„Heyrðu, hún er fundin“ Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 3. mars 2024 11:43 Atburðarásin sem leiddi til þess að Fanney og blóðmóðir hennar voru sameinaðar á ný var ótrúleg. Samsett Fanney Ýr Gunnlaugsdóttir var ungabarn þegar hún var ættleidd frá Sri Lanka. Eftir að hafa horft á sjónvarpsþættina Leitin að upprunanum kviknaði hjá henni löngun; hún vildi finna blóðmóður sína. Hana grunaði hins vegar aldrei að það ættu einungis eftir að líða tvær vikur þar til að móðir hennar kæmi í leitirnar. Atburðarásin var að mörgu leyti lygileg. Ekkert feimnismál „Upplýsingarnar sem mamma og pabbi fengu á sínum tíma voru að blóðmóðir mín hefði verið mjög ung og ekki verið fær um að sjá um mig. Þau fengu líka að vita að blóðfaðir minn væri hermaður,“ segir Fanney en hún var eins mánaða þegar foreldrar hennar, Gunnlaugur Haraldsson og Elísabet Jóhannesdóttir, ættleiddu hana frá Sri Lanka og fóru með hana heim til Íslands. Það var árið 1985. Fyrsta mánuð ævinnar dvaldi hún ásamt blóðmóður sinni á fæðingarheimili í Colombo. „Það er algengt að ungar, einstæðar og fátækar mæður komi þangað og eignist börnin sín og gefi þau svo til ættleiðingar. Það er oft þannnig að fjölskyldur þeirra vita ekki af meðgöngunni, sérstaklega ef börnin eru getin utan hjónabands.“ Þessi mynd var tekin þegar foreldrar Fanneyjar fengu hana fyrst í fangið í Sri Lanka, árið 1985.Aðsend Fanney ólst upp hjá foreldrum sínum á Akranesi, ásamt bróður sínum, Heimi Fannari, sem er þrettán árum eldri. Og þar býr hún enn í dag, ásamt eiginmanni og tveimur dætrum, auk þess sem hún á tvö „bónusbörn“ eins og hún orðar það. „Ættleiðingin var alltaf mjög opið umræðuefni þegar ég var yngri,“ segir hún. Foreldrar hennar fengu á sínum tíma möppu með öllum helstu upplýsingum; fæðingarvottorð, heilsufarsupplýsingar og annað. „Ég gat alltaf spurt foreldra mína ef ég var forvitin og þetta var aldrei neitt feimnismál. En ég var aldrei að spá neitt sérstaklega í þessu, ekki þannig séð. Þessar upplýsingarnar bara voru þarna, og ef ég vildi vita eitthvað þá spurði ég og þau svöruðu. En þetta var aldrei að angra mig neitt. En það breyttist aðeins þegar ég var orðin fullorðin, sérstaklega eftir að ég varð sjálf mamma. Þá fór ég að pæla meira í minni sjúkrasögu og þess háttar. Og ég hugsaði líka með mér: Hvað ef ég hefði gefið dóttur mína frá mér? Myndi ég þá ekki vilja vita hvað hefði orðið um hana? Ég hugsaði alltaf með mér að ef ég myndi láta verða af þessu, fara af stað í þessa leit, og blóðmóðir mín myndi á endanum ekki vilja vera í samskiptum við mig, þá væri það allt í lagi. Hún myndi þá allavega vita um mín afdrif; vita að ég ætti gott líf í dag.“ Systkinin Fanney Ýr og Heimir Fannar.Aðsend Ótrúleg tilviljun Árið 2021 horfði Fanney á sjónvarpsþættina Leitin að upprunanum á Stöð 2. Þar kom fyrir nafn Auri Hinriksson, en Auri hefur í gegnum tíðina aðstoðað fjölmarga við að leita uppruna síns í Sri Lanka. „Og þá kviknaði á einhverju hjá mér og ég og maðurinn minn fórum virkilega að ræða þetta. Hann var sérstaklega spenntur; fór strax á facebook og sló inn nafnið hennar Auri og náði loks að finna hana og senda henna skilaboð.