Sýnileikadagur FKA: „Mikið er hún góð þessi!“ Rakel Sveinsdóttir skrifar 28. febrúar 2024 07:01 Sýnileikadagur FKA er í dag en Bergrún Lilja Sigurjónsdóttir stjórnarkona í FKA og sviðstjóri hjá Vinnueftirlitinu segir mörg tækifæri liggja í því að konur auki á sýnileika sinn; ekki síst í atvinnulífinu og í fjölmiðlum. Vísir/Vilhelm „Ein sem ég þekki ákvað til dæmis eitt sinn að taka svolítið karlana á þetta, bjóða þeim í einn og einn golfhring. Og hvað gerðist? Jú, strax eftir fyrsta höggið var viðmótið öðruvísi og hún sá hvernig svipurinn á andlitinu á þeim breyttist í: Mikið er hún góð þessi!“segir Bergrún Lilja Sigurjónsdóttir og hlær. Ekki að ég hvetji konur til að vera neitt annað en þær sjálfar. Konur eiga að vera konur. Og að mínu mati að vera ráðnar og metnar af þeim verðleikum sem þær standa fyrir. Ég er alls ekki hlynnt því að konur séu ráðnar fyrir það eitt að vera konur.“ En Bergrún bætir við: „Það breytir því ekki að alls staðar hallar enn á konur. Viðburðurinn okkar Taktu skrefið er í raun vitundavakning til kvenna um að auka á sýnleika sinn, hvar svo sem þær eru staddar í dag. Við viljum gefa þeim byr undir báða vængi til að þær láti oftar og meira af sér vita og jafnvel að þær s átti sig sjálfar betur á því hvers virði þær eru.“ Sýnileikadagur FKA 2024 er í dag og af því tilefni fjallar Atvinnulífið um stöðu kvenna og sýnileika þeirra. Fullkomnunaráráttan of mikil? Bergrún er stjórnarkona í FKA og starfar sem sviðstjóri hjá Vinnueftirlitinu. Hún segir lengi þekktar staðreyndir skýra út hvers vegna viðburður eins og Sýnileikadagur FKA sé haldinn. „Það er til dæmis alveg vitað að oft eru konur síður að sækja um stjórnendastörf vegna þess að ef það eru upptalin tíu atriði í hæfniskröfunum, þá sækja þær ekki um starfið nema þær geti tikkað í öll boxin. Karlmenn eru ekki nálægt því svo varfærnir,“ segir Bergrún og bætir við: „Við hvetjum konur til að vera hugrakkari og sækja oftar um. Auðvitað er ekkert alltaf skot í mark en það skiptir svo miklu máli að konur átti sig samt á því hvers virði þær eru og láti vaða. Hugarfarsbreytingin þarf því ekki aðeins að vera í samfélaginu eða hjá öðrum, heldur ekkert síður hjá okkur konunum sjálfum.“ Sem dæmi nefnir Bergrún hvernig merkja megi nokkurn mun á því hvers konar stjórnendastöður konur sækja frekar um. „Konur sækja til dæmis síður um stjórnendastörf ef þau innifela málefni eins og mikla áhættu eða harðan rekstur þar sem mikið fjármagn er undir. Þær sækja frekar um störf í til dæmis félagasamtökum eða þar sem fjárhagsleg áhætta er minni. Þar virðast konur upplifa sig sterkari en við viljum einmitt hvetja konur til að sækja um stærri stöður og út á það gengur Taktu skrefið.“ Eitt erinda sem haldið verður í húsakynnum Arion banka í dag þar sem viðburðurinn er haldinn, fjallar einmitt um konur og fjárfestingar, en þar hallar nokkuð á konur. Þá segir Bergrún halla á konur í rannsóknum og þróun, en aðeins um þriðjungur þeirra sem standa að rannsóknum eru konur. „Með auknum sýnileika erum við líka að hvetja konur til að segja já þegar þær eru boðaðar í viðtöl hjá fjölmiðlum eða beðnar um að vera álitsgjafar. Þar virðast konur hógværari en menn og eru jafnvel hræddari við að gefa álit sitt nema þær séu þeim mun meiri sérfræðingar.“ Bergrún vísar þar í rannsókn frá árinu 2022 þar sem niðurstöður sýna að konur eru aðeins um þriðjungur viðmælenda í fréttum og að almennt sé hlutur kvenna rýrari í fjölmiðlum hér á landi miðað við víða annars staðar. Þarna eru mikil tækifæri. Konur þurfa í auknum mæli að segja já þegar þær eru beðnar um viðtal en auk þess þurfa fjölmiðlar að vera meðvitaðir um að boða konur jafnt sem karla eftir því sem kostur er. Að sama skapi ættu konur að hætta að vera of miklir fullkomnunar sinnar. Þær þurfa ekki að vita allt 100% þótt þær reyni fyrir sér.