Reiknar ekki með að sjá Gylfa aftur Sindri Sverrisson skrifar 28. febrúar 2024 14:12 Gylfi Þór Sigurðsson náði aðeins að spila sex leiki í búningi Lyngby. Getty/Lars Ronbog Nýi þjálfarinn hjá danska knattspyrnufélaginu Lyngby, sem tók við af Frey Alexanderssyni, segist ekki búast við því að þjálfa Gylfa Þór Sigurðsson hjá félaginu. Gylfi hefur glímt við meiðsli síðustu mánuði og fékk samningi sínum við Lyngby rift í janúar, til að geta sinnt endurhæfingu sinni á Spáni án þess að þiggja laun hjá danska félaginu á meðan. Norðmaðurinn Magne Hoseth tók við Lyngby í byrjun árs, eftir að Freyr var ráðinn til Kortrijk í Belgíu, og Hoseth segir við danska miðilinn Bold.dk að Gylfi sé ekki á leiðinni aftur til Danmerkur. „Nei, ég reikna ekki með að hann snúi aftur. Ef að það gerist þá verð ég mjög undrandi, á jákvæðan hátt,“ sagði Hoseth brosandi en hafði annars lítinn áhuga á að ræða um Gylfa. „Ég einbeiti mér að þeim leikmönnum sem eru hér í Lyngby. Hann er í endurhæfingu á Spáni og svo sjáum við til hvort hann kemur aftur eða ekki. Það er ekki eitthvað sem ég stjórna,“ sagði Hoseth sem kvaðst þó hafa rætt við Gylfa. „Já, en hann er nú ekki leikmaður sem er samningsbundinn okkur. Svo ég vel að einbeita mér að þeim 27 leikmönnum sem ég hef hérna,“ sagði Hoseth. Gylfi, sem er 34 ára, náði aðeins að spila sex leiki fyrir Lyngby en skoraði tvö mörk. Hann kom til félagsins í fyrra og sneri þá aftur í fótboltann eftir tveggja ára hlé í kjölfar handtöku vegna gruns um brot gegn ólögráða einstaklingi á Englandi. Gylfi náði einnig að spila tvo A-landsleiki síðasta haust, þar sem hann skoraði tvö mörk og bætti markamet Eiðs Smára Guðjohnsen og Kolbeins Sigþórssonar. Afar ólíklegt er hins vegar að hann geti verið með í næsta landsleik, gegn Ísrael 21. mars í umspili um sæti á EM. Danski boltinn Mál Gylfa Þórs Sigurðssonar Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Fótbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Fótbolti Ólympíuhetja dó í snjóflóði Sport Fleiri fréttir Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benóný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Sjá meira
Gylfi hefur glímt við meiðsli síðustu mánuði og fékk samningi sínum við Lyngby rift í janúar, til að geta sinnt endurhæfingu sinni á Spáni án þess að þiggja laun hjá danska félaginu á meðan. Norðmaðurinn Magne Hoseth tók við Lyngby í byrjun árs, eftir að Freyr var ráðinn til Kortrijk í Belgíu, og Hoseth segir við danska miðilinn Bold.dk að Gylfi sé ekki á leiðinni aftur til Danmerkur. „Nei, ég reikna ekki með að hann snúi aftur. Ef að það gerist þá verð ég mjög undrandi, á jákvæðan hátt,“ sagði Hoseth brosandi en hafði annars lítinn áhuga á að ræða um Gylfa. „Ég einbeiti mér að þeim leikmönnum sem eru hér í Lyngby. Hann er í endurhæfingu á Spáni og svo sjáum við til hvort hann kemur aftur eða ekki. Það er ekki eitthvað sem ég stjórna,“ sagði Hoseth sem kvaðst þó hafa rætt við Gylfa. „Já, en hann er nú ekki leikmaður sem er samningsbundinn okkur. Svo ég vel að einbeita mér að þeim 27 leikmönnum sem ég hef hérna,“ sagði Hoseth. Gylfi, sem er 34 ára, náði aðeins að spila sex leiki fyrir Lyngby en skoraði tvö mörk. Hann kom til félagsins í fyrra og sneri þá aftur í fótboltann eftir tveggja ára hlé í kjölfar handtöku vegna gruns um brot gegn ólögráða einstaklingi á Englandi. Gylfi náði einnig að spila tvo A-landsleiki síðasta haust, þar sem hann skoraði tvö mörk og bætti markamet Eiðs Smára Guðjohnsen og Kolbeins Sigþórssonar. Afar ólíklegt er hins vegar að hann geti verið með í næsta landsleik, gegn Ísrael 21. mars í umspili um sæti á EM.
Danski boltinn Mál Gylfa Þórs Sigurðssonar Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Fótbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Fótbolti Ólympíuhetja dó í snjóflóði Sport Fleiri fréttir Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benóný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Sjá meira