“ Og í kjölfarið fór boltinn að rúlla. „Auri er með rosalega mikið af samböndum þarna úti, og hún bað mig um að senda sér gögnin sem ég var með, sem ég gerði. Í þessum gögnum var meðal annars heimilisfangið á fæðingarheimilinu, og nafn blóðmóður minnar. Auri fór á stúfana og þá kom í ljós að allar upplýsingarnar stóðust, og blóðmóðir mín bjó meira að segja við þessa sömu götu.“ Það liðu tvær vikur þar til Auri hringdi í mig og sagði: „Heyrðu, hún er fundin!“ Ég ætlaði ekki að trúa þessu. Ég bjóst aldrei við því að þetta myndi gerast svona hratt. Ég hafði horft á Leitina að upprunanum á sínum tíma og sá þar að þetta er ferli sem tekur venjulega ofboðslega langan tíma. Ég var þess vegna búin að búa mig undir að þetta gæti orðið langt og erfitt ferli, og ég hafði ekki þorað að gera mér neinar sérstakar væntingar. Atburðarásin var í raun ótrúleg, eins og Fanney lýsir. „Það er algengt þarna í Sri Lanka að konur fari til landa eins og Dubai eða Sádi Arabíu, dvelji þar í tvö til þrjú ár og vinni sem nokkurskonar þjónustustúlkur heima hjá ríku fólki. Þegar Auri fann blóðmóður mína þá var hún einmitt á leiðinni til Sádi Arabíu eftir örfáa daga. Ef Auri hefði ekki fundið hana akkúrat á þessum tímapunkti þá er ekki víst að hún hefði nokkurn tímann náð að hafa uppi á henni,“ segir hún. „Þetta var afskaplega skrítinn dagur, þegar Auri hringdi í mig. Ég hló og ég grét og var bara í einhverjum tilfinningarússíbana. Þegar ég vaknaði klukkan sjö morguninn eftir þá tók ég eftir því að það hafði einhver reynt að hringja í mig á Facetime- og það reyndist vera blóðmóðir mín. Við áttum semsagt okkar fyrsta fund þarna, í gegnum Facetime. Þetta var svo ótrúlegt. Hún grét og grét og endurtók í sífellu: „Fyrirgefðu, fyrirgefðu,“ á meðan ég var að sjálf að reyna að halda aftur af tárunum. Ég sýndi henni myndir af börnunum mínum og þetta var bara ótrúlega skrítið og magnað og yndislegt, allt á sama tíma. Og ég fékk að vita að ég ætti tvær systur,“ segir Fanney og bætir við að það hafi strax staðið til að fara út til Sri Lanka svo þær mæðgur gætu hist. Þrjár vikur til stefnu Ekki löngu seinna fór blóðmóðir Fanneyjar síðan til Sádi Arabíu til að vinna. Á þessum tíma var Covid faraldurinn í fullum gangi og ferðalag til Sri Lanka var ekki mögulegt. En um mitt ár 2023 dró loks til tíðinda. „Þá fæ ég símhringinu frá Auri. Það kom í ljós að blóðmóðir mín hafði misst systur sína og var á leiðinni til Sri Lanka í stutta heimsókn eftir þrjár vikur. Og Auri sagði bara við mig hreint út: „Fanney, það er nú eða aldrei.“ Ég hringdi í manninn minn, bróður minn og konuna hans og sagði: „Jæja, þetta er bara að fara að gerast.“ Af því að foreldrar mínir eru núna skilin þá fannst mér afskaplega mikilvægt að taka bróður minn með mér út og hafa hann með mér í þessu. Ég var svo hrædd um að ég myndi ekki höndla þetta. Og á endanum ákváðum við að fara öll saman út, ég, maðurinn minn, bróðir minn og mágkona.“ Í kjölfarið gerðust hlutirnir hratt. Það voru einungis nokkrar vikur til stefnu. „Það vill bara svo til að bróðir minn er algjör undramaður. Hann tók svolítið stjórnina þarna og sá til þess að þetta myndi allt ganga upp. Ég var nefnilega sjálf eitthvað svo ringluð í þessu öllu saman og var ekki ná að meðtaka þetta allt. En hann sá um að gera allar ráðstafanir, panta og græja allt. Ég náði þess vegna að kúpla mig aðeins út, og undirbúa mig andlega fyrir það sem var í vændum. Ég er afskaplega þakklát honum. Ég veit hreinlega ekki hvað ég hefði gert án hans.