Dagur fær íslenskan reynslubolta til að hjálpa sér Sindri Sverrisson skrifar 29. febrúar 2024 22:57 Gunnar Magnússon hefur marga fjöruna sopið með íslneska landsliðinu og mun nú aðstoða Dag Sigurðsson við leikgreiningu fyrir Króatíu. Hulda Margrét & @insta_hrs Dagur Sigurðsson þarf að hafa snör handtök sem nýr landsliðsþjálfari Króatíu í handbolta því eftir hálfan mánuð ætla Króatar að tryggja sér sæti á Ólympíuleikunum í París í sumar. Hann fær íslenskan reynslubolta og gamlan lærisvein til að hjálpa sér. Dagur var kynntur til leiks á blaðamannafundi í Zagreb í dag. Í samtali við Vísi greindi hann frá því að þjálfarinn Gunnar Magnússon, sem nú stýrir Aftureldingu en er margreyndur sem aðstoðarþjálfari íslenska landsliðsins, yrði Degi til halds og trausts. „Hann ætlar að hjálpa mér að heiman og halda utan um leikgreininguna fyrir mig, svona rétt á meðan ég kynnist mínu samstarfsfólki hérna úti. Ég er ævinlega þakklátur honum fyrir að taka það að sér,“ segir Dagur. Klippa: Dagur með íslenskan aðstoðarmann Stutt er í ólympíuumspilið þar sem Króatía berst við Þýskaland Alfreðs Gíslasonar, Austurríki og Alsír um tvö laus sæti á Ólympíuleikunum. Dagur er feginn að geta kastað fram hugmyndum til Gunnars fram að því og í umspilsvikunni um miðjan mars: „Ég er með mjög reyndan mann þar sem hefur farið á þrenna Ólympíuleika og ég veit ekki hvað mörg heims- og Evrópumeistaramót. Hann hefur líka farið í gegnum svona keppni [ólympíuumspil] tvisvar þannig að það er gott að hafa reynslumann með sér í þessu. Ég er ánægður með að Króatarnir skyldu taka vel í það,“ segir Dagur sem vonast til þess að Gunnar verði með honum í Þýskalandi þar sem ólympíuumspilið fer fram. Gamall lærisveinn verður aðstoðarþjálfari Dagur verður einnig með hinn 44 ára gamla Denis Spoljaric sem aðstoðarþjálfara. „Ég tek aðstoðarmann með mér sem að spilaði fyrir mig í Berlín, hjá Füchse. Hann var króatískur varnarmaður sem varð bæði ólympíu- og heimsmeistari, og er mjög traustur og góður drengur. Hann verður aðstoðarmaður minn í þessum leikjum til að byrja með, og vonandi lengur.“ Handbolti Ólympíuleikar 2024 í París Tengdar fréttir Dagur kynntur til leiks: „París er draumurinn og það eina sem skiptir máli“ Dagur Sigurðsson hefur verið kynntur sem nýr þjálfari króatíska karlalandsliðsins í handbolta. Fyrsta verkefni hans er að koma Króatíu á Ólympíuleikana í sumar. 29. febrúar 2024 11:06 Mest lesið Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Í beinni: Brentford - Tottenham | Rísa Spurs upp frá dauðum? Enski boltinn „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Í beinni: Man. Utd - Crystal Palace | Tekst United lokst að tengja saman sigra? Enski boltinn United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti Fleiri fréttir Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Lærisveinar Alfreðs úr leik eftir framlengdan leik Anton tekur við kvennaliði Vals Danir flugu inn í undanúrslitin Sjá meira
Dagur var kynntur til leiks á blaðamannafundi í Zagreb í dag. Í samtali við Vísi greindi hann frá því að þjálfarinn Gunnar Magnússon, sem nú stýrir Aftureldingu en er margreyndur sem aðstoðarþjálfari íslenska landsliðsins, yrði Degi til halds og trausts. „Hann ætlar að hjálpa mér að heiman og halda utan um leikgreininguna fyrir mig, svona rétt á meðan ég kynnist mínu samstarfsfólki hérna úti. Ég er ævinlega þakklátur honum fyrir að taka það að sér,“ segir Dagur. Klippa: Dagur með íslenskan aðstoðarmann Stutt er í ólympíuumspilið þar sem Króatía berst við Þýskaland Alfreðs Gíslasonar, Austurríki og Alsír um tvö laus sæti á Ólympíuleikunum. Dagur er feginn að geta kastað fram hugmyndum til Gunnars fram að því og í umspilsvikunni um miðjan mars: „Ég er með mjög reyndan mann þar sem hefur farið á þrenna Ólympíuleika og ég veit ekki hvað mörg heims- og Evrópumeistaramót. Hann hefur líka farið í gegnum svona keppni [ólympíuumspil] tvisvar þannig að það er gott að hafa reynslumann með sér í þessu. Ég er ánægður með að Króatarnir skyldu taka vel í það,“ segir Dagur sem vonast til þess að Gunnar verði með honum í Þýskalandi þar sem ólympíuumspilið fer fram. Gamall lærisveinn verður aðstoðarþjálfari Dagur verður einnig með hinn 44 ára gamla Denis Spoljaric sem aðstoðarþjálfara. „Ég tek aðstoðarmann með mér sem að spilaði fyrir mig í Berlín, hjá Füchse. Hann var króatískur varnarmaður sem varð bæði ólympíu- og heimsmeistari, og er mjög traustur og góður drengur. Hann verður aðstoðarmaður minn í þessum leikjum til að byrja með, og vonandi lengur.“
Handbolti Ólympíuleikar 2024 í París Tengdar fréttir Dagur kynntur til leiks: „París er draumurinn og það eina sem skiptir máli“ Dagur Sigurðsson hefur verið kynntur sem nýr þjálfari króatíska karlalandsliðsins í handbolta. Fyrsta verkefni hans er að koma Króatíu á Ólympíuleikana í sumar. 29. febrúar 2024 11:06 Mest lesið Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Í beinni: Brentford - Tottenham | Rísa Spurs upp frá dauðum? Enski boltinn „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Í beinni: Man. Utd - Crystal Palace | Tekst United lokst að tengja saman sigra? Enski boltinn United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti Fleiri fréttir Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Lærisveinar Alfreðs úr leik eftir framlengdan leik Anton tekur við kvennaliði Vals Danir flugu inn í undanúrslitin Sjá meira
Dagur kynntur til leiks: „París er draumurinn og það eina sem skiptir máli“ Dagur Sigurðsson hefur verið kynntur sem nýr þjálfari króatíska karlalandsliðsins í handbolta. Fyrsta verkefni hans er að koma Króatíu á Ólympíuleikana í sumar. 29. febrúar 2024 11:06