Lofar breyttu lífi með fyrirvara Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 29. febrúar 2024 20:43 Frímann Gunnarsson frumsýndi 11 spor - til hamingju! í kvöld. Vísir/Sigurjón Frímann Gunnarsson lífskúnstner frumsýndi sýningu sína 11 spor - Til hamingju! í Bæjarbíói í Hafnarfirði í kvöld. Eins og hann lýsir henni felur hún í sér grín, tónlist og fyrirlestur að hætti svokallaðra TED-fyrirlestra. „Ég verð með alls konar grín, vandað grín. Tónlist, ég syng mín uppáhaldslög. Ég er með tónlistarmann sem ég man ekki hvað heitir með mér. Svo er það fyrirlesturinn, ellefu spor til hamingju,“ segir Frímann. Hann segist þó ekki mega lofa því að breyta lífi sýningargesta og gerir stjörnumerki með hendinni til að gefa fyrirvara í skyn. „Til að koma í veg fyrir málsókn verð ég að gera fyrirvara,“ segir hann og hlær. Í kynningarefni sýningarinnar er eftirfarandi fyrirvari: FYRIRVARI: *Velgengni og árangur eru ekki tryggð og Frímann Gunnarsson og eignarhaldsfélagið Gratia mentis ehf. fría sig allri ábyrgð á að fyrirlesturinn geri þátttakendur hamingjusamari en þeir voru fyrir þátttöku, enda er hamingjan ekki tæknilega mælanleg eining. Mælt er með því að hver og einn þátttakandi sé í það minnsta sátt/ur með líf sitt fyrir þátttöku og eigi ekki við skæða tilvistarkreppu að stríða. Síkum tilfellum er bent á að tala við lærða sérfræðinga í slíkum efnum, þó svo að flestir sem gefa sig út fyrir að vera það séu ekki starfi sínu vaxnir. Það er semsagt mælt með því að sýningargestir komi í það minnsta sáttir með líf sitt á sýninguna og lausir við skæða tilvistarkreppu svo hægt sé að fá sem mest út úr sýningunni. „Ef að þið komið mjög hamingjusöm á þessa sýningu þá get ég lofað því að þið farið allavegana ekki minna hamingjusöm út af henni og ég þarf ekki að setja fyrirvara við þetta,“ segir Frímann og bætir svo við: „Ef þið eruð ekki mjög hamingjusöm þá er fyrirvari.“ Árið 2017 vorum við fjórða þunglyndasta þjóð í Evrópu. Fannstu til ábyrgðar að halda sýningu eins og þessa? „Nei, nei. Ég ber ekki ábyrgð á andlegu ástandi þjóðarinnar. Alls ekki. Ég skil ekki hvaða ásökun þetta er. En ég mun auðvitað reyna mitt besta og þessi þjóð er auðvitað mjög gölluð en ég ber ekki ábyrgð á því. Af hverju varstu að halda því fram?“ Frímann stærir sig af því að honum hafi tekist að sneiða heilt spor af vegferðinni til hamingjunnar. Það sé spori færra en ónefnd tólfsporasamtök. Hann er þannig að spara fólki heilt spor. Er svona löng leið að hamingjunni? „Styttri hjá mér. Miklu styttra alveg. Tæp tíu prósent styttri. Það er eiginlega einu sinni hægt að setja verðmiða á það það er það mikið hagstæðra.“ Menning Leikhús Grín og gaman Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
„Ég verð með alls konar grín, vandað grín. Tónlist, ég syng mín uppáhaldslög. Ég er með tónlistarmann sem ég man ekki hvað heitir með mér. Svo er það fyrirlesturinn, ellefu spor til hamingju,“ segir Frímann. Hann segist þó ekki mega lofa því að breyta lífi sýningargesta og gerir stjörnumerki með hendinni til að gefa fyrirvara í skyn. „Til að koma í veg fyrir málsókn verð ég að gera fyrirvara,“ segir hann og hlær. Í kynningarefni sýningarinnar er eftirfarandi fyrirvari: FYRIRVARI: *Velgengni og árangur eru ekki tryggð og Frímann Gunnarsson og eignarhaldsfélagið Gratia mentis ehf. fría sig allri ábyrgð á að fyrirlesturinn geri þátttakendur hamingjusamari en þeir voru fyrir þátttöku, enda er hamingjan ekki tæknilega mælanleg eining. Mælt er með því að hver og einn þátttakandi sé í það minnsta sátt/ur með líf sitt fyrir þátttöku og eigi ekki við skæða tilvistarkreppu að stríða. Síkum tilfellum er bent á að tala við lærða sérfræðinga í slíkum efnum, þó svo að flestir sem gefa sig út fyrir að vera það séu ekki starfi sínu vaxnir. Það er semsagt mælt með því að sýningargestir komi í það minnsta sáttir með líf sitt á sýninguna og lausir við skæða tilvistarkreppu svo hægt sé að fá sem mest út úr sýningunni. „Ef að þið komið mjög hamingjusöm á þessa sýningu þá get ég lofað því að þið farið allavegana ekki minna hamingjusöm út af henni og ég þarf ekki að setja fyrirvara við þetta,“ segir Frímann og bætir svo við: „Ef þið eruð ekki mjög hamingjusöm þá er fyrirvari.“ Árið 2017 vorum við fjórða þunglyndasta þjóð í Evrópu. Fannstu til ábyrgðar að halda sýningu eins og þessa? „Nei, nei. Ég ber ekki ábyrgð á andlegu ástandi þjóðarinnar. Alls ekki. Ég skil ekki hvaða ásökun þetta er. En ég mun auðvitað reyna mitt besta og þessi þjóð er auðvitað mjög gölluð en ég ber ekki ábyrgð á því. Af hverju varstu að halda því fram?“ Frímann stærir sig af því að honum hafi tekist að sneiða heilt spor af vegferðinni til hamingjunnar. Það sé spori færra en ónefnd tólfsporasamtök. Hann er þannig að spara fólki heilt spor. Er svona löng leið að hamingjunni? „Styttri hjá mér. Miklu styttra alveg. Tæp tíu prósent styttri. Það er eiginlega einu sinni hægt að setja verðmiða á það það er það mikið hagstæðra.“
Menning Leikhús Grín og gaman Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira