Ögurstund runnin upp og Vilhjálmur býr sig undir það versta Sunna Sæmundsdóttir skrifar 1. mars 2024 11:35 Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, segir stöðuna í kjaraviðræðunum grafalvarlega. Vísir/Einar Ögurstund er runnin upp í kjaraviðræðum Eflingar, Starfsgreinasambandsins og Samiðnar við Samtök atvinnulífsins. Formaður SGS segist búa sig undir það versta en samninganefndir funda nú hjá ríkissáttasemjara í skugga verkfallsboðunar. Þau sem eftir standa í breiðfylkingunni svokölluðu mættu til fundar í Karphúsinu með Samtökum atvinnulífsins klukkan níu í morgun. Á sama tíma vofir verkfall yfir. Samninganefnd Verkalýðsfélags Akraness samþykkti í gærkvöldi að efna til atkvæðagreiðslu um verkfall hjá ræstingafólki innan félagsins og hefst hún í næstu viku. Grafalvarleg staða Formaðurinn Vilhjálmur Birgisson segist fullviss um að það verði samþykkt. Hann segir Samtök atvinnulífsins bera fulla ábyrgð á stöðunni sem upp er komin. „Það er meðal annars vegna þess að launaliðurinn var tekinn upp og síðan var farið fram á að hluti af okkar fólki myndi lækka í launum. Ein skýringin sem við fengum var að annars yrði ekki hægt að ræða málefni ræstingafólks og það hleypti illu blóði í okkur. En nú erum við komin hér og ég ætla bara að mæta inn í þennan dag vongóður og vona það besta en bý mig undir það versta,“ segir Vilhjálmur. Vilhjálmur segir að staðan í viðræðunum sé grafalvarleg en ræstingafólk innan Eflingar mun einnig eftir helgi greiða atkvæði um ótímabundið verkfall sem gæti hafist um miðjan mánuðinn. Hugur hópsins til aðgerða var nýlega kannaður og þá var yfirgæfandi meirihluti reiðubúinn að leggja niður störf. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.Vísir/Einar Mætti til fundar í morgun Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, sótti ekki á síðasta fund hjá ríkissáttasemjara en mætti í karphúsið í morgun. Dagurinn gæti reynst afdrifaríkur. „Samtök atvinnulífsins hafa hér í dag vissulega tækifæri til þess að nálgast okkur með ríkulegum samningsvilja eins og þau hafa nálgast aðra hópa. Þannig að það má segja að ögurstund sé runnin upp.“ Sigríður Margrét Oddsdóttir framkvæmdastjóri SA.Vísir/Vilhelm Mætt til að finna lausnir Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, sagðist í morgun mætt til þess að finna lausnir. „Við erum komin mjög langt með að gera mikilvægan kjarasamning sem getur byggt undir efnahagslegan stöðugleika. Og það er bara verkefnið – að klára það,“ segir Sigríður Margrét Oddsdóttir framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Kjaraviðræður 2023-24 Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir „Þess fullviss að verkfallsboðunin verður samþykkt“ Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segist vera fullviss um að félagsmenn muni samþykkja verkfallsboðun. Boðað hefur verið til atkvæðagreiðslu um verkföll starfsfólks sem starfa við ræstingu á mánudag. Fundað verður á eftir í Karphúsinu klukkan níu. 1. mars 2024 08:28 Níu hundruð félagsmenn Eflingar gætu lagt niður störf í mars Líkur eru á að um níu hundruð félagsmenn Eflingar, sem starfa við ræstingar, fari í ótímabundið verkfall um miðjan mars ef fram heldur sem horfir. Formaður Eflingar segir verkfall ræstingafólks munu bíta fast á öllum sviðum samfélagsins. 29. febrúar 2024 21:50 Mest lesið Vaktin: Svartsengislína dottin út og rafmagnslaust í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Innlent Hafnar því að honum hafi verið vísað út Innlent Hraun náð Njarðvíkuræð Innlent Stukku út í glugga og biðu eftir eldgosinu Innlent Áttu ekki von á eldgosi í nóvember Innlent Fleiri fréttir Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hraun rann yfir Grindavíkurveg Miðlarnir úti í heimi ekki eins áhugasamir og fyrir ári Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Kort af staðsetningu gossprungunnar Áttu ekki von á eldgosi í nóvember Rýming í Bláa lóninu og Grindavík gengur vel Stukku út í glugga og biðu eftir eldgosinu Vaktin: Svartsengislína dottin út og rafmagnslaust í Grindavík Tæp tíu þúsund hafa kosið utan kjörfundar Vilja samræmdar reglur um símafrí í skólum Um 150 manns munu fá vinnu við smíði nýrrar Ölfusárbrúar Fyrrverandi forseti furðar sig á taktík kennara Hafnar því að honum hafi verið vísað út Bankinn steli til baka hluta af ávinningi af vaxtalækkuninni Ríkið þarf ekki að greiða borginni milljarðana Funda þriðja daginn í röð á morgun Fyrsta flug þotu sem markar þáttaskil í sögu Icelandair Stefna á að verk hefjist við Fossvogsbrú snemma á næsta ári Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Ný gögn í Geirfinnsmáli eigi að fara til lögreglu á Suðurnesjum Varar við launahækkunum umfram núverandi kjarasamninga Vaxtalækkun, símabann og mandarínuskortur Kallaði kynferðisbrot gegn stjúpdóttur djók og leik Ein sleppur en mæðgurnar skulda tugi milljóna Fyrsta skóflustungan að nýrri Ölfusárbrú „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Bíll fór á hliðina á Suðurlandsvegi Sjá meira