“ Mögnuð stund Í október á seinasta ári flaug hópurinn síðan frá Íslandi til London, þaðan til Dubai og loks til Sri Lanka. Fanney bjó til síðu á Instagram þar sem hún birti myndir og myndskeið úr ferðinni. „Ég man að við lentum þarna í Sri Lanka eldsnemma á mánudagsmorgni og ég hugsaði með mér: „Ókei, þetta er bara að gerast.“ Auri var búin að gera allar ráðstafanir; útvegaði okkur æðislegum bílstjóra sem kom og sótti okkur og fór með okkur heim til Auri. Við vorum búin að koma okkur saman um að það væri best að við myndum öll hittast þar, í öruggu umhverfi. Og þegar við komum þangað þá var blóðmóðir mín þegar mætt og beið spennt eftir okkur. Við gengum inn og þar var hún; þessi pínulitla og fallega kona,“ rifjar Fanney upp. Það var ólýsanleg stund þegar Fanney og blóðmóðir hennar hittust í fyrsta skipti.Aðsend „Þetta var auðvitað bara algjörlega mögnuð stund. Það er eiginlega ekki hægt að lýsa þessari upplifun. Bróðir minn sagði henni frá því þegar ég kom til Íslands á sínum tíma, þegar hann var sjálfur fjórtán ára, og sagði henni sögur af mér og okkur tveimur. Það fannst henni afskaplega gaman og dýrmætt að heyra. Henni fannst líka merkilegt og áhugavert að heyra um okkar systkinasamband, að ég ætti bróður sem væri náinn mér og væri góður við mig. Það er víst svo algengt þarna úti að ungir strákar komi illa fram við yngri systur sínar, vanvirði þær og níðist á þeim.“ Önnur systir Fanneyjar mætti stuttu seinna og urðu þar miklir fagnaðarfundir. Fanney segir það hafa verið magnað að hitta blóðmóður sína „í eigin persónu.“ „Þegar fólkið mitt sá okkur saman þarna fyrst þá fannst þeim ótrúlegt hvað við vorum líkar. Alltaf þegar ég hlæ eða brosi þá fæ ég svona krumpur á nefið, og hún gerir nákvæmlega það sama, sem mér finnst ótrúlega merkilegt. Við erum líka með nákvæmlega eins hlátur, og erum mjög svipaðar í vexti.“ Allur hópurinn samankominn.Aðsend Daginn eftir nýttu Fanney og hin í hópnum tækifærið og skoðuðu sig um í borginni. Daginn eftir hitti Fanney svo blóðmóður sína aftur. „Það var yndislegt, við borðuðum saman og svo bauð ég henni í fótsnyrtingu. Hún hafði aldrei getað leyft sér svoleiðis dekur og það var æðislega gaman hjá okkur að eiga svona „mæðgnastund“ og dúlla okkur saman. Svo fór hún út daginn eftir.“ Feðraveldi í Sri Lanka Eftir því sem á leið, og Fanney og blóðmóðir hennar ræddu meira saman fékk Fanney líka að vita meira um uppruna sinn og söguna þar á bak við. „Og þá gat ég fyllt upp í svo margar eyður. Fengið svör við öllum spurningunum sem ég hafði. Hún var rosalega opin, og svaraði öllum spurningum sem ég var með. Ég fékk aldrei á tilfinninguna að hún væri að leyna mig einhverju,“ segir hún. „Blóðfaðir minn var hermaður, hann og blóðmóðir mín voru saman þarna á sínum tíma, en voru ekki í föstu sambandi. Þegar hún varð síðan ófrísk að mér þá sagði hann henni að hann þyrfti að fara heim til fjölskyldu sinnar og biðja um leyfi til að giftast henni. Hann fór og kom aldrei aftur. Hún heyrði aldrei neitt meira frá honum. Þetta er auðvitað allt önnur