Eiður Smári í karókí og Árni Oddur á skíðum Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 1. mars 2024 14:02 Eiður Smári er fæddur árið 1978 en Árni Oddur 1969. Árni Oddur Þórðarson, fyrrverandi forstjóri Marels, er á meðal þeirra sem skellti sér á skíði í Hlíðarfjalli á dögunum. Það þarf ekki að fara í alpana til að eiga draumadaga í brekkunum. Já, frægir eru víða á ferð. Árni Oddur sást í brekkunni á Akureyri síðastliðna helgi. Þar var líka Sverrir Þór Sverrisson, hinn eini sanni Sveppi, sem hefur tímabundið komið sér upp öðru heimili með Jóni Gnarr á Akureyri þar sem félagarnir taka þátt í uppsetningu And Björk of Course. Sveppi er duglegur að deila með fylgjendum sínum á Instagram hvað drífur á daga þeirra félaga norðan heiða. Þeir virðast í það minnsta fastagestir í Skógarböðunum. Evert Víglundsson kraftajötunn og Frikki Dór söngvari nutu þess einnig að þeysast um í brekkunni með sínu besta fólki. Já, Akureyri er sannkölluð vetrarparadís. Eiður Smári Guðjohnsen knattspyrnukappi hefur ekki verið þekktur fyrir sönghæfileika sína. Það þarf heldur ekki að kunna að syngja til að syngja í karókí á Irishman á Klapparstígnum. Sá sparkvissi lét vaða síðastliðið föstudagskvöld. Viðar Örn Kjartansson knattspyrnukappi lét sömuleiðis sjá sig á Irishman sama kvöld. Já, kapparnir voru báðir miklir markaskorarar en engum sögum fer um það hvort þeir hafi skorað utan vallar um helgina. Viðar Örn sást síðast á æfingu með FH en nokkuð er síðan Eiður Smári lagði skóna á hilluna. Berglind Festival skellti sér í gellubröns á Brút á sunnudeginum. Berglind er aðdáandi Jómfrúarinnar en Brút varð ofan á liðna helgi. Gísli Pálmi rappari með meiru skellti sér út að borða í vikunni á Hosiló. Fyllir í skarðið sem Pavel Ermolinskiij skildi eftir við flutninginn á Sauðarkrók en Pavel var fastagestur á staðnum. Aron Can og Emmsjé Gauti eru komnir heim frá Tenerife þar sem þeir nutu lífsins með sínum heittelskuðu og börnum. Emmsjé Gauti skemmti sér vel í vatnsrennibrautagarðinum Siam Park og Aron Can fór út að borða á The Bank þar sem nokkrir aðdáendur biðu um myndir og eiginhandaáritun. Kristín Jónsdóttir náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands tók sér stutta pásu frá skjálftavaktinni á miðvikudaginn og gerði innkaup í Hagkaup í Kringlunni. Ásgeir Jónsson leitaði sömuleiðis í Hagkaup, reyndar í Skeifunni, í gær í leit að góðu sjampói. Þeir gerast vart hár- eða skeggprúðari en rauðhærði seðlabankastjórinn. Logi Geirsson handboltakempa kann þá lista að rækta líkamann vel, bæði í ræktinni og með hollum mat. Hann var einn á ferð á Preppbarnum á Suðurlandsbraut í gær og fékk sér hollan bita. Frægir á ferð Mest lesið Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Lífið „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Lífið Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið Sækir um skilnað frá Schneider Bíó og sjónvarp Stjórinn mótmælir ICE með lagi um Minneapolis Tónlist Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry Lífið Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Lífið „Ég er óléttur“ Lífið Fleiri fréttir Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Sjá meira
Árni Oddur sást í brekkunni á Akureyri síðastliðna helgi. Þar var líka Sverrir Þór Sverrisson, hinn eini sanni Sveppi, sem hefur tímabundið komið sér upp öðru heimili með Jóni Gnarr á Akureyri þar sem félagarnir taka þátt í uppsetningu And Björk of Course. Sveppi er duglegur að deila með fylgjendum sínum á Instagram hvað drífur á daga þeirra félaga norðan heiða. Þeir virðast í það minnsta fastagestir í Skógarböðunum. Evert Víglundsson kraftajötunn og Frikki Dór söngvari nutu þess einnig að þeysast um í brekkunni með sínu besta fólki. Já, Akureyri er sannkölluð vetrarparadís. Eiður Smári Guðjohnsen knattspyrnukappi hefur ekki verið þekktur fyrir sönghæfileika sína. Það þarf heldur ekki að kunna að syngja til að syngja í karókí á Irishman á Klapparstígnum. Sá sparkvissi lét vaða síðastliðið föstudagskvöld. Viðar Örn Kjartansson knattspyrnukappi lét sömuleiðis sjá sig á Irishman sama kvöld. Já, kapparnir voru báðir miklir markaskorarar en engum sögum fer um það hvort þeir hafi skorað utan vallar um helgina. Viðar Örn sást síðast á æfingu með FH en nokkuð er síðan Eiður Smári lagði skóna á hilluna. Berglind Festival skellti sér í gellubröns á Brút á sunnudeginum. Berglind er aðdáandi Jómfrúarinnar en Brút varð ofan á liðna helgi. Gísli Pálmi rappari með meiru skellti sér út að borða í vikunni á Hosiló. Fyllir í skarðið sem Pavel Ermolinskiij skildi eftir við flutninginn á Sauðarkrók en Pavel var fastagestur á staðnum. Aron Can og Emmsjé Gauti eru komnir heim frá Tenerife þar sem þeir nutu lífsins með sínum heittelskuðu og börnum. Emmsjé Gauti skemmti sér vel í vatnsrennibrautagarðinum Siam Park og Aron Can fór út að borða á The Bank þar sem nokkrir aðdáendur biðu um myndir og eiginhandaáritun. Kristín Jónsdóttir náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands tók sér stutta pásu frá skjálftavaktinni á miðvikudaginn og gerði innkaup í Hagkaup í Kringlunni. Ásgeir Jónsson leitaði sömuleiðis í Hagkaup, reyndar í Skeifunni, í gær í leit að góðu sjampói. Þeir gerast vart hár- eða skeggprúðari en rauðhærði seðlabankastjórinn. Logi Geirsson handboltakempa kann þá lista að rækta líkamann vel, bæði í ræktinni og með hollum mat. Hann var einn á ferð á Preppbarnum á Suðurlandsbraut í gær og fékk sér hollan bita.
Frægir á ferð Mest lesið Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Lífið „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Lífið Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið Sækir um skilnað frá Schneider Bíó og sjónvarp Stjórinn mótmælir ICE með lagi um Minneapolis Tónlist Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry Lífið Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Lífið „Ég er óléttur“ Lífið Fleiri fréttir Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Sjá meira
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“