Skyggnst á bak við tjöldin: „Þetta er frábær upphitun“ Aron Guðmundsson skrifar 3. mars 2024 10:00 Baldur Sigurðsson er umsjónarmaður þáttanna Lengsta undirbúningstímabil í heimi en önnur þáttaröð hefst á Stöð 2 Sport klukkan átta í kvöld. Í þáttunum er skyggnst á bak við tjöldin í undírbúningi liða fyrir keppni í Bestu deildinni í fótbolta. Vísir Í kvöld, sunnudaginn 3. mars, klukkan 20.00 hefur göngu sína á Stöð 2 Sport önnur þáttaröð Lengsta undirbúningstímabils í heimi. Þættirnir eru í umsjón Baldurs Sigurðssonar, sem hefur yfir að skipa löngum ferli í efstu deild hér á landi, en í þáttunum er kíkt á bakvið tjöldin í undirbúninginni liða fyrir átökin í Bestu deildinni í fótbolta. „Þessir þættir snúast um að gefa áhorfendum innsýn í það hvað liðin í efstu deild eru að gera á veturna á þessu lengsta undirbúningstímabili í heimi,“ segir Baldur í samtali við Vísi. „Mig langaði bara til þess að sýna fólki, því ég er nú fyrrverandi leikmaður og ekkert langt síðan að ég hætti, hvað leikmenn og þjálfarar eru að leggja mikið á sig fyrir þetta mót sem allt snýst um. Þarna eru leikmenn að koma sér í form, æft í allskonar veðrum við margbreytilegar aðstæður. Við kíkjum meðal annars á nýliðana í Bestu deild karla, ÍA og Vestra. Það verður áhugaverður þáttur þegar að við kíkjum vestur til Ísafjarðar og kíkja nánar á undirbúningstímabilið hjá Vestra. Þar sjáum við í raun hver aðstaða liðsins til æfinga, sem hefur verið mikið í umræðunni, er.“ Rauði þráðurinn felst í viðtölum Þættirnir, sem eru hver um sig í kringum fjörutíu og fimm mínútur að lengd, verða á dagskrá Stöðvar 2 Sport næstu sunnudagskvöld fram að móti og í þessari annarri þáttaröð verða lið á borð við Val, Stjörnuna, Vestra, ÍA, FRAM og HK heimsótt. Fyrsti þáttur er um undirbúningstímabil Stjörnunnar. „Við erum að fara sjá ungt og spennandi lið sem er með ungan en einnig spennandi og öðruvísi þjálfara,“ segir Baldur um lið Stjörnunnar sem verður skoðað nánar í fyrsta þætti. „Rauði þráðurinn í þáttunum eru viðtölin sem ég tek, bæði við leikmenn sem og þjálfara. Við sjáum leikmenn líka í öðru umhverfi utan fótboltavallarins. Það eru mjög áhugaverðir tímar í gangi hjá Stjörnunni og spennandi að sjá hvernig þeir ætla að tækla sumarið hafandi verið að selja út marga af bestu og efnilegustu leikmönnum sínum.“ Klippa: Lengsta undirbúningstímabil í heimi Kitlar enn Sjálfur á Baldur glæstan knattspyrnuferil að baki, titla og 264 leiki í efstu deild. Hann þekkir því vel umhverfið í kringum fótboltann og þó svo að skórnir séu komnir upp á hilluna kitlar þessi þáttagerð fótboltamanninn í honum. „Fókusinn hjá mér í þessari seríu snýr kannski aðeins meira að þjálfurum liðanna og gaman að sjá hvernig þeir eru að hugsa þetta. En hvort að þetta kitli ekki, jú klárlega. Um leið og maður kemur inn í klefann, um leið og maður kemur inn á völlinn, þá hugsar maður alltaf með sjálfum sér af hverju maður sé eiginlega hættur. “ Aðspurður við hverju áhorfendur mega búast, segir Baldur að um frábæra upphitun sé að ræða fyrir Bestu deildina sem hefst í upphafi næsta mánaðar. „Mér finnst þetta frábær upphitun fyrir Bestu deildina sem hefst 6.apríl næstkomandi. Við endum einmitt þáttaröðina á tveimur þáttum um páskana, föstudaginn langa og páskadag. Á þeim tímapunkti verðum við búin að skyggnast á bak við tjöldin í undirbúningi sex liða í Bestu deildinni, sjá viðtöl við þjálfara og leikmenn og hvernig liðin hafa verið að æfa. Þannig að ég hvet öll til þess að stilla inn á Stöð 2 Sport á sunnudagskvöldum næstu vikna og kíkja á þættina.“ Besta deild karla Íslenski boltinn Lengsta undirbúningstímabil í heimi Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Fótbolti Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Íslenski boltinn Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti Sjáðu mörkin sem gerðu stuðningsmenn Bröndby alveg bandbrjálaða Fótbolti Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi Fótbolti Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Enski boltinn „Algjörlega óásættanlegt“ og stuðningsmennirnir verða settir í bann Fótbolti Samdi við kríuna um að koma sér á brott Golf Sterkasti maður Íslands 2025: Hafþór Júlíus ætlar að vinna í tólfta sinn Sport Fleiri fréttir Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjá meira