menning þarna úti, feðraveldið er svo ríkjandi. En svona var þetta. Mér skilst samt að hann hafi verið mjög góður við hana, og hafi verið spenntur fyrir því að eignast með henni barn. En af því að hún var orðin ólétt, og þau ekki gift þá tóku foreldrar hans það ekki í mál. Blóðmóðir mín tók seinna meir saman við annan mann, og eignaðist með honum tvær stelpur, systur mínar. Sá maður var víst mikill drykkjusjúklingur og kom ekki vel fram við hana og hann lést fyrir mörgum árum. Systur mínar vissu af mér, en höfðu víst aldrei þorað að spyrja hana. Þessi ættleiðing var eiginlega aldrei rædd. Mér skilst að systur blóðmóður minnar viti af mér, en ekki bræður hennar. Þetta er svona karlaveldi þarna úti, og mikið tabú að eiga barn utan hjónabands.“ Ótrúleg tenging „Hún sagði mér líka frá deginum þegar hún gaf mig frá sér. Þá kom hún semsagt með mig inn í sal í dómshúsi, þar sem mamma og pabbi biðu, og afhenti þeim mig. Það var svolítið magnað að hún hafi treyst sér í það. Hún sagði við mig að hún hefði alltaf haft rosalega góða tilfinningu gagnvart foreldrum mínum, hún hefði fundið það á sér að þau væru gott fólk og að ég væri í góðum höndum hjá þeim. En hún sagði líka að þetta hefði verið það erfiðasta sem hún hefði nokkurn tímann gert á ævinni. Það var líka gaman að heyra þessa sögu frá henni, af því að ég hafði heyrt þessa sögu áður frá foreldrum mínum, semsagt þeirra upplifun." Fanney starfar í heilbrigðisgagnadeildinni á sjúkrahúsinu á Akranesi, auk þess sem hún er lærður naglafræðingur og er að ljúka námi í næringarfræði. Hún veit að ef hún hefði ekki verið ættleidd til Íslands þá hefði hún aldrei fengið þessi tækifæri. Hún segir að það hafi verið sárt að horfa upp á hvernig líf blóðmóðir hennar og systur áttu í Sri Lanka. Lífsgæðin þar eru allt önnur. „Systur mínar úti hafa báðar lokið námi, önnur er leikskólakennari og hin er hjúkrunarfræðingur, en þær hafa hvorugar fengið að vinna við sitt fag. Ég fékk rosalega mikið samviskubit, og þetta er eiginlega ennþá svolítið að plaga mig. Af hverju fékk ég þetta tækifæri en ekki þær? “ Hún segist líka hafa tekið eftir því, þegar hún kom út til Sri Lanka, að það var ýmislegt í hennar fari sem kom heim og saman við fólkið þar. Fanney hyggst heimsækja Sri Lanka aftur í framtíðinni, enda á hún þar sterkar rætur.Aðsend „Fólkið mitt var eiginlega í smá sjokki, það var svo margt sem þau tengdu saman við mig og þetta land. Ég er til dæmis rosalega opin manneskja, og tala við alla. Það er mjög ríkt í fólki þarna úti. Ég er líka voðalega glysgjörn, og ég er voða sjaldan í sokkum, mér finnst rosalega gott að vera á tásunum. Þetta er ótrúlega skrítið, það er eins og það sé eitthvað í blóðinu á mér. Það er einhver rosalega sterk tenging.“ Eftir að Fanney kom heim til Íslands hefur hún að sjálfsögðu haldið sambandi við blóðmóður sína. Og hún stefnir á að heimsækja Sri Lanka aftur í framtíðinni og skoða sig betur um. „Blóðmóðir mín er rosalega dugleg að „kommenta“ á myndir hjá mér á facebook. Henni finnst ofboðslega gaman að sjá myndir af börnunum mínum. Og þó við séum kannski ekki að tala saman á hverjum einasta degi þá vitum við af hvor annarri. Og það er yndislegt,“ segir hún. „Þetta ferli er búið að vera eitt stórt kraftaverk. Fyrst og fremst hefur þetta opnað augu mín fyrir því hvað ég er lánsöm, að hafa fengið að koma til Íslands og eiga gott líf. Ég er endalaust þakklát.“ Srí Lanka Leitin að upprunanum Fjölskyldumál Ástin og lífið Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Sjá meira