Þau sem eftir standa í breiðfylkingunni svokölluðu mættu til fundar í Karphúsinu með Samtökum atvinnulífsins klukkan níu í morgun. Á sama tíma vofir verkfall yfir. Samninganefnd Verkalýðsfélags Akraness samþykkti í gærkvöldi að efna til atkvæðagreiðslu um verkfall hjá ræstingafólki innan félagsins og hefst hún í næstu viku. Grafalvarleg staða Formaðurinn Vilhjálmur Birgisson segist fullviss um að það verði samþykkt. Hann segir Samtök atvinnulífsins bera fulla ábyrgð á stöðunni sem upp er komin. „Það er meðal annars vegna þess að launaliðurinn var tekinn upp og síðan var farið fram á að hluti af okkar fólki myndi lækka í launum. Ein skýringin sem við fengum var að annars yrði ekki hægt að ræða málefni ræstingafólks og það hleypti illu blóði í okkur. En nú erum við komin hér og ég ætla bara að mæta inn í þennan dag vongóður og vona það besta en bý mig undir það versta,“ segir Vilhjálmur. Vilhjálmur segir að staðan í viðræðunum sé grafalvarleg en ræstingafólk innan Eflingar mun einnig eftir helgi greiða atkvæði um ótímabundið verkfall sem gæti hafist um miðjan mánuðinn. Hugur hópsins til aðgerða var nýlega kannaður og þá var yfirgæfandi meirihluti reiðubúinn að leggja niður störf. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.Vísir/Einar Mætti til fundar í morgun Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, sótti ekki á síðasta fund hjá ríkissáttasemjara en mætti í karphúsið í morgun. Dagurinn gæti reynst afdrifaríkur. „Samtök atvinnulífsins hafa hér í dag vissulega tækifæri til þess að nálgast okkur með ríkulegum samningsvilja eins og þau hafa nálgast aðra hópa. Þannig að það má segja að ögurstund sé runnin upp.“ Sigríður Margrét Oddsdóttir framkvæmdastjóri SA.Vísir/Vilhelm Mætt til að finna lausnir Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, sagðist í morgun mætt til þess að finna lausnir. „Við erum komin mjög langt með að gera mikilvægan kjarasamning sem getur byggt undir efnahagslegan stöðugleika. Og það er bara verkefnið – að klára það,“ segir Sigríður Margrét Oddsdóttir framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.
Kjaraviðræður 2023-24 Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir „Þess fullviss að verkfallsboðunin verður samþykkt“ Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segist vera fullviss um að félagsmenn muni samþykkja verkfallsboðun. Boðað hefur verið til atkvæðagreiðslu um verkföll starfsfólks sem starfa við ræstingu á mánudag. Fundað verður á eftir í Karphúsinu klukkan níu. 1. mars 2024 08:28 Níu hundruð félagsmenn Eflingar gætu lagt niður störf í mars Líkur eru á að um níu hundruð félagsmenn Eflingar, sem starfa við ræstingar, fari í ótímabundið verkfall um miðjan mars ef fram heldur sem horfir. Formaður Eflingar segir verkfall ræstingafólks munu bíta fast á öllum sviðum samfélagsins. 29. febrúar 2024 21:50 Mest lesið Vaktin: Svartsengislína dottin út og rafmagnslaust í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Innlent Hafnar því að honum hafi verið vísað út Innlent Hraun náð Njarðvíkuræð Innlent Stukku út í glugga og biðu eftir eldgosinu Innlent Áttu ekki von á eldgosi í nóvember Innlent Fleiri fréttir Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hraun rann yfir Grindavíkurveg Miðlarnir úti í heimi ekki eins áhugasamir og fyrir ári Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Kort af staðsetningu gossprungunnar Áttu ekki von á eldgosi í nóvember Rýming í Bláa lóninu og Grindavík gengur vel Stukku út í glugga og biðu eftir eldgosinu Vaktin: Svartsengislína dottin út og rafmagnslaust í Grindavík Tæp tíu þúsund hafa kosið utan kjörfundar Vilja samræmdar reglur um símafrí í skólum Um 150 manns munu fá vinnu við smíði nýrrar Ölfusárbrúar Fyrrverandi forseti furðar sig á taktík kennara Hafnar því að honum hafi verið vísað út Bankinn steli til baka hluta af ávinningi af vaxtalækkuninni Ríkið þarf ekki að greiða borginni milljarðana Funda þriðja daginn í röð á morgun Fyrsta flug þotu sem markar þáttaskil í sögu Icelandair Stefna á að verk hefjist við Fossvogsbrú snemma á næsta ári Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Ný gögn í Geirfinnsmáli eigi að fara til lögreglu á Suðurnesjum Varar við launahækkunum umfram núverandi kjarasamninga Vaxtalækkun, símabann og mandarínuskortur Kallaði kynferðisbrot gegn stjúpdóttur djók og leik Ein sleppur en mæðgurnar skulda tugi milljóna Fyrsta skóflustungan að nýrri Ölfusárbrú „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Bíll fór á hliðina á Suðurlandsvegi Sjá meira
„Þess fullviss að verkfallsboðunin verður samþykkt“ Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segist vera fullviss um að félagsmenn muni samþykkja verkfallsboðun. Boðað hefur verið til atkvæðagreiðslu um verkföll starfsfólks sem starfa við ræstingu á mánudag. Fundað verður á eftir í Karphúsinu klukkan níu. 1. mars 2024 08:28
Níu hundruð félagsmenn Eflingar gætu lagt niður störf í mars Líkur eru á að um níu hundruð félagsmenn Eflingar, sem starfa við ræstingar, fari í ótímabundið verkfall um miðjan mars ef fram heldur sem horfir. Formaður Eflingar segir verkfall ræstingafólks munu bíta fast á öllum sviðum samfélagsins. 29. febrúar 2024 21:50