Varar Vesturlönd við því að senda hermenn inn í Úkraínu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 29. febrúar 2024 10:05 Pútín sakaði Vesturlönd um að vilja tortíma Rússlandi og sagði framgöngu þeirra stuðla að kjarnorkustyrjöld. AP/Alexander Zemlianichenko Rússland er „stoð lýðræðis“ og Vesturlönd, sem freistuðu þess að stuðla að úrkynjun þjóðarinnar hafa tapað þeirri baráttu. Þetta sagði Vladimír Pútín Rússlandsforseti nú fyrir stundu, í árlegri stefnuræðu sinni fyrir rússneska þinginu. Ræða Pútín virðist aðallega snúast um mikla samstöðu í Rússlandi þegar kemur að „sérstakri hernaðaraðgerð“ Rússa í Úkraínu og meintar tilraunir Vesturlanda til að stuðla að tortímingu Rússlands. Þá varaði hann Vesturlönd við því að senda hermenn inn í Úkraínu. Forsetinn byrjaði á því að segjast myndu horfa til framtíðar í ræðu sinni en ákveðin mál biðu þess að vera leyst til að stuðla að framþróun ríkisins. Sagðist hann hafa átt samtöl við Rússa út um allt land; hermenn, sjálfboðaliða og kennara. Pútín sagði mikilvægt að Rússar styddu bræður sína og systur, sem er líklega tilvísun til Rússa í Úkraínu, og kallaði íbúa Donbas og Sevastopol, sem Rússar hafa hernumið, hetjur. Þá sagði hann fjölda fyrirtækja og einstaklinga hafa stutt við hermenn á framlínunni, bæði með fjárframlögum og gjöfum. Þetta sýndi að hermenn Rússlands hefðu „alla þjóðina“ að baki sér. Forsetinn ítrekaði að erlendum ríkjum yrði ekki leyft að skipta sér af innanríkismálum Rússlands og sagði rússnesku þjóðina þurfa að standa saman í því að berjast fyrir sjálfræði landsins. Sagðist hann „krjúpa við fætur“ þeirra sem væru að berjast fyrir móðurlandið og kallaði eftir mínútu þögn þeim til heiðurs. Segir Bandaríkjamenn vilja sýna að þeir séu enn við stjórnvölinn Þrátt fyrir að hafa sagst ætla að halda sig við innanríkismál Rússlands eru Bandaríkin forsetanum augljóslega hugleikin en í ræðunni sakaði Pútín Bandaríkjamenn um að hafa „skotið niður“ tillögur Rússa að samkomulagi um kjarnavopn sem lagðar voru fram árið 2018. Bandaríkjamenn hefðu aldrei áhuga á viðræðum nema þeir hefðu af því hag. Nú, á kosningaári, freistuðu bandarískir stjórnmálamenn þess að sanna fyrir kjóesndum að „þeir ráði ennþá heiminum“. Sakaði hann Bandaríkjamenn um að vilja draga Rússa í vopnakapphlaup og á endanum, að sigra þá. Pútín varaði Vesturlönd við því að senda hermenn inn í Úkraínu. „Þau þurfa að skilja að við eigum líka vopn sem ná inn á landsvæði þeirra,“ sagði hann. Þá sagði hann Rússa vera fórnarlömb „Rússafóbíu“, sem hann sagði vitlausa. „Án sjálfráða, sterks Rússlands er enginn stöðugleiki í heiminum.“ Orðræða ráðamanna á Vesturlöndum væri til þess fallinn að ýta undir átök þar sem kjarnorkuvopnum yrði beitt. Afleiðingin yrði tortíming siðmenningarinnar. Í kjölfar þessa ummæla sinna vendi forsetinn kvæði sínu í kross og snéri máli sínu að mikilvægi fjölskyldugilda og nauðsyn þess að eignast fleiri börn og stuðla að fjölgun meðal þjóðarinnar. Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Vladimír Pútín Mest lesið Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Innlent Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Innlent Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Innlent „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Innlent Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Erlent Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Innlent Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Innlent „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Innlent Færeyingar leita til Íslands að útvarpsstjóra Innlent Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Erlent Fleiri fréttir Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Bandaríkjamenn og Rússar funda með Evrópu á hliðarlínunni Farþegaþota brotlenti og hafnaði á hvolfi Evrópa þurfi að vígbúast Skynjar „nýja evrópska staðfestu og alvarleika“ fyrir fundinn í París Páfi sagður þarfnast frekari sjúkrahússlegu vegna sýkingar „Ferðamannaparadísin“ Gasa líklega rædd á fundi Rubio og krónprinsins Rubio mættur til Sádi-Arabíu og Lavrov segir Evrópu ekki eiga neitt erindi Blaðamenn AP í straffi hjá Hvíta húsinu vegna Mexíkóflóa Mette fulltrúi Norðurlanda á neyðarfundi í París Fyrsti opinberlega samkynhneigði imaminn skotinn til bana Reiðubúinn til að senda hermenn til Úkraínu Ísraelar fá sprengjur frá Bandaríkjunum Átján létust í troðningi Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Sjá meira
Ræða Pútín virðist aðallega snúast um mikla samstöðu í Rússlandi þegar kemur að „sérstakri hernaðaraðgerð“ Rússa í Úkraínu og meintar tilraunir Vesturlanda til að stuðla að tortímingu Rússlands. Þá varaði hann Vesturlönd við því að senda hermenn inn í Úkraínu. Forsetinn byrjaði á því að segjast myndu horfa til framtíðar í ræðu sinni en ákveðin mál biðu þess að vera leyst til að stuðla að framþróun ríkisins. Sagðist hann hafa átt samtöl við Rússa út um allt land; hermenn, sjálfboðaliða og kennara. Pútín sagði mikilvægt að Rússar styddu bræður sína og systur, sem er líklega tilvísun til Rússa í Úkraínu, og kallaði íbúa Donbas og Sevastopol, sem Rússar hafa hernumið, hetjur. Þá sagði hann fjölda fyrirtækja og einstaklinga hafa stutt við hermenn á framlínunni, bæði með fjárframlögum og gjöfum. Þetta sýndi að hermenn Rússlands hefðu „alla þjóðina“ að baki sér. Forsetinn ítrekaði að erlendum ríkjum yrði ekki leyft að skipta sér af innanríkismálum Rússlands og sagði rússnesku þjóðina þurfa að standa saman í því að berjast fyrir sjálfræði landsins. Sagðist hann „krjúpa við fætur“ þeirra sem væru að berjast fyrir móðurlandið og kallaði eftir mínútu þögn þeim til heiðurs. Segir Bandaríkjamenn vilja sýna að þeir séu enn við stjórnvölinn Þrátt fyrir að hafa sagst ætla að halda sig við innanríkismál Rússlands eru Bandaríkin forsetanum augljóslega hugleikin en í ræðunni sakaði Pútín Bandaríkjamenn um að hafa „skotið niður“ tillögur Rússa að samkomulagi um kjarnavopn sem lagðar voru fram árið 2018. Bandaríkjamenn hefðu aldrei áhuga á viðræðum nema þeir hefðu af því hag. Nú, á kosningaári, freistuðu bandarískir stjórnmálamenn þess að sanna fyrir kjóesndum að „þeir ráði ennþá heiminum“. Sakaði hann Bandaríkjamenn um að vilja draga Rússa í vopnakapphlaup og á endanum, að sigra þá. Pútín varaði Vesturlönd við því að senda hermenn inn í Úkraínu. „Þau þurfa að skilja að við eigum líka vopn sem ná inn á landsvæði þeirra,“ sagði hann. Þá sagði hann Rússa vera fórnarlömb „Rússafóbíu“, sem hann sagði vitlausa. „Án sjálfráða, sterks Rússlands er enginn stöðugleiki í heiminum.“ Orðræða ráðamanna á Vesturlöndum væri til þess fallinn að ýta undir átök þar sem kjarnorkuvopnum yrði beitt. Afleiðingin yrði tortíming siðmenningarinnar. Í kjölfar þessa ummæla sinna vendi forsetinn kvæði sínu í kross og snéri máli sínu að mikilvægi fjölskyldugilda og nauðsyn þess að eignast fleiri börn og stuðla að fjölgun meðal þjóðarinnar.
Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Vladimír Pútín Mest lesið Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Innlent Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Innlent Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Innlent „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Innlent Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Erlent Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Innlent Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Innlent „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Innlent Færeyingar leita til Íslands að útvarpsstjóra Innlent Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Erlent Fleiri fréttir Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Bandaríkjamenn og Rússar funda með Evrópu á hliðarlínunni Farþegaþota brotlenti og hafnaði á hvolfi Evrópa þurfi að vígbúast Skynjar „nýja evrópska staðfestu og alvarleika“ fyrir fundinn í París Páfi sagður þarfnast frekari sjúkrahússlegu vegna sýkingar „Ferðamannaparadísin“ Gasa líklega rædd á fundi Rubio og krónprinsins Rubio mættur til Sádi-Arabíu og Lavrov segir Evrópu ekki eiga neitt erindi Blaðamenn AP í straffi hjá Hvíta húsinu vegna Mexíkóflóa Mette fulltrúi Norðurlanda á neyðarfundi í París Fyrsti opinberlega samkynhneigði imaminn skotinn til bana Reiðubúinn til að senda hermenn til Úkraínu Ísraelar fá sprengjur frá Bandaríkjunum Átján létust í troðningi Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Sjá meira