Forseti La Liga vill halda Greenwood á Spáni Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 29. febrúar 2024 17:30 Mason Greenwood gekk í raðir Getafe á láni frá Manchester United síðasta sumar. Alex Caparros/Getty Images Javier Tebas, forseti spænsku úrvalsdeildarinnar La Liga, segist vona að Mason Greenwood spili áfram í spænska boltanum eftir að lánsdvöl hans hjá Getafe lýkur. Greenwood er á láni hjá Getafe frá enska úrvalsdeildarliðinu Manchester United. Hann gekk til liðs við Getafe á lokadegi félagsskiptagluggans síðasta sumar. Upprunalega ætlaði United að halda Greenwood innan raða félagsins eftir að mál hans var látið niður falla þar sem hann var sakaður um heimilisofbeldi og tilraun til nauðgunnar. Félagið sagði svo frá því á sínum tíma að líklega væri betra ef Greenwood myndi spila annarsstaðar og gaf sterklega í skyn að sóknarmaðurinn myndi aldrei spila fyrir Manchester United aftur. Sir Jim Ratcliffe, nýr meðeigandi félagsins, hefur þó sagt að nú sé mögulega kominn tími til að skoða stöðuna á nýjan leik. LaLiga chief Javier Tebas wants Mason Greenwood to stay in Spain beyond this season... as he insists the exiled Man United forward's loan at Getafe has not tarnished the league's reputation https://t.co/4S9n9WAR91— Mail Sport (@MailSport) February 29, 2024 Eins og áður segir vill Javier Tebas þó halda Greenwood á Spáni. „Ég er lögfræðingur og ef einhver er fundinn saklaus í sakamáli þá er ekkert meira sem þarf að segja,“ sagði Tebas, en þrátt fyrir lögfræðigráðuna talar hann um að Greenwood hafi verið fundinn saklaus þegar hið rétta er að málið var látið niður falla. „Hann er að standa sig virkilega vel sem leikmaður og ég vona að hann velji að vera um kyrrt á Spáni. Það væri gott fyrir okkur. Þá sagði Tebas einnig að fólk ætti að virða viðurstöðu dómstóla. „Þið ættuð að virða réttarkerfið. Fólk er kannski að fordæma hann í fjölmiðlum, en við verðum að virða niðurstöðu dómstóla. Það er ekkert meira sem hægt er að segja um það.“ „Hann var ekki fundinn sekur hérna þannig mér er alveg sama,“ sagði Tebas að lokum. Spænski boltinn Mál Mason Greenwood Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Handbolti Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Enski boltinn Enn eitt tapið á Old Trafford Enski boltinn Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Handbolti Barcelona með níu fingur á titlinum Fótbolti Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Fótbolti Sveindís Jane skoraði og lagði upp í kveðjuleiknum Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar náðu sigrinum en misstu Höskuld Hilmir Rafn innsiglaði sigurinn hjá toppliðinu Í beinni: Víkingur - FH | Lið á sitthvorum enda töflunnar Þór/KA og Blikar áfram í bikar: Sextán ára aldursmunur á markaskorurum Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Stefán Ingi og Sveinn Aron báðir á skotskónum í sigurleikjum Daníel Tristan og Mikael með stoðsendingar Sjáðu draumamark Ísaks Andra Sveindís Jane skoraði og lagði upp í kveðjuleiknum Barcelona með níu fingur á titlinum Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Sunneva Hrönn og stöllur í FCK tryggðu sig upp um deild Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Skjöldur á loft í Bæjaralandi Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga Sjá meira
Greenwood er á láni hjá Getafe frá enska úrvalsdeildarliðinu Manchester United. Hann gekk til liðs við Getafe á lokadegi félagsskiptagluggans síðasta sumar. Upprunalega ætlaði United að halda Greenwood innan raða félagsins eftir að mál hans var látið niður falla þar sem hann var sakaður um heimilisofbeldi og tilraun til nauðgunnar. Félagið sagði svo frá því á sínum tíma að líklega væri betra ef Greenwood myndi spila annarsstaðar og gaf sterklega í skyn að sóknarmaðurinn myndi aldrei spila fyrir Manchester United aftur. Sir Jim Ratcliffe, nýr meðeigandi félagsins, hefur þó sagt að nú sé mögulega kominn tími til að skoða stöðuna á nýjan leik. LaLiga chief Javier Tebas wants Mason Greenwood to stay in Spain beyond this season... as he insists the exiled Man United forward's loan at Getafe has not tarnished the league's reputation https://t.co/4S9n9WAR91— Mail Sport (@MailSport) February 29, 2024 Eins og áður segir vill Javier Tebas þó halda Greenwood á Spáni. „Ég er lögfræðingur og ef einhver er fundinn saklaus í sakamáli þá er ekkert meira sem þarf að segja,“ sagði Tebas, en þrátt fyrir lögfræðigráðuna talar hann um að Greenwood hafi verið fundinn saklaus þegar hið rétta er að málið var látið niður falla. „Hann er að standa sig virkilega vel sem leikmaður og ég vona að hann velji að vera um kyrrt á Spáni. Það væri gott fyrir okkur. Þá sagði Tebas einnig að fólk ætti að virða viðurstöðu dómstóla. „Þið ættuð að virða réttarkerfið. Fólk er kannski að fordæma hann í fjölmiðlum, en við verðum að virða niðurstöðu dómstóla. Það er ekkert meira sem hægt er að segja um það.“ „Hann var ekki fundinn sekur hérna þannig mér er alveg sama,“ sagði Tebas að lokum.
Spænski boltinn Mál Mason Greenwood Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Handbolti Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Enski boltinn Enn eitt tapið á Old Trafford Enski boltinn Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Handbolti Barcelona með níu fingur á titlinum Fótbolti Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Fótbolti Sveindís Jane skoraði og lagði upp í kveðjuleiknum Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar náðu sigrinum en misstu Höskuld Hilmir Rafn innsiglaði sigurinn hjá toppliðinu Í beinni: Víkingur - FH | Lið á sitthvorum enda töflunnar Þór/KA og Blikar áfram í bikar: Sextán ára aldursmunur á markaskorurum Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Stefán Ingi og Sveinn Aron báðir á skotskónum í sigurleikjum Daníel Tristan og Mikael með stoðsendingar Sjáðu draumamark Ísaks Andra Sveindís Jane skoraði og lagði upp í kveðjuleiknum Barcelona með níu fingur á titlinum Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Sunneva Hrönn og stöllur í FCK tryggðu sig upp um deild Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Skjöldur á loft í Bæjaralandi Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga Sjá meira