Mesti hagnaður í tæplega sextíu ára sögu Landsvirkjunnar Jón Þór Stefánsson skrifar 29. febrúar 2024 16:25 Landsvirkjun greiðir ríkinu tuttugu milljarða í arð. Vísir/Vilhelm Hagnaður af grunnrekstri Landsvirkjunar á síðasta ári nam 52 milljörðum króna. Um er að ræða besta rekstrarár fyrirtækisins frá stofnun þess árið 1965. Hagnaðurinn jókst um nítján prósent frá árinu á undan, sem var líka metár. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu, en þar segir að fjárhagsstaða fyrirtækisins hafi aldrei verið betri. Eiginfjárhlutfall sé 65,4 prósent og skuldsetning komin niður í 1,4 sinnum meira en rekstrarhagnaður ársins fyrir afskriftir. Stjórn fyrirtækisins samþykkti ársreikninginn á fundi sínum í dag og lagði til að arður til ríkisins verði tuttugu milljarðar króna í ár, líkt og síðastliðin ár, en það eru um 72 prósent af hagnaði ársins. Samanlagður arður síðastliðinna þriggja ára nemur rúmum 40 milljörðum króna. „Þessi árangur náðist þrátt fyrir að tekjur af sölu til stórnotenda drægjust saman vegna verðlækkana á mörkuðum, en heildarrekstrartekjur jukust verulega, einkum vegna áhættuvarna. Þannig hefur virk áhættustýring í rekstri Landsvirkjunar sannað gildi sitt, en hún dregur úr tekjusveiflum og stuðlar að stöðugri rekstrarafkomu fyrirtækisins,“ er haft eftir Herði Arnarsyni forstjóra Landsvirkjunnar. „Á meðan rekstur orkufyrirtækis þjóðarinnar gengur betur en nokkru sinni fyrr eru blikur á lofti í raforkumálum Íslendinga. Framkvæmdir við orkuöflun hafa tafist af ýmsum orsökum, og líkur eru á því að raforkuframleiðsla nái ekki að anna eftirspurn vegna orkuskipta og almenns vaxtar samfélagsins fyrr en í fyrsta lagi á árunum 2027-28,“ segir Hörður, en hann bendir þó á að vonir standi um að hægt verði að hefja framkvæmdir við Hvammsvirkjun og Búrfellslund á árinu. Landsvirkjun Orkumál Vatnsaflsvirkjanir Jarðhiti Rekstur hins opinbera Efnahagsmál Mest lesið Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Viðskipti innlent Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Neytendur Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu Viðskipti innlent Semja um fjögurra milljarða króna lán Viðskipti innlent Stytta skammarkrókinn til muna Neytendur E. coli í frönskum osti Neytendur Fleiri fréttir Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu, en þar segir að fjárhagsstaða fyrirtækisins hafi aldrei verið betri. Eiginfjárhlutfall sé 65,4 prósent og skuldsetning komin niður í 1,4 sinnum meira en rekstrarhagnaður ársins fyrir afskriftir. Stjórn fyrirtækisins samþykkti ársreikninginn á fundi sínum í dag og lagði til að arður til ríkisins verði tuttugu milljarðar króna í ár, líkt og síðastliðin ár, en það eru um 72 prósent af hagnaði ársins. Samanlagður arður síðastliðinna þriggja ára nemur rúmum 40 milljörðum króna. „Þessi árangur náðist þrátt fyrir að tekjur af sölu til stórnotenda drægjust saman vegna verðlækkana á mörkuðum, en heildarrekstrartekjur jukust verulega, einkum vegna áhættuvarna. Þannig hefur virk áhættustýring í rekstri Landsvirkjunar sannað gildi sitt, en hún dregur úr tekjusveiflum og stuðlar að stöðugri rekstrarafkomu fyrirtækisins,“ er haft eftir Herði Arnarsyni forstjóra Landsvirkjunnar. „Á meðan rekstur orkufyrirtækis þjóðarinnar gengur betur en nokkru sinni fyrr eru blikur á lofti í raforkumálum Íslendinga. Framkvæmdir við orkuöflun hafa tafist af ýmsum orsökum, og líkur eru á því að raforkuframleiðsla nái ekki að anna eftirspurn vegna orkuskipta og almenns vaxtar samfélagsins fyrr en í fyrsta lagi á árunum 2027-28,“ segir Hörður, en hann bendir þó á að vonir standi um að hægt verði að hefja framkvæmdir við Hvammsvirkjun og Búrfellslund á árinu.
Landsvirkjun Orkumál Vatnsaflsvirkjanir Jarðhiti Rekstur hins opinbera Efnahagsmál Mest lesið Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Viðskipti innlent Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Neytendur Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu Viðskipti innlent Semja um fjögurra milljarða króna lán Viðskipti innlent Stytta skammarkrókinn til muna Neytendur E. coli í frönskum osti Neytendur Fleiri fréttir Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Sjá meira