Eiður Smári í karókí og Árni Oddur á skíðum Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 1. mars 2024 14:02 Eiður Smári er fæddur árið 1978 en Árni Oddur 1969. Árni Oddur Þórðarson, fyrrverandi forstjóri Marels, er á meðal þeirra sem skellti sér á skíði í Hlíðarfjalli á dögunum. Það þarf ekki að fara í alpana til að eiga draumadaga í brekkunum. Já, frægir eru víða á ferð. Árni Oddur sást í brekkunni á Akureyri síðastliðna helgi. Þar var líka Sverrir Þór Sverrisson, hinn eini sanni Sveppi, sem hefur tímabundið komið sér upp öðru heimili með Jóni Gnarr á Akureyri þar sem félagarnir taka þátt í uppsetningu And Björk of Course. Sveppi er duglegur að deila með fylgjendum sínum á Instagram hvað drífur á daga þeirra félaga norðan heiða. Þeir virðast í það minnsta fastagestir í Skógarböðunum. Evert Víglundsson kraftajötunn og Frikki Dór söngvari nutu þess einnig að þeysast um í brekkunni með sínu besta fólki. Já, Akureyri er sannkölluð vetrarparadís. Eiður Smári Guðjohnsen knattspyrnukappi hefur ekki verið þekktur fyrir sönghæfileika sína. Það þarf heldur ekki að kunna að syngja til að syngja í karókí á Irishman á Klapparstígnum. Sá sparkvissi lét vaða síðastliðið föstudagskvöld. Viðar Örn Kjartansson knattspyrnukappi lét sömuleiðis sjá sig á Irishman sama kvöld. Já, kapparnir voru báðir miklir markaskorarar en engum sögum fer um það hvort þeir hafi skorað utan vallar um helgina. Viðar Örn sást síðast á æfingu með FH en nokkuð er síðan Eiður Smári lagði skóna á hilluna. Berglind Festival skellti sér í gellubröns á Brút á sunnudeginum. Berglind er aðdáandi Jómfrúarinnar en Brút varð ofan á liðna helgi. Gísli Pálmi rappari með meiru skellti sér út að borða í vikunni á Hosiló. Fyllir í skarðið sem Pavel Ermolinskiij skildi eftir við flutninginn á Sauðarkrók en Pavel var fastagestur á staðnum. Aron Can og Emmsjé Gauti eru komnir heim frá Tenerife þar sem þeir nutu lífsins með sínum heittelskuðu og börnum. Emmsjé Gauti skemmti sér vel í vatnsrennibrautagarðinum Siam Park og Aron Can fór út að borða á The Bank þar sem nokkrir aðdáendur biðu um myndir og eiginhandaáritun. Kristín Jónsdóttir náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands tók sér stutta pásu frá skjálftavaktinni á miðvikudaginn og gerði innkaup í Hagkaup í Kringlunni. Ásgeir Jónsson leitaði sömuleiðis í Hagkaup, reyndar í Skeifunni, í gær í leit að góðu sjampói. Þeir gerast vart hár- eða skeggprúðari en rauðhærði seðlabankastjórinn. Logi Geirsson handboltakempa kann þá lista að rækta líkamann vel, bæði í ræktinni og með hollum mat. Hann var einn á ferð á Preppbarnum á Suðurlandsbraut í gær og fékk sér hollan bita. Frægir á ferð Mest lesið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Lífið Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Lífið Fleiri fréttir Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sjá meira
Árni Oddur sást í brekkunni á Akureyri síðastliðna helgi. Þar var líka Sverrir Þór Sverrisson, hinn eini sanni Sveppi, sem hefur tímabundið komið sér upp öðru heimili með Jóni Gnarr á Akureyri þar sem félagarnir taka þátt í uppsetningu And Björk of Course. Sveppi er duglegur að deila með fylgjendum sínum á Instagram hvað drífur á daga þeirra félaga norðan heiða. Þeir virðast í það minnsta fastagestir í Skógarböðunum. Evert Víglundsson kraftajötunn og Frikki Dór söngvari nutu þess einnig að þeysast um í brekkunni með sínu besta fólki. Já, Akureyri er sannkölluð vetrarparadís. Eiður Smári Guðjohnsen knattspyrnukappi hefur ekki verið þekktur fyrir sönghæfileika sína. Það þarf heldur ekki að kunna að syngja til að syngja í karókí á Irishman á Klapparstígnum. Sá sparkvissi lét vaða síðastliðið föstudagskvöld. Viðar Örn Kjartansson knattspyrnukappi lét sömuleiðis sjá sig á Irishman sama kvöld. Já, kapparnir voru báðir miklir markaskorarar en engum sögum fer um það hvort þeir hafi skorað utan vallar um helgina. Viðar Örn sást síðast á æfingu með FH en nokkuð er síðan Eiður Smári lagði skóna á hilluna. Berglind Festival skellti sér í gellubröns á Brút á sunnudeginum. Berglind er aðdáandi Jómfrúarinnar en Brút varð ofan á liðna helgi. Gísli Pálmi rappari með meiru skellti sér út að borða í vikunni á Hosiló. Fyllir í skarðið sem Pavel Ermolinskiij skildi eftir við flutninginn á Sauðarkrók en Pavel var fastagestur á staðnum. Aron Can og Emmsjé Gauti eru komnir heim frá Tenerife þar sem þeir nutu lífsins með sínum heittelskuðu og börnum. Emmsjé Gauti skemmti sér vel í vatnsrennibrautagarðinum Siam Park og Aron Can fór út að borða á The Bank þar sem nokkrir aðdáendur biðu um myndir og eiginhandaáritun. Kristín Jónsdóttir náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands tók sér stutta pásu frá skjálftavaktinni á miðvikudaginn og gerði innkaup í Hagkaup í Kringlunni. Ásgeir Jónsson leitaði sömuleiðis í Hagkaup, reyndar í Skeifunni, í gær í leit að góðu sjampói. Þeir gerast vart hár- eða skeggprúðari en rauðhærði seðlabankastjórinn. Logi Geirsson handboltakempa kann þá lista að rækta líkamann vel, bæði í ræktinni og með hollum mat. Hann var einn á ferð á Preppbarnum á Suðurlandsbraut í gær og fékk sér hollan bita.
Frægir á ferð Mest lesið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Lífið Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Lífið Fleiri fréttir Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sjá meira