“ Bergrún segir karla lengi hafa verið duglegir í tengslamyndun; þeir eru duglegir að hittast og mingla, fara í golf saman, benda á hvorn annan og svo framvegis. Hún segir FKA standa fyrir viðburðum eins og Sýnileikadeginum til að efla konur og hvetja til dáða en ekkert síður til að efla tengslamyndun þeirra innbyrðis.Vísir/Vilhelm Hugrekki er smitandi Dagskrá Sýnileikadagsins hefst klukkan 12 en meðal fyrirlesara eru Snædís Ósk Flosadóttir og Magdalena Torfadóttir sem báðar munu fjalla um fjármál og fjárfestingar í sínum erindum. Þá er Þórdís Valsdóttir, forstöðumaður útvarpsmiðla Sýnar með erindi, Justine Vanhalst frumkvöðull mun halda erindi og Sigríður Snævarr sendiherra mun blása konum byr í brjóst. Á milli erinda verður tengslamyndun og kynning á starfi FKA, en á þessu ári fagnar félagið 25 ára afmæli sínu. Bergrún segir aldrei hafa verið jafn margar konur í FKA og nú. „Starfið okkar felst að miklu leyti í því að skapa umgjörðina fyrir konur til þess að efla sig. Hvort sem þær eru reynslumiklar í atvinnulífinu, nýkomnar á vinnumarkað, með lítið startup fyrirtæki eða annað getur tengslamyndunin verið svo mikill stuðningur. Karlar hafa alltaf verið mjög sterkir í þessu. Þeir eru duglegir að hittast og mingla, benda á hvorn annan, skella sér saman í golf og svo framvegis. Við viljum efla konur í allri tengslamyndun og innan FKA eru konur af öllum stærðum og gerðum ef svo má segja,“ segir Bergrún og brosir. Sjálf segist hún hafa tekið virkan þátt í ýmsu á vegum félagsins. Núna sé hún í stjórn og í þeirri nefnd sem hefur verið að undirbúa Sýnileikadaginn. Áður hafi hún starfað í golfnefnd FKA og eins var hún í stjórn FKA Framtíðar, sem er sá hluti félagsstarfsins sem beinir sjónunum að ungum konum. „Þar erum við til dæmis með frábært Mentorprógram sem hefur einfaldlega slegið í gegn og erum við með með einhverja 100 mentora núna,“ segir Bergrún. En þrátt fyrir öflugt félagsstarf til margra ára, er staðan enn sú að af gefnu tilefni þarf að auka á sýnileika kvenna. „Við erum komin mjög langt í jafnréttismálunum en staðan er enn þannig að það hallar á konur í Kauphöllinni, almennt í stjórnendastörfum, í fjölmiðlum og svo framvegis. Við viljum því eindregið hvetja konur til að sýna sig meira og þora að taka skrefið til að fylgja sínum draumum eftir. Svona viðburður eins og í dag er líka ætlaður til þess að veita innblástur.“ Sem Bergrún segir oft hafa fætt ótrúlega margt gott af sér. Ég veit til dæmis um eina sem mætti á Sýnileikadag hjá FKA og fékk svo mikinn innblástur eftir daginn að í kjölfarið ákvað hún að láta slag standa og stofna fyrirtæki sem hana hafði lengi dreymt um að stofna. Sem er svo miklu meira virði en að sitja heima og missa af tækifærum. Við þurfum að láta vaða og prófa hlutina.“ Starfsframi Vinnumarkaður Jafnréttismál Fjölmiðlar Kauphöllin Mannauðsmál Tengdar fréttir Fimm konur og fjörutíu karlar: „Ertu ekki að djóka í mér?!“ „Við erum að tala um þvílíkar rokkstjörnur á sviðinu. Þannig var stemningin,“ segir segir Tanya Zharov, framkvæmdastjóri lögfræðisviðs Alvotech, í upphafi viðtals um Heimsþing kvenleiðtoga sem haldið var í Reykjavík þessa vikuna. 