„Þessir þættir snúast um að gefa áhorfendum innsýn í það hvað liðin í efstu deild eru að gera á veturna á þessu lengsta undirbúningstímabili í heimi,“ segir Baldur í samtali við Vísi. „Mig langaði bara til þess að sýna fólki, því ég er nú fyrrverandi leikmaður og ekkert langt síðan að ég hætti, hvað leikmenn og þjálfarar eru að leggja mikið á sig fyrir þetta mót sem allt snýst um. Þarna eru leikmenn að koma sér í form, æft í allskonar veðrum við margbreytilegar aðstæður. Við kíkjum meðal annars á nýliðana í Bestu deild karla, ÍA og Vestra. Það verður áhugaverður þáttur þegar að við kíkjum vestur til Ísafjarðar og kíkja nánar á undirbúningstímabilið hjá Vestra. Þar sjáum við í raun hver aðstaða liðsins til æfinga, sem hefur verið mikið í umræðunni, er.“ Rauði þráðurinn felst í viðtölum Þættirnir, sem eru hver um sig í kringum fjörutíu og fimm mínútur að lengd, verða á dagskrá Stöðvar 2 Sport næstu sunnudagskvöld fram að móti og í þessari annarri þáttaröð verða lið á borð við Val, Stjörnuna, Vestra, ÍA, FRAM og HK heimsótt. Fyrsti þáttur er um undirbúningstímabil Stjörnunnar. „Við erum að fara sjá ungt og spennandi lið sem er með ungan en einnig spennandi og öðruvísi þjálfara,“ segir Baldur um lið Stjörnunnar sem verður skoðað nánar í fyrsta þætti. „Rauði þráðurinn í þáttunum eru viðtölin sem ég tek, bæði við leikmenn sem og þjálfara. Við sjáum leikmenn líka í öðru umhverfi utan fótboltavallarins. Það eru mjög áhugaverðir tímar í gangi hjá Stjörnunni og spennandi að sjá hvernig þeir ætla að tækla sumarið hafandi verið að selja út marga af bestu og efnilegustu leikmönnum sínum.“ Klippa: Lengsta undirbúningstímabil í heimi Kitlar enn Sjálfur á Baldur glæstan knattspyrnuferil að baki, titla og 264 leiki í efstu deild. Hann þekkir því vel umhverfið í kringum fótboltann og þó svo að skórnir séu komnir upp á hilluna kitlar þessi þáttagerð fótboltamanninn í honum. „Fókusinn hjá mér í þessari seríu snýr kannski aðeins meira að þjálfurum liðanna og gaman að sjá hvernig þeir eru að hugsa þetta. En hvort að þetta kitli ekki, jú klárlega. Um leið og maður kemur inn í klefann, um leið og maður kemur inn á völlinn, þá hugsar maður alltaf með sjálfum sér af hverju maður sé eiginlega hættur. “ Aðspurður við hverju áhorfendur mega búast, segir Baldur að um frábæra upphitun sé að ræða fyrir Bestu deildina sem hefst í upphafi næsta mánaðar. „Mér finnst þetta frábær upphitun fyrir Bestu deildina sem hefst 6.apríl næstkomandi. Við endum einmitt þáttaröðina á tveimur þáttum um páskana, föstudaginn langa og páskadag. Á þeim tímapunkti verðum við búin að skyggnast á bak við tjöldin í undirbúningi sex liða í Bestu deildinni, sjá viðtöl við þjálfara og leikmenn og hvernig liðin hafa verið að æfa. Þannig að ég hvet öll til þess að stilla inn á Stöð 2 Sport á sunnudagskvöldum næstu vikna og kíkja á þættina.“
Besta deild karla Íslenski boltinn Lengsta undirbúningstímabil í heimi Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Fótbolti Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Íslenski boltinn Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti Sjáðu mörkin sem gerðu stuðningsmenn Bröndby alveg bandbrjálaða Fótbolti Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi Fótbolti Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Enski boltinn „Algjörlega óásættanlegt“ og stuðningsmennirnir verða settir í bann Fótbolti Samdi við kríuna um að koma sér á brott Golf Sterkasti maður Íslands 2025: Hafþór Júlíus ætlar að vinna í tólfta sinn Sport Fleiri fréttir Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti