Lífið

Ferða­tösku Lauf­eyjar stolið

Magnús Jochum Pálsson skrifar
Þrátt fyrir að hafa lent í töskuþjófnaði komst Laufey til Sviss þar sem hún fékk sér góðan bröns.
Þrátt fyrir að hafa lent í töskuþjófnaði komst Laufey til Sviss þar sem hún fékk sér góðan bröns.

Ferðatösku tónlistarkonunnar Laufeyjar Línar var stolið á Ítalíu. Hún lét það ekki á sig fá og komst heilu og höldnu til Lausanne í Sviss þar sem hún er með tónleika í kvöld.

Laufey greindi frá stuldinum í Instagram-sögu sinni í dag. Þar segist hún vona að þjófurinn njóti „vintage“ fata og bréfa frá aðdáendum hennar. Síðar í sögunni grínaðist Laufey með að hún væri ekki með nein nærföt en nóg af bröns.

Laufey greindi frá þjófnaðinum í Instagram-sögu sinni.

Laufey sem er á tónleikaferðalagi um Evrópu spilaði í Milano á föstudag og hefur ætlað að njóta Ítalíu um helgina áður en hún ferðaðist til Sviss fyrir tónleikana í kvöld.

Tónlistarkonan hefur fagnað hverjum stórum áfanganum á fætur öðrum frá því hún gaf út sína fyrstu plötu, Everything I Know About Love, árið 2022. 

Í fyrra kom út önnur plata hennar, Bewitched, sem komst á efsta sæti bandaríska jazzlistansog skilaði henni Grammy-verðlaunum fyrir bestu hefðbundnu poppplötu núna í febrúar.

Laufey var í gær nýjasti gestur hlaðvarpsins Rocket Hour sem goðsögnin Elton John heldur úti. Þau ræddu þar saman um tónlist hennar sem Elton fór sérstaklega fögrum orðum um tónlist hennar.

„Ég held að nú sé runnið upp fyrsta stóra tónleikaárið mitt. Ég verð mikið á faraldsfæti og ferðast til næstum hverrar einustu heimsálfu,“ sagði Laufey í hlaðvarpinu en eftir að Bewitched kom út hefur hún verið á nánast linnulausu tónleikaferðalagi. 

Fyrst fór Laufey og vítt og breitt um Bandaríkin og núna í febrúar hófst Evrópuhluti ferðalagsins. Eins og sjá má á myndinni fyrir neðan er uppselt á alla tónleika ferðalagsins, þar á meðal á þrenna tónleika hennar í Eldborg í Hörpu í mars.

Uppselt er á alla tónleika Laufeyjar á tónleikaferðalagi hennar um Evrópu.

Tengdar fréttir

Risa­stór sigur fyrir ís­lenskt menningar­líf

Lilja Dögg Alfreðsdóttir menningarmálaráðherra fylgdist grannt með gangi mála í Grammy-verðlaunaafhendingu í gærkvöldi og hún var að vonum ánægð með sigur Laufeyjar sem um leið er sigur íslensku þjóðarinnar.

Laufey hlaut Grammy-verðlaun

Laufey Lín Jónsdóttir hlaut Grammy-verðlaun í kvöld í flokki hefðbundinnar popptónlistar, fyrir breiðskífu sína Bewitched.

Lauf­ey toppar Lady Gaga

Glæný plata tónlistarkonunnar Laufeyjar slær öll met á tónlistarveitunni Spotify. Fyrsta sólarhringinn var plötunni streymt 5,7 milljón sinnum, en það er langmesta spilun sem djassplata hefur fengið á tónlistarveitunni á fyrsta sólarhring eftir útgáfu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×