16. nóvember 2023 07:01 „Ég var til dæmis alveg glötuð í að semja um laun“ „Að hlusta á svona umræður og að mæta á svona þing veitir mikinn innblástur,“ segir Þóra Arnórsdóttir forstöðumaður samskipta hjá Landsvirkjun, en hún stýrði málstofu á Heimsþingi kvenleiðtoga í Hörpu í gær. 15. nóvember 2023 07:01 Jafnvægisvogin '23: „Samkeppni um starfsfólk er orðin svo mikil“ „Við erum á vegferð, við erum ekki í höfn svo það sé ekki misskilið,“ segir Andri Þór Guðmundsson forstjóri Ölgerðarinnar, en hann er einn fyrirlesara viðurkenningarhátíðar Jafnvægisvogar FKA sem haldin verður á morgun. 11. október 2023 07:00 Ein kona að fjárfesta fyrir hverja þrjá karlmenn í Kauphöll Að valdefla ungar konur og hvetja þær til að fjárfesta er liður í jafnréttisbaráttunni. 25. janúar 2022 13:12 Hundruð karlmanna forstjórar en sautján ár á milli kvenráðninga „Sautján ár liðu á milli ráðninga á konu í forstjórastól í skráðu félagi á Íslandi. Á sama tíma hafa karlmenn sem gegnt hafa stöðu forstjóra í skráðum félögum skipta hundruðum,“ segir Ásta Dís Óladóttir dósent við Háskóla Íslands og formaður Jafnvægisvogar FKA en nýlega birti hún, auk Þóru H. Christiansen, Sigrúnar Gunnarsdóttur og Erlu S. Kristjánsdóttur, grein í TVE-Tímariti um viðskipti og efnahagsmál þar sem er rýnt er í skýringar á því hvers vegna þróun á ráðningum kvenstjórnenda í forstjórastöður er jafn hægfara og raun ber vitni. 4. janúar 2023 07:01 Mest lesið Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Fleiri fréttir Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Sjá meira
Ekki að ég hvetji konur til að vera neitt annað en þær sjálfar. Konur eiga að vera konur. Og að mínu mati að vera ráðnar og metnar af þeim verðleikum sem þær standa fyrir. Ég er alls ekki hlynnt því að konur séu ráðnar fyrir það eitt að vera konur.“ En Bergrún bætir við: „Það breytir því ekki að alls staðar hallar enn á konur. Viðburðurinn okkar Taktu skrefið er í raun vitundavakning til kvenna um að auka á sýnleika sinn, hvar svo sem þær eru staddar í dag. Við viljum gefa þeim byr undir báða vængi til að þær láti oftar og meira af sér vita og jafnvel að þær s átti sig sjálfar betur á því hvers virði þær eru.“ Sýnileikadagur FKA 2024 er í dag og af því tilefni fjallar Atvinnulífið um stöðu kvenna og sýnileika þeirra. Fullkomnunaráráttan of mikil? Bergrún er stjórnarkona í FKA og starfar sem sviðstjóri hjá Vinnueftirlitinu. Hún segir lengi þekktar staðreyndir skýra út hvers vegna viðburður eins og Sýnileikadagur FKA sé haldinn. „Það er til dæmis alveg vitað að oft eru konur síður að sækja um stjórnendastörf vegna þess að ef það eru upptalin tíu atriði í hæfniskröfunum, þá sækja þær ekki um starfið nema þær geti tikkað í öll boxin. Karlmenn eru ekki nálægt því svo varfærnir,“ segir Bergrún og bætir við: „Við hvetjum konur til að vera hugrakkari og sækja oftar um. Auðvitað er ekkert alltaf skot í mark en það skiptir svo miklu máli að konur átti sig samt á því hvers virði þær eru og láti vaða. Hugarfarsbreytingin þarf því ekki aðeins að vera í samfélaginu eða hjá öðrum, heldur ekkert síður hjá okkur konunum sjálfum.“ Sem dæmi nefnir Bergrún hvernig merkja megi nokkurn mun á því hvers konar stjórnendastöður konur sækja frekar um. „Konur sækja til dæmis síður um stjórnendastörf ef þau innifela málefni eins og mikla áhættu eða harðan rekstur þar sem mikið fjármagn er undir. Þær sækja frekar um störf í til dæmis félagasamtökum eða þar sem fjárhagsleg áhætta er minni. Þar virðast konur upplifa sig sterkari en við viljum einmitt hvetja konur til að sækja um stærri stöður og út á það gengur Taktu skrefið.“ Eitt erinda sem haldið verður í húsakynnum Arion banka í dag þar sem viðburðurinn er haldinn, fjallar einmitt um konur og fjárfestingar, en þar hallar nokkuð á konur. Þá segir Bergrún halla á konur í rannsóknum og þróun, en aðeins um þriðjungur þeirra sem standa að rannsóknum eru konur. „Með auknum sýnileika erum við líka að hvetja konur til að segja já þegar þær eru boðaðar í viðtöl hjá fjölmiðlum eða beðnar um að vera álitsgjafar. Þar virðast konur hógværari en menn og eru jafnvel hræddari við að gefa álit sitt nema þær séu þeim mun meiri sérfræðingar.