Innlent

Boða at­kvæða­greiðslu um verk­fall ræstingar­fólks á mánu­dag

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Sólveig Anna Jónsdóttir sakar Samtök atvinnulífsins um trúnaðarbrest.
Sólveig Anna Jónsdóttir sakar Samtök atvinnulífsins um trúnaðarbrest. Stöð 2/Arnar

Atkvæðagreiðsla um verkfall hjá ræstingafólki hefst á mánudaginn kemur. Verði sú tillaga samþykkt mun ræstingafólk sem er í Eflingu leggja niður störf þann 18. mars næstkomandi.

Þetta var ákveðið á fundi samninganefndar Eflingar í gærkvöldi að því er RÚV greinir frá. 

Samninganefnd Eflingar mætti ekki til fundar með breiðfylkingunni svokölluðu og fulltrúum Samtaka atvinnulífsins í Karphúsinu í gær og Efling ætlar heldur ekki að mæta á boðaðan fund í dag. 

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir að trúnaðarbrestur hafi orðið þegar farið var í að breyta launaliðnum hjá hærra launuðum hópum innan ASÍ, hjá fagfélögunum svokölluðu. Áður hafði náðst samkomulag um launaliðinn í samningaviðræðunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×