Dagur fær íslenskan reynslubolta til að hjálpa sér Sindri Sverrisson skrifar 29. febrúar 2024 22:57 Gunnar Magnússon hefur marga fjöruna sopið með íslneska landsliðinu og mun nú aðstoða Dag Sigurðsson við leikgreiningu fyrir Króatíu. Hulda Margrét & @insta_hrs Dagur Sigurðsson þarf að hafa snör handtök sem nýr landsliðsþjálfari Króatíu í handbolta því eftir hálfan mánuð ætla Króatar að tryggja sér sæti á Ólympíuleikunum í París í sumar. Hann fær íslenskan reynslubolta og gamlan lærisvein til að hjálpa sér. Dagur var kynntur til leiks á blaðamannafundi í Zagreb í dag. Í samtali við Vísi greindi hann frá því að þjálfarinn Gunnar Magnússon, sem nú stýrir Aftureldingu en er margreyndur sem aðstoðarþjálfari íslenska landsliðsins, yrði Degi til halds og trausts. „Hann ætlar að hjálpa mér að heiman og halda utan um leikgreininguna fyrir mig, svona rétt á meðan ég kynnist mínu samstarfsfólki hérna úti. Ég er ævinlega þakklátur honum fyrir að taka það að sér,“ segir Dagur. Klippa: Dagur með íslenskan aðstoðarmann Stutt er í ólympíuumspilið þar sem Króatía berst við Þýskaland Alfreðs Gíslasonar, Austurríki og Alsír um tvö laus sæti á Ólympíuleikunum. Dagur er feginn að geta kastað fram hugmyndum til Gunnars fram að því og í umspilsvikunni um miðjan mars: „Ég er með mjög reyndan mann þar sem hefur farið á þrenna Ólympíuleika og ég veit ekki hvað mörg heims- og Evrópumeistaramót. Hann hefur líka farið í gegnum svona keppni [ólympíuumspil] tvisvar þannig að það er gott að hafa reynslumann með sér í þessu. Ég er ánægður með að Króatarnir skyldu taka vel í það,“ segir Dagur sem vonast til þess að Gunnar verði með honum í Þýskalandi þar sem ólympíuumspilið fer fram. Gamall lærisveinn verður aðstoðarþjálfari Dagur verður einnig með hinn 44 ára gamla Denis Spoljaric sem aðstoðarþjálfara. „Ég tek aðstoðarmann með mér sem að spilaði fyrir mig í Berlín, hjá Füchse. Hann var króatískur varnarmaður sem varð bæði ólympíu- og heimsmeistari, og er mjög traustur og góður drengur. Hann verður aðstoðarmaður minn í þessum leikjum til að byrja með, og vonandi lengur.“ Handbolti Ólympíuleikar 2024 í París Tengdar fréttir Dagur kynntur til leiks: „París er draumurinn og það eina sem skiptir máli“ Dagur Sigurðsson hefur verið kynntur sem nýr þjálfari króatíska karlalandsliðsins í handbolta. Fyrsta verkefni hans er að koma Króatíu á Ólympíuleikana í sumar. 29. febrúar 2024 11:06 Mest lesið Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Enski boltinn Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Golf Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Fótbolti Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Körfubolti Fleiri fréttir Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Sjá meira
Dagur var kynntur til leiks á blaðamannafundi í Zagreb í dag. Í samtali við Vísi greindi hann frá því að þjálfarinn Gunnar Magnússon, sem nú stýrir Aftureldingu en er margreyndur sem aðstoðarþjálfari íslenska landsliðsins, yrði Degi til halds og trausts. „Hann ætlar að hjálpa mér að heiman og halda utan um leikgreininguna fyrir mig, svona rétt á meðan ég kynnist mínu samstarfsfólki hérna úti. Ég er ævinlega þakklátur honum fyrir að taka það að sér,“ segir Dagur. Klippa: Dagur með íslenskan aðstoðarmann Stutt er í ólympíuumspilið þar sem Króatía berst við Þýskaland Alfreðs Gíslasonar, Austurríki og Alsír um tvö laus sæti á Ólympíuleikunum. Dagur er feginn að geta kastað fram hugmyndum til Gunnars fram að því og í umspilsvikunni um miðjan mars: „Ég er með mjög reyndan mann þar sem hefur farið á þrenna Ólympíuleika og ég veit ekki hvað mörg heims- og Evrópumeistaramót. Hann hefur líka farið í gegnum svona keppni [ólympíuumspil] tvisvar þannig að það er gott að hafa reynslumann með sér í þessu. Ég er ánægður með að Króatarnir skyldu taka vel í það,“ segir Dagur sem vonast til þess að Gunnar verði með honum í Þýskalandi þar sem ólympíuumspilið fer fram. Gamall lærisveinn verður aðstoðarþjálfari Dagur verður einnig með hinn 44 ára gamla Denis Spoljaric sem aðstoðarþjálfara. „Ég tek aðstoðarmann með mér sem að spilaði fyrir mig í Berlín, hjá Füchse. Hann var króatískur varnarmaður sem varð bæði ólympíu- og heimsmeistari, og er mjög traustur og góður drengur. Hann verður aðstoðarmaður minn í þessum leikjum til að byrja með, og vonandi lengur.“
Handbolti Ólympíuleikar 2024 í París Tengdar fréttir Dagur kynntur til leiks: „París er draumurinn og það eina sem skiptir máli“ Dagur Sigurðsson hefur verið kynntur sem nýr þjálfari króatíska karlalandsliðsins í handbolta. Fyrsta verkefni hans er að koma Króatíu á Ólympíuleikana í sumar. 29. febrúar 2024 11:06 Mest lesið Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Enski boltinn Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Golf Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Fótbolti Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Körfubolti Fleiri fréttir Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Sjá meira
Dagur kynntur til leiks: „París er draumurinn og það eina sem skiptir máli“ Dagur Sigurðsson hefur verið kynntur sem nýr þjálfari króatíska karlalandsliðsins í handbolta. Fyrsta verkefni hans er að koma Króatíu á Ólympíuleikana í sumar. 29. febrúar 2024 11:06