Reiknar ekki með að sjá Gylfa aftur Sindri Sverrisson skrifar 28. febrúar 2024 14:12 Gylfi Þór Sigurðsson náði aðeins að spila sex leiki í búningi Lyngby. Getty/Lars Ronbog Nýi þjálfarinn hjá danska knattspyrnufélaginu Lyngby, sem tók við af Frey Alexanderssyni, segist ekki búast við því að þjálfa Gylfa Þór Sigurðsson hjá félaginu. Gylfi hefur glímt við meiðsli síðustu mánuði og fékk samningi sínum við Lyngby rift í janúar, til að geta sinnt endurhæfingu sinni á Spáni án þess að þiggja laun hjá danska félaginu á meðan. Norðmaðurinn Magne Hoseth tók við Lyngby í byrjun árs, eftir að Freyr var ráðinn til Kortrijk í Belgíu, og Hoseth segir við danska miðilinn Bold.dk að Gylfi sé ekki á leiðinni aftur til Danmerkur. „Nei, ég reikna ekki með að hann snúi aftur. Ef að það gerist þá verð ég mjög undrandi, á jákvæðan hátt,“ sagði Hoseth brosandi en hafði annars lítinn áhuga á að ræða um Gylfa. „Ég einbeiti mér að þeim leikmönnum sem eru hér í Lyngby. Hann er í endurhæfingu á Spáni og svo sjáum við til hvort hann kemur aftur eða ekki. Það er ekki eitthvað sem ég stjórna,“ sagði Hoseth sem kvaðst þó hafa rætt við Gylfa. „Já, en hann er nú ekki leikmaður sem er samningsbundinn okkur. Svo ég vel að einbeita mér að þeim 27 leikmönnum sem ég hef hérna,“ sagði Hoseth. Gylfi, sem er 34 ára, náði aðeins að spila sex leiki fyrir Lyngby en skoraði tvö mörk. Hann kom til félagsins í fyrra og sneri þá aftur í fótboltann eftir tveggja ára hlé í kjölfar handtöku vegna gruns um brot gegn ólögráða einstaklingi á Englandi. Gylfi náði einnig að spila tvo A-landsleiki síðasta haust, þar sem hann skoraði tvö mörk og bætti markamet Eiðs Smára Guðjohnsen og Kolbeins Sigþórssonar. Afar ólíklegt er hins vegar að hann geti verið með í næsta landsleik, gegn Ísrael 21. mars í umspili um sæti á EM. Danski boltinn Mál Gylfa Þórs Sigurðssonar Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Fótbolti Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Sport Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Fótbolti „Saga sem verður sögð síðar“ Fótbolti Fleiri fréttir „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Sjá meira
Gylfi hefur glímt við meiðsli síðustu mánuði og fékk samningi sínum við Lyngby rift í janúar, til að geta sinnt endurhæfingu sinni á Spáni án þess að þiggja laun hjá danska félaginu á meðan. Norðmaðurinn Magne Hoseth tók við Lyngby í byrjun árs, eftir að Freyr var ráðinn til Kortrijk í Belgíu, og Hoseth segir við danska miðilinn Bold.dk að Gylfi sé ekki á leiðinni aftur til Danmerkur. „Nei, ég reikna ekki með að hann snúi aftur. Ef að það gerist þá verð ég mjög undrandi, á jákvæðan hátt,“ sagði Hoseth brosandi en hafði annars lítinn áhuga á að ræða um Gylfa. „Ég einbeiti mér að þeim leikmönnum sem eru hér í Lyngby. Hann er í endurhæfingu á Spáni og svo sjáum við til hvort hann kemur aftur eða ekki. Það er ekki eitthvað sem ég stjórna,“ sagði Hoseth sem kvaðst þó hafa rætt við Gylfa. „Já, en hann er nú ekki leikmaður sem er samningsbundinn okkur. Svo ég vel að einbeita mér að þeim 27 leikmönnum sem ég hef hérna,“ sagði Hoseth. Gylfi, sem er 34 ára, náði aðeins að spila sex leiki fyrir Lyngby en skoraði tvö mörk. Hann kom til félagsins í fyrra og sneri þá aftur í fótboltann eftir tveggja ára hlé í kjölfar handtöku vegna gruns um brot gegn ólögráða einstaklingi á Englandi. Gylfi náði einnig að spila tvo A-landsleiki síðasta haust, þar sem hann skoraði tvö mörk og bætti markamet Eiðs Smára Guðjohnsen og Kolbeins Sigþórssonar. Afar ólíklegt er hins vegar að hann geti verið með í næsta landsleik, gegn Ísrael 21. mars í umspili um sæti á EM.
Danski boltinn Mál Gylfa Þórs Sigurðssonar Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Fótbolti Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Sport Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Fótbolti „Saga sem verður sögð síðar“ Fótbolti Fleiri fréttir „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Sjá meira