrari keyptur á staðnum og kostar 16.990 krónur. Íslendingar fái frítt inn með vildarkorti Íslendingar geta hins vegar sleppt við að borga sig inn ef þeir sækja um vildarvinakort að sögn starfsmannsins sem mbl ræddi við. Vildarvinakortið sé ókeypis og veiti korthöfum aðgang að fjórðu og fimmtu hæð Perlunnar þar sem útsýnispallurinn og veitingaþjónustan eru staðsett. Með því sé hægt að ganga beint inn. Á heimasíðu Perlunnar má lesa um skilmála Vildarvinakortsins sem er eingöngu gefið út til einstaklinga sem hafa náð átján ára aldri. „Gegn framvísun vildarvinakortsins á korthafi rétt á ákveðnum fríðindum í viðskiptum sínum við Perluna og eftir atvikum samstarfsfyrirtæki sem staðsett eru í Perlunni,“ segir á síðunni en þau fríðindi geti breyst frá einum tíma til annars. Korthafar eru hvattir til að fylgjast með fríðindum kortsins á heimasíðu Perlunnar þar sem þeir „geta ekki treyst því að Perlan muni senda þeim sérstakar tilkynningar um breytingar á fríðindum.“ „Réttur korthafa til að njóta þeirra fríðinda sem vildarvinakort Perlunnar býður upp á er bundinn við korthafa einan og gildir rétturinn því ekki um vini eða fjölskyldumeðlimi sem eftir atvikum heimsækja,“ segir á síðunni og er starfsmönnum Perlunnar heimilt að taka vildarkort úr umferð ef það er misnotað.
Neytendur Ferðamennska á Íslandi Reykjavík Mest lesið Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Fleiri fréttir Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sjá meira