Ekkert feimnismál „Upplýsingarnar sem mamma og pabbi fengu á sínum tíma voru að blóðmóðir mín hefði verið mjög ung og ekki verið fær um að sjá um mig. Þau fengu líka að vita að blóðfaðir minn væri hermaður,“ segir Fanney en hún var eins mánaða þegar foreldrar hennar, Gunnlaugur Haraldsson og Elísabet Jóhannesdóttir, ættleiddu hana frá Sri Lanka og fóru með hana heim til Íslands. Það var árið 1985. Fyrsta mánuð ævinnar dvaldi hún ásamt blóðmóður sinni á fæðingarheimili í Colombo. „Það er algengt að ungar, einstæðar og fátækar mæður komi þangað og eignist börnin sín og gefi þau svo til ættleiðingar. Það er oft þannnig að fjölskyldur þeirra vita ekki af meðgöngunni, sérstaklega ef börnin eru getin utan hjónabands.“ Þessi mynd var tekin þegar foreldrar Fanneyjar fengu hana fyrst í fangið í Sri Lanka, árið 1985.Aðsend Fanney ólst upp hjá foreldrum sínum á Akranesi, ásamt bróður sínum, Heimi Fannari, sem er þrettán árum eldri. Og þar býr hún enn í dag, ásamt eiginmanni og tveimur dætrum, auk þess sem hún á tvö „bónusbörn“ eins og hún orðar það. „Ættleiðingin var alltaf mjög opið umræðuefni þegar ég var yngri,“ segir hún. Foreldrar hennar fengu á sínum tíma möppu með öllum helstu upplýsingum; fæðingarvottorð, heilsufarsupplýsingar og annað. „Ég gat alltaf spurt foreldra mína ef ég var forvitin og þetta var aldrei neitt feimnismál. En ég var aldrei að spá neitt sérstaklega í þessu, ekki þannig séð. Þessar upplýsingarnar bara voru þarna, og ef ég vildi vita eitthvað þá spurði ég og þau svöruðu. En þetta var aldrei að angra mig neitt. En það breyttist aðeins þegar ég var orðin fullorðin, sérstaklega eftir að ég varð sjálf mamma. Þá fór ég að pæla meira í minni sjúkrasögu og þess háttar. Og ég hugsaði líka með mér: Hvað ef ég hefði gefið dóttur mína frá mér? Myndi ég þá ekki vilja vita hvað hefði orðið um hana? Ég hugsaði alltaf með mér að ef ég myndi láta verða af þessu, fara af stað í þessa leit, og blóðmóðir mín myndi á endanum ekki vilja vera í samskiptum við mig, þá væri það allt í lagi. Hún myndi þá allavega vita um mín afdrif; vita að ég ætti gott líf í dag.“ Systkinin Fanney Ýr og Heimir Fannar.Aðsend Ótrúleg tilviljun Árið 2021 horfði Fanney á sjónvarpsþættina Leitin að upprunanum á Stöð 2. Þar kom fyrir nafn Auri Hinriksson, en Auri hefur í gegnum tíðina aðstoðað fjölmarga við að leita uppruna síns í Sri Lanka. „Og þá kviknaði á einhverju hjá mér og ég og maðurinn minn fórum virkilega að ræða þetta. Hann var sérstaklega spenntur; fór strax á facebook og sló inn nafnið hennar Auri og náði loks að finna hana og senda henna skilaboð.“ Og í kjölfarið fór boltinn að rúlla. „Auri er með rosalega mikið af samböndum þarna úti, og hún bað mig um að senda sér gögnin sem ég var með, sem ég gerði. Í þessum gögnum var meðal annars heimilisfangið á fæðingarheimilinu, og nafn blóðmóður minnar. Auri fór á stúfana og þá kom í ljós að allar upplýsingarnar stóðust, og blóðmóðir mín bjó meira að segja við þessa sömu götu.“ Það liðu tvær vikur þar til Auri hringdi í mig og sagði: „Heyrðu, hún er fundin!“ Ég ætlaði ekki að trúa þessu. Ég bjóst aldrei við því að þetta myndi gerast svona hratt. Ég hafði horft á Leitina að upprunanum á sínum tíma og sá þar að þetta er ferli sem tekur venjulega ofboðslega langan tíma. Ég var þess vegna búin að búa mig undir að þetta gæti orðið langt og erfitt ferli, og ég hafði ekki þorað að gera mér neinar sérstakar væntingar. Atburðarásin var í raun ótrúleg, eins og Fanney lýsir. „Það er algengt þarna í Sri Lanka að konur fari til landa eins og Dubai eða Sádi Arabíu, dvelji þar í tvö til þrjú ár og vinni sem nokkurskonar þjónustustúlkur heima hjá ríku fólki. Þegar Auri fann blóðmóður mína þá var hún einmitt á leiðinni til Sádi Arabíu eftir örfáa daga. Ef Auri hefði ekki fundið hana akkúrat á þessum tímapunkti þá er ekki víst að hún hefði nokkurn tímann náð að hafa uppi á henni,“ segir hún. „Þetta var afskaplega skrítinn dagur, þegar Auri hringdi í mig. Ég hló og ég grét og var bara í einhverjum tilfinningarússíbana. Þegar ég vaknaði klukkan sjö morguninn eftir þá tók ég eftir því að það hafði einhver reynt að hringja í mig á Facetime- og það reyndist vera blóðmóðir mín. Við áttum semsagt okkar fyrsta fund þarna, í gegnum Facetime. Þetta var svo ótrúlegt. Hún grét og grét og endurtók í sífellu: „Fyrirgefðu, fyrirgefðu,“ á meðan ég var að sjálf að reyna að halda aftur af tárunum. Ég sýndi henni myndir af börnunum mínum og þetta var bara ótrúlega skrítið og magnað og yndislegt, allt á sama tíma. Og ég fékk að vita að ég ætti tvær systur,“ segir Fanney og bætir við að það hafi strax staðið til að fara út til Sri Lanka svo þær mæðgur gætu hist. Þrjár vikur til stefnu Ekki löngu seinna fór blóðmóðir Fanneyjar síðan til Sádi Arabíu til að vinna. Á þessum tíma var Covid faraldurinn í fullum gangi og ferðalag til Sri Lanka var ekki mögulegt. En um mitt ár 2023 dró loks til tíðinda. „Þá fæ ég símhringinu frá Auri. Það kom í ljós að blóðmóðir mín hafði misst systur sína og var á leiðinni til Sri Lanka í stutta heimsókn eftir þrjár vikur. Og Auri sagði bara við mig hreint út: „Fanney, það er nú eða aldrei.“ Ég hringdi í manninn minn, bróður minn og konuna hans og sagði: „Jæja, þetta er bara að fara að gerast.“ Af því að foreldrar mínir eru núna skilin þá fannst mér afskaplega mikilvægt að taka bróður minn með mér út og hafa hann með mér í þessu. Ég var svo hrædd um að ég myndi ekki höndla þetta. Og á endanum ákváðum við að fara öll saman út, ég, maðurinn minn, bróðir minn og mágkona.“ Í kjölfarið gerðust hlutirnir hratt. Það voru einungis nokkrar vikur til stefnu. „Það vill bara svo til að bróðir minn er algjör undramaður. Hann tók svolítið stjórnina þarna og sá til þess að þetta myndi allt ganga upp. Ég var nefnilega sjálf eitthvað svo ringluð í þessu öllu saman og var ekki ná að meðtaka þetta allt. En hann sá um að gera allar ráðstafanir, panta og græja allt. Ég náði þess vegna að kúpla mig aðeins út, og undirbúa mig andlega fyrir það sem var í vændum. Ég er afskaplega þakklát honum. Ég veit hreinlega ekki hvað ég hefði gert án hans.