Gaf 100 milljónir undir þjóðgarðsmiðstöð á Kirkjubæjarklaustri Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 28. febrúar 2024 21:06 Það kom í hlut Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, umhverfis- orku og loftlagsráðherra að opna Skaftárstofu formlega með aðstoð barna á Kirkjubæjarklaustri og tveir fyrrverandi umhverfisráðherrar stóðu þar líka við, eða þau Sigrún Magnúsdóttir og Guðmundur Ingi Guðbrandsson. Börnin heita, talið frá vinstri: Vilhjálmur Bjarnason, Rakel Arna Ólafsdóttir, Indíana Gyða Gunnarsdóttir, Arnar Valur Guðmundsson og Þórdís Ella Böðvarsdóttir. Magnús Hlynur Hreiðarsson Skaftárstofa, ný þjóðgarðsmiðstöð Vatnajökulsþjóðgarðs á Kirkjubæjarklaustri hefur verið opnuð formlega en þrír umhverfisráðherrar mættu á staðinn til að opna miðstöðina með aðstoð ungra barna á Kirkjubæjarklaustri. Húsnæði nýju þjóðgarðsmiðstöðvarinnar fellur mjög vel inn í landslagið rétt við þorpið á Klaustri og nánast alveg við þjóðveg númer eitt. Í miðstöðinni er sérstakt sýningarsvæði, kennsluaðstaða, auk rýmis fyrir starfsfólk þjóðgarðsins svo ekki sé minnst á veitingasöluna. Heildarkostnaður við bygginguna er um 900 milljónir króna. Það kom í hlut Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, umhverfis- orku og loftlagsráðherra að opna Skaftárstofu formlega um síðustu helgi með aðstoð barna á Kirkjubæjarklaustri og tveir fyrrverandi umhverfisráðherrar stóðu þar líka við, eða þau Sigrún Magnúsdóttir og Guðmundur Ingi Guðbrandsson. „Það er líka gaman að finna bæði hlýju og stemminguna og framtíðarsýnina hjá heimafólki því að það er nú það fólk, sem hefur borið þetta uppi fram til þessa og mun gera það áfram. Það eru bjartir tímar framundan,” segir Guðlaugur Þór. Skaftárstofa er nýtt og glæsilegt húsnæði á Kirkjubæjarklaustri.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og landið undir þjóðgarðsmiðstöðina var gefið af bónda í sveitinni en landið er metið á 100 milljónir króna í dag. Hér erum við að tala um Magnús Þorfinnsson í Hæðargarði en með gjöfinni vildi hann styrkja og efla samfélagið sitt og bjóða gesti þess velkomna og fræða þá um náttúru og sögu svæðisins. Magnús Þorfinnsson í Hæðargarði, sem gaf landið undir þjóðgarðsmiðstöðina, sem er metið á um 100 milljónir króna í dag.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Hér erum við náttúrulega með upplýsingagjöf fyrir þjóðgarðinn svo sem bæði í heild, því þetta er fyrsti staðurinn, sem við komum að, þeir sem eru að koma úr vestri og á leiðinni inn í þjóðgarðinn en líka munum við setja upp sýningu hér fyrir innan sem er í hönnun núna þar sem við erum að leggja áherslu á þetta svæði hér og náttúruna okkar hér og menningu og sögu, sem er allt samtvinnað,” segir Fanney Ásgeirsdóttir, þjóðgarðsvörður hjá Skaftárstofu. Fanney Ásgeirsdóttir, þjóðgarðsvörður hjá Skaftárstofu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og börnin klipptu ekki bara á borðann með ráðherra því þau sungu líka við opnun Skafárstofu. Fjölmenni mætti við opnunina.Magnús Hlynur Hreiðarsson Heimasíða Skaftárstofu Skaftárhreppur Þjóðgarðar Vatnajökulsþjóðgarður Mest lesið „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Innlent Segir verkföll ekki mismuna börnum Innlent Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Innlent Alvarlegt bílslys við Þrastarlund og þrír fluttir með þyrlunni Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent Fleiri fréttir Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Alvarlegt bílslys við Þrastarlund og þrír fluttir með þyrlunni Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss við Þrastarlund Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Segir verkföll ekki mismuna börnum Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Sjá meira
Húsnæði nýju þjóðgarðsmiðstöðvarinnar fellur mjög vel inn í landslagið rétt við þorpið á Klaustri og nánast alveg við þjóðveg númer eitt. Í miðstöðinni er sérstakt sýningarsvæði, kennsluaðstaða, auk rýmis fyrir starfsfólk þjóðgarðsins svo ekki sé minnst á veitingasöluna. Heildarkostnaður við bygginguna er um 900 milljónir króna. Það kom í hlut Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, umhverfis- orku og loftlagsráðherra að opna Skaftárstofu formlega um síðustu helgi með aðstoð barna á Kirkjubæjarklaustri og tveir fyrrverandi umhverfisráðherrar stóðu þar líka við, eða þau Sigrún Magnúsdóttir og Guðmundur Ingi Guðbrandsson. „Það er líka gaman að finna bæði hlýju og stemminguna og framtíðarsýnina hjá heimafólki því að það er nú það fólk, sem hefur borið þetta uppi fram til þessa og mun gera það áfram. Það eru bjartir tímar framundan,” segir Guðlaugur Þór. Skaftárstofa er nýtt og glæsilegt húsnæði á Kirkjubæjarklaustri.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og landið undir þjóðgarðsmiðstöðina var gefið af bónda í sveitinni en landið er metið á 100 milljónir króna í dag. Hér erum við að tala um Magnús Þorfinnsson í Hæðargarði en með gjöfinni vildi hann styrkja og efla samfélagið sitt og bjóða gesti þess velkomna og fræða þá um náttúru og sögu svæðisins. Magnús Þorfinnsson í Hæðargarði, sem gaf landið undir þjóðgarðsmiðstöðina, sem er metið á um 100 milljónir króna í dag.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Hér erum við náttúrulega með upplýsingagjöf fyrir þjóðgarðinn svo sem bæði í heild, því þetta er fyrsti staðurinn, sem við komum að, þeir sem eru að koma úr vestri og á leiðinni inn í þjóðgarðinn en líka munum við setja upp sýningu hér fyrir innan sem er í hönnun núna þar sem við erum að leggja áherslu á þetta svæði hér og náttúruna okkar hér og menningu og sögu, sem er allt samtvinnað,” segir Fanney Ásgeirsdóttir, þjóðgarðsvörður hjá Skaftárstofu. Fanney Ásgeirsdóttir, þjóðgarðsvörður hjá Skaftárstofu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og börnin klipptu ekki bara á borðann með ráðherra því þau sungu líka við opnun Skafárstofu. Fjölmenni mætti við opnunina.Magnús Hlynur Hreiðarsson Heimasíða Skaftárstofu
Skaftárhreppur Þjóðgarðar Vatnajökulsþjóðgarður Mest lesið „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Innlent Segir verkföll ekki mismuna börnum Innlent Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Innlent Alvarlegt bílslys við Þrastarlund og þrír fluttir með þyrlunni Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent Fleiri fréttir Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Alvarlegt bílslys við Þrastarlund og þrír fluttir með þyrlunni Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss við Þrastarlund Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Segir verkföll ekki mismuna börnum Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Sjá meira