Ríkur verkfallsvilji hjá ræstingafólki sem greiðir atkvæði á mánudag Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 29. febrúar 2024 12:00 Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir ræstingafólk á höfuðborgarsvæðinu búa við verst kjör allra á vinnumarkaði og þess vegna valdi samninganefnd Eflingar að sá hópur fengi tækifæri til að leggja niður störf. Vísir/Arnar Fulltrúar breiðfylkingarinnar svokölluðu og Samtaka atvinnulífsins hafa verið boðuð til fundar í fyrramálið en í gærkvöldi ákvað samninganefnd Eflingar að boða til atkvæðagreiðslu um verkfall hjá félagsfólki Eflingar sem starfar við ræstingar. Formaður Eflingar telur að ríkur verkfallsvilji sé í þeim hópi. Atkvæðagreiðslan um mögulegt verkfall verður auglýst á morgun en svo hefst hún á mánudaginn klukkan fjögur. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir að það sé sérstök ástæða fyrir því að hópurinn sem starfar við ræstingar hafi verið valinn. „Já, ræstingafólk hér á höfuðborgarsvæðinu það býr við verst kjör allra á íslenskum vinnumarkaði. Ég hvet fólk til þess að skoða til dæmis könnun vörðu, rannsóknarmiðstöðvar atvinnulífsins um kjör ræstingafólks þannig að við teljum að rétt og eðlilegt sé að gefa þeim tækifæri til þess að berjast fyrir bættum kjörum, við teljum að þar sé ríkulegur verkfallsvilji og svo er það eining svo að breiðfylkingin hefur sett baráttuna fyrir bættum kjörum ræstingafólks á oddinn í þessum kjaraviðræðum.“ Ástráður Haraldsson, ríkissáttasemjari, sagði í samtali við fréttastofu að hann hefði boðað breiðfylkinguna og Samtök atvinnulífsins til fundar í fyrramálið klukkan níu. „Efling mætir ásamt félögum sínum í breiðfylkingunni a þann fund og svo á morgun, seinna munum við jafnframt í samninganefnd Eflingar funda með samtökum atvinnulífsins.“ Sólveig telur að verkfallsvilji sé ríkur hjá félagsmönnum Eflingar sem starfa við ræstingar. „Í síðustu kjaradeilu þá var ræstingafólk búið að samþykkja verkfallsboðun samtök atvinnulífsins settu á Eflingu verkbann þannig að af þessum verkföllum varð ekki. Við höfum einnig í yfirstandandi kjaradeilu látið framkvæma könnun um verkfallsvilja hjá ræstingafólki Eflingarmeðlima, 80% þeirra sem svöruðu þeirri könnun sögðust tilbúin til að leggja niðurstörf til að knýja á um betri kjör. Þannig að já, ég tel að verkfallsvilji þessa hóps sé mjög mikill,“ segir Sólveig Anna. Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Stéttarfélög Tengdar fréttir Funda ekki í dag Breiðfylkingin svokallaða og Samtök atvinnulífsins funda ekki í dag. Boðað hefur verið til fundar í fyrramálið. 29. febrúar 2024 10:45 Boða atkvæðagreiðslu um verkfall ræstingarfólks á mánudag Atkvæðagreiðsla um verkfall hjá ræstingafólki hefst á mánudaginn kemur. Verði sú tillaga samþykkt mun ræstingafólk sem er í Eflingu leggja niður störf þann 18. mars næstkomandi. 29. febrúar 2024 07:14 „Gjörsamlega misboðið yfir stöðunni“ Fundi dagsins í Karphúsinu er lokið og ekki hefur verið formlega boðað til þess næsta. Gert er þó ráð fyrir að fundað verði aftur á morgun. Formenn Starfsgreinasambandsins og Samiðnar eru sammála um að staðan sé flókin og erfið. 28. febrúar 2024 16:37 Mest lesið „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent „Þetta er innrás“ Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira
Atkvæðagreiðslan um mögulegt verkfall verður auglýst á morgun en svo hefst hún á mánudaginn klukkan fjögur. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir að það sé sérstök ástæða fyrir því að hópurinn sem starfar við ræstingar hafi verið valinn. „Já, ræstingafólk hér á höfuðborgarsvæðinu það býr við verst kjör allra á íslenskum vinnumarkaði. Ég hvet fólk til þess að skoða til dæmis könnun vörðu, rannsóknarmiðstöðvar atvinnulífsins um kjör ræstingafólks þannig að við teljum að rétt og eðlilegt sé að gefa þeim tækifæri til þess að berjast fyrir bættum kjörum, við teljum að þar sé ríkulegur verkfallsvilji og svo er það eining svo að breiðfylkingin hefur sett baráttuna fyrir bættum kjörum ræstingafólks á oddinn í þessum kjaraviðræðum.“ Ástráður Haraldsson, ríkissáttasemjari, sagði í samtali við fréttastofu að hann hefði boðað breiðfylkinguna og Samtök atvinnulífsins til fundar í fyrramálið klukkan níu. „Efling mætir ásamt félögum sínum í breiðfylkingunni a þann fund og svo á morgun, seinna munum við jafnframt í samninganefnd Eflingar funda með samtökum atvinnulífsins.“ Sólveig telur að verkfallsvilji sé ríkur hjá félagsmönnum Eflingar sem starfa við ræstingar. „Í síðustu kjaradeilu þá var ræstingafólk búið að samþykkja verkfallsboðun samtök atvinnulífsins settu á Eflingu verkbann þannig að af þessum verkföllum varð ekki. Við höfum einnig í yfirstandandi kjaradeilu látið framkvæma könnun um verkfallsvilja hjá ræstingafólki Eflingarmeðlima, 80% þeirra sem svöruðu þeirri könnun sögðust tilbúin til að leggja niðurstörf til að knýja á um betri kjör. Þannig að já, ég tel að verkfallsvilji þessa hóps sé mjög mikill,“ segir Sólveig Anna.
Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Stéttarfélög Tengdar fréttir Funda ekki í dag Breiðfylkingin svokallaða og Samtök atvinnulífsins funda ekki í dag. Boðað hefur verið til fundar í fyrramálið. 29. febrúar 2024 10:45 Boða atkvæðagreiðslu um verkfall ræstingarfólks á mánudag Atkvæðagreiðsla um verkfall hjá ræstingafólki hefst á mánudaginn kemur. Verði sú tillaga samþykkt mun ræstingafólk sem er í Eflingu leggja niður störf þann 18. mars næstkomandi. 29. febrúar 2024 07:14 „Gjörsamlega misboðið yfir stöðunni“ Fundi dagsins í Karphúsinu er lokið og ekki hefur verið formlega boðað til þess næsta. Gert er þó ráð fyrir að fundað verði aftur á morgun. Formenn Starfsgreinasambandsins og Samiðnar eru sammála um að staðan sé flókin og erfið. 28. febrúar 2024 16:37 Mest lesið „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent „Þetta er innrás“ Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira
Funda ekki í dag Breiðfylkingin svokallaða og Samtök atvinnulífsins funda ekki í dag. Boðað hefur verið til fundar í fyrramálið. 29. febrúar 2024 10:45
Boða atkvæðagreiðslu um verkfall ræstingarfólks á mánudag Atkvæðagreiðsla um verkfall hjá ræstingafólki hefst á mánudaginn kemur. Verði sú tillaga samþykkt mun ræstingafólk sem er í Eflingu leggja niður störf þann 18. mars næstkomandi. 29. febrúar 2024 07:14
„Gjörsamlega misboðið yfir stöðunni“ Fundi dagsins í Karphúsinu er lokið og ekki hefur verið formlega boðað til þess næsta. Gert er þó ráð fyrir að fundað verði aftur á morgun. Formenn Starfsgreinasambandsins og Samiðnar eru sammála um að staðan sé flókin og erfið. 28. febrúar 2024 16:37