Hagvöxtur 4,1 prósent í fyrra Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 29. febrúar 2024 09:24 Megindrifkraftur hagvaxtar á síðasta ári var raunaukning þjónustuútflutnings Vísir/Vilhelm Niðurstöður þjóðhagsreikninga fyrir síðasta ár benda til þess að hagvöxtur, það er breyting á landsframleiðslu á föstu verðlagi, hafi numið 4,1 prósent. Áætlað nafnvirði vergrar landsframleiðslu var 4.279 milljarðar króna. Þetta kemur fram í nýjum þjóðhagsreikningum á vef Hagstofunnar. Þar segir að á fjórða ársfjórðungi hafi hægt á vexti hagkerfisins en aukning landsframleiðslunnar mældist 0,6 prósent samanborið við sama ársfjórðung fyrra árs. Árstíðaleiðrétt breyting landsframleiðslunnar á milli þriðja og fjórða ársfjórðungs mælist 0,9 prósent að raungildi. Þá kemur fram í tilkynningu Hagstofunnar að megindrifkraftur hagvaxtar á síðasta ári hafi verið raunaukning þjónustuútflutnings um 9,8 prósent. Janframt skiluðu hagstæðari vöruviðskipti og aukin sam-og einkaneysla jákvæðu framlagi. Þjóðarútgjöld, það er samtala neyslu, fjármunamyndunar og birgðabreytinga, jukust um 1,2 prósent að raungildi samanborið 8,4 prósenta aukningu á milli 2021 og 2022. Eldsumbrot höfðu áhrif Þá segir í tilkynningu Hagstofu að þrátt fyrir að þjónustuútflutningur hafi verið megindrifkraftur hagvaxtar á síðasta ári hafi orðið skýr viðsnúningur á fjórða ársfjórðungi. Hann megi rekja til eldsumbrota á Reykjanesi. Þjónustuútflutningur á ársfjórðungnum dróst saman um 5,5 prósent að raunvirði eftir mikinn vöxt á fyrstu þremur ársfjórðungum. Á fjórða ársfjórðungi var einnig mikill samdráttur í vöruinnflutningi sem varð til þess að framlag vöru- og þjónustuviðskipta til landsframleiðslunnar var jákvætt á fjórðungnum. Verulegur samdráttur í einkaneyslu Þá kemur fram að einkaneysla hafi dregist saman um 2,3 prósent á fjórða ársfjórðungi að raunvirði frá sama tímabili árið og áður. Fyrir árið í heild er vöxturinn 0,5 prósent samanborið við 8,3 prósent vöxt árið þar á undan. Fram kemur að það það sé minnsti vöxtur einkaneyslunnar frá árinu 2010 að undanskildu árinu 2020 þegar kórónuveirufaraldurinn skall á. Þeir liðir einkaneyslunnar sem drógust hvað mest saman á fjórða ársfjórðungi tengjast kaupum á ökutækjum, matvöru, fatnaði og skóm og áfengi auk þess sem einkaneysluútgjöld vegna ferðalaga erlendis sýna áframhaldandi samdrátt. Innlend neysla dróst almennt saman og væntingar heimilanna voru svartsýnni. Efnahagsmál Ferðamennska á Íslandi Byggingariðnaður Verslun Mest lesið Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Sjá meira
Þetta kemur fram í nýjum þjóðhagsreikningum á vef Hagstofunnar. Þar segir að á fjórða ársfjórðungi hafi hægt á vexti hagkerfisins en aukning landsframleiðslunnar mældist 0,6 prósent samanborið við sama ársfjórðung fyrra árs. Árstíðaleiðrétt breyting landsframleiðslunnar á milli þriðja og fjórða ársfjórðungs mælist 0,9 prósent að raungildi. Þá kemur fram í tilkynningu Hagstofunnar að megindrifkraftur hagvaxtar á síðasta ári hafi verið raunaukning þjónustuútflutnings um 9,8 prósent. Janframt skiluðu hagstæðari vöruviðskipti og aukin sam-og einkaneysla jákvæðu framlagi. Þjóðarútgjöld, það er samtala neyslu, fjármunamyndunar og birgðabreytinga, jukust um 1,2 prósent að raungildi samanborið 8,4 prósenta aukningu á milli 2021 og 2022. Eldsumbrot höfðu áhrif Þá segir í tilkynningu Hagstofu að þrátt fyrir að þjónustuútflutningur hafi verið megindrifkraftur hagvaxtar á síðasta ári hafi orðið skýr viðsnúningur á fjórða ársfjórðungi. Hann megi rekja til eldsumbrota á Reykjanesi. Þjónustuútflutningur á ársfjórðungnum dróst saman um 5,5 prósent að raunvirði eftir mikinn vöxt á fyrstu þremur ársfjórðungum. Á fjórða ársfjórðungi var einnig mikill samdráttur í vöruinnflutningi sem varð til þess að framlag vöru- og þjónustuviðskipta til landsframleiðslunnar var jákvætt á fjórðungnum. Verulegur samdráttur í einkaneyslu Þá kemur fram að einkaneysla hafi dregist saman um 2,3 prósent á fjórða ársfjórðungi að raunvirði frá sama tímabili árið og áður. Fyrir árið í heild er vöxturinn 0,5 prósent samanborið við 8,3 prósent vöxt árið þar á undan. Fram kemur að það það sé minnsti vöxtur einkaneyslunnar frá árinu 2010 að undanskildu árinu 2020 þegar kórónuveirufaraldurinn skall á. Þeir liðir einkaneyslunnar sem drógust hvað mest saman á fjórða ársfjórðungi tengjast kaupum á ökutækjum, matvöru, fatnaði og skóm og áfengi auk þess sem einkaneysluútgjöld vegna ferðalaga erlendis sýna áframhaldandi samdrátt. Innlend neysla dróst almennt saman og væntingar heimilanna voru svartsýnni.
Efnahagsmál Ferðamennska á Íslandi Byggingariðnaður Verslun Mest lesið Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Sjá meira