Innlent

Á­standið að verða „eins eðli­legt og getur verið“

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Mynd úr safni af hrauninu úr síðasta eldgosi.
Mynd úr safni af hrauninu úr síðasta eldgosi. RAX

Dregið hefur töluvert úr jarðskjálftavirkni yfir nóttina að sögn náttúruvársérfræðings hjá Veðurstofunni. Sömuleiðis hefur dregið talsvert úr líkum á eldgosi síðan í gær. 

Hildur María Friðriksdóttir náttúruvársérfræðingur á Veðurstofunni segir allt benda til þess að kvikulaupinu, sem hófst seinni partinn í gær, sé lokið. Ekkert sjáist af aflögunargögnum og ástandið sé að detta í að verða eins eðlilegt og það getur verið. 

„En það getur vel verið að það sé stutt í að mögulega næsta haldi áfram og það er enn þá möguleiki á að það gæti eitthvað komið þarna upp,“ segir Hildur í samtali við fréttastofu.

Kvikuhlaup hófst skammt frá Sýlingarfelli seinni partinn í gær. Grindavík var rýmd og eldgos var talið yfirvofandi. Nokkrum klukkustundum síðar bárust vísbendingar um að kvikuhlaup hefði stöðvast í bili án þess að gysi. 

Hér að neðan má nálgast beinar útsendingar vefmyndavéla af svæðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×