“ Mögnuð stund Í október á seinasta ári flaug hópurinn síðan frá Íslandi til London, þaðan til Dubai og loks til Sri Lanka. Fanney bjó til síðu á Instagram þar sem hún birti myndir og myndskeið úr ferðinni. „Ég man að við lentum þarna í Sri Lanka eldsnemma á mánudagsmorgni og ég hugsaði með mér: „Ókei, þetta er bara að gerast.“ Auri var búin að gera allar ráðstafanir; útvegaði okkur æðislegum bílstjóra sem kom og sótti okkur og fór með okkur heim til Auri. Við vorum búin að koma okkur saman um að það væri best að við myndum öll hittast þar, í öruggu umhverfi. Og þegar við komum þangað þá var blóðmóðir mín þegar mætt og beið spennt eftir okkur. Við gengum inn og þar var hún; þessi pínulitla og fallega kona,“ rifjar Fanney upp. Það var ólýsanleg stund þegar Fanney og blóðmóðir hennar hittust í fyrsta skipti.Aðsend „Þetta var auðvitað bara algjörlega mögnuð stund. Það er eiginlega ekki hægt að lýsa þessari upplifun. Bróðir minn sagði henni frá því þegar ég kom til Íslands á sínum tíma, þegar hann var sjálfur fjórtán ára, og sagði henni sögur af mér og okkur tveimur. Það fannst henni afskaplega gaman og dýrmætt að heyra. Henni fannst líka merkilegt og áhugavert að heyra um okkar systkinasamband, að ég ætti bróður sem væri náinn mér og væri góður við mig. Það er víst svo algengt þarna úti að ungir strákar komi illa fram við yngri systur sínar, vanvirði þær og níðist á þeim.“ Önnur systir Fanneyjar mætti stuttu seinna og urðu þar miklir fagnaðarfundir. Fanney segir það hafa verið magnað að hitta blóðmóður sína „í eigin persónu.“ „Þegar fólkið mitt sá okkur saman þarna fyrst þá fannst þeim ótrúlegt hvað við vorum líkar. Alltaf þegar ég hlæ eða brosi þá fæ ég svona krumpur á nefið, og hún gerir nákvæmlega það sama, sem mér finnst ótrúlega merkilegt. Við erum líka með nákvæmlega eins hlátur, og erum mjög svipaðar í vexti.“ Allur hópurinn samankominn.Aðsend Daginn eftir nýttu Fanney og hin í hópnum tækifærið og skoðuðu sig um í borginni. Daginn eftir hitti Fanney svo blóðmóður sína aftur. „Það var yndislegt, við borðuðum saman og svo bauð ég henni í fótsnyrtingu. Hún hafði aldrei getað leyft sér svoleiðis dekur og það var æðislega gaman hjá okkur að eiga svona „mæðgnastund“ og dúlla okkur saman. Svo fór hún út daginn eftir.“ Feðraveldi í Sri Lanka Eftir því sem á leið, og Fanney og blóðmóðir hennar ræddu meira saman fékk Fanney líka að vita meira um uppruna sinn og söguna þar á bak við. „Og þá gat ég fyllt upp í svo margar eyður. Fengið svör við öllum spurningunum sem ég hafði. Hún var rosalega opin, og svaraði öllum spurningum sem ég var með. Ég fékk aldrei á tilfinninguna að hún væri að leyna mig einhverju,“ segir hún. „Blóðfaðir minn var hermaður, hann og blóðmóðir mín voru saman þarna á sínum tíma, en voru ekki í föstu sambandi. Þegar hún varð síðan ófrísk að mér þá sagði hann henni að hann þyrfti að fara heim til fjölskyldu sinnar og biðja um leyfi til að giftast henni. Hann fór og kom aldrei aftur. Hún heyrði aldrei neitt meira frá honum. Þetta er auðvitað allt önnur menning þarna úti, feðraveldið er svo ríkjandi. En svona var þetta. Mér skilst samt að hann hafi verið mjög góður við hana, og hafi verið spenntur fyrir því að eignast með henni barn. En af því að hún var orðin ólétt, og þau ekki gift þá tóku foreldrar hans það ekki í mál. Blóðmóðir mín tók seinna meir saman við annan mann, og eignaðist með honum tvær stelpur, systur mínar. Sá maður var víst mikill drykkjusjúklingur og kom ekki vel fram við hana og hann lést fyrir mörgum árum. Systur mínar vissu af mér, en höfðu víst aldrei þorað að spyrja hana. Þessi ættleiðing var eiginlega aldrei rædd. Mér skilst að systur blóðmóður minnar viti af mér, en ekki bræður hennar. Þetta er svona karlaveldi þarna úti, og mikið tabú að eiga barn utan hjónabands.