“ Bergrún vísar þar í rannsókn frá árinu 2022 þar sem niðurstöður sýna að konur eru aðeins um þriðjungur viðmælenda í fréttum og að almennt sé hlutur kvenna rýrari í fjölmiðlum hér á landi miðað við víða annars staðar. Þarna eru mikil tækifæri. Konur þurfa í auknum mæli að segja já þegar þær eru beðnar um viðtal en auk þess þurfa fjölmiðlar að vera meðvitaðir um að boða konur jafnt sem karla eftir því sem kostur er. Að sama skapi ættu konur að hætta að vera of miklir fullkomnunar sinnar. Þær þurfa ekki að vita allt 100% þótt þær reyni fyrir sér.“ Bergrún segir karla lengi hafa verið duglegir í tengslamyndun; þeir eru duglegir að hittast og mingla, fara í golf saman, benda á hvorn annan og svo framvegis. Hún segir FKA standa fyrir viðburðum eins og Sýnileikadeginum til að efla konur og hvetja til dáða en ekkert síður til að efla tengslamyndun þeirra innbyrðis.Vísir/Vilhelm Hugrekki er smitandi Dagskrá Sýnileikadagsins hefst klukkan 12 en meðal fyrirlesara eru Snædís Ósk Flosadóttir og Magdalena Torfadóttir sem báðar munu fjalla um fjármál og fjárfestingar í sínum erindum. Þá er Þórdís Valsdóttir, forstöðumaður útvarpsmiðla Sýnar með erindi, Justine Vanhalst frumkvöðull mun halda erindi og Sigríður Snævarr sendiherra mun blása konum byr í brjóst. Á milli erinda verður tengslamyndun og kynning á starfi FKA, en á þessu ári fagnar félagið 25 ára afmæli sínu. Bergrún segir aldrei hafa verið jafn margar konur í FKA og nú. „Starfið okkar felst að miklu leyti í því að skapa umgjörðina fyrir konur til þess að efla sig. Hvort sem þær eru reynslumiklar í atvinnulífinu, nýkomnar á vinnumarkað, með lítið startup fyrirtæki eða annað getur tengslamyndunin verið svo mikill stuðningur. Karlar hafa alltaf verið mjög sterkir í þessu. Þeir eru duglegir að hittast og mingla, benda á hvorn annan, skella sér saman í golf og svo framvegis. Við viljum efla konur í allri tengslamyndun og innan FKA eru konur af öllum stærðum og gerðum ef svo má segja,“ segir Bergrún og brosir. Sjálf segist hún hafa tekið virkan þátt í ýmsu á vegum félagsins. Núna sé hún í stjórn og í þeirri nefnd sem hefur verið að undirbúa Sýnileikadaginn. Áður hafi hún starfað í golfnefnd FKA og eins var hún í stjórn FKA Framtíðar, sem er sá hluti félagsstarfsins sem beinir sjónunum að ungum konum. „Þar erum við til dæmis með frábært Mentorprógram sem hefur einfaldlega slegið í gegn og erum við með með einhverja 100 mentora núna,“ segir Bergrún. En þrátt fyrir öflugt félagsstarf til margra ára, er staðan enn sú að af gefnu tilefni þarf að auka á sýnileika kvenna. „Við erum komin mjög langt í jafnréttismálunum en staðan er enn þannig að það hallar á konur í Kauphöllinni, almennt í stjórnendastörfum, í fjölmiðlum og svo framvegis. Við viljum því eindregið hvetja konur til að sýna sig meira og þora að taka skrefið til að fylgja sínum draumum eftir. Svona viðburður eins og í dag er líka ætlaður til þess að veita innblástur.“ Sem Bergrún segir oft hafa fætt ótrúlega margt gott af sér. Ég veit til dæmis um eina sem mætti á Sýnileikadag hjá FKA og fékk svo mikinn innblástur eftir daginn að í kjölfarið ákvað hún að láta slag standa og stofna fyrirtæki sem hana hafði lengi dreymt um að stofna. Sem er svo miklu meira virði en að sitja heima og missa af tækifærum. Við þurfum að láta vaða og prófa hlutina.“
Starfsframi Vinnumarkaður Jafnréttismál Fjölmiðlar Kauphöllin Mannauðsmál Tengdar fréttir Fimm konur og fjörutíu karlar: „Ertu ekki að djóka í mér?!“ „Við erum að tala um þvílíkar rokkstjörnur á sviðinu. Þannig var stemningin,“ segir segir Tanya Zharov, framkvæmdastjóri lögfræðisviðs Alvotech, í upphafi viðtals um Heimsþing kvenleiðtoga sem haldið var í Reykjavík þessa vikuna. 16. nóvember 2023 07:01 „Ég var til dæmis alveg glötuð í að semja um laun“ „Að hlusta á svona umræður og að mæta á svona þing veitir mikinn innblástur,“ segir Þóra Arnórsdóttir forstöðumaður samskipta hjá Landsvirkjun, en hún stýrði málstofu á Heimsþingi kvenleiðtoga í Hörpu í gær. 15. nóvember 2023 07:01 Jafnvægisvogin '23: „Samkeppni um starfsfólk er orðin svo mikil“ „Við erum á vegferð, við erum ekki í höfn svo það sé ekki misskilið,“ segir Andri Þór Guðmundsson forstjóri Ölgerðarinnar, en hann er einn fyrirlesara viðurkenningarhátíðar Jafnvægisvogar FKA sem haldin verður á morgun. 11. október 2023 07:00 Ein kona að fjárfesta fyrir hverja þrjá karlmenn í Kauphöll Að valdefla ungar konur og hvetja þær til að fjárfesta er liður í jafnréttisbaráttunni. 25. janúar 2022 13:12 Hundruð karlmanna forstjórar en sautján ár á milli kvenráðninga „Sautján ár liðu á milli ráðninga á konu í forstjórastól í skráðu félagi á Íslandi. Á sama tíma hafa karlmenn sem gegnt hafa stöðu forstjóra í skráðum félögum skipta hundruðum,“ segir Ásta Dís Óladóttir dósent við Háskóla Íslands og formaður Jafnvægisvogar FKA en nýlega birti hún, auk Þóru H. Christiansen, Sigrúnar Gunnarsdóttur og Erlu S. Kristjánsdóttur, grein í TVE-Tímariti um viðskipti og efnahagsmál þar sem er rýnt er í skýringar á því hvers vegna þróun á ráðningum kvenstjórnenda í forstjórastöður er jafn hægfara og raun ber vitni. 4. janúar 2023 07:01 Mest lesið Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Fleiri fréttir Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Sjá meira
Fimm konur og fjörutíu karlar: „Ertu ekki að djóka í mér?!“ „Við erum að tala um þvílíkar rokkstjörnur á sviðinu. Þannig var stemningin,“ segir segir Tanya Zharov, framkvæmdastjóri lögfræðisviðs Alvotech, í upphafi viðtals um Heimsþing kvenleiðtoga sem haldið var í Reykjavík þessa vikuna. 16. nóvember 2023 07:01
„Ég var til dæmis alveg glötuð í að semja um laun“ „Að hlusta á svona umræður og að mæta á svona þing veitir mikinn innblástur,“ segir Þóra Arnórsdóttir forstöðumaður samskipta hjá Landsvirkjun, en hún stýrði málstofu á Heimsþingi kvenleiðtoga í Hörpu í gær. 15. nóvember 2023 07:01
Jafnvægisvogin '23: „Samkeppni um starfsfólk er orðin svo mikil“ „Við erum á vegferð, við erum ekki í höfn svo það sé ekki misskilið,“ segir Andri Þór Guðmundsson forstjóri Ölgerðarinnar, en hann er einn fyrirlesara viðurkenningarhátíðar Jafnvægisvogar FKA sem haldin verður á morgun. 11. október 2023 07:00
Ein kona að fjárfesta fyrir hverja þrjá karlmenn í Kauphöll Að valdefla ungar konur og hvetja þær til að fjárfesta er liður í jafnréttisbaráttunni. 25. janúar 2022 13:12
Hundruð karlmanna forstjórar en sautján ár á milli kvenráðninga „Sautján ár liðu á milli ráðninga á konu í forstjórastól í skráðu félagi á Íslandi. Á sama tíma hafa karlmenn sem gegnt hafa stöðu forstjóra í skráðum félögum skipta hundruðum,“ segir Ásta Dís Óladóttir dósent við Háskóla Íslands og formaður Jafnvægisvogar FKA en nýlega birti hún, auk Þóru H. Christiansen, Sigrúnar Gunnarsdóttur og Erlu S. Kristjánsdóttur, grein í TVE-Tímariti um viðskipti og efnahagsmál þar sem er rýnt er í skýringar á því hvers vegna þróun á ráðningum kvenstjórnenda í forstjórastöður er jafn hægfara og raun ber vitni. 4. janúar 2023 07:01