Fundar með samninganefnd um mögulega verkfallsboðun Árni Sæberg skrifar 28. febrúar 2024 12:17 Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar. Vísir/Vilhelm Samninganefnd Eflingar mun funda í kvöld í ljósi þess að Samtök atvinnulífsins opnuðu á viðræður um launaliðinn við aðra en láglaunafólk. Formaður Eflingar segir vel koma til greina að boðað verði til verkfallsaðgerða. Sólveig Anna Jónsdóttir segir leitt að eftir mikla vinnu og bjartsýni síðustu daga hafi Samtök atvinnulífsins hleypt kjaraviðræðum í uppnám í gær. Efling hafi ekki mætt á fund í Karphúsinu í morgun og sé nú að meta stöðuna. Hún segir Samtök atvinnulífsins skyndilega hafa vilja taka upp þegar samþykktan launalið. Það segir Sólveig Anna hafa verið gert til þess að veita hálaunahópum innan ASÍ prósentutöluhækkanir. Þá hafi SA gert kröfu um að Efling samþykki launalækkanir ákveðinna hópa. Samninganefnd Eflingar muni koma sama klukkan 18 í kvöld til þess að fara yfir stöðuna. Vildu ekki samþykkja kröfur sem kosta ekki neitt Sólveig Anna segir að á sama tíma og Samtök atvinnulífsins ræði prósentuhækkanir við hærra launaða hópa innan ASÍ hafi samtökin ekki viljað fallast á kröfur Eflingar sem kosta ekki neitt. Þar nefnir hún til að mynda aukna uppsagnarvernd og aukin réttindi trúnaðarmanna. Þá hafi SA farið fram á það að Efling samþykki verulega launalækkun hjá ákveðunum hópum verka- og láglaunafólks. „Einnig hafa þau ekki komið með nein svör varðandi kröfur Eflingar og SGS um leiðréttingu á kjörum ræstingafólks. Sem er sá hópur launafólks á Íslandi sem býr við verst kjör, mest konur. Fundar frekar með samninganefnd Þegar þessi staða birtist Eflingu í gær hafi forsvarsmenn félagsins gert sér grein fyrir því að ekkert traust væri til staðar í viðræðunum þrátt fyrir þrotlausa vinnu undanfarið. „Því ætla ég að nota daginn í dag til þess að undirbúa fund með samninganefnd, sem haldinn verður hér klukkan 18 í kvöld. Þar mun ég upplýsa samninganefnd Eflingar um þá stöðu sem upp er komin og ráðfæra mig við þau um næstu skref.“ Á fundinum verði, meðal annars, rætt um möguleikann á verkfallsboðun meðal Eflingarfólks. Mikil vonbrigði „Það er auðvitað mjög leitt, þegar fulltrúar verka- og láglaunafólks ásamt góðum félögum úr öðrum hópum, hafa lagt svo mikið á sig sem raun ber vitni, til þess að geta gengið frá kjarasamningum, sem við töldum að myndu snúa að því að ná hratt niður verðbólgu og vöxtum, og í ljós kemur að í stað þess að setja áherslu á að loka samningum við okkur hafa Samtök atvinnulífsins ákveðið að koma samtalinu í algjört uppnám. Með því að fara á bak við okkur, opna á launaliðinn, án okkar aðkomu, án samtals við okkur, til þess að færa mönnum, sem þegar búa við ágæt kjör, umframhækkanir,“ segir Sólveig Anna að lokum. Kjaraviðræður 2023-24 Kjaramál Vinnumarkaður Stéttarfélög Tengdar fréttir Bjartsýni og góður gangur í kjaraviðræðum Fulltrúar nánast allra félaga innan Alþýðusambandsins annarra en verslunarmanna hafa haldið áfram viðræðum við Samtök atvinnulífsins hjá ríkissáttasemjara í dag. 27. febrúar 2024 19:30 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir Fyrsta skóflustunga tekin í skugga meirihlutaviðræðna Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Sjá meira
Sólveig Anna Jónsdóttir segir leitt að eftir mikla vinnu og bjartsýni síðustu daga hafi Samtök atvinnulífsins hleypt kjaraviðræðum í uppnám í gær. Efling hafi ekki mætt á fund í Karphúsinu í morgun og sé nú að meta stöðuna. Hún segir Samtök atvinnulífsins skyndilega hafa vilja taka upp þegar samþykktan launalið. Það segir Sólveig Anna hafa verið gert til þess að veita hálaunahópum innan ASÍ prósentutöluhækkanir. Þá hafi SA gert kröfu um að Efling samþykki launalækkanir ákveðinna hópa. Samninganefnd Eflingar muni koma sama klukkan 18 í kvöld til þess að fara yfir stöðuna. Vildu ekki samþykkja kröfur sem kosta ekki neitt Sólveig Anna segir að á sama tíma og Samtök atvinnulífsins ræði prósentuhækkanir við hærra launaða hópa innan ASÍ hafi samtökin ekki viljað fallast á kröfur Eflingar sem kosta ekki neitt. Þar nefnir hún til að mynda aukna uppsagnarvernd og aukin réttindi trúnaðarmanna. Þá hafi SA farið fram á það að Efling samþykki verulega launalækkun hjá ákveðunum hópum verka- og láglaunafólks. „Einnig hafa þau ekki komið með nein svör varðandi kröfur Eflingar og SGS um leiðréttingu á kjörum ræstingafólks. Sem er sá hópur launafólks á Íslandi sem býr við verst kjör, mest konur. Fundar frekar með samninganefnd Þegar þessi staða birtist Eflingu í gær hafi forsvarsmenn félagsins gert sér grein fyrir því að ekkert traust væri til staðar í viðræðunum þrátt fyrir þrotlausa vinnu undanfarið. „Því ætla ég að nota daginn í dag til þess að undirbúa fund með samninganefnd, sem haldinn verður hér klukkan 18 í kvöld. Þar mun ég upplýsa samninganefnd Eflingar um þá stöðu sem upp er komin og ráðfæra mig við þau um næstu skref.“ Á fundinum verði, meðal annars, rætt um möguleikann á verkfallsboðun meðal Eflingarfólks. Mikil vonbrigði „Það er auðvitað mjög leitt, þegar fulltrúar verka- og láglaunafólks ásamt góðum félögum úr öðrum hópum, hafa lagt svo mikið á sig sem raun ber vitni, til þess að geta gengið frá kjarasamningum, sem við töldum að myndu snúa að því að ná hratt niður verðbólgu og vöxtum, og í ljós kemur að í stað þess að setja áherslu á að loka samningum við okkur hafa Samtök atvinnulífsins ákveðið að koma samtalinu í algjört uppnám. Með því að fara á bak við okkur, opna á launaliðinn, án okkar aðkomu, án samtals við okkur, til þess að færa mönnum, sem þegar búa við ágæt kjör, umframhækkanir,“ segir Sólveig Anna að lokum.
Kjaraviðræður 2023-24 Kjaramál Vinnumarkaður Stéttarfélög Tengdar fréttir Bjartsýni og góður gangur í kjaraviðræðum Fulltrúar nánast allra félaga innan Alþýðusambandsins annarra en verslunarmanna hafa haldið áfram viðræðum við Samtök atvinnulífsins hjá ríkissáttasemjara í dag. 27. febrúar 2024 19:30 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir Fyrsta skóflustunga tekin í skugga meirihlutaviðræðna Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Sjá meira
Bjartsýni og góður gangur í kjaraviðræðum Fulltrúar nánast allra félaga innan Alþýðusambandsins annarra en verslunarmanna hafa haldið áfram viðræðum við Samtök atvinnulífsins hjá ríkissáttasemjara í dag. 27. febrúar 2024 19:30