“ Ótrúleg tenging „Hún sagði mér líka frá deginum þegar hún gaf mig frá sér. Þá kom hún semsagt með mig inn í sal í dómshúsi, þar sem mamma og pabbi biðu, og afhenti þeim mig. Það var svolítið magnað að hún hafi treyst sér í það. Hún sagði við mig að hún hefði alltaf haft rosalega góða tilfinningu gagnvart foreldrum mínum, hún hefði fundið það á sér að þau væru gott fólk og að ég væri í góðum höndum hjá þeim. En hún sagði líka að þetta hefði verið það erfiðasta sem hún hefði nokkurn tímann gert á ævinni. Það var líka gaman að heyra þessa sögu frá henni, af því að ég hafði heyrt þessa sögu áður frá foreldrum mínum, semsagt þeirra upplifun." Fanney starfar í heilbrigðisgagnadeildinni á sjúkrahúsinu á Akranesi, auk þess sem hún er lærður naglafræðingur og er að ljúka námi í næringarfræði. Hún veit að ef hún hefði ekki verið ættleidd til Íslands þá hefði hún aldrei fengið þessi tækifæri. Hún segir að það hafi verið sárt að horfa upp á hvernig líf blóðmóðir hennar og systur áttu í Sri Lanka. Lífsgæðin þar eru allt önnur. „Systur mínar úti hafa báðar lokið námi, önnur er leikskólakennari og hin er hjúkrunarfræðingur, en þær hafa hvorugar fengið að vinna við sitt fag. Ég fékk rosalega mikið samviskubit, og þetta er eiginlega ennþá svolítið að plaga mig. Af hverju fékk ég þetta tækifæri en ekki þær? “ Hún segist líka hafa tekið eftir því, þegar hún kom út til Sri Lanka, að það var ýmislegt í hennar fari sem kom heim og saman við fólkið þar. Fanney hyggst heimsækja Sri Lanka aftur í framtíðinni, enda á hún þar sterkar rætur.Aðsend „Fólkið mitt var eiginlega í smá sjokki, það var svo margt sem þau tengdu saman við mig og þetta land. Ég er til dæmis rosalega opin manneskja, og tala við alla. Það er mjög ríkt í fólki þarna úti. Ég er líka voðalega glysgjörn, og ég er voða sjaldan í sokkum, mér finnst rosalega gott að vera á tásunum. Þetta er ótrúlega skrítið, það er eins og það sé eitthvað í blóðinu á mér. Það er einhver rosalega sterk tenging.“ Eftir að Fanney kom heim til Íslands hefur hún að sjálfsögðu haldið sambandi við blóðmóður sína. Og hún stefnir á að heimsækja Sri Lanka aftur í framtíðinni og skoða sig betur um. „Blóðmóðir mín er rosalega dugleg að „kommenta“ á myndir hjá mér á facebook. Henni finnst ofboðslega gaman að sjá myndir af börnunum mínum. Og þó við séum kannski ekki að tala saman á hverjum einasta degi þá vitum við af hvor annarri. Og það er yndislegt,“ segir hún. „Þetta ferli er búið að vera eitt stórt kraftaverk. Fyrst og fremst hefur þetta opnað augu mín fyrir því hvað ég er lánsöm, að hafa fengið að koma til Íslands og eiga gott líf. Ég er endalaust þakklát.“
Srí Lanka Leitin að upprunanum Fjölskyldumál Ástin og lífið Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Sjá meira