Öskureiðir eftir rauðu spjöldin og saka Pulisic um óíþróttamannslega hegðun Ágúst Orri Arnarson skrifar 2. mars 2024 12:45 Dómarinn sýndi fádæma lipurð þegar hann reif upp rauða og gula spjaldið á sama tíma. Paolo Bruno/Getty Images Leikmenn og stjórnarmenn Lazio eru öskureiðir dómaranum Marco di Bello eftir að hann rak þrjá leikmenn liðsins af velli í leik gegn AC Milan í gærkvöldi. Luca Pellegrini fékk gult spjald fyrir brot á 50. mínútu og leit svo annað gult sjö mínútum síðar þegar hann reyndi að stöðva leik vegna meiðsla Taty Castellanos. Þar sem dómarinn hafði ekki stöðvað leikinn reyndi Christian Pulisic að ná boltanum af Pellegrini, sem ýtti þá við Pulisic og uppskar gult spjald. Það sauð svo allt upp úr þegar komið var fram í uppbótartíma en þá fengu Adam Marusic og Matteo Guendozi báðir rautt. Luca Pellegrini, sem fór fyrstur af velli, birti svo færslu á Instagram þar sem hann sagði óíþróttamannslega hegðun hafa unnið leik kvöldsins og næst þegar liðsfélagi hans lægi blóðugur myndi hann bara sparka boltanum lengst upp í stúku í stað þess að stoppa inni á vellinum. View this post on Instagram A post shared by Luca Pellegrini (@lucapellegrini3) Stefano Pioli, forseti AC Milan, svaraði Pellegrini nokkurn veginn í viðtali eftir leik. Þá sagði hann reglur leiksins skýrar, ef dómarinn flautar ekki er leikurinn ekki stopp og skal haldið áfram. Hann var algjörlega ósammála því að Pulisic hafi sýnt óíþróttamannslega hegðun. Antonello Aurigemma, forseti Lazio, var harðorður í gagnrýni sinni á dómarann. Hann sagði algjöran skort á gagnsæi í ákvarðanatöku dómara og kallaði eftir því að hlutlaus þriðji aðili yrði fenginn til að skera úr um leikbann leikmanna sinna. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Marco di Bello hneykslar á flautunni. Hann dæmdi leik Juventus gegn Bologna í upphafi tímabils og var sendur í rúmlega mánaðarlangt leyfi vegna mistaka í leiknum. Ítalski boltinn Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Fleiri fréttir Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Sjá meira
Luca Pellegrini fékk gult spjald fyrir brot á 50. mínútu og leit svo annað gult sjö mínútum síðar þegar hann reyndi að stöðva leik vegna meiðsla Taty Castellanos. Þar sem dómarinn hafði ekki stöðvað leikinn reyndi Christian Pulisic að ná boltanum af Pellegrini, sem ýtti þá við Pulisic og uppskar gult spjald. Það sauð svo allt upp úr þegar komið var fram í uppbótartíma en þá fengu Adam Marusic og Matteo Guendozi báðir rautt. Luca Pellegrini, sem fór fyrstur af velli, birti svo færslu á Instagram þar sem hann sagði óíþróttamannslega hegðun hafa unnið leik kvöldsins og næst þegar liðsfélagi hans lægi blóðugur myndi hann bara sparka boltanum lengst upp í stúku í stað þess að stoppa inni á vellinum. View this post on Instagram A post shared by Luca Pellegrini (@lucapellegrini3) Stefano Pioli, forseti AC Milan, svaraði Pellegrini nokkurn veginn í viðtali eftir leik. Þá sagði hann reglur leiksins skýrar, ef dómarinn flautar ekki er leikurinn ekki stopp og skal haldið áfram. Hann var algjörlega ósammála því að Pulisic hafi sýnt óíþróttamannslega hegðun. Antonello Aurigemma, forseti Lazio, var harðorður í gagnrýni sinni á dómarann. Hann sagði algjöran skort á gagnsæi í ákvarðanatöku dómara og kallaði eftir því að hlutlaus þriðji aðili yrði fenginn til að skera úr um leikbann leikmanna sinna. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Marco di Bello hneykslar á flautunni. Hann dæmdi leik Juventus gegn Bologna í upphafi tímabils og var sendur í rúmlega mánaðarlangt leyfi vegna mistaka í leiknum.
Ítalski boltinn Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Fleiri fréttir Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Sjá meira