Eiður Smári í karókí og Árni Oddur á skíðum Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 1. mars 2024 14:02 Eiður Smári er fæddur árið 1978 en Árni Oddur 1969. Árni Oddur Þórðarson, fyrrverandi forstjóri Marels, er á meðal þeirra sem skellti sér á skíði í Hlíðarfjalli á dögunum. Það þarf ekki að fara í alpana til að eiga draumadaga í brekkunum. Já, frægir eru víða á ferð. Árni Oddur sást í brekkunni á Akureyri síðastliðna helgi. Þar var líka Sverrir Þór Sverrisson, hinn eini sanni Sveppi, sem hefur tímabundið komið sér upp öðru heimili með Jóni Gnarr á Akureyri þar sem félagarnir taka þátt í uppsetningu And Björk of Course. Sveppi er duglegur að deila með fylgjendum sínum á Instagram hvað drífur á daga þeirra félaga norðan heiða. Þeir virðast í það minnsta fastagestir í Skógarböðunum. Evert Víglundsson kraftajötunn og Frikki Dór söngvari nutu þess einnig að þeysast um í brekkunni með sínu besta fólki. Já, Akureyri er sannkölluð vetrarparadís. Eiður Smári Guðjohnsen knattspyrnukappi hefur ekki verið þekktur fyrir sönghæfileika sína. Það þarf heldur ekki að kunna að syngja til að syngja í karókí á Irishman á Klapparstígnum. Sá sparkvissi lét vaða síðastliðið föstudagskvöld. Viðar Örn Kjartansson knattspyrnukappi lét sömuleiðis sjá sig á Irishman sama kvöld. Já, kapparnir voru báðir miklir markaskorarar en engum sögum fer um það hvort þeir hafi skorað utan vallar um helgina. Viðar Örn sást síðast á æfingu með FH en nokkuð er síðan Eiður Smári lagði skóna á hilluna. Berglind Festival skellti sér í gellubröns á Brút á sunnudeginum. Berglind er aðdáandi Jómfrúarinnar en Brút varð ofan á liðna helgi. Gísli Pálmi rappari með meiru skellti sér út að borða í vikunni á Hosiló. Fyllir í skarðið sem Pavel Ermolinskiij skildi eftir við flutninginn á Sauðarkrók en Pavel var fastagestur á staðnum. Aron Can og Emmsjé Gauti eru komnir heim frá Tenerife þar sem þeir nutu lífsins með sínum heittelskuðu og börnum. Emmsjé Gauti skemmti sér vel í vatnsrennibrautagarðinum Siam Park og Aron Can fór út að borða á The Bank þar sem nokkrir aðdáendur biðu um myndir og eiginhandaáritun. Kristín Jónsdóttir náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands tók sér stutta pásu frá skjálftavaktinni á miðvikudaginn og gerði innkaup í Hagkaup í Kringlunni. Ásgeir Jónsson leitaði sömuleiðis í Hagkaup, reyndar í Skeifunni, í gær í leit að góðu sjampói. Þeir gerast vart hár- eða skeggprúðari en rauðhærði seðlabankastjórinn. Logi Geirsson handboltakempa kann þá lista að rækta líkamann vel, bæði í ræktinni og með hollum mat. Hann var einn á ferð á Preppbarnum á Suðurlandsbraut í gær og fékk sér hollan bita. Frægir á ferð Mest lesið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Bíó og sjónvarp Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Lífið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið „Hann var bara draumur“ Lífið Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Lífið Fleiri fréttir „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Sjá meira
Árni Oddur sást í brekkunni á Akureyri síðastliðna helgi. Þar var líka Sverrir Þór Sverrisson, hinn eini sanni Sveppi, sem hefur tímabundið komið sér upp öðru heimili með Jóni Gnarr á Akureyri þar sem félagarnir taka þátt í uppsetningu And Björk of Course. Sveppi er duglegur að deila með fylgjendum sínum á Instagram hvað drífur á daga þeirra félaga norðan heiða. Þeir virðast í það minnsta fastagestir í Skógarböðunum. Evert Víglundsson kraftajötunn og Frikki Dór söngvari nutu þess einnig að þeysast um í brekkunni með sínu besta fólki. Já, Akureyri er sannkölluð vetrarparadís. Eiður Smári Guðjohnsen knattspyrnukappi hefur ekki verið þekktur fyrir sönghæfileika sína. Það þarf heldur ekki að kunna að syngja til að syngja í karókí á Irishman á Klapparstígnum. Sá sparkvissi lét vaða síðastliðið föstudagskvöld. Viðar Örn Kjartansson knattspyrnukappi lét sömuleiðis sjá sig á Irishman sama kvöld. Já, kapparnir voru báðir miklir markaskorarar en engum sögum fer um það hvort þeir hafi skorað utan vallar um helgina. Viðar Örn sást síðast á æfingu með FH en nokkuð er síðan Eiður Smári lagði skóna á hilluna. Berglind Festival skellti sér í gellubröns á Brút á sunnudeginum. Berglind er aðdáandi Jómfrúarinnar en Brút varð ofan á liðna helgi. Gísli Pálmi rappari með meiru skellti sér út að borða í vikunni á Hosiló. Fyllir í skarðið sem Pavel Ermolinskiij skildi eftir við flutninginn á Sauðarkrók en Pavel var fastagestur á staðnum. Aron Can og Emmsjé Gauti eru komnir heim frá Tenerife þar sem þeir nutu lífsins með sínum heittelskuðu og börnum. Emmsjé Gauti skemmti sér vel í vatnsrennibrautagarðinum Siam Park og Aron Can fór út að borða á The Bank þar sem nokkrir aðdáendur biðu um myndir og eiginhandaáritun. Kristín Jónsdóttir náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands tók sér stutta pásu frá skjálftavaktinni á miðvikudaginn og gerði innkaup í Hagkaup í Kringlunni. Ásgeir Jónsson leitaði sömuleiðis í Hagkaup, reyndar í Skeifunni, í gær í leit að góðu sjampói. Þeir gerast vart hár- eða skeggprúðari en rauðhærði seðlabankastjórinn. Logi Geirsson handboltakempa kann þá lista að rækta líkamann vel, bæði í ræktinni og með hollum mat. Hann var einn á ferð á Preppbarnum á Suðurlandsbraut í gær og fékk sér hollan bita.
Frægir á ferð Mest lesið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Bíó og sjónvarp Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Lífið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið „Hann var bara draumur“ Lífið Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Lífið Fleiri fréttir „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Sjá meira