Franska undrið í sögubækurnar Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 1. mars 2024 17:31 Victor Wembanyama skýtur yfir Chet Holmgren. Þessir mögnuðu nýliðar áttust við þegar San Antonio Spurs tók á móti Oklahoma City Thunder í NBA-deildinni í nótt. getty/Brien Aho Franski nýliðinn Victor Wembanyama heldur áfram að slá í gegn með San Antonio Spurs í NBA-deildinni í körfubolta. Í nótt afrekaði hann nokkuð sem enginn annar leikmaður í sögu deildarinnar hefur afrekað. Mikil eftirvænting ríkti fyrir leik San Antonio og Oklahoma City Thunder, eða öllu heldur baráttu nýliðanna Wembanyamas og Chets Holmgren. Sá síðarnefndi átti fínan leik, skoraði 23 stig, tók sjö fráköst og gaf fimm stoðsendingar. En hann átti lítið í Wembanyama. Frakkinn skoraði nefnilega 28 stig, tók þrettán fráköst, gaf sjö stoðsendingar, varði fimm skot og hitti úr fimm af sjö þriggja stiga skotum sínum. Wembanyama varð þar með sá fyrsti í sögu NBA sem er að minnsta kosti með 25 stig, tíu fráköst, fimm stoðsendingar, fimm varin skot og fimm þriggja stiga körfur í sama leiknum. Victor Wembanyama becomes the first player in NBA history to record 25+ points, 10+ rebounds, 5+ assists, 5+ blocks, and 5+ 3PM in a game 📈🔥 28 PTS 🔥 13 REB 🔥 7 AST🔥 5 BLK🔥 5 3PM🔥 W pic.twitter.com/xNKwwOpNmS— NBA (@NBA) March 1, 2024 San Antonio vann leikinn, 132-118, en þetta var í fyrsta sinn 26 daga sem liðið spilar á heimavelli sínum í Texas. Spurs lenti undir í 4. leikhluta en kom til baka og Wembanyama kláraði svo dæmið þegar mest á reyndi. Hann setti niður þriggja stiga skot þegar tvær mínútur og tíu sekúndur voru eftir og varði síðan skot frá Holmgren tuttugu sekúndum síðar. Wembanyama hefur verið í miklu stuði að undanförnu og er þriðji leikmaðurinn í sögu NBA til að vera með að minnsta kosti tuttugu stig, tíu fráköst, fimm stoðsendingar og fimm varin skot á sjö leikja kafla frá tímabilinu 1973-74. Hinir sem hafa afrekað það eru Kareem Abdul-Jabbar og David Robinson. Í vetur er Wembanyama með 20,6 stig, 10,2 fráköst, 3,3 stoðsendingar og 3,3 varin skot að meðaltali í leik. Þrátt fyrir að vera með Wembanyama í sínum röðum er San Antonio á botni Vesturdeildarinnar með aðeins tólf sigra og 48 töp. NBA Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Fótbolti Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Bruno til bjargar Enski boltinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Fótbolti „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fleiri fréttir Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Sjá meira
Mikil eftirvænting ríkti fyrir leik San Antonio og Oklahoma City Thunder, eða öllu heldur baráttu nýliðanna Wembanyamas og Chets Holmgren. Sá síðarnefndi átti fínan leik, skoraði 23 stig, tók sjö fráköst og gaf fimm stoðsendingar. En hann átti lítið í Wembanyama. Frakkinn skoraði nefnilega 28 stig, tók þrettán fráköst, gaf sjö stoðsendingar, varði fimm skot og hitti úr fimm af sjö þriggja stiga skotum sínum. Wembanyama varð þar með sá fyrsti í sögu NBA sem er að minnsta kosti með 25 stig, tíu fráköst, fimm stoðsendingar, fimm varin skot og fimm þriggja stiga körfur í sama leiknum. Victor Wembanyama becomes the first player in NBA history to record 25+ points, 10+ rebounds, 5+ assists, 5+ blocks, and 5+ 3PM in a game 📈🔥 28 PTS 🔥 13 REB 🔥 7 AST🔥 5 BLK🔥 5 3PM🔥 W pic.twitter.com/xNKwwOpNmS— NBA (@NBA) March 1, 2024 San Antonio vann leikinn, 132-118, en þetta var í fyrsta sinn 26 daga sem liðið spilar á heimavelli sínum í Texas. Spurs lenti undir í 4. leikhluta en kom til baka og Wembanyama kláraði svo dæmið þegar mest á reyndi. Hann setti niður þriggja stiga skot þegar tvær mínútur og tíu sekúndur voru eftir og varði síðan skot frá Holmgren tuttugu sekúndum síðar. Wembanyama hefur verið í miklu stuði að undanförnu og er þriðji leikmaðurinn í sögu NBA til að vera með að minnsta kosti tuttugu stig, tíu fráköst, fimm stoðsendingar og fimm varin skot á sjö leikja kafla frá tímabilinu 1973-74. Hinir sem hafa afrekað það eru Kareem Abdul-Jabbar og David Robinson. Í vetur er Wembanyama með 20,6 stig, 10,2 fráköst, 3,3 stoðsendingar og 3,3 varin skot að meðaltali í leik. Þrátt fyrir að vera með Wembanyama í sínum röðum er San Antonio á botni Vesturdeildarinnar með aðeins tólf sigra og 48 töp.
NBA Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Fótbolti Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Bruno til bjargar Enski boltinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Fótbolti „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fleiri fréttir Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Sjá meira
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum