Frjósemi nær sögulegum lægðum í Japan og Suður-Kóreu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 28. febrúar 2024 08:33 Sífellt færri pör í Japan og Suður-Kóreu velja að eignast börn, aðallega vegna kostnaðar og ástandsins á vinnumarkaði. Getty/Chung Sung-Jun Frjósemi í Japan og Suður-Kóreu náði metlægðum í fyrra. Í Japan fækkaði fæðingum áttunda árið í röð, um 5,1 prósent frá árinu 2022. Um er að ræða minnsta fjölda fæðinga frá því að Japan hóf að safna gögnum árið 1899. Í Suður-Kóreu dróst meðalfjöldi barna á hverja konu saman úr 0,78 árið 2022 í 0,72 árið 2023, sem er átta prósent samdráttur. Almennt er talið að konur þurfi að eignast 2,1 barn til að viðhalda mannfjöldanum. Suður-Kórea er eina ríkið innan OECD þar sem meðalfjöldi barna á konu er undir einum og þá er meðalaldur mæðra sem eru að eiga sitt fyrsta barn hvergi hærri, eða 33,6 ára. Ef fer sem horfir mun íbúum Suður-Kóreu fækka úr 50 milljónum í 26,8 milljónir fyrir árið 2100. Aðgerðaráætlun stjórnvalda, sem var hrundið af stað árið 2006, virðist ekki hafa haft tilætlaðan árangur jafnvel þótt um sé að ræða fjárfesting upp á 270 milljarða Bandaríkjadala. Áætlunin hefur meðal falið í sér ýmsar fjárhagslegar ívilnanir til foreldra, stuðning vegna ófrjósemi og barnagæslu. Pör segja hins vegar fjölda atriða koma í veg fyrir að þau velji að stækka fjölskylduna; meðal annars mikinn kostnað við að eignast og ala upp barn, hátt fasteignaverð og skort á vel launuðum störfum. Í Japan nefna menn svipaðar ástæður gegn því að eignast börn en þar hefur hjónaböndum einnig snarfækkað. Hjónaböndum fækkaði um 5,9 prósent í fyrra, í fyrsta sinn í 90 ár. Þetta á sinn þátt í minni fæðingatíðni, þar sem barneignir utan hjónabands eru fremur fátíðar í Japan. Yoshimasa Hayashi, sem gegnir embætti nokkurs konar framkvæmdastjóra ríkisstjórnar Japan, sagði við blaðamenn í gær að það væri aðeins skammur tími til stefnu til að snúa þróuninni við; eftir 2030 myndi ungu fólki fara fækkandi og þá yrði ekki aftur snúið. Forsætisráðherrann Fumio Kishida hefur sagt lága fæðingartíðni stærsta vandamálið sem Japan stendur frammi fyrir en sérfræðingar segja nauðsynlegt að stjórnvöld beini sjónum sínum í auknum mæli að yngstu aldurshópunum á barnseignaraldri, sem eru þeim fráhverfastir. Frjósemi Japan Suður-Kórea Mannfjöldi Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Fleiri fréttir Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Sjá meira
Í Suður-Kóreu dróst meðalfjöldi barna á hverja konu saman úr 0,78 árið 2022 í 0,72 árið 2023, sem er átta prósent samdráttur. Almennt er talið að konur þurfi að eignast 2,1 barn til að viðhalda mannfjöldanum. Suður-Kórea er eina ríkið innan OECD þar sem meðalfjöldi barna á konu er undir einum og þá er meðalaldur mæðra sem eru að eiga sitt fyrsta barn hvergi hærri, eða 33,6 ára. Ef fer sem horfir mun íbúum Suður-Kóreu fækka úr 50 milljónum í 26,8 milljónir fyrir árið 2100. Aðgerðaráætlun stjórnvalda, sem var hrundið af stað árið 2006, virðist ekki hafa haft tilætlaðan árangur jafnvel þótt um sé að ræða fjárfesting upp á 270 milljarða Bandaríkjadala. Áætlunin hefur meðal falið í sér ýmsar fjárhagslegar ívilnanir til foreldra, stuðning vegna ófrjósemi og barnagæslu. Pör segja hins vegar fjölda atriða koma í veg fyrir að þau velji að stækka fjölskylduna; meðal annars mikinn kostnað við að eignast og ala upp barn, hátt fasteignaverð og skort á vel launuðum störfum. Í Japan nefna menn svipaðar ástæður gegn því að eignast börn en þar hefur hjónaböndum einnig snarfækkað. Hjónaböndum fækkaði um 5,9 prósent í fyrra, í fyrsta sinn í 90 ár. Þetta á sinn þátt í minni fæðingatíðni, þar sem barneignir utan hjónabands eru fremur fátíðar í Japan. Yoshimasa Hayashi, sem gegnir embætti nokkurs konar framkvæmdastjóra ríkisstjórnar Japan, sagði við blaðamenn í gær að það væri aðeins skammur tími til stefnu til að snúa þróuninni við; eftir 2030 myndi ungu fólki fara fækkandi og þá yrði ekki aftur snúið. Forsætisráðherrann Fumio Kishida hefur sagt lága fæðingartíðni stærsta vandamálið sem Japan stendur frammi fyrir en sérfræðingar segja nauðsynlegt að stjórnvöld beini sjónum sínum í auknum mæli að yngstu aldurshópunum á barnseignaraldri, sem eru þeim fráhverfastir.
Frjósemi Japan Suður-Kórea Mannfjöldi Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Fleiri fréttir Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Sjá meira